Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ1997 29
ODDNÝ
HALLDÓRSDÓTTIR
+ Oddný Hall-
dórsdóttir
fæddist 2. janúar
1942. Hún lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 10. júlí síðast-
liðinn og fór útför
hennar fram frá
Háteigskirkju 18.
júlí.
Elsku Oddný vin-
kona mín. Mikið var
ég lánsöm að eignast
þig fyrir vinkonu fyrir
19 árum. Tilefnið var
þegar við lágum báðar
á sjúkrahúsi þar sem við gengumst
undir samskonar aðgerð. Þú stendur
svo ljóslifandi fyrir sjónum mér þar
sem þú stóðst yfír mér, ég að rakna
úr svæfíngunni. Þessi háa og glæsi-
lega kona með brúnu augun og
bjarta brosið sem geislaði af hjarta-
hlýju, visku og glettni. Ég sit við
hér við eldhúsborðið mitt með bláa
dúknum, kertaljós og myndina af
þér fyrir framan mig. Uppáhalds-
tónlistin þín er í tækinu, það vantar
bara þig. Mig langar að segja frá
hvað ég hef misst mikið við fráfall
þitt og ég er ekki ein um það. Ég
ætla hins vegar að
segja frá því hve mikið
ég eignaðist við að
kynnast þér og fjöl-
skyldu þinni. Við áttum
svo margar ánægju-
stundir saman við eld-
húsborðið mitt. „Hæ,
er ekki te á katlinum?"
Svo varstu komin í
„frímínútur“, en þær
voru bara ekki nógu
margar. Ef þetta fræga
borð mitt gæti talað
hefði það frá mörgu að
segja. Öm sonur minn
var ekki svo sjaldan
búinn að hella upp á te handa þér
og Brynju dóttur þinni. Borðið svign-
aði undan samræðum um allt milli
himins og jarðar. Stóm spumingun-
um velt upp, um lífið og tilvemna.
Heimspekin, trúmálin, listimar, ástin
og ódauðleikinn. Ekkert var okkur
óviðkomandi undir sólinni.
Við vomm sammála um að lífið
væri skóli og oft á tíðum vomm við
í sama bekk, eða að við vomm að
glíma við svipuð vandamál. Stundum
varstu í erfíðari bekk en ég og öfugt.
Þá var gott að eiga hvor aðra að.
Mér em mjög ofarlega í huga jólin
MINNINGAR
1980. Þá stóð ég á erfiðum tímamót-
um í lífi mínu, með djúpa sorg í
hjarta. Þú af þinni visku, vaktir upp
í mér jólabamið og settir upp verk-
stæði í eldhúsinu þínu. Við áttum
saman dýrðlegar stundir fullar af
sköpunargleði og kærleika.
Jólin voru alltaf okkar tími. Við
þessi jólabörn lékum lausum haia
við að „búa til jólin“. Heimsóknir á
ótrúlegustu tímum hvor til annarr-
ar, oft um miðjar nætur. Te, kerta-
ljós, smakka á kökunum, tónlist,
samræður, skipst á vinkonupökkum
sem voru teknir upp samstundis.
Ég minnist allra námskeiðanna sem
við fómm á um andlegu málefnin,
listasýningarnar og furðulegustu
uppátæki okkar. Brynja þín og Örn
minn vom líka svo áhugsöm að taka
þátt í ýmsu með okkur. Þegar
Brynja var að koma í frí frá Lond-
on, þar sem hún stundaði sitt nám,
var oftar en ekki að hún tæki þátt
í næturröltinu og svo Áslaug þegar
hún hafði aldur til. Ég minnist þess
þegar Brynja tók „masterinn" frá
Royal College of Art í London. Þú
9g Áslaug fórað á undan, en ég og
Örn komum á eftir og sáum sýning-
una. Ég man hve stolt þú varst af
dóttur þinni þá, eins og þú varst
reyndar af öllum þínum börnum,
enda ástæða tii.
Ég man hve þú studdir þau og
hvattir í öllu sem þau tóku sér fyrir
hendur. Þau nutu þeirra hæfileika
þinna í ríkum mæli, að hlúa að öllum
og styðja þegar þess var þörf. Eng-
inn sem kynntist þér komst hjá því
að þiggja gjafir þíns örláta hjarta.
Ég á heilan fjársjóð af slíkum gjöf-
um. Þess vegna kveð ég þig af svo
miklu þakklæti.
Ég virti fyrir mér hendur þínar
síðustu nóttina sem þú lifðir. Svo
sterklegar og fallegar, sem skapað-
ar til að búa til fegurð. Allt lék í
höndum þér hvort sem það var ham-
ar, málningarpensill, nálar eða
pennar. Skrautskriftin þín var orð-
lögð og blómin öðluðust nýtt líf í
höndum þér. Ég sat oft hjá þér á
kvöldvöktum í blómabúðunum og
horfði á þig skapa hvert listaverkið
á fætur öðm. Heimili þitt bar þess
líka ríkuleg merki hversu listrænan
og fágaðan smekk þú hafðir. Það
var líka gaman að kynnast „blóma-
vinkonum" þínum, henni Helgu,
Gunni og Hönnu Dóra. Ég veit að
þær munu sakna þín sárt.
Svo fyrir rúmum þremur áram
kom ástin inn í líf þitt til að vera.
Ég varð reyndar vitni að þeim fyrstu
kynnum. Hann Ámi, maðurinn þinn
síðar, bauð þér hlýjan faðm og til-
finningalegt öryggi sem þú þráðir
svo mjög. Nú sem aldrei varð mikið
að gera. Tilhugalífið tímafrekt og
svo að kynnast nýrri fjölskyldu.
Stundunum fækkaði sem við hitt-
umst. Svo ætluðum við að taka upp
samverana við bláa borðið þegar
fram liðu stundir. Þá kom sjúkdóm-
urinn í ljós sem engu eirir. Enn á
ný sýndir þú óbilandi kjark, hug-
rekki og visku til að taka erfíðleik-
unum sem fram undan voru. Enn
sem fyrr gafstu frá þér kærleika,
fegurð og glettni, þegar vinir og
vandamenn komu til þín í heimsókn.
Þú kvaddir þetta líf af svo mikilli
reisn. Þannig sé ég líka börnin ykk-
ar Baldurs og móður þína og bræð-
ur taka sorginni. En þau eiga nú
um margfalt sárt að binda þar sem
systir þín fór yfir í ljósheimana sama
sólarhring og þú.
Elsku Oddný mín. Þú skildir eftir
svo frábæra afkomendur og tengda-
böm. Það á eftir að verða þeim mik-
ill styrkur hvað þau áttu góða móður
og vinkonu að. Það sem mig tekur i
sárast er að þú skyldir ekki fá að
njóta kyrrlátari tíma með Áma, eins
og þið vorað búin að áætla með fram-
tíðina. Oft á tíðum koma Guðs áætl-
anir okkur í opna skjöldu. Sorgin
getur kennt okkur svo margt, m.a.
að við eigum enga manneskju, við
eigum bara hvort annað að, svo lengi
sem Guð vill. Sorgin kennir okkur
líka að sleppa. Guð styrki alla í sorg-
inni, sem tengdust þér og þekktu
þig. Það er svo gott að vita af þér
í hvfldinni og ljósinu og hitta þig
aftur þegar tíminn sá rennur upp.
Svo kemur að því að sorgin sleppir
taki sínu og við gleðjumst yfir fjár-
sjóði minninganna. Hjartans þakkir
fyrir vináttuna.
Þín vinkona,
Elva. m
GUÐRUN
HELGADÓTTIR
+ Guðrún Helga-
dóttir var fædd
2. nóvember 1939.
Hún lést á Akureyri
7. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Helgi Jóhann-
esson, f. 12. nóvem-
ber 1905, d. 9. júlí
1992, og Ingibjörg
H. Tómasdóttir, f.
28. október 1911.
Systkini hennar eru
Þórunn Ósk, f. 9.
janúar 1934, og Jó-
hannes, f. 12. des-
ember 1942.
Eiginmaður Guðrúnar var
Bergþór Njáll Guðmundsson, f.
19. júní 1941. Börn
þeirra eru María, f.
4. september 1960,
Helgi, f. 9. júní
1963, Kristín, f. 29.
júli 1964, Ingibjörg
Halldóra, f. 22. júlí
1966, Guðmundur
Örvar, f. 20. janúar
1970, Rúnar Þór, f.
24. júlí 1971, og Al-
bert Valur, f. 23.
ágúst 1972. Guðrún
starfaði síðustu ár
þjá Útgerðarfélagi
Akureyringa.
Útför Guðrúnar
fór fram frá Akureyrarkirkju
14. júií síðastliðinn.
Elsku tengdamamma. Nú er kom-
ið að kveðjustund. Eftir nokkra legu
á sjúkrahúsi valdir þú þér dag til
að kveðja þetta líf og takast á við
annað líf. Minningar mínar um þig
verða ætíð fallegastar allra minn-
inga í mínu hjarta því þú varst svo
einstök manneskja og vel af guði
gerð.
Ég kveð þig með sálminum sem
segir svo mikið:
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig hvilast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns míns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býrð mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyrð höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur)
Aðalheiður Gísladóttir.
Elsku Guðrún.
Nú ertu horfin frá mér. Ég sakna
þess að geta ekki komið til þín og
átt með þér góða stund. Þú varst
ein sú besta kona sem ég hef kynnst
um mína ævidaga. Alltaf svona
æðrulaus, hvað sem mætti þér.
Það má með sanni segja að þú
hafir verið hetja hér í þessu lífi. Eg
hef aldrei hjálpað neinum sem mér
hefur fundist eins gaman að hjálpa
og þér. Þú varst svo einlæg og góð.
Þú varst kona sem vannst verk þín
í hljóði, en Guð vissi allt um þig.
Ég veit að þig langaði til að una
lengur héma og fylgjast með börn-
um þínum og bamabörnum. Ég veit
líka að þú verður okkur nálæg, sem
þú elskaðir.
Ég hlakka til að hitta þig aftur,
elsku Guðrún mín. Og ég veit að
þeir draumar sem þig dreymdi hér
munu rætast þarna fyrir handan.
Ég kveð þig í bili og megi algóður
Guð styrkja bömin þín og okkur öll
sem þú elskaðir.
Þú sem horfir á orð mín
megi Guð blessa þig áfram
til æðri verka. - Og opna
þér dyr inn í ljóssins heima.
(Ljósvíkingur.)
Þín alltaf vinkona,
Árvök.
Ég var stödd í Grindavík hjá for-
eldram mínum þann 7. þessa mán-
aðar. Ég hringdi heim til mín, sem
ég geri dag hvem er ég dvelst að
heiman. Stjúpsonur minn svaraði í
símann. Mamma, sagði hann, hún
mamma dó í morgun. Þessi frétt
átti ekki að koma mér á óvart, en
þegar dauðinn knýr dyra veldur það
manni alltaf vissu áfalli, en í þessu
tilfelli líka létti. Rúnsi minn, sagði
ég, við skulum þakka guði fyrir að
þetta er afstaðið. Nú líður mömmu
vel og hún er laus við allar þjáning-
ar. Gunna greindist með ólæknan-
legt krabbamein fyrir tæpum tveim-
ur áram. Það var mikið áfall fyrir
hana og ekki síst börnin hennar.
Maður skilur ekki hvað lagt er mik-
ið á sumt fólk, skilur ekki tilganginn
með því. Hún barðist eins og hetja
við veikindin, alltaf glöð og bjartsýn
fram á síðasta dag. Sagði ætíð að
sér liði vel hversu þjáð sem hún var
til þess að valda börnum sínum ekki
vanlíðan.
Gunna var mjög heilsteypt, dug-
leg og góð kona. Hún var mjög
myndarleg í höndum og prjónaði
mikið á börn og bamaböm. Heimili
hennar var prýtt glæsilegum mynd-
um sem hún hafði sjálf saumað út.
Gunna giftist Bergþóri N. Guð-
mundssyni og eignuðust þau sjö
mannvænleg börn. Þau slitu sam-
vistum. Ég kynntist Gunnu árið
1977, sama ár og ég varð stjúpmóð-
ir barna hennar. Því vegna veikinda
gat hún ekki haft þau. Þau fylgdu
föður sínum.
Mér er mjög minnisstæð fyrstu
kynni okkar. Gunna var lögð inn á
sjúkrahús í Reykjavík. Dætur hennar
vildu fara og heimsækja hana strax
fyrsta daginn, þá ellefu og tólf ára
gamlar. En þær vildu ekki fara einar
og báðu mig um að koma með sér.
Ég gat ekki neitað þeim um þetta.
Ég fór með hálfum huga og full
kvíða, vissi ekki hvemig Gunna tæki
á móti mér, því það hlýtur að vera
sárt að sjá á bak bömum sínum til
annarrar konu. En kvíði minn reynd-
ist óþarfur, hún tók mér opnum örm-
um og síðan hefur okkur verið vel
til vina. Það sýnir best hvaða per-
sónu Gunna hafði að geyma, því á
hveijum jólum komu gjafir til sona
minna frá henni jafnt og til hennar
bama. Bömin hennar höfðu alltaf
mjög náið samband við hana, dvöld-
ust hjá henni til skiptist í jólafríum
og öðram fríum og einnig kom hún
til okkar í tvö skipti og dvaldi viku
í senn og var einnig við fermingar
bama sinna.
Elsku krakkar mínir, það er að-
dáunarvert hvað þið hugsuðuð vel
um mömmu ykkar í veikindum
hennar og í banalegu hennar. Það
var alltaf eitthvert ykkar hjá henni
allan tímann. Gunna mín, ég þakka
þér fyrir að fá að deila með þér af
þínum fjársjóði, þá á ég við börnin
þín. Ég hefði fylgt þér síðasta spöl-
inn en gat það ekki vegna veikinda
foreldra minna. Ég veit að þér líður
vel núna, vel hefur verið tekið á
móti þér. Elsku krakkar mínir,
Maja, Helgi, Kristín, Inga, Gummi,
Rúnsi, bamaböm, tengdaböm og
aðrir aðstandendur, ég bið góðan
guð að styrkja ykkur í sorg ykkar.
Eitt verður aldrei frá ykkur tekið,
það er minningin um góða móður,
ömmu, tengdamóður, dóttur og
systur.
RÖGNVALDUR
FINNBOGASON
+ Rögnvaldur
Finnbogason
fæddist á ísafirði
25. október 1919.
Hann lést á heimili
sínu í Reykjavík 9.
júlí síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá kapellu Foss-
vogskirkju 18. júlí.
Minningargrein-
in hér á eftir er
endurbirt vegna
mistaka við birt-
ingu hennar í Morg-
unblaðinu í gær,
þriðjudag, og eru
hlutaðeigendur innilega beðnir
afsökunar á mistökunum.
Elskulegur bróðir er horfinn okkur
sjónum um sinn. Hann varð bráð-
kvaddur á heimili sínu að Engjaseli
45. Með Didda, eins og Rögnvaldur
var jafnan kallaður innan fjölskyld-
unnar, er fallinn í valinn mætur
maður sem helgaði allt líf sitt starfi
sínu og fjölskyldu. Heiðarleika hans,
trúmennsku og dugnað mátu þeir
mest sem best þekktu til hans. Og
fjölskylda hans gat ekki óskað sér
betri stóra bróður og frænda. Hann
reyndist ávallt hin öraggasta stoð
og stytta ættmenna sinna frá því
að hann óx úr grasi, ævinlega tilbú-
inn að rétta sínum nánustu hjálpar-
hönd. Reyndar tel ég að hjálpsemi
hans hafi náð langt út fyrir fjölskyld-
una. Mér hefur hann ávallt reynst
sem besti faðir með ráðleggingar og
umvandanir og nú síðustu árin við
að létta mér störfin í fyrirtæki mínu.
Ég mat ráð hans um-
fram allra annarra. Síð-
ar kom það eins og af
sjálfu sér að hann varð
„afí“ barnanna minna,
ómetanleg stoð þeirra
og stytta í uppvextin-
um, en við urðum þeirr-
ar ánægju aðnjótandi
að búa í nágrenni við
hann undanfama tvo
áratugi.
Þótt erfitt sé að
sætta sig við að fá ekki
tækifæri til að kveðja
ástvin sinn áður en
hann gengur á vit ljóss
og kærleika í öðram heimi er hollt
að hafa hugfast að manni em hefur
nánast aldrei orðið misdægurt á
langri ævi er ekki ljúft að enda
ævina ósjálfbjarga í umönnun ann-
arra, jafnvel þótt slík aðstoð sé fús- _
lega veitt. Ég hygg að miklir at- '
hafnamenn vilji gjaman kveðja
þennan heim með þessum hætti, því
að þeir vita að þótt tilfinningalegt
áfall ættmenna sé e.t.v. mikið og
snöggt, getur hinn kosturinn reynst
öllum þungbærari, þ.e. að horfa upp
á kæran ástvin veslast upp á löngum
tíma.
Ég þykist viss um að Diddi hefur
dáið saddur lífdaga, sáttur við Guð
og menn, lítillátur maður og ljúfur,
sem bar aldrei tilfinningar sínar á
torg, þakklátur fyrir allt sem fyrir
hann var gert.
Sorgin hvílir þungt á okkur nú,
en síðan hverfur hún vonandi fyrir
ljúfum minningum um góðan dreng r -
sem endast okkur alla ævi.
Bogi Arnar Finnbogason.
Frágangur afmælis-
og minningargreina
Mikil áhersla er lögð á, að hand-
rit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er
æskilegt, að disklingur fylgi út-
prentuninni. Það eykur öryggi í
textameðferð og kemur í veg fyr-
ir tvíverknað. Þá er enn fremur
unnt að senda greinarnar í sím-
bréfi (5691115) og í tölvupósti
(minning@mbl.is) — vinsamlegast
sendið greinina inni í bréfinu, ekki
sem viðhengi.
Auðveldust er móttaka svokall-
aðra ASCII skráa sem í daglegu
tali era nefndar DOS-textaskrár.
Þá era ritvinnslukerfin Word og
WordPerfect einnig nokkuð auð-
veld úrvinnslu.
Um hvem látinn einstakling
birtist ein uppistöðugrein af hæfi-
legri lengd, en aðrar greinar um
sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðall-
ínubil og hæfilega línulengd, - eða
2200 slög (um 25 dálksentimetra
í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða
ljóð takmarkast við eitt til þijú
erindi. Greinarhöfundar eru beðnir
að hafa skímamöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Guðbjörg Jónsdóttir.