Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 45
i
MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997 45
MORGUNBLAÐIÐ
MYNBÖND
Sjálfsmorð
i unglings
| Lífið eftir Jimmy
" (AfterJimmy)
Drama***
Framleiðandi: Glen Jordan. Leik-
sljóri: Glen Jordan. Handritshöf-
undar: Judith Fein og Cynthia
Saunders. Kvikmyndataka: Neil
Roach. Tónlist: Patrick Williams.
4 Aðalhlutverk: Meredith Baxter,
J Bruce Davison, Peter Facinelli, Eve
| Marie Saint, Zeljko Ivanek. 90 mín.
g Bandaríkin. Bergvík 1997. Útgáfu-
* dagur: 22. júlí. Myndin er bönnuð
börnum innan 12 ára.
Jimmy virðist á yfirborðinu vera
ofurvenjulegur bandarískur ungling-
ur, af hinni ofurvenjulegu banda-
rísku vísitölufjölskyldu. Alla vega
lítur hann svo út
í augum foreldra
sinna, en þau sjá
hann fara í skól-
ann á hveijum
degi og stunda
æfingar með fót-
boltaliði skólans.
Eins og með alla
unglinga eru allt-
af smá vandamál
í gangi, en aldrei
það alvarleg að ekki sé hægt að
. yfírstíga þau. Dag einn koma þau
( heim úr kirkju og komast að því að
{ Jimmy hefur svipt sig lífi.
MYNDBÖND
SÍÐUSTU VIKU
Skrautkarlinn
(The Glimmer Man)-k k 'h
Brúðkaupsraunir
| (Vol au vent)-k k 'h
Michael Colllns
| (Michael CoIIins)kr k
Freistingín snýr aftur
(Poison Ivy:
The New Seduction)-k
Svefngenglar
(Sleepers)-k 'h
Leyndarmái og lygar
(Secrets and Lies)k kkk
: Á föstu með óvininum
( (Datingthe Enemy)k'h
( Drápararnlr
(Dark Breed)k
Foreldrar fangelsaðir
(House Arrest)k
Nútíma samband
(A Modern Affair)k k
Stjörnufangarlnn
(L’Uomo Delle SteIIe)k k k
Matthildur
(Matilda)k k k
Sonur forsetans
(First Kid)k k k 'h
Leitln að lífs-
hamlngj
(Unhook the Starsjk k ★ 'h
í delglunni
(The Crucible)k k k 'h
Tvö andlit spegils
(The Mirror Has
Two Faces)k k k
Ógnarhraði
(Runaway Car)k k
Þessi mynd fjallar um það hvernig
fólk tekur ólíkt á þeirri miklu sorg
og tómleika sem kemur yfir það þeg-
ar einhver nákominn þeim sviptir sig
lífí. Móðirin, sem leikin af Meredith
Baxter, vill í fyrstu ekki viðurkenna
að sonur sinn hafi svipt sig lífi og
reynir að komast hjá því að horfast
í augu við staðreyndina með mikilli
vinnu. Baxter er fín í hlutverki sínu,
en ekkert meira en það. Bruce Davi-
son, í hlutverki föðurins, er mun betri
í túlkun sinni á manni sem lætur
sorgina taka öll völd í lífi sínu þang-
að til hann hefur engan þrótt leng-
ur. Eve Marie Saint, sem amman,
er líklega frægust fyrir lestaratriðið
með Cary Grant í „North by Nort-
hwest“, gerir hlutverki sínu mjög góð
skil. Það eru mörg virkilega vel gerð
atriði í myndinni eins og þau sem
fara inn í huga móðurinnar, þar sem
hún spyr sig hinnar algengu sjálfsá-
sökunarspumingar „Hvað ef?“. Einn-
ig er vel unnið úr því að það hafi
ekki verið eitt atvik sem leiddi til
sjálfsmorðs Jimmy. Kvikmyndatakan
er látlaus, nema í nokkrum tilvikum
þar sem hún gefur til kynna hugar-
ástand persónanna. Glenn Jordan,
sem mikið hefur unnið fyrir sjónvarp
(„Barbarians at the Gate“), hefur
góða stjóm á leikurunum og sér til
þess að myndin hafi þau áhrif, sem
til er ætlast.
Ottó Geir Borg
BMW 3 línan
FRAMÚR-
SKARANDI
BMW 3 línan með spólvöm / læstu drifi
VERÐ FRÁ 2.288.000
^ (0
B8.L Suðurlandsbraut 14, sími 553 8636