Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997 25 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FORSENDUR KJARADÓMS URSKURÐUR Kjaradóms um hækkun launa æðstu embættismanna hefur komið illa við marga. Laun embættismanna, sem fá laun samkvæmt úrskurði kjaradóms, voru með úrskurðinum hækkuð um 8,55%, en flestir launþegar hafa fengið 4,7% launahækkun í þeim kjarasamningum, sem gerðir hafa verið að undan- förnu. Forsendur Kjaradóms fyrir þessum úrskurði virðast hæpnar. Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, bendir á það í Morgunblaðinu í gær að annars vegar sé vafa- samt að Kjaradómur miði við launavísitölu, vegna þess að hún miðist m.a. við launahækkanir ákveðinna hópa, sem hafi fengið sérstaka leiðréttingu. Hins vegar sé ekki eðlilegt að miða við 5,5%-6% hækkun launa í síð- ustu kjarasamningum í stað 4,7%, vegna þess að inni í þeirri tölu séu sérstakar hækkanir til þeirra, sem hafi haft lægst laun. Þetta er fullkomlega réttmæt gagnrýni hjá fjármála- ráðherra og skal undir hana tekið hér. Það er auðvitað fráleitt að styðjast við viðmiðanir, sem tryggja æðstu embættismönnum ríkisins alltaf sömu launahækkun og þeim lægst launuðu. Það er skiljanlegt að þessi vinnubrögð mæti gagnrýni, enda er ekkert í lögunum um Kjaradóm, sem binda hann við þessa viðmiðun. Eingöngu er kveðið á um að dómurinn skuli „taka til- lit til þróunar kjaramála á vinnumarkaði.“ Hitt er svo annað mál að þörf getur verið á að hækka laun sumra æðstu embættismanna ríkisins, ein- faldlega til þess að tryggja að fólk með fullnægjandi hæfni og menntun fáist til þeirra ábyrgðarmiklu starfa, sem um ræðir. Oft hefur verið rætt um að laun þessa hóps séu engan veginn sambærileg við það, sem gerist á almennum vinnumarkaði, þar sem svipaðar kröfur eru gerðar til starfsmanna. í góðæri eins og nú er kann að vera ástæða til að minnka þennan mun, þótt hann verði eflaust aldrei jafnaður til fulls. En það á þá að gera á réttum forsendum og með skýrum rök- um, en ekki tölulegum viðmiðunum, sem flestum virð- ast hæpnar. VÍÐTÆKARI EMU-UMRÆÐA? UNDANFARNA daga hafa verið fluttar fréttir af því að ferðaþjónustan annars vegar og saltfisk- vinnslan hins vegar hafi orðið fyrir búsifjum vegna óhagstæðrar gengisþróunar, en gengi íslenzku krón- unnar hefur hækkað, einkum gagnvart gjaldmiðlum ríkja á meginlandi Evrópu. Við kringumstæður sem þessar ætti að vera ástæða til að ræða um skipan gengismála hér á landi og áhrif hennar á atvinnulífið og einstakar greinar þess. Hægt er að velta ýmsum kostum fyrir sér í því efni. Einn þeirra er tenging, með einum eða öðrum hætti, við hinn væntanlega Evrópugjaldmiðil, evróið. Mikill meirihluti viðskipta íslenzkra útflutningsfyrir- tækja er við ríki Evrópusambandsins. Notkun evrósins myndi stórminnka gengisáhættu í þeim viðskiptum og stuðla að því að fyrirtækin byggju við meiri vissu um verðþróun, sem myndi gera þeim kleift að gera betri áætlanir og bæta þannig afkomu sína. Vissulega er enn margt í óvissu um upptöku evrós- ins og gildistöku Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU), en tenging við það er kostur, sem er skoðunar verður. Forsvarsmenn íslenzkra fyrirtækja þurfa að ræða kosti og galla tengingar við evrópska myntbandalagið, með hliðsjón af raunverulegum dæmum eins og þeim, sem áður voru nefnd. í slíkum umræðum skýrast bæði kostir og gallar. Hér skal ekkert fullyrt um þetta efni en það er ástæða til að víkka umræðuna um EMU út fyrir banka- og fjármálageirann, þar sem hún hefur aðallega farið fram til þessa. Fimm ára skipunartími biskups kemur kirkjunnar mönnum á óvart F [IMM ára skipunartími bisk- ups hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu en ljóst er af lögum um rétt- indi og skyldur starfsmanna ríkisins frá síðasta ári að biskup er, eins og prestar og vígslubiskupar, skip- aður til fimm ára. Yfirstjórn kirkj- unnar hefur áhuga á að fá þessu breytt og munu fulltrúar hennar óska eftir viðræðum við fulltrúa dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um það á næstunni. í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er tilgreint hvaða embættismenn skulu skipaðir tímabundið til fimm ára í senn. í 22. grein eru ýmsir embættismenn taldir upp, m.a. biskup íslands, vígslubiskupar og prestar þjóðkirkj- unnar. Embættismanni skal tilkynnt eigi síðar en sex mánuðum áður en skipunartíminn rennur út hvort embættið verði auglýst. Ljóst er því af lögunum að þetta á við um bisk- up nema hvað kosning skal þá fara fram en ekki auglýsing um embætt- ið. í bráðabirgðaákvæðum laganna segir að til 1. júlí 1997 gildi að þrátt fyrir ákvæði í 23. grein (um fimm ára regluna) skuli hæstaréttardóm- arar, héraðsdómar- ar og ríkissaksókn- ari skipaðir ótíma- bundið. Kirkjunnar menn vilja að emb- ætti biskups falli til dæmis undir þetta ákvæði. Ólíkur ferill Munur er á ferl- inu varðandi fram- lengingu á fimm ára skipunartíma presta annars vegar og biskupa og vígslu- biskupa hins vegar. Varðandi presta gilda þau ákvæði laga um stöðu, stjórn og starfs- hætti þjóðkirkjunn- ar, sem samþykkt voru á síðasta Al- þingi og taka eiga gildi með nýju ári, að komi fram tillaga í söfnuðinum um að embættið skuli aug- lýst laust til um- sóknar skuli hún afgreidd á safnað- arfundi. Er hún því aðeins gild að hún komi fram að minnsta kosti átta mánuðum fyrir lok fimm ára skipunar- tímans. Leita skal álits úrskurðar- nefndar áður en kjörmenn eða aðrir sambærilegir aðilar afgreiða tillöguna og kjósi meirihluti kjörmanna að aug- lýsa embættið skal sú samþykkt send biskupi er leggur hana fyrir ráðherra til ákvörðunar. í tilviki biskupa er það samkvæmt lögunum í valdi ráð- herra hvort skip- unartíminn skuli framlengdur. Sé hann ekki framlengdur hlýtur að koma til kosninga og það gæti gerst við lok hvers fimm ára tímabils. Ýmsir kirkjunnar menn ____________ sem rætt var við, m.a. biskupsefni, telja embætt- inu betur borgið með lengri skipunartíma og nefna sumir t.d. 10 ár. Einnig var bent á að með því að lækka eftirlauna- aldur biskups, t.d. í 63-65 ár sitji biskup naumast ___ lengur en 10 til 15 ár þannig að ákvæði um 5 ára skipun ætti að vera óþarft. Sammerkt var með þeim flestum að þeim kom á óvart að biskupar skuli skipaðir til Yfirstjóm kirkjunnar mun óska eftir laga- breytingu Biskup íslands verður skipaður til fímm ára samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Jóhannes Tómasson kynnti sér álit nokkurra kirkjunnar manna á þessu ákvæði sem þeir telja ekki í anda nýju kirkjustj órnarlaganna. UMRÆÐUR hafa skapast um skipunartíma biskups. Fái einhver 50% eða hærra at- kvæðahlutfall telst hann kjörinn biskup fimm ára. Spyrja má hvort annar ferill geti átt við biskup en aðra embættis- ________ menn sem skipaðir eru til fimm ára þar sem um kosningu er að ræða í til- viki biskups. Er eðlilegt að ráðherra einn taki ákvörðun um hvort kjósa skuli á ný? Mætti hugsa sér að kirkjuþing eða sér- stök úrskurðarnefnd fjall- _____ aði einnig um þessa spurningu? Kirkjunnar menn spyrja einnig hvort biskup nái að starfa sem virkur leiðtogi og sameiningarafl í kirkjunni ef á fimm ára fresti á að fara fram kosning um embættið? Telja þeir sumir hætt við að biskup verði nánast óstarf- hæfur fimmta hvert ár þegar kosn- ing stendur fyrir dyrum. __________ Spurning um sjálfstæði kirkjunnar Ekki hefur verið fjallað að ráði um fimm ára skip- unartíma biskups innan kirkjunnar enda kemur þetta atriði mörgum nokk- uð á óvart. Baldur Krist- ___ jánsson biskupsritari telur þó einsýnt að yfirstjórn kirkjunnar muni fara fram á nauðsynlega laga- breytingu til að skipa megi biskup ótímabundið og reyndar vígslubisk- upa líka. Ljóst sé að nýr biskup fái ekki skipunarbréf sitt fyrr en um næstu áramót og því ætti að vera nægur tími að fá Alþingi til að taka málið upp. Formaður allsheijar- nefndar Alþingis hefur einnig sagt að svigrúm sé til lagabreytinga. Biskupsritari segir það ekki í anda nýju kirkjustjórnarlaganna um sjálfstæði kirkjunnar að ráðherra geti ákveðið hvort skipunartími biskups renni út að loknum fimm árum. Kirkjunni beri það sjálfstæði að ákveða sjálf hvernig hagað skuli skipunartíma biskups. Bendir hann einnig á að í kirkjulögunum segi í 8. grein að kirkjuþing setji reglur um kosningu biskups Islands. Þorsteinn Pálsson dóms- og kirkjumálaráðherra segir að Alþingi hafi samþykkt lögin á þennan hátt en óski kirkjunnar menn eftir við- ræðum um breytingar sé sjálfsagt að verða við þeim og skoða í fram- haldi af því hvort breyta megi ákvæðinu um skipunartíma biskups. Biskupskjör stendur nú fyrir dyr- um og var fundur hjá kjörstjóm vegna nokkurra sem hafa kært að þeir skuli ekki vera á kjörskrá í lið- inni viku. Rétt til biskupskjörs hafa prestar þjóðkirkj- unnar, sérþjónustu- prestar sem starfa hjá kirkjunni, sveit- arfélögum eða rík- inu, kennarar guð- fræðideildar með guðfræðipróf, starfsmenn biskups- stofu sem eru guð- fræðingar og síðan 26 leikmenn, 16 sem eru fulltrúar jafn- margra prófasts- dæma og 10 leik- menn sem sitja kirkjuþing. Alls eru þetta 190 manns. Kjörgögn út um mánaðamótin Kjörgögn verða send út um næstu mánaðamót og gef- inn verður íjögurra vikna frestur til að skila atkvæðum. Eftir vikulangan kærufrest munu úr- slit liggja fyrir og fái einhver 50% eða hærra atkvæðahlut- fall telst hann kjör- inn biskup en að öðrum kosti verður kosið á ný og þá á milli þriggja efstu. Kjörgögn verða aft- ur send kjörmönn- unum 190, gefinn að þessu sinni tveggja til þriggja vikna frestur til að skila atkvæðum og atkvæði talin eftir viku kærufrest. Þá fyrst munu endanleg úrslit liggja fyrir og er því ljóst að það getur dregist allt til loka september eða byrjunar október. I lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar segir að kjörgengur til biskupsembættis sé hver guðfræðikandídat sem fullnægi skilyrðum til þess að gegna prests- embætti í þjóðkirkjunni. Almenn _________ skilyrði til skipunar eða setningar í prestsembætti eru m.a. 25 ára aldur, embættispróf frá guð- fræðideild Háskóla ís- lands eða viðurkenndri guðfræðideild eða guð- fræðiskóla, að kandídat hafi ekki gerst sekur um _____ athæfi sem ætla má að rýri álit hans og sé ósam- boðið manni í prestsstarfi. Hann verður einnig að fullnægja almenn- um skilyrðum þess að fá skipun eða ráðningu í starf. MorgunDiaoio/ibmar raiur Óski kirkjunn- ar menn eftir viðræðum um breytingar er sjálfsagt að verða við þeim Kjaradómi og kjaranefnd ber að gæta samræmis og fylgja launaþróun Markmiðum laga um Kjara- dóm og kjaranefnd ekki náð ENN á ný hafa blossað upp deilur í þjóðfélaginu um úrskurði Kjaradóms um laun og starfskjör emb- ættismanna og æðstu manna ríkis- ins. Ákvörðun Kjaradóms frá sl. föstudegi um 8,55% hækkanir hefur sætt mikilli gagnrýni og einnig hefur komið í ljós að úrskurðir kjaranefnd- ar, sem kveðnir voru upp í júní og fela í sér 4,7% hækkanir í flestum tilvikum, vekja upp hörð viðbrögð en prestar gagnrýna ákvörðun nefndarinnar um launakjör þeirra harðlega, skv. upplýsingum séra Gunnars Siguijónssonar, kjara- fulltrúa Prestafélags íslands. Virðist af þessu ljóst að því markmiði hafi ekki verið náð, sem ætlað var þegar núgildandi lög um Kjaradóm og kjaranefnd voru sett, í kjölfar ólgu í þjóðfé- laginu sumarið 1992, vegna úr- skurðar Kjaradóms, að koma á samræmi sem sátt yrði um við ákvarðanir iaunakjara íslenskra embættismanna. I greinargerð frumvarpsins á Alþingi haustið 1992 sagði að fyrirkomulag launaákvarðana til æðstu emb- ættismanna hefði ekki reynst þess umkomið að skapa nauð- synlegt samræmi. „Þrátt fyrir leiðréttingar, sem gerðar hafa verið þegar í óefni hefur verið komið, hefur misgengi í launa- þróun fljótlega komið í ljós bæði innan þess hóps sem undir Kjaradóm heyrir og milli þeirra launa sem dómurinn ákveður og launa annars staðar í þjóðfélag- inu,“ sagði þar. Skv. núgildandi lögum ákveður Kjaradómur laun forseta íslands, þingfararkaup alþingismanna, launakjör ráðherra, hæstaréttardóm- ara, héraðsdómara, biskups íslands, rikisendurskoðanda, ríkissáttasemj- ara, ríkissaksóknara, umboðsmanns Alþingis og umboðsmanns barna. Kjaranefnd úrskurðar hins vegar um laun mikils fjölda annarra embættis- manna ríkisins og forstjóra og ann- arra forstöðumanna ríkisstofnana. Prestar eru þar fjölmennasti hópur- inn en þeir heyrðu áður undir úr- skurð Kjaradóms. Einnig úrskurðar nefndin m.a. um laun sýslumanna, skattstjóra, lögreglustjóra, prófess- ora, ráðuneytisstjóra og sendiherra og á seinasta ári varð að samkomu- lagi í kjaradeilu heilsugæslulækna og ríkisins að laun þeirra yrðu fram- vegis ákveðin af kjaranefnd. I Kjaradómi eru fimm dómendur sem skipaðir eru til fjögurra ára í senn. Hæstiréttur skipar tvo dóm- endur og er annar formaður, tveir dómendur eru kosnir af Alþingi og fjármálaráðherra skipar einn. Kjara- nefnd er skipuð þremur mönnum, Kjaradómur tilnefnir tvo nefndar- menn og fjármálaráðherra skipar einn, sem er jafnframt formaður nefndarinnar. Núgildandi lög um Kjaradóm og kjaranefnd voru sett haustið 1992 í kjölfar háværra deilna um úrskurð Kjaradóms þá um sumarið en gerðar hafa verið nokkrar breytingar á þeim síðan. Mikil reiði blossaði upp í þjóðfélaginu sumarið 1992 þegar Kjaradómur ákvað laun æðstu embættismanna, ráðherra, þingmanna og presta en í úrskurðin- um fólst allt að 90% launahækkun í sumum tilfellum. Rökstuddi dómur- inn það með því að um væri að ræða ýmsar leiðréttingar allt aftur til árs- ins 1989. Um vorið höfðu hins vegar laun á almennum vinnumarkaði hækkað um 1,7%. Ríkisstjórnin setti bráðabirgðalög á dóminn og fól Kjaradómi að kveða upp nýjan úr- skurð sem tæki mið af aðstæðum og horfum í launamálum og þjóðar- Kjaradómi og kjaranefnd er ætlað að gæta innbyrðis samræmis í launakjörum og fylgja um leið almennri launaþróun í landinu. í sam- antekt Ómars Friðrikssonar kemur fram að þrátt fyrir tíðar breytingar virðist enn ekki fundin sú aðferð við ákvörðun launa ís- lenskra embættismanna sem sátt verður um. RÁÐHERRAR greina fréttamönnum frá ákvörðun ríkisstjórnarinnar um setningu bráðabirgðalaga vegna úrskurðar Kjaradóms í júlí árið 1992. Sífellt fleiri starfsmenn undir kjaranefnd búskapnum. Kjaradómur kvað þá upp nýjan úrskurð um 1,7% launa- hækkanir. Á haustþingi voru svo sett núgild- andi lög um Kjaradóm og kjara- nefnd. Verulega var fækkað þeim embættum sem Kjaradómi var falið að fjalla um en sífellt fleiri hópar hafa færst undir úrskurðarvald kjaranefndar, í sumum tilfellum að eigin ósk. í greinargerð frumvarps- ins kemur fram hvaða viðmið og hlutverk löggjafinn vildi setja þess- um úrskurðaraðilum til að koma betri skipan á þessi mál til framtíðar en þar sagði: „Þeirri viðmiðun, sem Kjaradómi er sett, er breytt á þann veg að í stað afkomuhorfa þjóðarbús- ins skuli hann taka tillit til almennr- ar launaþróunar á vinnumarkaði. Kjaranefnd skal hafa kjarasamninga ríkisins og niðurstöður Kjaradóms til viðmiðunar í störfum sínum.“ Meginskilyrðin sem Kjaradómi eru sett í lögunum er að finna í 5. grein en þar segir: „Við úrlausn mála skal Kjaradómur gæta innbyrðis sam- ræmis í starfskjörum þeim sem hann ákveður og að þau séu á hverjum tíma í samræmi við laun í þjóðfélag- inu og hjá þeim sem sambærilegir geta talist með tilliti til starfa og ábyrgðar. Enn fremur skal Kjara- dómur taka tillit til þróunar kjara- mála á vinnumarkaði." ________ Meginviðmiðið sem kjaranefnd er sett í lögun- um kemur fram í 10. gr. en þar segir: „Við ákvörðun launakjara skal kjaranefnd gæta innbyrðis samræmis í starfskjörum hjá þeim sem hún fjallar um, að þau séu á hverjum tíma í samræmi við laun í þjóðfélaginu hjá þeim sem sambæri- legir geta talist með tilliti til starfa og ábyrgðar og að samræmi sé milli þeirra og þeirra launa hjá ríkinu sem greidd eru á grundvelli kjarasamn- inga eða Kjaradóms." Þá kveða lögin á um að eigi sjaldn- ar en árlega skuli Kjaradómur og kjaranefnd meta það hvort tilefni sé til breytinga á starfskjörum sem þeir ákveða. Ber þannig að taka mál til meðferðar þegar þurfa þykir og alltaf ef orðið hafa verulegar breyt- ingar á þeim Iaunum í þjóðfélaginu sem höfð eru til viðmiðunar eða á störfum þeirra sem úrskurðarvald nefndarinnar tekur til. Úrskurðir kjaranefndarinnar og Kjaradóms gilda ótímabundið eða þar til næst þykir ástæða til endurskoðunar. Ljóst er af úrskurðum og rök- stuðningi Kjaradóms að hann lítur á það sem hlutverk sitt að meta vinnu- framlag manna sjálfstætt til fjár. í úrskurði dómsins sl. föstudag segir m.a.: „Leggja verður sérstakt mat á störf hvers einstaks aðila eða hóps og reyna að finna samsvörun þeirra starfa í vinnuframlagi og ábyrgð annarra aðila á vinnumarkaðnum. Við það mat verður einnig að sjálf- sögðu að taka tillit til almennrar kjaraþróunar. Við ákvörðun kjara ber jafnframt að líta til annarra þátta en beinna launagreiðslna, svo sem lífeyrisréttinda, starfsöryggis, starfsumhverfis o.fl.“ Engin reikningsleg forskrift Kjaradómur kvað upp nýjan úr- skurð 8. september 1995 sem olli miklum deilum í þjóðfélaginu en hann fól m.a. í sér umtalsverða hækkun á launum og starfskjörum þingmanna, sem höfðu nýverið breytt lögum um þingfararkaup. Leiddi sú umræða m.a. til þess að formaður Kjaradóms rit- __________ aði forsætisráðherra bréf til að lýsa þeim forsendum sem dómurinn studdist við. Sagði hann í bréfinu það mikinn misskilning i umræðunni að líta svo á ... að lögin um Kjaradóm gæfu reikningslega forskrift að nið- urstöðu. Reynt væri að leggja heild- armat á öll þau atriði sem dómnum bæri að fara eftir og má af bréfinu ráða að dómurinn telur afar vanda- samt að uppfylla skilyrðin um að gæta í senn innbyrðis samræmis í starfskjörum og taka um leið tillit til þróunar kjaramála á vinnumark- aði. Þá er ekki síður ljóst að grundvall- armunur er á ákvörðun launa æðstu embættismanna og svo þingmanna Embættis- menn oft bet- ur launaðir en ráðherrar og ráðherra þar sem stöður þessara aðila eru í eðli sínu gjörólíkar. Í áður- nefndu bréfi formanns kjaranefndar var að þessu vikið: „Laun margra æðstu embættismanna ríkisins eru ólík launum ráðherra og þingmanna að því leyti að þeim er greidd þókn- un fyrir vinnu umfram dagvinnu- skyldu, ýmist í formi eftirvinnu eftir reikningum eða í formi fastrar eftir- vinnu. Þá þiggja þeir þóknun fyrir setu í ýmsum nefndum, en ráðherrar sitja aldrei í launuðum nefndum." Skv. heimildum blaðsins eru hátt- settir embættismenn sem heýra undir Kjaradóm eða kjaranefnd í mörgum tilfellum mun betur launaðir en ráðherrar og þing- menn. Dæmi séu um að föst laun embættismanna séu að- eins þriðjungur eða ijórðungur af heildarlaunum þeirra. Þingfararkaup var miðað við laun gagnfræðaskólakennara Gagnrýnt hefur verið að ■* Kjaradómur ákveði ekki þing- mönnum og ráðherrum fasta yfirvinnu líkt og embættis- mönnum í seinasta úrskurði sínum. Af ummælum formanns Kjaradóms í Morgunblaðinu í gær má ráða að til standi að bæta laun þingmanna frekar þegar liður á haustið. Akvarðanir um laun þing- manna hafa verið með mjög ólíkum hætti á undanförnum áratugum. Skv. samantekt seme'' fylgdi frumvarpi um þingfarar- kaup á Alþingi fyrir tveimur árum kemur fram að sett voru lög um þingfararkaup alþingismanna árið 1964 í kjölfar mikilla breytinga á kjördæmaskipuninni 1959 og var þá gerð gerbreyting á launakjörum þingmanna. Var horfið frá því ald- argamla fyrirkomulagi að greiða al- þingismönnum dagkaup meðan Al- þingi var að störfum. í stað þess var tekið upp árskaup og litið svo á að störf alþingismanna væru heilsárs- störf. Voru laun þingmanna í fyrstu miðuð við laun gagnfræðaskólakenn- ara en sjö árum síðar var gerð mik- il breyting þegar ákveðið var að miða kaup alþingismanna við launa-r* flokk æðri embættismanna í þjón- ustu ríkisins. Jafnframt voru sett ákvæði um að alþingismenn gætu aðeins fengið hluta launa fyrir önnur störf hjá hinu opinbera, þar með var viðurkennt að starf þingmanna væri aðalstarf þeirra. Árið 1980 voru lög um þingfararkaup endurskoðuð og sú breyting gerð að þingfararkaups- nefnd, sem ákveðið hafði þingfarar- kaup og annan starfskostnað, var lögð niður og ákvörðun um laun og starfskjör alþingismanna var færð undir Kjaradóm. Þingfararkaup alþingismanna hefur í stórum dráttum fylgt þróun launavísitölu undanfarin ár. Frá msá 1989 og fram í september 199í? hækkaði það um 30,7% en á sama tíma hækkaði launavísitala um 31,8%. Laun ráðherra hækkuðu á sama tímabili um 42,2% eða um 11,3% umfram hækkun vísi- tölunnar að meðtalinni þeirri hækkun sem Kjara- dómur ákvað haustið 1995. í úrskurði sínum sl. föstudag ákvað Kjaradómur að hækka þingfarar- kaup þingmanna úr 195.000 kr. sem þeir hafa haft frá 1995 í 211.700 kr. og laun forsætisráðherra 385.000 í 417.900 og laun annarra ráðherra úr 350.000 í 379.900. Voru hækkanirnar miðaðar við hækkun launavísitölu á tímabilinu frá 1995 og mat á meðaltalshækkun almennra launa í þjóðfélaginu í nýgerðum kja- rasamningum. úi* I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.