Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997 39
FÓLK í FRÉTTUM
ítf ML i m i
i m
GIANNI Versace umkringdur glæsilegum fyrirsætum sem tóku þátt í sýningu hans fyrir skömmu.
Haust- og
vetrartíska
Versace
► ÍTALSKI fatahönnuðurinn Gianni Versace
kynnti fatalínu sína í haust- og vetrartísku
1997/98 skömmu fyrir andlát sitt. Inntak sýning-
arinnar voru hinar hvössu línur nútímaútlits
gerðar úr munúðarfullum og dýrum efnum.
Versace notaði einnig teinótt efni, leður og
axlapúða í föt sín og þótti það minna á „fyrir-
tækjaútlit" 9. áratugarins. Ef marka má hönnun
Versace verður jafnvel „töffara“-stíll að hafa
sínar mjúku hliðar. Því var silkiprjónaefni vafið
um leður brjóstahaldara og gaf þessi nýjung
fyrirsætunum blæ grískra gyðja. Myndirnar
voru teknar á sýningu Versace en þar má jafn-
an finna stjörnur úr tónlistar- eða kvikmynda-
heiminum.
NAOMI Campell
var aðalfyr-
irsætan í sýn-
ingu Versace og
sýnir hér dæmi-
gerðan nútíma-
kjól úr glæsiefn-
um en með hörð-
um línum.
DEMI Moore er
mikill aðdáandi
hönnunar
Versace sem
hefur þótt vera
glysgjarn og
höfða til þeirra
sem mikið eru í
sviðsljósinu.
Dýrkeyptur
draumur
► DRAUMUR leikarahjónanna Tom Cruise og
Nicole Kidman um að starfa með leikstjóranum
Stanley Kubrick er orðinn ansi dýrkeyptur. Parið
dvelur enn í London við tökur á myndinni „Eyes
Wide Shut“ og búist er við að lieildarlengd töku-
tíma verði 300 dagar, sem er lengsti tökutími í
kvikmyndagerð síðustu áratuga. Hjúin skrifuðu
undir samning þar sem þau hétu því að vera við
tökur eins lengi og nauðsyn væri. Vegna þessa
hefur Cruise þurft að hafna annarri mynd sem
hann hefði fengið um 1400 milljóiiir króna fyrir
að leika í en Kidman neyddist til að hafna mynd
sem hefði gert hana 380 milljónum króna ríkari.
Það er vonandi að frægðarsól þeirra hjóna skíni
í nýju myndinni og bæti upp fyrir tæplega tveggja
milljarða króna tap sem þau urðu fyrir vegna
gamla draumsins.
Hættir Jim Carrey
að hlæja?
GRÍNISTINN og millj-
ónamæringurinn Jim
Carrey mun líklega
hætta að hlæja um stund
ef fréttir af áformum eig-
inkonu hans um skiln-
aðarkröfur reynast sann-
ar. Þau hjón skildu að
borði og sæng nú í vor
og flutti Carrey tíma-
bundið út úr glæsisetri
sínu. Fregnir herma að eiginkonan,
leikkonan Lauren Holly, vilji fá
tæplega 1,5 milljarða í sinn hlut
auk mánaðarlegrar
greiðslu upp á rúmar 10
milljónir króna þar til
samkomulag hefur verið
undirritað. Holly og Car-
rey höfðu verið gift í átta
mánuði þegar þau slitu
samvistum og eiga engin
börn saman. Þau kynnt-
ust við tökur á myndinni
„Dumb & Durnber" árið
1993 en gengu í hjónaband á síð-
asta ári í Malibu við látlausa at-
höfn.
Frumsynt
23. júlí
LnftkaRfalannm
Frumsýn. 23. júlí uppselt,
Föstud. 25. júlí örfá sæti laus,
föst. 8. ág. Leikrit eftir
Sýning hefst kl. 20 Mark Medoff
■BBBBBE
pff,
Mlðasölusími
552 3000
MIOLSALA I SÍMA 555 0553
Leikhúömatöeðill:
A. HANSEN
— bæði fyrir og eftir —
HAFNARFJARÐARLEIKHÚSID
HERMQÐUR
OG HAÐVÖR
BiTA
ttORIH II0ID MI8B1R K IIM RICI
í HÚSIÍSLENSKU ÓPERUNNAR
Fös. 25/7 kl. 20.
Fös. 8/8 kl. 20.
Lau. 9/8M.20.
Miöasala frá kl. 13—18.
Lokaö sunnudaga.
Veitingar: Sólon íslandus.
IaKnL-Sýningarfjöldi. Aðeins sýnt i júlí & ágúst.
Eitt blað fyrir alla!
JHorflutiblatiib
- kjarni málsins!
SMÁAUGLÝSIMGAR
FÉLAGSLÍF
FERÐAFÉLAG
# ÍSLANDS
MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533
Miðvikudagur 23. júlí kl.
20.00.
Hólmsheiði- Reynisvatn.
Létt kvöldganga. Verð 600 kr.
Brottför frá BSl austanmegin og
Mörkinni 6.
Munið ferðir í Þórsmörk og ó
Fimmvörduháls.
Landmannalaugar-Þórsmörk.
Fjöldi ferða framundan tií loka
ágúst.
Næstu ferðir:
1. 25 - 30/7
2. 27 — 31/7 (farangur fluttur)
3. 30/7 - 3/8
4. 1/8 — 6/8 (farangur fluttur)
5. 5/8 - 9/8
Aukaferðir þar sem farangur er
fluttur verða 6. — 10. og 21. —
25. ágúst. Uppl. og farmiðar á
skrifst. Staðfestið pantanir tím-
anlega í allar ferðir.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía.
Lofgjörð, bæn og biblíulestur
kl. 20.00.
Ræðumaður Hafliði Kristinsson.
Allir hjartanlega velkomnir.
Orð lífsins, Grensásvegi 8
Samkoma í kvöld kl. 20.00.
Jódís Konráðsdóttir prédikar.
Beðið fyrir lausn á þínum
vandamálum.
SAMBAND ÍSLENZKRA
KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Kristniboðssalurinn,
Háaleitisbraut 58.
Samkoma í kvöld kl. 20.30.
Ræðumaður: Karl J. Gíslason.
Þórður Búason syngur.
Allir velkomnir.
TILKYNNINGAR
Auglýsendur athugið
skilafrest!
Auglýsingatexta og/eða tilbún-
um atvinnu-, rað- og smáauglýs-
ingum sem eiga að birtast í
sunnudagsblaðinu, þarf að skila
fyrir kl. 12 á föstudag.
Auglýsingadeild
Sími 569 1111
símbréf 569 1110
netfang: augl@mbl.is
TIL SÖLU
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund i kvöld kl. 20.00
Jörð til sölu
Ytri-Brekkur 1, Blönduhlíð, Skaga-
firði. Upplýsingar í sima 453 8235
kl. 20-21 á kvöldin.