Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Orkan ehf. ósátt við hertar kröfur kortafyrirtækja um öryggisnúmer Bensínsalan dróst saman um20% BENSÍNSALA hefur dregist veru- lega saman hjá Orkunni ehf. eftir að sú vinnuregla var tekin upp að kaupendur með greiðslukort þyrftu að slá inn öryggisnúmer (PIN-núm- er) sitt til að fá afgreitt bensín úr sjálfsölum fyrirtækisins. Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónusi og einn eigenda Orkunnar, segir að bensínsala hennar hafi dregist sam- an um fimmtung fyrstu dagana eftir að umrædd regla var tekin upp en samdrátturinn hafi þó að ein- hveiju leyti gengið til baka síðan. Orkan rekur þijár sjálfsaf- greiðslubensínstöðvar og er bensín- lítrinn þar um 2-4 krónum ódýrari en á bensínstöðvum Olís, Olíufé- lagsins og Skeljungs. Misvísandi svör Visa Jóhannes er ósáttur við þá kröfu greiðslukortafyrirtækjanna að ör- yggisnúmer verði hér eftir notuð við sjálfsafgreiðsluviðskipti á bens- ínstöðvum og segir þetta vera eina tilvikið í vörukaupum hérlendis þar sem slík krafa sé gerð. „Þessi breyting kemur sérstaklega illa við Orkuna vegna þess að öll sala fyrir- tækisins fer í gegnum sjálfsala. Starfsleyfi fyrir GSM-farsímakerfi ÍSFAR leyfishafi númer tvö ÍSFAR, íslenska farsímafélaginu ehf., verður afhent starfsleyfí til reksturs GSM-farsímakerfis í sam- keppni við Póst og síma hf. í dag. Aðaleigendur Isfars eru banda- rísku fyrirtækin Western Wireless International Corporation og The Walter Group Inc., auk Ragnars Aðalsteinssonar hæstaréttarlög- manns. Símafyrirtækið Westem Wireless og ráðgjafar- og eignarhaldsfyrir- tækið á sviði fjarskiptatækni, The Walter Group, hafa staðið sameig- inlega að uppbyggingu farsíma- kerfa, m.a. í Lettlandi og Georgíu. ÍSFAR var eini umsækjandinn um starfsleyfi númer tvö fyrir GSM-far- símaþjónustu hér á landi í útboði sem lauk í apríl sl. Undanfarna mánuði hefur erlent ráðgjafarfyrirtæki auk fulltrúa samgönguráðuneytisins far- ið yfir tilboð ísfars og kannað hvort fyrirtækið uppfylli þau skilyrði sem sett eru fyrir leyfisveitingunni. Að sögn Sigurgeirs H Sigurgeirssonar, deildarstjóra í samgönguráðuneytinu, uppfyllti ísfar þau skilyrði og verður því veitt starfsleyfið síðar í dag. ------»■■»-♦---- ITTskipt í þrennt New York. Reuter. HÓTEL- og spilabankarisinn ITT Corp. hefur hafízt handa um um- fangsmikla endurskipulagningu til að koma í veg fyrir að keppinautur- inn Hilton Hotels Corp. kaupi fyrir- tækið fyrir 6,5 milljarða dollara í óþökk þess. Sankvæmt endurskipulagning- unni verður fyrirtækinu skipt í þijú fyrirtæki og ITT kaupir aftur 2,1 milljarð dollara í hlutabréfum. Lengi hefur verið beðið eftir áætluninni og hún hefur hlotið mikið lof í Wall Street. ITT hyggst koma á fót nýju fyrir- tæki, sem verður kallað ITT Destin- ations Inc. og sér um spilavíta- og hótelumsvif gamla fyrirtækisins. Einnig á að koma á fót nýju ITT Corp., sem mun annast ábatasama símaskrárútgáfu fyrirrennarans. Menntaþjónusta gamla fyrirtækisins verður innlimuð í nýtt fyrirtæki, ITT Educational Services Inc. Allir viðskiptavinir okkar, sem á annað borð nota greiðslukort þurfa nú að gefa upp öryggisnúmer í hvert sinn sem þeir kaupa bensín en þurfa það ekki í neinum öðrum vörukaupum. Aðrar bensínstöðvar eru e.t.v. opnar átján tíma á sólar- hring og þar þurfa menn ekkert öryggisnúmer. Fyrstu dagana eftir breytinguna drógust viðskipti Or- kunnar saman um 20% en á síð- ustu dögum virðist þó sá samdrátt- ur hafa gengið til baka að ein- hveiju leyti.“ Lykt af málinu Jóhannes segist hafa orðið mjög FURA ehf. í Hafnarfirði hefur flutt út um 70-80 þúsund tonn af brota- jámi frá því að fýrirtækið hóf að safna og vinna brotajám til stál- vinnslu árið 1993. Að sögn Haraidar Ólafssonar, framkvæmdastjóra og eiganda Fum ehf., er fyrirtækið að auka umsvif sín I brotajámssöfnun á landsbyggð- inni en frá því í mars á þessu ári hefur Fura séð um brotajámshirðu fyrir sveitarfélögin sem standa að Sorpsamlagi Mið-Austurlands. „Frá því að við gerðum samkomu- lag við Sorpsamlag Mið-Austur- lands í mars sl. sjáum við um að senda 40 feta gáma frá okkur aust- ur á Reyðarfjörð með Samskipum en við eigum mjög gott samstarf við þá um flutninga á brotajámi, bæði innanlands sem utan. Sorp- samlag Mið-Austurlands er okkar fyrsti samstarfsaðili á landsbyggð- inni þar sem brotajámsgámar em fluttir með skipum og í ljós hefur komið að þeir flutningar em hag- kvæmir. Hingað til hefur brotajám- ið eingöngu komið af höfuðborgar- svæðinu, Suðumesjum, Suðurlandi og Vesturlandi með flutningabif- undrandi á umræddri kröfu greiðslukortafyrirtækjanna og seg- ir Visa ísland hafa gefið misvísandi svör um málið. „Við óskuðum aldr- ei eftir því að notkun öryggisnúm- ers yrði tekin upp á bensínstöðvum Orkunnar. Misnotkun greiðslu- korta hjá okkur hefur verið sáralít- il og þá sjaldan að hún hefur kom- ið fyrir höfum við borið tjónið en ekki kortafyrirtækin. Visa ísland sagði fyrst að þetta væri krafa frá Visa International en þá bentum við á að bensín fengist úr sjálfsölum um öll Bandaríkin án öryggisnúm- ers. Þá sögðu þeir þetta vera kröfu frá Visa í Evrópu." reiðum. Mörg sveitarfélög á lands- byggðinni hafa verið full efasemda um hvort það sé fjárhagslega hag- kvæmt að flytja brotajárn reglulega hingað til okkar með skipum í stað þess að hreinsa brotajám á nokk- urra ára fresti í viðkomandi byggð- arlögum með flutningi stórtækra vinnuvéla og mannskap á svæðið. Eg þori að fullyrða að það gefur mun betri raun, bæði fjárhagslega og með tilliti til umhverfisins að láta okkur um að útvega gáma sem em fjarlægðir um leið og þeir fyll- ast í stað þess að láta fólk horfa upp á járnruslahauga svo áram skiptir. 12-15 þúsund tonn flutt út árlega Gámarnir era fluttir austur á Reyðarfjörð, þar tekur Trévangur ehf. við þeim, en þeir annast alla sorphirðu á þessu svæði. Þeir sjá síðan um að fylla gámana, tryggja hámarksnýtingu þeirra en viðkom- andi stærð gáma gerir það kleift án þess að til komi dýrar og sértæk- ar aðgerðir. Samkvæmt úttekt sem gerð var á Austurlandi falla þar til Jóhannes segir að málið lykti allt furðulega og hann velti því óneitan- lega fyrir sér hvort olíufélögin hafí þrýst á Visa að gera umrædda kröfu til notenda bensínsjálfsala. „Það fer ef til vill í taugamar á olíufélögun- um að Orkan býður ódýrara bensín á meðan þau reisa hveija bensín- stöðina á fætur annarri fyrir hundr- uð milljóna króna. En þeir segjast vera að veija hagsmuni hluthafa sinna með því að reisa matsöluversl- anir og pylsubari." Vantar eldsneytisgeyma Jóhannes segir að markmið Ork- unnar sé að selja enn ódýrara bens- ín en hún geri nú en því séu hins vegar nokkur takmörk sett. „Við höfum ekki treyst okkur til að heíja innflutning á eigin spýtur því að til þess þarf dýr mannvirki og bún- að og kaupum því bensínið af Skelj- ungi. Að undanförnu hefur sam- keppni á milli hafna aukist og ég hef skorað á þær að koma sér upp geymsluaðstöðu fyrir eldsneyti sem hægt væri að leigja út. Þá væri von til að fleiri hæfu innflutning og meiri samkeppni yrði á þessu sviði,“ segir Jóhannes. um 400 tonn af brotajámi á ári þannig að líklega er um 20 gáma að ræða árlega.“ Sveinn Magnússon, starfsmaður hjá Furu, segir að nýlega hafi verið flutt út héðan um tvö þúsund tonn af brotajámi til Spánar og fljótlega eftir næstu mánaðamót verða tæp þijú þúsund tonn send til viðbótar. „Við seljum brotajárnið aðallega til Spánar og Bretlands en við eram í samstarfi við stórt breskt fyrirtæki sem einnig er í brotajárnsvinnslu. Á þessu ári geram við ráð fyrir að flytja út 12-15 þúsund tonn sem unnin eru úr um 20 þúsund tonnum af brotajárni. En árlega falla til um 18-20 þúsund tonn af brotajámi á suðvesturhorni landsins.“ Að sögn Haraldar era 20 starfs- menn hjá Furu og frá því að fyrir- tækið, sem áður starfaði í bygging- ariðnaði, skipti yfir í málmendur- vinnslu árið 1993 hefur veltan num- ið á milli 6-700 milljónum króna og er afkoma þess góð að sögn Harald- ar sem segist ekki “vera í hugsjóna- starfsemi heldur í hörðum fyrir- tækjarekstri. Launavísi- tala hækkar um 0,3% HAGSTOFA íslands hefur reiknað launavísitölu miðað við meðallaun í júnímánuði 1997. Er vísitalan 157,1 stig og hækkar um 0,3% frá fyrra mánuði. í fréttatilkynningu frá Hag- stofunni kemur fram að sam- svarandi launavísitala, sem gildir við útreikning greiðslu- marks fasteignaveðlána, er 3.436 stig í ágúst 1997. BBC boðar fréttarás allan sólar- hringinn London. Reuter. BREZKA útvarpið BBC hefur skýrt frá fyrirætlunum um að koma á fót alþjóðlegri frétta- þjónustu allan sólarhringinn sem verður viðbót við núver- andi heimsþjónustu, BBC World Service. í ársskýrslu stofnunarinnar segir að fram fari umræður um nákvæma heildaráætlun til fimm ára og að þar sé gert ráð fyrir samfelldri frétta- og upp- lýsingaþjónustu á ensku, sem muni koma til viðbótar fjöl- breyttum dagskrám sem nú séu fluttar. Framkvæmdastjóri BBC, John Birt, sagði að heimsþjón- ustan kannaði einnig mögu- leika á „nýrri meiriháttar" þjónustu á netinu. Versace var tryggður hjá Lloyd’s London. Reuter. GLANNI VERSACE, hinn kunni tízkuhönnuður sem var myrtur í Miami, var tryggður fyrir 21 milljón dollara hjá Lloyd’s tryggingafélaginu í London samkvæmt góðum heimildum. Versace tízkufyrirtækið í Mílanó er talið 875 milljóna dollara virði. Gianni Versace átti 45% í fyrirtækinu, Santo Versace, bróðir hans og framkvæmda- stjóri, 35% og systir þeirra, Donatella, 20%. Samkvæmt heimildunum kann Versace fyrirtækið einnig að hafa tryggt sig gegn því að aflýst yrði tízkusýningu, sem átti að fara fram í síðustu viku í Róm, en fór ekki fram. IBM með vænan hagnað Armonk, New York. Reuter. IBM hefur skýrt frá nokkuð auknum hagnaði á öðrum árs- fjórðungi, þar sem mikil eftir- spum eftir þjónustu, hálfleið- uram og diskadrifum vógu á móti minni sölu á sumum vél- búnaði. Hagnaðurinn nam 1,4 millj- örðum dollara, eða 1,46 dollur- um á hlutabréf, á ársfjórð- ungnum. miðað við 1,3 millj- arða dollara, eða 1,26 dollara á hlutabréf, á sama tíma í fyrra. Útkoman var heldur betri en búizt hafði verið við í Wall Street, en ekki nógu góð til að leiða til hækkunar á verði hlutabréfa í IBM, sem hefur oft mikil áhrif á stöðuna á hlutabréfamarkaðnum í heild. Verð bréfa í IBM lækkaði u.m 75 sent í 103,75 í kauphöll- inni í New York. MIKIL gróska er í brotajárnssöfnun og -útflutningi þjá Furu ehf. í Hafnarfirði. Fura ehf. færir út kvíarnar Brotajám flutt landshoma á milli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.