Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ(S)MBLIS, / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Kjarafulltrúi Prestafélagsins um nýjan úrskurð kjaranefndar „Við erum æfir“ KJARANEFND hefur lokið við að úrskurða um laun fyrir skólameist- ara, sýslumenn, presta, skrifstofu- stjóra í Stjórnarráðinu, sendiherra og sendifulltrúa og forstöðumenn og forstjóra hjá ríkinu, þ.m.t. ráðuneyt- isstjóra. Mikil óánægja er meðal presta vegna úrskurðar nefndarinn- ar. Úrskurðirnir voru kveðnir upp í seinasta mánuði og var öllum hóp- unum ákvörðuð 4,7% launahækkun að undanskildum prestum en laun þeirra hækka nokkuð meira, að sögn Guðrúnar Zoéga, formanns kjara- nefndar. Launabreytingarnar gilda frá og með 1. júlí. Að hennar sögn var um að ræða allmikla grunnkaupshækkun hjá prestum en yfirvinnugreiðslurnar hins vegar minnka á móti. „Prestar hafa verið tiltölulega lágt launaðir og við höfum verið að bæta þeirra Laun fjölmennra hópa embættis- manna hækkuð um 4,7% kjör frá því að þeir komu undir okk- ar úrskurðarvald," segir Guðrún. Meðalhækkun til presta 6-7% Launahækkanir presta eru mjög mismunandi en að jafnaði á bilinu 6-7%, að sögn séra Gunnars Sigur- jonssonar, kjarafulltrúa Prestafélags íslands. „Við erum, í einu orði sagt, æfir,“ segir hann. Gunnar segir presta ekki hafa fengið hækkanir í líkingu við hækkanir sem aðrir hafi fengið og vísar m.a. í því sambandi til ákvörðunar Kjaradóms um 8,55% hækkun til æðstu embættismanna í seinustu viku. „Við getum ekki sagt að við höfum einu sinni fengið þær hækkanir sem samið hefur verið um á vinnumarkaðinum,“ segir Gunnar. Hann bendir á að prestar fái ekki leiðréttingu aftur í tímann og hann segir aðstoðarpresta koma einna verst út en launahækkanir þeirra á ársgrundvelli séu frá 3,6-4,8%. Kjaranefnd á enn eftir að úr- skurða um kjör prófessora og heilsu- gæslulækna, sem komu undir úr- skurðarvald nefndarinnar í fyrra. Að sögn Guðrúnar var einnig gerð sú formbreyting á fastri yfirvinnu að í stað tímaviðmiðunar eru teknar upp svokallaðar einingagreiðslur, þar sem hver eining hefur ákveðið verðgildi. Sagði hún þessa breytingu ekki hafa í för með sér launabreytingar. ■ Markmiðum/25 Hátt verð • amjoli og lýsi VERÐ á fiskilýsi er nú í hámarki og mjölverð er einnig mjög hátt. Verðmæti loðnu- og síldarafla í ár er því meira en nokkru sinni, enda samanlagður afli þessara tegunda orðinn nálægt 1,2 milljónum tonna frá áramótum. Aflaverðmæti er því nálægt 6,6 milljörðum króna og útflutningsverðmæti afurð- anna, mjöls og lýsis, gæti verið um 12 til 13 milljarðar króna. Skilaverð á fiskimjöli er nú ná- ^lægt 40.000 krónum á tonnið og fyrir fiskilýsið fást um 33.000 krónur á tonnið. Verð á loðnu og síld upp úr sjó á þessu ári hefur verið nálægt 5.500 krónum á tonn- ið. Áætla má að nýting í lýsisfram- leiðslu sé nú um 11% og mjölfram- leiðslu um 15%. Framleiðsla á fiskimjöli og lýsi frá áramótum gæti verið orðin um 210.000 tonn af mjöli og 120.000 tonn af lýsi. Framleiðsla úr loðnu- aflanum í júlímánuði einum gæti verið um 37.000 tonn af mjöli og 27.000 tonn af lýsi. Alls hafa um 250.000 tonn af loðnu borizt hér á land í júlí og er aflaverðmæti þess nálægt 1,2 milljörðum króna og skilaverð af- urðanna um 2,4 milljarðar. ■ Verðmæti mjöls/Bl. ----» ♦ ♦---- Tage Abelsen farinn til Danmerkur KOMIÐ er í ljós að Tage Abelsen sem lýst var eftir í fjölmiðlum í gær og fyrradag fór til Danmerkur 3. júlí. Greint var frá því í fjölmiðlum að ekkert hefði sést til Tage Abel- sen síðan 2. júlí. Við nánari eftir- grennslan lögreglunnar kom í ljós að hann yfirgaf landið 3. júlí og hélt til Danmerkur. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Niðurrifí Víkartinds lokið í næstu viku NIÐURRIFI Víkartinds, sem strandaði í Háfsfjöru í byrjun marsmánaðar síðastliðins, lýkur í næstu viku. David Parrot, for- stjóri Titan björgunarfélagsins, sem annast niðurrif skipsins, sagði að nú þegar hefðu um 75% skips- ins verið tekin í sundur og af- gangurinn verði annaðhvort fjar- lægður eða grafinn í fjöruna. I gær var annar af tveimur skipskrönum fjarlægður án þess að nokkur önnur tæki væru notuð til þess en logskurðartæki. Parrot sagði að eðlislögmálum hefði verið beitt við að fjarlægja kranann. Sandur hefði verið grafinn undan skipinu á ákveðnum stöðum og logskorið á festingar kranans. Kraninn, sem vegur um 40 tonn, var síðan látinn falla beint á flutn- ingavagn. „Kranarnir hafa verið afar skemmtilegt viðfangsefni allt frá byijun. Við byijuðum á að beygja þá og nota til að taka skipið í sundur. Og núna fjarlægjum við kranana án þess að nota nokkur önnur tæki til þess,“ sagði Parrot. Sömu aðferð verður beitt við að fjarlægja seinni kranann um næstu helgi. „Verkinu verður að fullu lokið í næstu viku,“ sagði Parrot. Sluppu með skrekkinn Morgunblaðið. Seyðisfirði. LITLU munaði að illa færi fyr- ir nokkrum dögum er börn á Seyðisfirði brugðu á leik. Þijú börn, tveir drengir á fjórða ári og telpa tæplega tveggja ára, voru skilin eftir í bíl fyrir utan verslun KHB á Seyðisfirði meðan tveir fullorðnir skruppu skamma stund inn í búðina. Þegar út var komið voru börnin á bak og burt. Leit var hafin þegar í stað. Ekki leið á löngu þar til í ljós kom að börnin höfðu brugðið sér í gönguferð upp á einn olíut- ankinn í bænum. Drengirnir tveir höfðu orð- ið hræddir og voru á leið nið- ur en litla telpan stóð ein uppi á brún tanksins þar sem um níu metra fall blasti við. Faðir hennar kom henni til bjargar og varð engum meint af. Börnin áttu greiðan að- gang að tank- inum. Tröppur liggja upp að honum af bak- lóð verslunar KHB og hlið sem þar er var ólæst. Stiginn upp eftir tank- inum er óvar- inn og langt upp í handrið og stórt bil á milli pósta. Reyndarlá girðingin kringum tank- inn einnig niðri á stórum kafla, þannig að hver sem vildi gat farið upp að tank- inum og upp á hann. Lögregla var látin vita um þetta og brá hún skjótt og vel við og sá til þess að svæðinu var lokað til bráðabirgða þar til endanlegar viðgerðir geta farið fram. Morgunblaðið/Pétur Olíutankurinn sem börnin fóru upp á. Bretar staðfesta hafr éttar samninginn Byggja fiskveiði- lögsögn ekki lengiir á Rockall BREZK stjómvöld munu á næstu dögum staðfesta hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna og hafa lýst yfir að þau muni í framhaldi af því endurskoða mörk fískveiðilögsögu Bretlands. Þau verða ekki lengur miðuð við klettinn Rockall, heldur eyna Sankti Kildu. Þetta hefur meðal annars þá þýðingu að Bretar hætta að gera tilkall til 3.900 fer- kílómetra hafsvæðis syðst í íslenzku fískveiðilögsögunni. Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, lýsti því yfír í neðri deild brezka þingsins í fyrradag, að haf- réttarsáttmálinn yrði staðfestur síð- ar í mánuðinum. „Mörk fískveiði- lögsögu Bretlands munu þarfnast endurskoðunar og verða byggð á St. Kildu, þar sem Rockall er ekki lögmætur grunnlínupunktur fyrir slík mörk samkvæmt grein 121(3) í samningnum," sagði Cook í svari við fyrirspurn þingmanns. Greinin, sem ráðherrann vísar til, kveður á um að klettar, sem ekki geta borið mannabyggð eða eigið efnahagslíf, skuli ekki hafa nokkra sérefnahagslögsögu eða landgrunn. Samkvæmt hafréttar- samningnum geta Bretar aðeins tekið sér 12 mílna landhelgi við Rockall. Hætti Bretar að miða við Rock- all stækkar einnig óumdeilt alþjóð- legt hafsvæði vestan klettsins, en fyrir þremur árum tók brezka strandgæzlan togara i eigu íslenzks fyrirtækis vegna meintra ólöglegra veiða 170 sjómílur vestur af Rock- all. Viðmælendur Morgunblaðsins telja ákvörðun Breta geta liðkað fyrir viðræðum í deilu íslands og Bretlands um landgrunn á Hatton- Rockall-svæðinu. Gerð sameigin- legrar skýrslu ríkjanna um málið, sem á að verða grundvöllur frekari viðræðna, hefur legið niðri um þriggja ára skeið, einkum af þeirri ástæðu að Ísland hefur verið aðili að hafréttarsamningnum en Bret- land ekki og hafa ríkin því gefið sér ólíkar forsendur. ■ Rockall-málið/6 Eins árs drengur á gjörgæslu EINS árs drengur var fluttur með lögreglunnar á Vopnafirði. Dreng- sjúkraflugvél frá Vopnafírði til urinn var fluttur á slysadeild Sjúkra- Reykjavíkur í gær. Hann lenti fyrir húss Reykjavíkur og þaðan á gjör- bíl og er málið í rannsókn, að sögn gæslu. Líðan hans er sæmileg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.