Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 35
I I MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ1997 35 BREF TIL BLAÐSINS j Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Undir dalanna sól Frá Alberti Jensen: EINS og við var búist, varð opin- • ber heimsókn forsetahjónanna, Ólafs Ragnars Grímssonar og Guð- rúnar Katrínar Þorbergsdóttir, í Dalasýslu þeim til sóma. Það sama verður ekki sagt um þátt sjón- varpsins. Ferð þessi hefði getað verið góð landkynning og auglýs- ing Dalamönnum til handa. Hún hefði getað miðlað miklum fróðleik I til þjóðarinnar um eina athyglis- verðustu sýslu landsins. En því miður fór sem oftar í slíkum uppá- komum. Það gleymdist, eða var með vilja sleppt, svo margt sem verulegu máli skipti. Sjónvarpsmenn voru eins og úti á þekju og metnaðarlausir. Meðal annars voru óþarflega langar tökur af mönnum í ræðum og samtölum. Allt hefði skilist, þó umhverfinu hefði verið sinnt samhliða. Ég held að Dalamönnum og flestum öðrum, þyki margt verra í sjónvarpi en að fræðast um land sitt og einstök byggðarlög á ítarlegan hátt. Dalasýsla er sérstaklega at- hygliverð. Við nánast hvert fótmál eru söguslóðir. Hún býr yfir tignar- legri náttúrufegurð í heillandi margbreytileik og stórkostlegu nágrenni sem gefur henni aukið vægi. Gilsfjarðarbrú sameinar fagran Króksfjörðinn og umhverfi sýslunni. Þarna, sem víðar í strjál- býli, berst fólkið af miklum krafti < við að halda fótfestu í heimabyggð- * um sínum. Opinberar heimsóknir forseta, eru vel fallnar til að fræða þjóðina vandlega um viðkomandi staði. í slíkum málum á sjónvarp lands- manna að gefa sér meiri tíma og minni afsakanir. Auraleysi má ekki koma í veg fyrir töku sígildra 4 þátta, sem seinna yrðu merkar heimildir. Fyrir eða eftir forseta- heimsókn, þurfa sjónvarpsmenn að ( taka viðtöl og mynda helstu sögu- slóðir með umsögn. Sýna svo landsmönnum vandaða heildar- mynd öllum til gagns og gamans. í slíkum þáttum þarf forsetinn ekki að vera hvarvetna. Ferð hans á fyrst og fremst að beina athygli að viðkomandi héraði, þar sem aðalatriðið eru íbúamir og um- 1 hverfið. Þjóðleið er um suður- og mið- 'j dali, um Búðardal og Hvamms- sveit, svo Svínadal og niður Hvolsdal, síðan norður með Gils- firði í botninn þar sem Barða- strandasýsla tekur við. Þar norðan frá byrjar eða endar Saurbæjar- hreppur, sem sjónvarpið sýndi nán- ast ekkert frá. Hreppur sá nær með ströndinni að Fagradal á Skarðströnd. Og frá miðjum Svínadal að sunnan. Dalir eru margir í Saurbæ. Stærstir eru Hvolsdalur og Staðar- hólsdalur. Fyrsti bændaskólinn var stofnaður í Ólafsdal af Torfa Bjamasyni. Stefán Sigurðsson bjó í Bersatungu, sem er á mörkum Hvolsdals og Svínadals, en kenndi sig við Hvítadal. Úr Hvammsdal er forn leið yfir fjallgarðinn til Sælingsdals í Hvammssveit. Við ósa Staðarhólsár og nokkra km upp ána, sér merki eina skipa- skurðarins sem vitað er, að gerður væri á íslandi. Fleira mætti telja sem sjónvarpi væri verðugur vettvangur. í ræðu sem forsetinn flutti í Ijarnarlundi, undraðist hann hvað rúmlega hundrað manna hreppur orkaði í atvinnumálum. Hann gerði sér ljóst að þama ríkir áræði og dugnaður. Graskögglaverksmiðja hefur ver- ið starfrækt lengi í Stórholti. Á Efri-Brunná er eitt af bestu kúabú- um landsins. Að Kvemgijóti er fisk- eldi. í Skuld em framleiddar úrvals æðardúnssængur. í húsum fóðuriðj- unnar er verkstæðið Burkni sem smíðar wc-hús, útibekki og borð. í landi Litla-Holts er nýlokið við að byggja yfir saumastofu. Þar eru aðallega framleiddar sængur og dýnur. Og fólkið þama ætlar ekki að láta sem sér komi ekki við upp- blástur landsins. Það hefur sýnt snjöllum hugmyndum verksmiðju- stjórans Sæmundar Kristjánssonar mikinn áhuga. Þær eru líka þess virði. Sæmundi kom til hugar að köggla ofsprottið gras til upp- græðslu. í bland við það væri gras- fræ, Beringspuntfræ og hrossaskít- ur. Kögglunum má dreifa með flug- vélum sem öðm á örfoka land. Og svo eiga heimamenn og aðrir þess kost að taka eyðimela og rofabörð 5 fóstur á_ auðveldari hátt en áður þekktist. Á þessu og ótal öðm sváfu sjónvarpsmenn vært. ALBERT JENSEN Háaleitisbraut 129. Góð grein Dýraglens Tommi og Jenni Ljóska Frá Þuríði Guðmundsdóttur: MIG langar til að þakka Þorsteini Sch. Þorsteinssyni fyrir grein hans í Morgunblaðinu 2. júlí sl. Gott að i fá eina grein sprottna af heilbrigðri hugsun til að vega upp á móti mörgum trúarofstækisgreinum, sem birst hafa í Morgunblaðinu. í hádegisútvarpinu 16. júlí var viðtal við formann Ungs fólks með hlutverk og vill hann meina Sam- tökum samkynhneigðra aðgang að kirkjum landsins, nema að þeir iðrist. Fyrir hvað er mér spum? Hvað hefðir þú gert, kæri Friðrik, ef þú hefðir fæðst samkynhneigð- ur? Kannski farið í kirkju og hróp- að: „Ég iðrast þess að hafa fæðst samkynhneigður“? Hvað hefur þetta fólk gert þér? Vonandi hefur ungt fólk æðra markmið en að ofsækja saklaust fólk. ÞURÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Ránargötu 42,101 Reykjavík. ( Allt efni sem birtist ! Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- | safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. “cheshire'/anpabout ? s 5HENEVER/READ 05 HOW 5HE METTI6ER ANYTHIN6 ]/ MET TléER UJ00D5.. VOUUIANT, yMA'AM.. gl III 11? j1 (WÖg ópL B Sm •f'ZB Já, kennari... Lestu aftur fyrlr okkur um klaufska krakkann sem datt niður í kan- inuholu... „Lísu“ Og um Chesapeake (glottandi) köttinn. „Cheshire" Og um það hvernig hún hitti Tiger Woods... Hún hitti aldrei Tiger Woods... Lestu hvað sem þú vilt, fyrir okkur, kennari ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.