Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997 19 Sigur- verk og saga BÓKMENJNTIR Sagnfriedi TÍMA TAL Edda Kristjánsdóttir. Saga úrsmíði á Islandi. Sagt frá sigurverki og tímamælum. Safn til Iðnsögu Islend- inga X. bindi. Hið íslenska bók- menntafélag, 1997,277 bls. ENDA þótt þessi bók sé þrett- ánda ritið í hinu mikla ritverki Safni til Iðnsögu íslendinga, er hún tíunda bindið þar sem þijú af fyrri bindunum eru tvöföld. Nýr rit- stjóri, Ásgeir Ásgeirsson, hefur nú tekið við ritstjórn Safnsins af Jóni Böðvarssyni sem fram til þessa hefur haldið um stjórnvöl af mikilli prýði. Sú bók sem hér kemur fyrir sjón- ir er ein hinna minni í ritaflokknum og nýr höfundur kveður sér hljóðs. Hygg ég jafnvel að þetta sé fyrsta bók Eddu Kristjánsdóttur. Enginn viðvaningsbragur er þó á skrifum hennar, því að prýðisvel heldur hún um penna. Hún er auk þess fyrsta konan sem ritar í þetta safn. Að loknum þremum formálum, ef svo má segja, menntamálaráð- herra, ritstjóra og höfundar, hefst frásögnin sjálf. Skiptist hún í átta kafla í fjölmörgum undirköflum, auk bókarauka (Innflutningur og viðgerðarmerki úrsmiða) og mikilla skráa eins og venjan er í þessum einkar vönduðu bókum. Fyrstu tveir kaflarnir (Tíminn og Þróun tímamæla) segja sögu tímamælinga allt frá fyrstu tíð og sögu klukkna og úra frá því að farið var að búa til slíka gripi. Fyrir þann sem þetta skrifar og lítið sem ekkert vissi fyrir var það afar fróðleg lesning og nánast spennandi á köflum, því að ágæta vel er sagan sögð. Þegar um ríflega fjórðungur bókar er búinn og lesandinn orðinn nokkuð handgenginn þessu efnis- sviði er komið að íslandi. Þar er enn tekið sögulega á málum eins og vera ber. Þriðji kaflinn hefst á frásögn af eyktamörkum og ör- nefnum þeim tengdum í klukku- lausu landi og síðan er slóðin fetuð að elstu klukkum og úrum, almenn- ingsklukkum (Utvarpsklukkan, Dómkirkjuklukkan, Persilklukkan, Sjómannaskólaklukkan o.fl.). Þá er komið að því að gera grein fyrir fyrstu íslensku úrsmiðunum í fjórða kafla. í fimmta kafla segir frá nokkrum úrsmiðum á þessari öld og starfsemi þeirra. Sú frásögn er fjarri því að vera tæmandi eins og höfundur bendir réttilega á. Eigi að síður fæst gott yfirlit. í sjötta kafla er lesandinn leiddur inn á úrsmíðaverkstæði og leiddur í allan sannleika um það sem þar fer fram. Viðgerðum er lýst, tæki og tól tal- in upp og sagt frá notkun þeirra. Þá er komið að því að greina frá úrsmíðanámi (VII. kafli) og lo- kakafli aðaltextans er svo um Úr- smiðafélag Islands. Mikill fjöldi afar fróðlegra og gagnlegra mynda er í þessu riti og ýmsar skemmtilegar frásagnir eru í innfelldum textum. Ég vil ekki leyna því að ég hafði mikið gagn og skemmtan af þess- ari prýðisgóðu bók. Sjálfsagt geta fagmenn eitthvað að henni fundið, þó að ég í fávísi minni sæi það ekki. Þeim sem málið er skylt finnst oft um rit sem þessi að áherslur hefðu mátt vera aðrar og eitthvað vanti sem þeim er kært. Um það veit ég ekki og sé ekki heldur að það varði almennan lesanda sem vill fræðast um fámenna en einkar merka starfsgrein. Hér fær hann góða fræðslu að ég hygg. Sigurjón Björnsson ÓVÆNTUR næturfundur á stúdentagarði í bandarískum háskóla. MARGRÉT Vilhjálmsdóttir og Benedikt Erlingsson í hlutverkum sínum. Veðjað í vitfirringii Leikfélag íslands frumsýnir Veðmálið eftir Mark Medoff í Loftkastalanum í kvöld. Leikritið fjallar um átakamikil samskipti háskólanema og sem fyrr eru leikarar af yngri kynslóðinni á íj'ölum -------r»-------------- Loftkastalans. Orlygur Steinn Sigurjónsson fór á rennsli og ræddi við Magnús Geir Þórðarson leikstjóra og Baltasar Kormák leikara. Morgunblaðið/Jón Svavarsson VITFIRRINGIN skammt undan veðmáll. ASTARSAGA í tómhyggj- unni gæti verið undirtit- ill Veðmálsins, sem Mark Medoff skrifaði fyrir um tuttugu árum. Eftir höf- undinn liggur meðal annars leikrit- ið Guð gaf mér eyra, sem síðar var sett í kvikmyndabúning og til- nefnt til óskarsverðlauna sem besta kvikmyndahandritið árið 1986. Islenskt sjónvarps- og stórborg- arlíf hefur að mörgu leyti náð í skottið á amerískri fyrirmynd sinni og þess vegna telur Magnús Geir Veðmálið eiga hljómgrunn í ís- lensku samfélagi nú um stundir. Hlutverkin eru fjögur og eru í höndum þeirra Margrétar Vil- hjálmsdóttur, sem leikur háskóla- stúdentinn Júlíu, en hún er gift kennaranum Ron sem er leikinn af Kjartani Guðjónssyni. Baltasar og Benedikt leika sambýlingana Nick og Leeds á stúdentagarðinum og er vinátta þeirra óhjákvæmileg afleiðing aðstæðnanna. „Þeir reyna bara að lifa af návist hvor annars og þó þeir geri eitt og ann- að sniðugt saman ríkir ekki sönn vinátta með þeim,“ segir Baltasar. Nick, sem er íþróttatöffari og veð- ur í stelpum veðjar við Leeds um að hann geti tælt Júliu í næsta stigagangi þó hún sé gift og finnst hann vera kari í krapinu. „Þrátt fyrir alla töffarataktana er Nick einmana sál og þótt hann hafi óþijótandi lífskraft held ég að svona persóna reki sig sjálfsagt á síðar á lífsleiðinni," segir Baltasar. Ameríski veruleikinn dreginn fram Amerísk leikrit hafa ekki verið áberandi í íslenskum leikhúsum og því vekur eftirtekt að Loftkastalinn sýnir í annað skipti verk eftir amerískan höfund, en sumarsýning síðasta árs var einnig eftir amer- ískan höfund, Bernard Slater. „Þýðandi verksins, Jón Bjarni Guð- mundsson kom með verkið til okk- ar og það kveikti í okkur,“ segir Magnús þegar spurt er út í það hvort með meðvituðum hætti sé verið að fara út af evrópskum leik- ritamarkaði. „Við hjá Leikfélagi Islands fundum því næst rétta fólk- ið til að standa að sýningunni og að svo komnu máli erum við hæst- ánægð með framgang mála.“ Sú leið var valin að draga fram amer- ískan veruleika í stað þess að stað- færa og laga að íslenskum veru- leika og Magnús útskýrir hvernig á því stendur. „Þetta er mjög amer- ískt verk og sú spurning kemur alltaf upp hvort eigi að staðfæra en okkur fannst spennandi að stað- setja verkið í Bandaríkjunum og það er staðreynd að við íslendingar sjáum mjög mikið af Ameríku í bíó en ekki eins mikið í leikhúsi. Hraðinn og byggingin minnir einn- ig að mörgu leyti á ameríska spennumynd svo þetta er tilvalið." Að ytri umgjörð verður leikritið því vart rakið annað en til heima- hagana í vestri og víkur því næst talinu að innra byrðinu. Öll skýla sér Sú spurning sem Medoff veltir upp snýst ekki síst um það hvar mörkin liggi milli ástar, haturs, afbrýði og vináttu og hvernig per- sónurnar fjórar keppast um það meðvitað og ómeðvitað að veija sálartetrið með óvæntum afleiðing- um. Öll skýla þau sér á bak við eitthvað. Leeds hefur yfir í tíma og ótíma afar lærðar rökfræði- flækjur sem standast vissulega öll fræðileg mótrök en eiga lítið erindi í dagleg samskipti manna á milli og sambýlingur hans, Nick fleytir sér áfram á kynhrífandi öryggi sínu og Júlía skýlir sér á bak við Ron en hvað hefur Ron? Það leyn- ir sér ekki eitt andartak hvað Ron telur til síns ágætis þegar hann tekst á við spurningu Nicks með „vitrænum" hætti, hvort sé kaldara á vetuma en á sveitabæjum!! „Þau eru öll svo grimm hvert við annað á sama tima sem þau eru vinir. Þetta þekkjum við öll; staðan innan vinahópsins, metingurinn og af- brýðin. Af því þau búa öll ofan í hvert öðru þá skapast líka ákveðin innilokunarkennd sem gerir verkið meira spennandi,“ segir Magnús Geir. Frá fyrsta atriði eru þau Júlía og Leeds sem svarnir óvinir en samt má líta á verkið sem ástarögu þeirra tveggja og Magnús Geir segir að í gegnum allt verkið gangi eins og rauður þráður flótti frá tilfinningalífinu og því að takast á við sjálfan sig. „Þessir elskendur, sem þarna birtast ná aldrei saman á neinn venjulegan hátt, þ.e. að fallast á kné og heita hvort öðru eilífri ást, þannig að þau finni hvort annað með kaldhæðnislegum hætti í heimi ringulreiðar.“ í Veðmálinu er tónlistin mikil- vægur þáttur og hefur söngkonan Emilíana Torrini tekist á hendur tónlistarstjórn í uppfærslunni. Öll tónlistin er leikin af bandi og hana hefur Emilíana ýmist sungið eða valið og þar heyrast allt frá stefjum og stemmningum upp í heil lög. Einnig er myndbandsskeiðum brugðið upp til að undirstrika tím- ann á gervihnattaöld. Baltasar Kormákur hefur ekki fyrr en nú leikið á fjölum Loftkast- alans og því er hann að lokum spurður hveiju þetta sæti nú. „Það var kominn tími til að ég léki í Loftkastalanum og mig langaði til að prófa. Maður er ekki leikhús- stjóri þegar maður er inni á svið- inu, en kannski verð ég færari leik- hússtjóri þegar ég sé sviðið með augum leikarans,“ segir Baltasar. Veðmálið er fyrsta samstarfs- verkefni Flugfélagsins Lofts og Leikfélags íslands og leikmynd og búninga hannaði Stígur Steinþórs- son og lýsing er í höndum Jóhanns Bjarna Pálmasonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.