Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/D 164. TBL. 85. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Kohl heitir aðstoð HELMUT Kohl, kanslari Þýska- lands, lagði lykkju á leið sína í gær þar sem hann var á ferð í austurhluta landsins og fullviss- aði fórnarlömb þeirra miklu flóða, sem nú heija á Mið-Evr- ópu, um að stjórnvöld myndu veita alla nauðsynlega aðstoð veg^na hamfaranna. Hér stígur kanslarinn yfir vatnselginn í borginni Frankfurt an der Oder, á landamærum Þýskalands og Póllands, en talið er að um einni milljón sandpoka hafi verið hlað- ið i varnargarða á þessu svæði. Flóð í ánni Oder, sem markar að hluta landamæri ríkjanna, hefur valdið miklu tjóni í báðum löndum og kostað mannslíf í Póllandi og einnig í Tékklandi. Þjóðveijar hafa hingað til slopp- ið við manntjón en rafmagn hef- ur farið af á stórum svæðum og holræsi yfirfyllst. Forsætisráðherra Póllands, Wlodzimierz Cimoszewics, baðst í gær afsökunar á þeim orðum sínum að fórnarlömb flóðanna hefðu betur keypt sér trygging- ar. í yfirlýsingu frá honum, sem birtist í pólskum blöðum í gær, sagði hann orð sín hafa verið óviðeigandi og fullkomlega skilj- anlegt að þau hefðu vakið andúð fólks, í ljósi þeirra hamfara sem nú gengju yfir. Príebke hlýtur 15 Róm. Reuter. ÍTALSKUR herdómstóll úrskurð- aði í gær Erich Priebke, fyrrver- andi höfuðsmann í SS-sveitum nas- ista í heimsstyijöldinni síðari, til fimmtán ára fangelsisvistar fyrir þátttöku hans í fjöldamorðum í Ardeatine-hellum á Ítalíu árið 1943. Sami dómstóll stytti jafn- framt afplánun Priebkes niður í fímm ár. Ýmis atriði þóttu milda dóminn yfír Priebke, sem er orðinn 83 ára. Þá var dómur yfir Karl Hass, majór í SS-sveitunum, vegna sama atburðar, styttur niður í átta mán- uði og er hann frjáls maður, þar sem hann hefur setið í stofufang- elsi lengur en dóminum nemur. ára dóm Alls voru 335 karlar og drengir teknir af lífí í heilunum. Priebke og Hass voru dæmdir sekir um fjöldamorðin á síðasta ári en án þess að hljóta fangelsisvist. Vakti sá dómur geysilega reiði og var málið tekið upp aftur fyrir herdóm- stól. Búist er við að Priebke losni úr fangelsi eftir hálft annað ár. Arafat og Levy segja fund sinn í Brussel marka þáttaskil „Mikilvæg og'jákvæð skref stigin“ Brussel. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, og David Levy, utanríkisráð- herra Israels kváðust í gær hafa átt árangursríkan fund um að koma friðarumleitunum í Mið-Austurlönd- um af stað á ný. Féllust þeir á að hittast að nýju en vildu þó ekki segja hvenær af því yrði. Arafat og Levy hittust í Brussel og hafði Evrópusambandið frum- kvæði að fundi þeirra. „Ég er mjög ánægður með viðræður okkar,“ sagði Levy eftir fundinn. Arafat tók í sama streng: „Mikilvæg og jákvæð skref hafa verið stigin.“ Fundurinn stóð í tæpa klukku- stund og var þetta í fyrsta sinn frá því í apríl að svo háttsettir fulltrúar þessara aðila funda, en þá hittust þessir sömu menn í tengslum við Evrópusambandsfund á Möltu. Segja fréttaskýrendur þetta mikilvægt skref fýrir sambandið sem hefur lengi leitast við að auka diplómatískt vægi sitt í friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Hvorki Arafat né Levy vildi fjölyrða, á fréttamanna- fundi síðdegis í gær, um það hvað þeir hefðu orðið ásáttir um til þess að greiða fyrir friðarumleitunum, en báðir lögðu áherslu á að fundurinn hefði markað þáttaskil. Sagðist Levy viss um að takast myndi að efla traust manna í millum nægjanlega til þess að halda viðræð- um áfram. Arafat sagði að nauðsyn- legt væri að halda fundum áfram, því lítið hefði þokað í friðarviðræðun- um undanfarið. „Kerfið allt er ekki lengur stíflað," sagði Jacques Poos, utanríkisráð- herra Lúxemborgar, sem var gest- gjafí á fundinum fyrir hönd Lúxem- borgar, sem fer með forsæti Evrópu- sambandsins. „Andrúmsloftið var sérstaklega gott... Við ræddum hvemig aðilamir gætu hafíð viðræður á ný.“ Reuter YASSER Arafat, Jacques Poos og David Levy á fréttamanna- fundi, sem ESB hafði frumkvæði að, í Brussel í gær. Reuter Franskur áfangasigur FRAKKINN Christophe Mengin fagnar sigri í 16. áfanga Frakk- landskeppninnar í hjólreiðum, en dagleiðin var 181 km og lá um Alpana. Þjóðveijinn Jan UUrich heldur hins vegar forystunni, er með bestan samanlagðan tíma en sigurvegara síðasta árs, Dananum Bjarne Riis, gekk illa í gær og er hann nú í 7. sæti. Paisley harðorður í garð Breta vegna undanlátssemi við írska lýðveldisherinn Segir Sinn Fein hafa „sprengt sér leið að sa.mninga.horðinn “ London. Reuter. IAN Paisley, leiðtogi Demókrataflokks sam- bandssinna á Norður-írlandi (DUP), sagði í gær að flokkur sinn myndi hætta þátttöku í viðræðum um frið í héraðinu eftir að atkvæðagreiðsla um áætlun um afvopnun skæruliðahreyfingar írska lýðveldishersins (IRA) fer fram í dag. Paisley sagði við fréttamenn í gær, eftir að hann fundaði með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, að það að leyfa Sinn Fein, stjórnmála- armi IRA, að taka þátt í viðræðunum væri „svik- samlegt" og því hlyti DUP að draga sig út úr viðræðunum. IRA boðaði á laugardag til vopnahlés til þess að Sinn Fein gæti tekið sæti í friðarviðræðunum, sem eiga að hefjast fyrir alvöru 15. september. „Staðreyndin er sú,“ sagði Paisley, „að IRA/Sinn Fein hefur sprengt sér leið að samningaborðinu, og ekkert, nema auðir stólar sambandssinna við það sama borð, getur sýnt hvernig þessari svik- semi er hafnað." Flokkur Paisleys er næststærsti flokkur mótmælenda, sem eru hlynntir áframhaldi breskra yfirráða á Norður-írlandi, en minni flokkur þeirra, Breskir sambandssinnar, drógu sig út úr viðræðunum á mánudag. Stærsti flokkur sambandssinna, Sambandssinnar Ulster (UUI), íhugar nú stöðu sína í við- ræðunum. Martin McGuinnes, einn leiðtoga Sinn Fein, lýsti því yfír í gær að hann teldi að sambandssinnar myndu ganga að samningaborðinu í september, hvað sem liði mótmælum þeirra núna, vegna kröfu almennings á Norður-Irlandi um frið. Trimble og Blair halda tengslum Mo Mowlam, Norður-írlandsmálaráðherra bresku stjómarinnar, sagði eftir fund forsætis- ráðherrans og Paisleys að Blair og David Trimble, leiðtogi UUP, héldu tengslum sín í milli ef það mætti verða til þess að minnka efasemdir sambandssinna um vopnahléið sem boðað var á laugardag. Sambandssinnar eru í meirihluta á Norð- ur-írlandi og flokkar þeirra hóta nú að greiða atkvæði gegn áætlun Breta og Ira um að „vopn verði lögð niður“ á Norður-írlandi. Segja þeir að stjórnvöld í London og Dublin hafi gert breytingar á áætluninni til að koma til móts við Sinn Fein og því yrði friðarsáttmáli, byggður á þessari áætlun, ætíð vafasamur. Mowlam sagði það bót í máli að Trimble hefði lýst því yfir á mánudag, að þrátt fyrir efasemd- ir myndi hann ekki hætta þátttöku í viðræðun- um, þótt hann kynni að greiða atkvæði gegn samkomulaginu. IAN Paisley

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.