Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MINNINGAR „111 var þeirra ganga in fyrsta“ TVEIR „fámenniskvótavinir“, hagfræðingurinn Illugi Gunnarsson og verkfræðingurinn Orri Hauks- son, hafa fundið sér þá undarlegu köllun að vega í sama knérunn í framhaldi af níði tveggja annarra | „greifavina", Birgis Þ. Runólfssonar og Bjama H. Helgasonar (sjá Mbl. 18. þ.m.), um Jón Sigurðsson í Járn- blendinu, sem lætur af störfum um þessar mundir. Ástæður árásanna eru bersýnilega þær, að Jón Sigurðsson hef- ur farið óvægnari orð- um um „fámenniskvót- ann“ en málpípur „sæ- greifanna" þola. Skrif hans vara við þeim mikla háska, sem staf- ar af því óréttlæti sem af kvótakerf- inu leiðir. Alvitað er, að þeir, sem voga sér að hafa andúð á „fámenn- iskvótanum", eiga á hættu ofsóknir * úr ótrúlegustu áttum. Virðingarleysi við hina eldri M Það er viðurkennt, að einn meg- inskapgerðarkostur Kínveija í Bandaríkjunum er meðfædd virð- ing þeirra yngri fyrir hinum eldri. Sá menningararfur hefur komið Bandaríkjamönnum til að hugleiða hina fimm þúsund ára gömlu menningu kínversku þjóðarinnar, þrátt fyrir niðurlægjandi áhrif kommúnismans á þessari öld. ^ Dæmi þessa er og, hvernig stjórn- völd í Peking hafa tekið af mikilli alvöru á mannfjölgunarvanda þjóð- arinnar frá þvi 1971. Ef fjöl- skyldukvóti hefði ekki verið lagður á kínversku þjóðina, hefði mann- fjöldi á jörðinni í dag orðið nokkr- um milljörðum meiri. Auðvitað stenst hrár og van- þroskaður „kultur“ íslensku þjóðar- innar engan samanburð við „kín- verska menningu", eins og hann birtist í skrifum „greifahollu“ tvö- földu tvímenninganna. „Múlbundnir embættismenn" Mér er minnisstætt, er ég varð ritari forseta Islands, að herra ' ’ Sveinn Bjömsson lagði ríkt á við mig að láta ekki í Ijós á neinn hátt skoðanir mínar á þjóðfélagsmálum, meðan ég gegndi starfanum. Hann sagði slíka „múlbindingu" hvíla sér- staklega á embættismönnum í utan- ríkisþjónustunni og í mínu starfi, vegna þess hve mjög þau snertu aðrar þjóðir. Auðvitað virti ég þessa aðgæslu forsetans í mín tæpu fímm starfsár, en missti um leið áhuga á því að komast í utanríkisþjónustuna vegna þess, að þunggengin hefðu mér orðið sporin við þá kvöð. í þess- ari viðvörun forsetans fólst viss umhyggja og áhyggja út af því að einhveijum kynni að detta í hug, „V að orð mín kynnu að vera skoðanir hans. „Rótartré?" Það er eftirtektarvert, að það fyrsta, sem birtist eftir Orra Hauks- son í mikilvægu samstarfi við Illuga Gunnarsson, eftir að frést hefur að hann yrði aðstoðarmaður forsætis- ráðherra, skuli vera persónulegar árásir og annað ekki. Það er á sinn hátt alvarlegt umhugsunarefni, að „tvímenningarnir“ skyldu ekki hafa eitt- hvað háleitara og mik- ilvægara fram að færa. Það sýnir, að sumir ungir fijálshyggju- menn eiga stutt í „for- herta gróðahyggju". Vonandi verður Orri Hauksson ekki forsæt- isráðherra það rótartré, sem Gretti barst forð- um. Slj órnarskrárbrot og trúverðugleiki Tvímenningamir hafa líka opinberað furðulegar skoðanir á lögfræði, t.d. að „fá- menniskvótinn" sé varinn af stjórn- arskrá lýðveldisins. Slík kenning er fjarri lagi, því það „má með einu pennastríki frá Alþingi“ leggja kvótann niður bótalaust. Prófessor Sigurður Líndal og greinarhöfundur eru sammála um, Enginn neitar því leng- ur, segir Gunnlaugur Þórðarson, að kvótinn hefur í för með sér óþol- andi óréttlæti. að með ákvæðum 4. greinar laga um stjórn fískveiða hafi Alþingi brotið stjórnarskrána með blindu afsali á valdi sínu í hendur ráð- herra. Fleiri hugsanavillur mætti benda á, en það yrði of langt mál í stuttri blaðagrein. Þó skal á það minnst, að þessir gróðahyggjumenn halda því fram, að þjóðin fái hlutdeild í kvótanum, sem er jafnvirði 1.600 milljarða króna á ári, með aumum 200 millj- ónum króna í tekjuskatt útgerðar- fyrirtækja á síðastliðnu ári. Akvæð- in um 20% fyrningu kvótans eru sett í þágu sérréttindahóps fá- menniskvótans, og því verða skatta- skilin svona hlægilega lág. Enginn neitar því lengur, að kvótinn hefur í för með sér óþolandi óréttlæti og afleiðingar fyrir dreifbýlið. Það er líka óskiljanlegt, hvers vegna alþingismenn vildu halda óréttlæti „fámenniskvótans” áfram með því að festa í sessi lögbundið vald bankanna yfir kvótanum og þar með útgerð, eins og gert var með lögunum um samningsveð. Rétt er að minnast orða danska jafnaðarmannaforingjans Thorvald Staunings, sem sagði einhvern tíma, „að oft mætti trúa orðum embættismanna, sem látið hefðu af störfum, því þá fyrst þyrðu þeir að segja satt“. í því ljósi er miklu meira vægi í skoðunum Jóns Sigurðssonar í Járnblendinu, enda hefur hann sig ekki fyrr um málið tjáð. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Gunnlaugur Þórðarson Buxur frá kr. 1.690. Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 Pennavinir í 210 löndum. International Pen Friends. Sími 881 8181. PCI lún og fúguefni Stórhöfða 17, við Gullinbrú, síirá 567 4844 GUNNAR KRISTINN JÓNSSON + Gunnar Krist- inn Jónsson fæddist á Merkigili í Eyjafirði 7. maí 1921. Hann lést á Landspítalanum að morgpii 12. júlí síð- astliðins. Foreldrar hans voru hjónin Jón Sigurðsson, bóndi á Merkigili, f. 11. júlí 1888, d. 11. apríl 1954, og kona hans Rósa Sig- urðardóttir, f. 1. júlí 1893 á Snæ- bjarnarstöðum, d. 19. september 1987. Systkini Gunnars eru: Guðrún Rósa, f. 20. maí 1919, Þorgerður Jó- hanna, f. 7. júní 1924, Hólmfríð- ur, f. 23. nóvember 1926, og Páll, f. 1. nóvember 1931. Gunnar kvæntist 1953 Geir- þrúði Júlíusdóttur frá Elms- horn í Þýskaiandi, f. 8. júlí 1920. Börn þeirra eru: 1) Sigurður, f. 26. janúar 1954, læknir í Ólafsvík. Sambýliskona hans er Svanhildur Jóns- dóttir, f. 16. desem- ber 1955. Börn þeirra eru Helga Kristín, f. 22. maí 1990, og Davíð Karl, f. 7. janúar 1992. 2) Auður, f. 16. september 1957, kennari við Versl- unarskóla íslands. Sambýlismaður hennar var Róbert McKee, f. 9. nóvember 1954, þau skildu. Sonur þeirra er Arnar, f. 8. janúar 1976. Núverandi sam- býlismaður Auðar er Stefán Guðsteinsson. Útför Gunnars fór fram frá Kapellunni í Hafnarfjarðar- kirkjugarði 17. júlí síðastliðinn. Kvöldkyrrðin ber þér kveðju mína út í vorið, út í alheiminn þennan ósýnilega heim sem mannlegt auga sér ekki leyndardóm Guðs. Gunnar var næstelstur okkar systkinanna, en fýrstur til að kveðja þetta jarðlíf. Sem bam og ungur maður hafði hann alla tíð verið mjög hraustur, en um 27 ára aldur fór hann að þjást mikið í baki vegna bijóskloss, sem leiddi til þess að hann þurfti að leggjast inn á Sankti Jósepsspítala í Hafnarfirði í tví- gang, seinna skiptið árið 1952 og var þá gerð á honum mikil aðgerð. Hann náði sér furðuvel eftir þessi veikindi enda maðurinn hraustur að eðlisfari. Á Sankti Jósepsspítala kynntist Gunnar eiginkonu sinni, Geirþrúði Júlíusdóttur, og giftu þau sig árið 1953. Þau bjuggu fyrst stuttan tíma í Reykjavík, en byggðu sér síðan hús að Háukinn 7 í Hafn- arfirði, þar sem þau hafa búið síð- an. Þau hjónin voru bæði framúr- skarandi hirðusöm og bar snyrti- mennska bæði úti og inni þess glöggt vitni. Garðurinn við húsið þeirra var sannkallað augnayndi. Þar fóra saman skrautjurtir, ótal tegundir af grænmeti, jarðarber og rifs. Um allt þetta annaðist Geir- þrúður með hjálp bónda síns. Fljót- lega eftir að Gunnar kom suður ÓLÖF ELIMUNDAR- DÓTTIR + Ólöf Elimundar- dóttir fæddist á Stakkabergi Klofningshreppi Dalasýslu 11. júlí 1905. Hún lést í Reykjavík 7. júlí síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Staðarfellskirkju á Fellsströnd 12. júlí. Mig langar til þess að minnast Ólafar Eli- mundardóttur, ömmu- systur minnar, sem lést fyrir aldurs sakir fagr- an júlímorgun. Lóa, eins og hún var kölluð, var 66 áram eldri en ég og þess vegna get ég ekki með góðu móti rakið sögu hennar né skilið ævihlaup hennar fullkomlega. En Lóa talaði tungumál sem allir skildu, mál ástar, væntumþykju og vináttu. Lóa sagði líka vel frá, hún gaf manni minningarbrot héðan og þaðan sem gáfu manni skilning og dýpt. Hún var minnug og skemmti- leg og átti það sem mest er um vert; nægan tíma. Móðir Lóu hét Ingiþjörg og hafði læknisgáfu og faðir hennar, Eli- mundur var bóndi. Börnin voru átta, sjö stúlkur og einn drengur sem var yngstur. Þegar kalt var í torfbænum héngu krakkakrílin utan í móður sinni til þess að fá hitann sem lagði af henni meðan hún var að vinna. Lóa og Guðbjörg Helga, amma mín, fóra ungar suður til Reykjavík- ur til þess að vinna fyrir sér og reyndu einnig að mennta sig og skemmta sér þegar tími gafst. Lóa ákvað hins vegar að snúa heim í sveitina sína aftur eftir nokk- urra ára vist í Reykja- vík. Henni varð óglatt yfir þvottabölunum og veiktist. Það hefði átt betur við hana að grúska í bókum. Þeir sem þekktu Lóu vita hvemig hún gat sökkt sér ofan i bækur og þá var ekkert til nema hún og bókin. Lóa var mannréttindakona og böm vora heilög í hennar augum, mér fannst ekki vitglóra í því hvernig hún gat dekrað við böm. Eflaust hefur henni ekki þótt hlutskipti giftra kvenna eftirsóknarvert því hún giftist ekki, en vissi þó svo mikið um ást og vináttu. Hún átti ekki heldur böm, en öll böm sem hún kynntist urðu hennar. Þegar ég var lítil stelpa rak Lóa eigið kúabú á Stakkabergi, Sigga systir hennar var enn heima en hinir voru farnir. Það var ævintýri að koma í sveitina til Lóu og Siggu, svo óendanlega kyrrt og fagurt að líta yfir Breiðafjörðinn. Sigga var fötluð en var einatt glöð og brosti með öllu andlitinu og var sannkall- aður sólargeisli. Lóa var djúpeygð og dulúðug, hlý og falleg kona, kyssti mann þangað til maður var að kafna og gaf manni að borða þangað til maður var að springa. Þær systur voru ekki efnaðar og Lóa gaf allt það sem hún eignað- ist. Það var hennar mesta sæla að gefa, en hún var líka þeim kostum búin að geta þegið. Sveitungar fékk hann vinnu hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, þar sem hann vann til 68 ára aldurs. Geirþrúður var heimavinnandi á meðan bömin vora að komast upp og alla tíð síð- an sem var öllum á heimilinu mik- ils virði. Gunnar var nýorðinn 76 ára þegar hann lést. Við sáumst ekki oft í seinni tíð enda farið að draga úr ferðalögum hjá honum og hann ekki hraustur. En við töluðum oft saman í síma og ekki datt mér í hug þegar hann hringdi í mig 16. júní síðastliðinn, að þetta væri síð- asta samtalið okkar hérna megin við landamærin. Það lá vel á hon- um eins og ávallt og ég hafði orð á því að nú ætlaði ég að hringja næst til hans. En það sannaðist nú eins og oft áður að það er stutt á milli lífs og dauða. Það var rétt um sólarhring síðar, sem hann var orðinn veikur. Komst hann aldrei til meðvitundar eftir það og andað- ist 12. júlí. Gunnar hélt mikið upp á júlí- mánuð. Eftir að hann fluttist suður tók hann sér yfirleitt sumarfrí í júlímánuði og keyrði þá norður til Akureyrar með konu og börn. Það var ekki bragðið út af vananum. Á hveiju ári á meðan bömin vora heima var hann mættur með fjöl- skylduna 1. júlí kl. 3 í síðasta lagi hálffjögur, því hann var mikill mínútumaður. Fyrir rúmum fjórum áratugum voru vegir ekki eins greiðfærir og nú er, svo það gefur augaleið að það hefur verið farið snemma á fætur á þeim bæ þegar mæta átti til mömmu í afmæli- skaffið norður á Akureyri. Það var aldrei stoppað lengi, en litið inn til allra nákominna, því að hús- bóndinn vildi gjarnan nota sinn frítíma til að dytta að húsi sínu og garði. Einnig þurfti stundum að Jaga bílinn. Ég þakka liðnar samverustundir og sendi fjölskyldu Gunnars inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Hólmfríður. hennar og systkini hjálpuðu henni við heyskap og annað viðhald, einkum undir það síðasta. Seint og síðar meir fluttist Lóa blessunin til Reykjavíkur, en fór alltaf vestur í Dali á sumrin. Ég var hálffeiminn unglingur þegar ég heimsótti hana fyrst í litlu kjall- araíbúðina hérna í bænum. En Lóa sagði: „Sæl og blessuð elskan mín, ég sá ljós og vissi að þú værir að koma.“ Mér skilst að þetta hafi verið merkjamál ömmu Guðbjargar og ekki veit ég meira um það en feimnin rauk a.m.k. af mér og ég varð virkilega ástfangin af henni Lóu minni. Ég naut hlýjunnar sem streymdi frá henni eins og svo margir aðrir því Lóa var vinmörg. Ég er þakklát fyrir að eiga kær- leiksríkar minningar úr eldhúsinu hennar Lóu. Trúaðri konu hef ég aldrei kynnst. Ég samgleðst henni yfir að vera komin heim um leið og ég syrgi hana djúpt. Margrét S. Eymundardóttir. Skilafrestur minningar- greina Eigi minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dög- um fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útranninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingar- degi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.