Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997 31 í gegnum árin hafa vináttubönd- in styrkst og eru makarnir orðnir æ virkari þátttakendur í þessum samheldna hópi sem hittist reglu- lega. Tilefnin hafa verið ótal mörg, m.a. brúðkaup, utanlandsferðir, stórafmæli, nýársfagnaðir, grill- veislur, að ónefndum sveitaferðum með börnin. Gísli „hennar Villu“, eins og hann var alltaf kallaður, féll strax vel inn í hópinn og kom fljótt í ljós að hann var sterkur persónuleiki með sín hnyttnu tilsvör og kímnigáfu. Hann lét ekki sitt eftir liggja að mæta, þó hann væri orðinn veikur og oft sárþjáður. Hann sýndi mikinn styrk og tók veikindum sínum af miklu æðru- leysi. Aldrei heyrðist hann kvarta - hann stóð meðan stætt var. Árið 1994 eignuðust Gísli og Vildís dótt- urina Kristínu Huldu og var hún Gísla mikill gleðigjafí enda mikil pabbastelpa. Það er skrítin tilfinning að einn úr okkar samheldna hópi, aðeins fertugur að aldri, skuli þegar hafa kvatt. En minningin um Gísla mun ylja okkur um ókomin ár. Elsku Villa okkar og Kristín Hulda, megi Guð gefa ykkur styrk í sorginni. Innilegar samúðarkveðj- ur sendum við öllum aðstandendur. Bergdís - Kristinn Ragnheiður - Franz Salóme - Pálmi Sólveig - fvar Vala - Gísli Þórunn - Kristján Sigurveig. Við Gísli kynntumst fyrst á há- skólaárum mínum þar sem hann kenndi fjármál í viðskiptadeild Háskóla Islands. Samband nem- enda og kennara í fjölmennum kúrsum við Háskólann verður sjaldnast mjög mikið en á lokaári mínu í viðskiptafræði varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að geta tekið valfag þar sem Gísli kenndi fámennari hópi nemenda. Gísli var góður kennari og kröfuharður gagnvart nemendum sínum en ekki síður gagnvart sjálfum sér sem ég átti eftir að kynnast síðar. Þekking hans á fjármálafræðum og mikil reynsla úr atvinnulífinu þar sem hann kom að fjölmörgum ráðgjafarverkefnum gerðu það að verkum að Gísli átti auðvelt með að gera fræðigrein sína að mjög áhugaverðu og lifandi námsefni fyrir nemendur sína. Viðskipta- deild Háskóla íslands hefur með fráfalli Gísla misst einn af sínum bestu kennurum. Við lok háskólanáms er algeng- ast að leiðir nemenda og kennara skilji. Gísli var hins vegar mjög eljusamur og afkastamikill og þrátt fyrir að hann væri með fulla stöðu við Háskóla íslands vann hann einnig að verkefnum í atvinnulíf- inu. Af þeirri ástæðu átti ég þess kost að vinna að nokkrum verkefn- um með Gísla eftir að háskólaárum mínum lauk og náði að kynnast betur hinum skarpa, vinnusama og heiðarlega manni sem Gísli hafði að geyma. Gísli átti við áralöng alvarleg veikindi að stríða sem duldust eng- um sem kynntust honum. Þrátt fyrir það kvartaði hann aldrei und- an veikindum sínum og gerði ætíð meiri kröfur til sín en þeirra sem unnu með honum. Aldrei lét hann bilbug á sér finna og gat hann komið manni á óvart með dugnaði sínum og hörku. Mér er sérstaklega minnisstætt síðasta samtal okkar, en þá voru veikindi hans komin á mjög alvarlegt stig, þar sem hann var að koma með tillögur að verk- efnum sem við gætum unnið að í sameiningu á næstu árum. Kynni mín af Gísla eiga eftir að verða mér drjúgt vegamesti. Leið- sögn hans var alltaf fagleg en síð- ast en ekki síst var hún heiðarleg. Ég mun ætíð minnast með virðingu æðruleysis hans til hinstu stundar. Vildísi eiginkonu Gísla, Kristínu Huldu dóttur hans og öðrum að- standendum sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Hreiðar Már Sigurðsson. JENS GUÐMUNDSSON + Jens Guð- mundsson, bóndi á Kirkjubæ við Skutulsfjörð, fæddist á Lónseyri við Kaldalón 9. nóv- ember 1910. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Isafirði 15. júli síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá ísafjarðarkirkju 21. júlí. Elsku afí, sú hugsun að ég myndi ekki sjá þig aftur kom ekki upp í huga mér sumarið 1995, þegar ég heimsótti ykkur síðast. Sumarið sem ég flutti til Danmerkur. Mér fannst þú vera hluti af sveitinni minni, og hún hverfur bara ekki. Svo barnslegur getur hugur manns verið. Ég kom fyrst til þín og ömmu tveggja ára gömul, og dvaldi hjá ykkur öll sumur fram á unglingsár. Ég á mínar bestu bernskuminning- ar frá lífinu í sveitinni. Þú varst mér svo góður. Þó að þú hafir ekki verið minn raunverulegi afi, fann ég ekki fýrir því, ég hefði ekki get- að fengið betri afa. Ég man ekki eftir að þú hafir nokkurn tímann hastað á mjg, hvað þá sagt mér til syndanna. Ég var alltaf litla stelpan þín. Ég man sérstaklega eftir einu atviki. Ég stal eggi í búrinu til þess að nota í drulluköku. Ég fékk skammarræðu (sem ég átti auðvitað skilið) frá öðrum sem staddir voru á heimilinu, en þú sagðir ekki orð. Þú vildir aldrei að ég gerði of mikið í bústörfunum eða gerði eitthvað sem þú taldir of erfitt fyrir mig. Þú vildir bara að ég léki mér, þú vildir að ég fengi að vera barn og leika mér. Þegar ég hugsa um þig, kemur upp í huga mér mynd af þér og þú ert brosandi, þú brostir svo fallega og hlóst svo innilega. Þegar þú varst sér- staklega kátur, tókstu mig í fangið og dans- aðir með mig um eld- húsgólfið. Við áttum oft góðar stundir sam- an. Það var líka oft gott að fá að sofna á milli ykkar ömmu, en þar svaf ég iðulega þegar mikið var um gestagang, og aðrir þurftu að fá mitt rúm. Mér þótti svolítið skrítið að heimsækja þig á Kirkjubæ, ég hafði aldrei séð þig í öðru umhverfi en á Hærri-Bæ í ísafjarðardjúpi á Snæfjallaströnd. Þegar ég dreg upp mynd af þér í huga mér situr þú við eldhúsborðið á Hærri-Bæ með pípuna í hend- inni. ísafjarðardjúpið á líka mikið í mér, mér finnst og hefur alltaf fundist sá staður fallegastur á jarð- ríki og kannski ekki tilviljun að börnin mín tvö bera orðið Snæ í nöfnum sínum, líkt og Snæfjalla- ströndin. Slíkar tilfinningar myndi ég ekki hafa, nema af því ég var hjá svo góðu fólki. Ég kveð þig, elsku afi minn, þú munt ávallt vera með mér í hjarta mínu. Elsku amma, ég votta þér og fjöl- skyldu þinni innilega samúð mína. Megi Guð blessa minningu afa. Aldrei, aldrei það gleymist, sem í æsku var, þó allt sé lífið breytt, er minn hugur þar sem litlu sporin lágu um laut og mó, og lóan bjó sér hreiður í dalsins ró. (Jenni Jóns.) Berglind Brynjólfsdóttir. + Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, RÖGNVALDUR FINNBOGASON, varð bráðkvaddur á heimili sínu 9. júlí síðastliðinn. Útför hans hefur farið fram. Bogi Arnar Finnbogason, Ellen Svava Finnbogadóttir, Kristján Magnús Finnbogason, Una Sigurðardóttir, Anna Dagmar, Ingunn Ragna, Sigurður Ingi. + Eiginmaður minn og faðir okkar, GUNNAR K. JÓNSSON, fæddur á Merkigili i Eyjafirði, til heimilis í Háukinn 7, Hafnarfirði, lést 12. júlí síðastliðinn á Landspítalanum. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd ættingja, Geirþrúður Júlíusdóttir, Sigurður Gunnarsson og Auður Gunnarsdóttir. írjíírjííjur Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA HOTEL LOFTLEIÐIR ICELANOAIR HOTtLS Upplýsingar í símum 562 7575 & 5050 925 + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ GUÐLAUGSDÓTTIR frá Tryggvaskála, Safamýri 40, Reykjavík, lést á Sóivangi sunnudaginn 20. júlí. Jarðarförin fer fram frá Grensáskirkju þriðjudaginn 29. júlí kl. 13.30. Guðríður Karlsdóttir, Árni Rosenkjær, Guðlaugur Tryggvi Karlsson, Vigdís Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, ÓSKAR MARGEIR BECK JÓNSSON, Skálagerði 13, Reykjavfk, lést á heimili sínu sunnudaginn 20. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ásta Sigrún Hannesdóttir, Ingunn Jóna Óskarsdóttir, Jón Sigurðsson, Anna Lísa Óskarsdóttir, Kristján Snorrason, Júlíus Valdimar Óskarsson, Inga Hjálmarsdóttir, Margrét Erna Blomsterberg, Grétar Benediktsson, barnabörn, barnabarnabörn og systkini. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, REYNIR EYJÓLFSSON, Sóivangsvegi 1, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 25. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Kiwanisklúbbinn Eldborgu eða Minningarsjóð Guðmundar Gissurarsonar, Sólvangi. Dóra S. Guðmundsdóttir, Eyjólfur Reynisson, Sigrún Linda Hafsteinsdóttir, Sigrún Reynisdóttir, Páll Pálsson, Sóiveig Reynisdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Dóttir m(n, systir og mágkona, ANNA S. JÓNSDÓTTIR, Vfðilundi 18H, Akureyrl, sem lést 17. júlí, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 25. jú- lí kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Elfn Magnúsdóttir, Jón Laxdal Jónsson, Ólöf Oddsdóttir. f- + Hjartkær eiginmaður minn, faðir og tengda- faðir, GUNNAR MARKÚSSON bókavörður og fyrrv. skólastjóri, Þorlákshöfn, lést á sjúkrahúsi Suðurlands á Þorláksmessu á sumri, 20 júlf sl. Jarðsett verður frá Þorláks- kirkju nk. laugardag 26. júlí kl. 14.00. Þeir sem vildu minnast hins látna láti Krabbameinsfélag íslands njóta þess. Sigurlaug A. Stefánsdóttir, Hildur Gunnarsdóttir, Jóhannes Jónsson, Þór Jens Gunnarsson, Áslaug Þorsteinsdóttir, Stefán Gunnarsson, Heiga Sigurbjörnsdóttir, Ágústa Gunnarsdóttir, Leigh Woods, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.