Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Gísli Sigurður Arason fæddist í Hafnarfirði 17. desember 1956. Hann lést á heimili sínu í Hafnarfirði hinn 15. júli siðast- liðinn og fór útför hans fram frá Dóm- kirkjunni 22. júlí. Þriðjudaginn 15. júlí lést Gísli S. Ara- íj son, lektor við við- skipta- og hagfræði- deild Háskóla Islands. Samleið Gísla með kennurum og starfsfólki hefur ver- ið nánast óslitin frá árinu 1976. Það ár hóf Gísli nám í viðskipta- fræði og lauk hann cand. oecon. prófi á árinu 1980 með reiknings- hald og fjármál sem kjörsvið. Að loknu framhaldsnámi við Versl- unarháskólann í Kaupmannahöfn á árinu 1983 kom Gísli til starfa við viðskiptadeild og varð stundakenn- ari árið 1985. Gísli var ráðinn í 50% starf lektors í viðskiptaskor í jan- úar 1988 og í fullt starf lektors haustið 1995. Helstu kennslugrein- * ar Gísla hafa verið á sviði rekstrar- hagfræði og fjármála. Gísli lét einn- ig mjög til sín taka í námskeiða- haldi utan viðskipta- og hagfræði- deildar, sérstaklega við Endur- menntunarstofnun Háskóla Is- lands. Jafnframt var Gísli eftirsótt- ur sem rekstrarráðgjafi. Strax varð ljóst að háskóla- kennsla hentaði Gísla mjög vel. Hann reyndist frábær kennari, sem vakti mikinn áhuga hjá nemendum sínum, enda fóru saman meðfædd- ur hæfíleiki og metnaður. Gísli kenndi eitt vinsælasta námskeið viðskiptaskorar Fjármál IV. Mark- mið þess er að efla færni nemenda í að leysa raunhæf fjármálaleg við- fangsefni og undirbúa þá undir störf á sviði fjármála. Það var inn- sýn Gísla í íslenskt atvinnulif og reynsla hans sem rekstarráðgjafa sem nýttist honum mjög vel við kennslu og gerði honum öðrum fremur kleift að tengja saman fræðilega umfjöllun og hagnýtingu fræðanna. Gísli var mjög góður samstarfs- maður. Hann var gagnrýninn og áti það til að hrista upp í umræðum á fundum, en gerði það á jákvæðan hátt. Hann tók fullt tillit til sjónar- miða annarra og reyndi að róa umræðurnar þegar þess var þörf. Hann tók virkan þát í þróun við- skiptaskorar og sá oft fleti á málum sem aðrir sáu ekki. Við samstarfsmenn Gísla S. Ara- sonar í Háskóla íslands sendum fjölskyldu hans innilegar samúðar- kveðjur. Gísla er sárt saknað. Hann skilur eftir sig stórt skarð sem erf- itt verður að fylla. Blessuð sé minn- ing hans. Kennarar og starfsfólk viðskipta- og hagfræði- deildar Háskóla Islands. Það var áfall fyrir okkur fyrrver- andi nemendur Gísla S. Arasonar að frétta af andláti hans aðeins þremur mánuðum eftir að hann var að kenna okkur íjármál í Háskólan- um. Þrátt fyrir að Gísli ætti við langvarandi veikindi að stríða gaf hann sig hveiju sinni allan í kennsl- una, og á honum var aldrei neinn bilbugur. Við nemendur hans virt- um og dáðum dugnað hans og framgöngu. Við kynntumst Gísla fyrst haust- ið 1995 þar sem hann kenndi okk- ur Fjármál I, sem var mjög skemmtilegt og áhugavert fag, en þar vakti hann strax áhuga okkar á fjármálafræðum. Leiðir okkar lágu svo aftur saman á síðastliðnu kennslumisseri í námskeiðinu Fjár- mál IV sem við öll af fjármálasviði völdum enda höfðum við fengið * góða reynslu af Gísla áður. Þar fengum við að kynnast Gísla enn betur í minni hóp. Gísli lagði sig all- an fram við að und- irbúa okkur sem best undir framtíðina og átökin í atvinnulífinu. Miðlaði hann þar af reynslu sinni sem rekstrarráðgjafí, með- al annars við að kenna okkur hvernig standa eigi skil á skýrslum bæði munnlega og skriflega. Honum tókst mjög vel að flétta saman fræðilegri og hagnýtri kennslu á þann hátt að úr varð mjög gott veganesti. Gísli bar umhyggju fyrir hvetjum og ein- um nemanda, og hann reyndi að virkja okkur öll til þátttöku við kennsluna og var óþreytandi við ábendingar og málefnalega gagn- rýni á frammistöðu okkar. Stór þáttur kennslunnar fólst í því að Gísli fór með okkur í heimsóknir í fyrirtæki þar sem við öðluðumst hagnýta fræðslu beint úr atvinnu- lífinu um ýmsa þætti sem tengdust náminu. í þessum heimsóknum kom það berlega í ljós að kímni Gísla var aldrei langt undan, og þar flugu mörg gullkornin af vörum hans sem gerðu þessar heimsóknir enn minnisstæðari. Nú þegar við höfum lokið námi í viðskiptafræð- um og hafið störf komumst við enn betur að raun um það hve hagnýt og ómetanleg kennsla Gísla og leið- beiningar voru. Mikið skarð er nú fyrir skildi í viðskipta- og hagfræði- deild Háskóla íslands þar sem fall- inn er frá svo hæfileikaríkur og umhyggjusamur kennari sem jafn- framt var virtur rekstrarráðgjafí. Hans verður gott að minnast um ókomna framtíð, og við biðjum honum Guðs blessunar. Fjölskyldu Gísla og ástvinum vottum við okkar dýpstu samúð. Kandídatar 1997 af fjármála- sviði við viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla Islands. Fallinn er frá vinur minn Gísli Arason eftir langvarandi baráttu við krabbamein. Sýndi Gísli mikinn dugnað og þrek í baráttu sinni við sjúkdóminn. Gísla kynntist ég haustið 1976 er við hófum nám í viðskiptadeild Háskóla íslands. Þessi stóri, sterki, fjörmikli og ópjattaði strákur úr Hafnarfírði vakti strax athygli, ekki síst fyrir sinn stórgóða húmor og hispuslausu framkomu. Sam- skipti okkar voru töluverð og enn styrktust vinaböndin þegar við fór- um til Kaupmannahafnar í fram- haldsnám við Verslunarháskólann. Eftir að heim var komið hélst vin- áttan og áttum við margar góðar stundir ásamt eiginkonum okkar. Ósjaldan hringdi Gísli og með hnyttni sinni og fundvísi á við- kvæma punkta tókst honum oft að koma manni í opna skjöldu svo erfitt var að svara honum til baka. Gísli var þannig á jákvæðan hátt stríðnasti maður sem ég hef kynnst um ævina. Gísli var vinmargur og athygli vakti hversu sterk böndin voru milli vinanna úr Hafnarfirði. Gísli var farsæll í vinnu, bæði sem rekstrarráðgjafi og kennari. Styrkur Gísla fólst m.a. í heiðar- leika hans og raunsæi og hversu auðvelt hann átti með að koma skoðunum sínum á framfæri, jafn- vel þótt þær væru á skjön við skoð- un viðmælanda hans. Hvar sem hann kom að verki var hann vin- sæll af samstarfsaðilum og fékk ávallt jákvætt umtal, Gísli var því eftirsóttur á sínu starfssviði og gat valið úr verkefnum. Fljótlega eftir heimkomuna frá Danmörku kynntist Gísli eiginkonu sinni, Vildísi Halldórsdóttur. Voru þau einstaklega samiýnd, samhent og heimakær hjón. Fljótlega eftir GISLIS. ARASON að þau hófu búskap var sótt um lóð, að sjálfsögðu í Hafnarfírði, og hafín bygging á smekklegu einbýl- ishúsi við Mávahraun. Um helgar mátti oft sjá Gísla og Villu í hús- grunninum við tilfallandi bygging- arverkefni. Menn eins og Gísli skilja eftir sig ákveðið tómarúm, sem ekki verður auðveldlega fyllt. Mestur er þó missir þeirra Vildísar, dótturinn- ar Kristínar Huldu og fjölskyldu þeirra. Elsku Villa. Við Jóhanna vottum þér, litlu dótturinni og ást- vinum Gísla okkar dýpstu samúð. Guð gefi ykkur styrk. Minningin um góðan dreng er það sem efst er í huga á þessari stundu. Kristján B. Ólafsson. Flest kynntumst við Gísla í upp- hafí árs 1996, er við hófum rekstr- ar- og viðskiptanám við Endur- menntunarstofnun Háskóla ís- lands. Við vorum okkur meðvitandi um það í gegnum þetta þriggja missera nám að Gísli hafði veiga- miklu hlutverki að gegna við upp- byggingu þessa náms við Endur- menntunnarstofnun HÍ og hefur hann án efa sett mark sitt á skipu- lag og mótun þeirrar stefnu sem þar er byggt á. Gísli var okkar aðalkennari. Hann leiddi okkur inn í námið og við vorum svo heppin að fá að njóta handleiðslu hans í lokaverkefninu nú í maí sl. Kennar- ar okkar voru allir góðir en ekki er hallað á neinn þótt við lýsum þeirri skoðun okkar að Gísli hafi staðið fremstur meðal jafningja. Gísli var mikill fræðimaður. Hann hafði hæfileika til að miðla þekk- ingu og hann kenndi af svo mikilli innlifun að hann gat ekki annað en smitað nemendurna af áhuga og vilja til þess að leggja sig alla fram við námið. Gísli var afburða stjórnandi og allt sem hann lagði fyrir okkur var vel skipulegt og skýrt. Hann gerði miklar kröfur til nemenda sinna þó þær hafí ekki verið nærri jafn miklar og þær sem hann gerði til sín. Við vissum að Gísli átti við erfiðan sjúkdóm að stríða og dáðumst að þeim dugn- aði, krafti og þrautseigju sem hann bjó yfír. Síðasti útskrifarhópur Gísla í rekstrar- og viðskiptanámi við End- urmenntunarstofnun HÍ sendir eft- irlifandi eiginkonu hans og dóttur, sínar innilegustu samúðarkveðjur fullur þakklætis og virðingar fyrir þann styrk og þá dýrmætu leiðsögn sem hann veitti okkur í náminu. Hans munum við ævinlega minnast sem ómetanlegs leiðbeinanda, mik- ilhæfs kennara og góðs stjórnanda. Guð blessi minningu hans og gefi aðstandendum styrk til að takast á við framtíðina. Nemendur í hópi 513. Það var haustið 1980 að leiðir okkar Gísla lágu fyrst saman, en þá hófum við báðir nám í Versl- unarháskólanum í Kaupmanna- höfn. Mér er það ennþá mjög minn- isstætt hvemig athygli mín beindist að honum, en við vissum þá ekki hvor af öðrum. Gísli var hár maður og myndar- legur og bar höfuð og herðar yfir þann stóra hóp nemenda sem safn- ast höfðu saman í upphafi skólaárs- ins. Tilviljun réð því að við lentum þá saman í verkefnavinnu, sem stóð yfír í heilan vetur. Þessi kynni okkar þá urðu gmndvöllur að vin- áttu sem staðið hefur æ síðan. Á námsárunum í Danmörku komu fram þeir eiginleikar Gísla, sem einkenndu síðar störf hans sem kennara og ráðgjafa. Fljótlega eft- ir heimkomuna úr framhaldsnám- inu hóf hann kennslu á námskeið- um Stjórnunarfélagsins á sínu fag- sviði. Þar kom strax í ljós hversu vel kennslan átti við hann, og hafði hann þá oft á orði að hann gæti vel hugsað sér að helga sig kennslustörfum. Það var því mikil gæfa fyrir Háskóla íslands að fá síðar þennan hæfíleikamann til kennslustarfa. Gísli var fagmaður fram í fingurgóma og gerði miklar kröfur á því sviði, bæði til nemenda sinna og viðskiptavina, en jafn- framt var hann mikið ljúfmenni og greiðvikinn með afbrigðum. Það er Háskólanum mikið hags- munamál að tengslin við atvinnulíf- ið séu mikil. Á þessu sviði var Gísli á heimavelli, en nemendur hans fengu að njóta þeirra góðu tengsla sem hann hafði við ráðgjafarstörf í atvinnulífínu, en á því sviði naut hann fágætrar virðingar. Það er mikill missir fyrir Háskól- ann að þessi öðlingsmaður skuli nú allur langt um aldur fram. Jafn- vel baráttumenn verða að lúta í lægra haldi fyrir þeim mikla vá- gesti sem felldi að lokum Gisla, eftir hetjulegt stríð. Ég vil þakka Gísla fyrir samferð- ina og þær stundir sem við höfum átt saman, þær hafa verið mér dýrmætar. Ég bið góðan Guð að blessa minningu þessa drengs, og leiðbeina honum á þeirri ferð sem hann hefur nú hafíð. Gull er það sem býr í góðu hjarta gull er það sem mildu augun skarta gull er mannsins gæfa, mikill sjóður, gull er bamsins ljúfa hjal við móður. Gullið skín við handtak góðra vina, gull er þegar huggun sorg vill lina, gull er þegar góður dagur kveður gull er það sem hug og anda seður. (Siguijón Ari Siguijónsson.) Fjölskyldu Gísla sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Árni Gunnarsson. Við andlát Gísla S. Arasonar, lektors, er sannur drengskapar- maður fallinn frá langt um aldur fram. Með nokkrum fátæklegum orðum vil ég minnast hans i kveðju- og þakklætisskyni. Fyrir nær sautján árum lágu leiðir okkar saman. Þetta var á Litla Apótekinu í Kaupmannahöfn, þar sem klúbbur íslenskra stúdenta við Viðskiptaháskólann hittist reglulega að hætti Hafnarstúdenta forðum. Hann vakti strax athygli mína fyrir hispursleysi, einlægni og glaðværð, en einnig ótrúlega starfsorku og brennandi áhuga á fræðigreinum fyrirtækjarekstrar. Allt frá þessum fyrstu kynnum hafði ég miklar mætur á Gísla. Strax í framhaldsnáminu í Kaup- mannahöfn var hann farinn að safna efni til að senda fyrrum kenn- urum sínum við Háskóla íslands. Einnig hafði hann hugann stöðugt við nýjungar, sem miðla mætti stjórnendum í íslensku atvinnulífi að námi loknu. Það kom því ekki á óvart að lífsstarf hans varð á sviði fræðslu og ráðgjafar. Fyrirtækjaráðgjöf lá einstaklega vel fyrir Gísla. Fræðileg menntun hans var víðtæk og undirbyggð hagnýtri reynslu úr fyrirtækja- rekstri. En það voru þó ekki síður mannlegir eiginleikar hans, sem gerðu hann að eftirsóttum og árangursríkum ráðgjafa. Mörg af þeim fyrirtækjum, sem hann kom að sem ráðgjafi, bjuggu við alvar- lega fjárhagsstöðu og brostinn rekstrargrundvöll. Þá hafði hann kjark til að draga óþægileg úr- lausnarefni fram í dagsljósið og leggja fram áætlanir, sem í fyrstu virtust óvægnar, en urðu til lengri tíma litið eigendum og starfsmönn- um til farsældar. Sumum þótti Gísli því við fyrstu kynni á þessum vett- vangi heldur beinskeyttur, en sáu þegar verkum miðaði áfram, að framganga ráðgjafans hafði verið nauðsynleg. Gott orðspor við ár- angursríka ráðgjöf varð því aðals- merki Gísla í starfi. Á vettvangi viðskipta- og hag- fræðideildar Háskóla íslands, gat Gísli sér gott orð sem frábær kenn- ari. Hann var faglega nákvæmur og kröfuharður í garð nemenda sinna, en þó var hann hvergi kröfu- harðari en við sjálfan sig. Því varð hann virtur og dáður af nemendum sínum og samstarfsmönnum. Hann var einnig góður mannþekkjari og lagði sitt af mörkum við að koma góðum kandidötum á framfæri, svo þeim mættu hlotnast krefjandi störf við hæfí. Sýndarmennska var honum ekki að skapi, því af slíku atferli gerði hann góðlátlegt grín og beitti jafnvel stríðni til að koma þeim boðskap sínum á framfæri. Þrautseigja og ósérhlífni Gísla í hans þungu veikindum snerti djúpt alla þá sem með honum gtörfuðu. Síðustu mánuði hefur fagurt og nærgætið samband Gísla og Vildís- ar, eiginkonu hans, vakið aðdáun mína, samband sem einkenndist af virðingu og ást. Ég kveð kæran samstarfsmann og vin með virðingu og þakklæti og bið Guð að styrkja Vildísi og litlu Kristínu Huldu. Við Inga, eig- inkona mín, vottum fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Kristján Jóhannsson. Kveðja frá Mágusi, félagi viðskiptafræðinema í gær kvöddum við kennara okk- ar og vin, Gísla S. Arason. Undanf- arin ár höfum við notið góðs af leið- sögn hans í Háskóla íslands. Gísli var góður og vel metinn kennari sem ætlaðist til mikils af nemendum sín- um og sjálfum sér. Hann vildi kenna fólki sem hafði áhuga á að læra. Ánægðastur var hann þegar áhuga- samir nemendur létu í sér heyra. Gísli náði að vekja áhuga nemenda á efninu enda tókst honum að tengja það við atvinnulífíð á skemmtilegan hátt. Hann var kennari af guðs náð og virðist það hafa gefíð honum mikið síðustu æviárin. Hin síðustu ár hefur hann þrátt fyrir veikindi sín stundað kennsl- una af miklum móð og verðum við honum ævinlega þakklát fyrir það. Við nemendur Gísla sendum fjöl- skyldu hans innilegar samúðar- kveðjur um leið og við þökkum honum samfylgdina. Megi minning hans lifa. Með nokkrum fátæklegum orð- um vil ég minnast míns gamla vin- ar Gísla Arasonar. Ósanngjarnt fínnst okkur lífíð oft vera, ekki síst þegar fólk er burt kallað á unga aldri og fær ekki að eldast með maka og afkomendum. Þannig er það með Gísla Arason sem er látinn eftir langa og erfiða baráttu við banvænan sjúkdóm langt um aldur fram. Margs er að minnast frá kynnum mínum af Gísla því margt var brall- að og margar ánægjustundir áttum við saman. Þær góðu minningar mun ég geyma í hjarta mínu og finn ég til mikils þakklætis fyrir að hafa fengið að kynnast honum Gísla og ganga með honum um stund. Þó samband okkar hafí ver- ið lítið síðustu árin þótti mér afar vænt um Gísla vin minn og mun ég sakna hans sárt. Vildísi, Kristínu Huldu, Ara, Huldu og systkinum Gísla og öðrum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð og bið Guð að hjálpa þeim í þeirra miklu sorg. Slgurbjartur Á. Þorvaldsson. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast, og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur, dóm sem enginn skilur. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik G. Þorleifsson.) Okkur í saumaklúbbnum Lykkj- unni langar til að minnast vinar okkar, Gísla S. Arasonar, sem lést á heimili sínu 15.7. sl., eftir bar- áttu við illvígan sjúkdóm. Vildís, kona Gísla, er ein af okkur stelpun- um í sumaklúbbnum en við höfum haldið hópinn í u.þ.b. 20 ár eða síðan við kynntumst í MR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.