Morgunblaðið - 23.04.1997, Síða 6

Morgunblaðið - 23.04.1997, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997 MORGU NBLAÐIÐ FRÉTTIR Bretland staðfestir hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna Rockall-mál- ið aftur í brennidepil Bretland hyggst staðfesta hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna og getur þá ekki leng- ur krafízt 200 mílna lögsögu við Rockall. Olafur Þ. Stephensen segir þetta hafa verulega þýðingu fyrir íslenzka hagsmuni. BRETLAND mun staðfesta haf- réttarsamning Sameinuðu þjóð- anna síðar í mánuðinum. í fram- haldi af því segjast brezk stjórn- völd munu endurskoða mörk fisk- veiðilögsögu ríkisins, þar sem ekki sé hægt að byggja kröfu um fiskveiðilögsögu á klettinum Rockall samkvæmt samningnum. Þessi yfírlýsing brezkra stjórn- valda hefur margvíslega þýðingu fyrir íslenzka hagsmuni og ætla má að Rockall-málið komist nú aftur í brennidepil. Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í svari við fyrir- spurn þingmannsins Ronnie Campbell í neðri deild brezka þingsins í fyrradag að hafréttar- samningurinn yrði staðfestur síðar í mánuðinum. Bretar hefðu margvís- legan hag af aðild að honum sem siglinga- þjóð er ætti hagsmuna að gæta um allan heim. Þá væru mikil- væg ákvæði um umhverfisvernd í samningnum og loks myndi aðild að samningnum gera Bret- landi kleift að leika forystuhlut- verk í stofnunum þeim, sem sett- ar hefðu verið á stofn samkvæmt samningnum. Nefna má í þessu sambandi að þegar kjósa átti í Alþjóðlega hafréttardóminn í Hamborg í fyrra urðu Bretar að bíðja Frakka að tilnefna brezka frambjóðandann í dóminn, David Anderson, þar sem Bretland átti ekki aðiid að samningnum. Rockall ekki „lögmætur grunnlínupunktur“ Bretar hafa til þessa gert til- kall til 200 mílna efnahagslög- sögu út frá Rockall. í svari sínu dregur Cook hins vegar enga dul á að fallið verði frá þeirri kröfu: „Mörk fiskveiðilögsögu Bretlands munu þarfnast endurskoðunar og verða byggð á St. Kildu, þar sem Rockall er ekki lögmætur grunn- línupunktur fyrir slík mörk sam- kvæmt grein 121(3) í samningn- um.“ Cook lýsti jafnframt yfir að bráðlega yrðu hafnar samninga- viðræður við írland um mörk fisk- veiðilögsögu ríkjanna, en Bretar eiga einna mestra hagsmuna að gæta gagnvart írum á svæðinu, sem um ræðir. í grein hafréttarsamningsins, sem ráðherrann vísar til, er kveð- ið á um að klettar, sem ekki geta borið mannabyggð eða eigið efnahagslíf, skuli ekki hafa nokkra sérefnahagslögsögu eða landgrunn. Samkvæmt hafréttar- samningnum geta Bretar því aðeins tekið sér 12 mílna landhelgi við Rock- all. Ákvæði umræddrar greinar höfðu m.a. áhrif á niðurstöðuna í samn- ingaviðræðum íslands og Dan- merkur um lögsögumörk milli íslands og Grænlands, þar sem staða Kolbeinseyjar kom við sögu. Lögsögukröfur Bretlands og íslands skarast ekki lengur Áhrif þessarar ákvörðunar Breta á íslenzka hagsmuni eru einkum þrenns konar, að því er virðist við fyrstu sýn. í fyrsta lagi hefur krafa Breta um 200 mílna fiskveiðilögsögu út frá Roc- kall skarazt lítillega við íslenzku efnahagslögsöguna eins og hún er ákveðin í íslenzkum lögum og þannig orðið til um 3.900 ferkíló- metra „grátt svæði“ syðst í ís- lenzku lögsögunni. Þetta svæði verður óumdeilt, hætti Bretar að miða við Rockall. Til samanburð- ar má geta þess að svæðið, sem deilt var um við Dani vegna Kol- beinseyjar, er um 10.000 ferkíló- metrar og svæðið á lögsögumörk- um íslands og Færeyja, sem enn er deilt um vegna Hvalbaks, er 3.700 ferkílómetrar. í öðru lagi mun óumdeilt al- þjóðlegt hafsvæði utan lögsögu Bretlands stækka verulega. Það getur haft þýðingu fyrir íslenzkar úthafsútgerðir. Fyrir rúmum þremur árum tók t.d. brezka strandgæzlan togarann Rex, sem var í eigu íslenzkra aðila en skráður á Kýpur, þar sem hann var við veiðar á Hatton-banka, 170 mílur vestur af Rockall, og færði hann til hafnar í Stornoway í Skotlandi. Dómari þar dæmdi útgerðina til greiðslu sektar, en tók fram í úrskurði sín- um að brezku lögin um efnahagslögsöguna, sem hann dæmdi eftir, færu í bága við hafrétt- arsamninginn. Nú munu Bretar væntan- lega breyta þessum lögum. Sömu forsendur í deílunni um landgrunn við Rockall Síðast en ekki sízt getur stað- festing Bretlands á samningnum haft áhrif á gang mála í deilu Bretlands og Islands um yfirráð yfir landgrunninu á Hatton-Roc- kall-svæðinu suður af landinu. Mikilvægt er að gera greinarmun á tilkalli ríkjanna til fiskveiðilög- sögu, sem miðast við 200 mílur, og kröfu til yfirráða á landgrunn- inu, sem getur náð til miklu stærra svæðis á hafsbotninum en sem nemur 200 mílum frá strönd- inni og tekur m.a. mið af jarð- fræðilegum þáttum. Þótt Bretar afsali sér tilkalli til fiskveiðilög- sögu, er ekki þar með sagt að þeir séu að afsala sér tilkalli til landgrunns. Tómas H. Heiðar, aðstoðar- þjóðréttarfræðingur utanríkis- ráðuneytisins, segir að erfitt sé að meta á þessari stundu hvernig réttarstaða íslands í landgrunns- deilunni breytist við það að Bret- land staðfestir hafréttarsamning- inn. Þó hafi staðfestingin að minnsta kosti þá þýðingu að Ís- lendingar og Bretar hafi nú sömu lagalegu forsendur i málinu. Danir hafa ekki staðfest sáttmálann Árið 1990 hófu Guðmundur Eiríksson, þáverandi þjóðréttar- fræðingur utanríkisráðuneytis- ins, og David Anderson, þjóðrétt- arfræðingur í brezka utanríkis- ráðuneytinu, (þeir sitja nú báðir í Hafréttardómnum) gerð sameiginlegrar skýrslu ríkjanna um málið og átti hún að verða grundvöllur frek- ari viðræðna. Vinna við skýrsluna hefur legið niðri i þrjú ár, aðallega af þeirri ástæðu að Bretland hefur ekki átt aðild að hafréttarsamningn- um. Tómas bendir á að Danmörk, fyrir hönd Færeyja, og írland geri einnig tilkall til svæða á Hatton-RockalI-svæðinu. Danir hafi ekki staðfest hafréttarsamn- inginn en það hafi írar hins veg- ar gert. Tómas segir að einnig geti skipt máli í þessu sambandi að landgrunnsnefnd SÞ hafi nýlega hafið störf. Hlutverk hennar er að úrskurða um mörk landgrunns aðildarríkja samningsins og bæt- ist Bretland nú senn í þann hóp. Eitt af fyrstu verkefnum nefndar- innar, sem nýlega hefur hafið störf, verður að fjalla um land- grunn íslands. Tölvuvandamál vegna ársins 2000 Hefja þarf und- irbúning strax RÍKISENDURSKOÐUN telur að ríkisaðilar þurfi án tafar að taka á þeim upplýsingatæknilegu vanda- málum sem tengjast ártalinu 2000 og stefna að því að leysa þau fyrir árslok 1998. Vandamálin koma upp vegna ritháttar ártals í tölvum, sem yfirleitt er með tveimur tölustöfum, og geta þau valdið margvíslegum erfiðleikum við tölvuvinnslu ef ekki er hugað að lausn þeirra í tíma. Þetta er meðal niðurstaðna í út- tekt Ríkisendurskoðunar á upplýs- ingakerfum sem fram fór fyrir nokkru. Hefur stofnunin gefið út ábendingar í bæklingi í forvarna- skyni vegna þessa. Spurst var óformlega fyrir um viðbúnað ýmissa ríkisaðila varðandi vanda- mál tengd tölvum og ártalinu 2000. Eini aðilinn sem Ríkisendurskoðun er kunnugt um að hafi byrjað skipulega vinnu við að leysa úr þeim er Skýrr hf. Öðrum sem rætt var við var kunnugt um vandann en höfðu ekki hafist handa við að leita lausna. í bæklingi Ríkisendurskoðunar segir m.a. um helstu niðurstöður: „Afleiðingar þess að leiðréttingum á upplýsingakerfum ríkisins verði ekki lokið fyrir árið 2000 geta ver- ið allt frá því að valda smávægis óþægindum til þess að upplýsinga- kerfin verði ónothæf. Einnig getur þetta valdið því að niðurstöður úr tölvukerfum séu óáreiðanlegar eða ónothæfar og því óendurskoðunar- hæfar og vera kann að endurvinna þurfi mikið magn upplýsinga eftir öðrum leiðum.“ Ekki aðeins stórtölvur í bæklingnum er einnig bent á að vandamál tengd notkun ártals- ins 2000 séu ekki bundin við stórt- ölvur eingöngu því dæmi eru um þennan vanda í nýrra tölvuum- hverfi. Hann sé heldur ekki bund- inn við hugbúnaðarkerfi sem skrif- uð hafa verið fyrir einstakar stofn- anir heldur nái einnig til almenns notendahugbúnaðar, kerfishug- búnaðar og vélbúnaðar. Leggur Ríkisendurskoðun áherslu á að for- svarsmenn ríkisstofnana hugi vel að öllum þessum sviðum og grípi til nauðsynlegra aðgerða til að tryggja að tölvukerfin vinni rétt með ártalið 2000. Eru gefnar nokkrar leiðbeiningar um hvernig haga megi þessu starfi. Áætlað er að kostnaður við leiðréttingar skiptist þannig að um 40% séu vegna kerfisgreiningar og skipu- lagningar, 10% vegna breytinga á forritum og um 50% vegna prófana. Getur haft áhrif á deilur íslands og Bretlands Fallið f rá kröfu um 200 mílna lögsögu við Rockall Þýska skemmtiferðaskipið Hanseatic í Hafnarfirði Skipstjórinn kallaður heim SKIPSTJÓRI þýska skemmtiferða- skipsins Hanseatic, sem kom til Hafnarfjarðar í gær, hefur verið kallaður heim til Þýskalands. Þar á hann að gefa útgerð skipsins skýrslu um strand þess við Sval- barða um miðjan mánuðinn. Annar skipstjóri kom til íslands í gær og hefur hann tekið við stjórn skips- ins. Kári Valvesson hjá Gáru ehf., umboðsaðila skipsins á íslandi, segir eðlilegt að skipstjórinn sé kallaður heim til skýrslugerðar í kjölfar slíks atviks. I síðustu viku gaf útgerð skipsins út yfirlýsingu þar sem lýst var fullu trausti á skipstjórann. í júlímánuði í fyrra strandaði skipið á sandrifi fyrir utan Kanada. „Á skipum þar sem skipstjórar þurfa að þræða fjörur og ís getur svona lagað hent þótt það eigi ekki að gerast. Ferðir skipsins fela það í sér að fara inn í ísinn sem öll önnur skip forðast. En ég veit ekki til þess að skipstjórinn hafi verið leystur frá störfum," sagði Kári. Norska dagblaðið Aftenposten hefur það eftir Klaus Helms, tals- manni Hapag-Lloyd, útgerð skips- ins, að skipstjórinn kunni einnig að þurfa að gefa lögregluyfirvöld- um í Þýskalandi skýrslu um strand- ið. Blaðið segir einnig að útgerð skipsins hafi ákveðið að endur- greiða öllum farþegum fargjaldið sem að meðaltali er um 450 þús- und ÍSK á hvern farþega, alls um 66 milljónir ÍSK króna. Ferð skips- ins er nú heitið til Grænlands og Bandaríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.