Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997 HSTIR MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Sykursýkifaraldur Helsingfors. Reuter. SYKURSÝKI, sem nú þegar er fjórða algengasta dánarorsökin í mörgum löndum heims, stefnir í að verða að faraldri sem nær til allra jarðarbúa. Þessu var haldið fram á sextándu alþjóðlegu syk- ursýkiráðstefnunni sem hófst í Helsingfors á mánudag. Lyfjameðferð við þessum lífs- hættulega sjúkdómi hefur litlum framförum tekið frá því farið var að gefa insúlín í æð, en það var fyrst gert árið 1922. Bezta ráðið sem læknar geta gefið þeim sem þurfa að lifa með sjúkdómnum er að temja sér heilsusamlegt mataræði og lífsvenjur. Samkvæmt niðurstöðum evr- ópskrar könnunar, sem kynntar voru á ráðstefnunni, gera fæstir Evrópubúar sér grein fyrir að offita geti leitt til sykursýki og hjartasjúkdóma. Allt að fjórir af hverjum fimm, sem þátt tóku í könnuninni vissu ekki um tengslin milli offitu og sykursýki, en hlutfall þeirra sem tengdu hjartasjúkdóma við of- fitu var mismunandi eftir lönd- um. 135 miiyónir sykursjúkra 135 milljónir manna þjást af sykursýki í heiminum. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, spáir því að fyrir árið 2025 verði fjöldi sykursjúkra kominn í 300 milljónir; aukningin muni verða um 45% í iðnríkjunum og þreföld í þróunarlöndunum. „Ég held að við getum sannar- lega sagt að faraldurinn geisar hér og nú,“ sagði Paul Zimmet, einn af æðstu mönnum Alþjóð- legu sykursýkistofnunarinnar. Reuter Vetrarklæði í Moskvu Churchill merkasti Evrópu- maðurinn London. Reuter. HÓPUR stjómmálamanna, vísinda- manna, listamanna og menntamanna frá 24 Evrópulöndum hefur valið Winston Churchill, fyrrum forsætis- ráðherra Bretlands, merkasta mann Evrópu á þessari öld. Niðurstöður valsins voru kynntar í fyrsta hefti nýs tímarits um samfé- lags- og menningarmál, Europe Qu- arterly. Eðlisfræðingurinn Albert Einstein fékk næst flestar tilnefning- ar, en Sigmund Freud, faðir sálgrein- ingarinnar, Jóhannes Páll páfi annar og listamaðurinn Pablo Picasso deildu með sér þriðja sætinu, ásamt læknun- um Francis Crick og James Watson, sem uppgötvuðu byggingu DNA. Maggie Lennon, ritstjóri tímarits- ins, sagðist vera undrandi á niður- stöðunum. „Ég bjóst við að rithöfund- um og listamönnum yrði gert hærra undir höfði og það lítur út fyrir að Evrópumenn séu ennþá með hugann við tímabilið í kringum síðari heims- styrjöldina." Sovéski andófsmaðurinn Andrei Sakharov, fyrrverandi Sovétleiðtog- inn Mikael Gorbatsjov og austurríski heimspekingurinn Karl Popper höfn- uðu í sjöunda sæti. Margrét Thatc- her, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var eina konan sem hlaut tilnefningu. RÚSSNESKUR götusali bíður eftir viðskiptavinum í Moskvu. Hann verslaði þarna með loð- feldi, og ef til vill var veðrið í höfuðstað Rússlands í gær ekki þannig að það hvetti fólk til kaupa á vetrarklæðum, en hitinn fór í þrjátíu gráður. Cosi fan tutte í íslensku óperunni Virtur breskur leikstjóri færir verkið upp FRÁ ÞVÍ hefur verið gengið að breski leikstjórinn David Freeman færi upp óperu Wolfgangs Amad- eus Mozarts, Cosi fan tutte, í ís- lensku óperunni í haust. Mun hann jafnframt hanna leikmynd en tón- listarstjóri verður landi Freemans, Howard Moody. Með helstu hlut- verk fara Sólrún Bragadóttir, Ing- veldur Ýr Jónsdóttir, Þóra Einars- dóttir, Björn Ingi Jónsson, Loftur Erlingsson og Bergþór Pálsson. Garðar Cortes óperustjóri segir að mikill fengur sé í Freeman sem sé virtur leikhúsmaður í Bretlandi. Eitt af síðustu verkefnum hans var að setja fyrstu leiksýninguna á svið í eftirmynd hins nafnkunna leikhúss The Globe, sem nú er að rísa í Lundúnum, Hinrik V eftir William Ingveldur Ýr Sólrún Jónsdóttir Bragadóttir Shakespeare. Var þess gætt að sýningin væri í einu og öllu eins og talið er að leiksýningar á tímum Shakespeares hafí farið fram. Æfingar á Cosi fan tutte hefjast 25. ágúst næstkomandi en frum- sýnt verður 10. október. Norræna húsið Píanótónleikar Pietro Massa ÍTALSKI píanóleikarinn Pietro Massa heldur tónleika í Norræna húsinu í kvöld, miðvikudag, kl. 21-, Á efnisskrá eru Píanósónata op. 101 eftir Ludwig v. Beethoven, Ballata op. 38 eftir F. Chopin, Preludio, Aria e Finale eftir C. Franck, Nottumo eftir O. Respighi og Toccata eftir A. Casella. í fréttatilkynningu segir: „ Pi- etro Massa er fæddur í Mílanó 1973 og lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Genúa. Síðan hefur hann notið tiisagnar þekktra kennara, m.a. Paul Badura-Skoda og Aldo Ciccolini, sem hefur látið þau ummæli falla að Pietro Massa búi yfir miklum tónlistarlegum þroska og afbragðs tækni sem hafi haft sterk áhrif á hann.“ Jafnframt segir að Pietro Massa hafi komið fram á fjölda tónleika á Ítalíu en síðustu einleikstónleikar hans fóru fram í Kristalsalnum í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu, sem voru hljóðritaðir af ríkisútvarpinu þar í landi. Aðgangseyrir að tónleikunum er kr. 400. Tímarit Mónakóauðurínn byggður á nasistagulli? París. The Daily Telegraph. FRANSKT vikurit heldur því fram að yfirvöld í Mónakó hafí þvegið nas- istafé, þar með talið fé sem rænt var frá gyðingum, og hagnast svo vel á því að smáríkið, sem var á barmi gjaldþrots, breyttist í blómlegan leik- völl milljónamæringa. í Le Nouvel Observateur um „féhirði Möndulveld- anna“ eins og Mónakó er kallað, er Loðvík II prins af Mónakó, afí Raini- ers fursta, sakaður um að hafa efn- ast af samskiptum sínum við nasista, og að hann hafi notið við það aðstoð- ar Emiles Roblots, sem fór með mál- efni Mónakó í frönsku stjóminni. Rainier prins, sem tók við krúnunni árið 1949 var mótfallinn samvinnu stjómarinnar við nasista, og gekk í franska herinn undir lok stríðsins til að sýna stuðning við bandamenn. Eft- ir ósigur Frakka í stríðinu, árið 1940, varð Mónakó „sjálfstætt og hlutlaust svæði“ sem laut stjórn Vichy-stjómar- innar. Síðar hertóku ítalir Mónakó og þegar þeir gáfúst upp árið 1943, tóku nasistar við. Roblot lýsti því yfir við komu þeirra að þýsk yfirvöld hefur komið fram af „mestu kurteisi við prinsinn og stjóm hans“. Gyðingum famaðist þó betur í Mónakó en í Frakklandi og vora hlut- fallslega mun færri sendir þaðan í útrýmingarbúðir en frá Frakklandi. Þegar nasistar hugðust ráðast inn á heimili gyðinga, varaði lögreglan þá oftar en ekki við, svo þeir gátu leitað skjóls. Hugðust stofna banka Nasistar vora helstu gestir spilavít- anna og þeir höfðu úr nógu að spila. Velta stærsta spilavítisins jókst úr þremur milljónum franka árið 1941 í áttatíu milljónir franka árið 1943. Sama ár bárust yfírvöldum í Berlín boð um að Roblot væri reiðubúinn að leyfa Þjóðveijum að stofna banka í Mónakó til að „þvo“ illa fengið fé. Verkefnið var fengið Johannes Charles, Svisslendingi sem starfaði hjá þýska seðlabankanum. Hann sagði við yfirheyrslur eftir stríð að verkefni sitt hefði í raun verið að koma á fót leynilegum banka sem kæmi í stað seðlabankans. Bankinn, Charles et Cie, var stofnaður ! nóv- ember 1943 og síðar lýsti Charles ánægju sinni með að prinsinn hefði fallist á að leggja sjálfur fé til hans, svo og fé smáríkisins. Af því varð þó ekki, þar sem óðum dró að stríðslokum. Margir íbúar Mónakó vora hins vegar fullir við- bjóðs á samvinnu prinsins og Þjóð- veija og beiddust þess að landið yrði sameinað Frakklandi. Charles de Gaulle Frakklandsforseti svaraði því til að hefðu þeir gert það án þess að spyija hann, hefði hann snuprað þá opinberlega en fallist á gjöming- inn. Þar sem þeir hefðu beðið um leyfí, yrði hann hins vegar að neita. Og þar við stóð. Loðvík prins tókst að ná samning- um um háar skaðabætur frá Frökkum vegna skemmda á höll hans í Norður- Frakklandi og tókst að tefja fyrir því að fé Þjóðveija í Mónakó yrði snert. Sonarsonur hans, Rainier fursti, lýsti þvi hins vegar yfír skömmu fyrir stríðslok að hann hefði orðið vitni að misgjörðum hættulegra stjómmála- manna sem hefðu unnið sér traust prinsins, afa síns. Það hefði orðið til þess að Mónakó hefði misst stöðuna sem það hefði átt að njóta og svipt ríkið hlutleysi sínu og sjálfstæði. • TÍMARIT Háskóla íslands hefur nú þriðja árgang sinn. Sem fyrr kynnir það rannsóknir við Háskóla íslands með viðtölum við fræðimenn skólans. Þemu ritsins að þessu sinni eru kvennafræði og þjóðerni. Á síðasta ári hófst kennsla í skor kvennafræða og er í blaðinu rætt við nokkrar kon- ur sem beita sjónarhornum kvennafræða við rannsóknir sín- ar. Konurnar eru Rannveig Traustadóttir félagsfræðingur sem hefur m.a. rannsakað stöðu fatlaðra kvenna í íslensku samfé- lagi, Herdís Sveinsdóttir hjúk- runarfræðingur sem vinnur að rannsókn á fyrirtíðaspennu og áhrifum hennar á líðan kvenna og Unnur Dís Skaptadóttir mannfræðingur sem segir frá athugun sinni á sjálfsmynd kvenna í sjávarbyggðum á Vest- fjörðum. Nýjung í blaðinu er hringborðs- umræður sem að þessu sinni eru um þjóðerni og er þar stefnt sam- an fræðimönnum úr ólíkum grein- um og með ólík sjónarmið, en þátttakendur eru: Ámi Berg- mann, kennari í rússnesku, Guð- mundur Hálfdanarson, dósent í sagnfræði, Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Sjávarútvegs- stofnunar, Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir, dósent í mannfræði, og Sigurður Steinþórsson, pró- fessor íjarðfræði. Einnig eru kynntar rannsóknir í heimspekideild, tannlæknadeild og á Raunvísindastofnun. Rætt er við Peter Holbrook, prófessor í tannlæknadeild, um rannsóknir hans en hann hefur m.a. unnið með öðrum að víðtækri könnun á tannheilsu barna í Reykjavík. Við- tal er við Kenevu Kunz um söfnun hennar og úrvinnslu á hugtaka- forða í sjávarútvegi. Talað er við Guðmund G. Haraldsson, dósent í lífrænni efnafræði, um rann- sóknir hans á lýsi og lúðueldi. Loks er rætt við Magnús Tuma Guðmundsson, dósent við Raun- vísindastofnun, um rannsóknir hans á Grímsvötnum en þar urðu sem kunnugt er mikil eldsumbrot síðasta haust. Væntanlegur rektor Háskóla íslands, Páll Skúlason, prófessor í heimspeki, sem tekur við embætti hinn 5. september nk. er kynntur lítillega. Loks er fræði- maður á erlendri grund tekinn tali og að þessu sinni er það Kar- en Langgárd sem er dönsk að ætt en kennir grænlensk fræði við háskólann í Nuuk á Grænlandi. í Tímariti Háskóla íslands er fjöldi ljósmynda. Ritið er 92 bls. að stærð. Ritstjóri er Garðar Bald- vinsson en dreifingu annast Há- skólaútgáfan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.