Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Helgi Sigurðsson um lyfjaútibú
á Eyrarbakka og Stokkseyri
Fagleg þjónusta í
samræmi við lög
HELGI Sigurðsson, lyfsali og einn
eigenda Arnesapóteks á Selfossi,
segir það misskilning að fagleg sjón-
armið séu ekki ráðandi í lyfsölu
útibúa apóteksins á Eyrarbakka og
Stokkseyri. Þar séu afhent lyf sem
afgreidd eru eftir lyfseðli frá móð-
urapótekinu á Selfossi, starfsmenn
þar hafi fengið þjálfun og leyfi sé
fyrir hendi frá heilbrigðisráðuneyti
og Lyfjaeftirliti ríksins.
Lyfjaútibúum er skipt í fjóra
flokka. í fyrsta flokki eru útibú með
fullri þjónustu, þ.e. nauðsynlegu
birgðahaldi og þjónustu lyfjafræð-
ings allan daginn til að afgreiða lyf-
seðla eins og í venjulegri lyfjaverslun
væri. í flokki fjögur eru útibú þar
sem aðeins eru afhentar lyfjasend-
ingar frá móðurapótekinu, engar
birgðir geymdar og ekki boðið uppá
neinar aðrar vörur frá apótekinu.
Hinir flokkarnir tveir eru eins konar
millistig við flokk eitt og fjögur.
Sækja þarf um leyfi vegna reksturs
allra flokkanna.
„Við fórum þá leið að sækja um
tilskilin leyfi fyrir starfsemi í flokki
fjögur og fengum leyfi frá heilbrigð-
is- og tryggingaráðuneytinu til að
reka þessi útibú á Stokkseyri og
Eyrarbakka og starfsleyfi fyrir þau
frá Lyfjaeftirliti ríkisins sem kom á
staðinn og skoðaði aðbúnað og allan
frágang og pappírsvinnu sem fram
fer vegna þessara útibúa," segir
Helgi Sigurðsson. „Það er því að
mínu viti alrangt að um afturför sé
að ræða, þvert á móti er verið að
byggja upp þjónustuna í samræmi
við þau nýju lög sem gilda um lyfja-
verslanir. Þarna er því um að ræða
framför."
Helgi segir að Árnesapótek af-
greiði lyfseðla sem fólk sendi þeim
frá þessum stöðum eða læknar sendi
á bréfsíma og síðan eru lyfin og ef
til vill aðrar vörur sem pantaðar
hafa verið sendar í innsigluðum
umbúðum og afhent í útibúunum
sem eru til húsa í söluskálum á báð-
um stöðum. Þau séu geymd í kælum
og læstum hirslum og starfsmenn
þar hafi fengið viðeigandi þjálfun.
Lyfin eru send með áætlunarbíl frá
Selfossi og eru nokkrar ferðir á dag
miili staðanna. Sendingamar séu
afgreiddar samdægurs og af-
greiðslutíminn geti stundum farið
niður í aðeins um klukkustund.
„Það koma ekki margir af-
greiðslustaðir til greina á þessum
stöðum en við töldum hægt að veita
góða þjónustu á þennan hátt. Þetta
eru alhliða söluskálar sem veita
margs konar þjónustu og selja ýms-
an varning og við teljum þá vel
hæfa til að annast þetta verkefni.
Annað apótek hefur stundað afhend-
ingu lyfja um árabil án þeirra leyfa
sem við höfum aflað okkur og ég
bendi bara á að á þeim stöðum hafa
líka verið seldar bensínvörur en mér
finnst menn meðal annars hafa fund-
ið að því að bensín skuli selt á sama
stað.“
Helgi segir að þessari þjónustu
hafi verið vel tekið og hún gengið
vel. Til greina komi síðar að auka
hana, m.a. með viðveru lyfjafræð-
ings á ákveðnum tímum sem veita
myndi upplýsingar og ráðleggingar.
H
EIGNAMIÐIUMN
Sími .>}{<» 9090 • Kax !>}{}{ 9095 • SíDiiini'ila 2 I
Bergstaðastræti
Vorum að fá í sölu eitt af þessum virðulegu eftirsóttu stein-
húsum í Þingholtum. Húsið er 226 fm auk 20 fm bílskúrs og
er tvær hæðir og kjallari. Húsið skiptist m.a. í 3 stofur, 3-5
herbergi, eldhús, baðherbergi, hol o.fl. Parket, nýstandsett
baðherb. og eldhús. Fallegur gróinn garður til suðurs.
Einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja eignast virðulegt gamalt
og fallegt hús í grónu hverfi. Verð 20,5 milljónir (7292).
Mánagata - Reykjavík
Mjög falleg og björt nýuppgerð 53 fm
2-3ja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu húsi.
Áhv. 2,8 millj. húsbrlán. Verð 5,3 millj.
F a s te ig n a s á ián
KJÖRBÝLI
NÝBVIAVEOUR {4
iÆar” ®564 1400
OPIÐ HÚS
Ertu að leigja? Fyrstu kaup? Námsfólk?
Til sölu björt og góð 3ja herb. íbúð á 6. hæð í góðu lyftuhúsi með
suðvestursvölum og frábæru útsýni. Ný gólfefni og þvottahús á
hæðinni. Tilvalin lyrstu kaup eða íyrir námsfólk utan af landi.
Verðið er ótrúlegt! 4.950 þúsund og áhvílandi hagstæð lán 3,3
millj. króna með greiðuslubyrði innan við 20 þús. pr. mánuð og
lægra sé tekið tillit til vaxtabóta. Ath. góð húseign þar sem öllum
viðgerðum er lokið. Snyrtileg sameign og traustur húsvörður.
LAUS STRAX. Rósa sýnir íbúðina í dag og næstu daga og er við í
síma 567 9172.
Húsakaup, Suðurlandsbraut 52 v/Faxafen, s. 568 2800.
Uxahryggja■
vegur
Akranes
Þingvellir
Þingvallavwur
um Mosfeltsheiði
Vesturlandsvegur-
Höfuðborgarsvæðið
igarvatn
jj Þing-
| valla
V,vatn
Grafnings-
vegur efri
Hafravatns-
\vegur
\\ Þingvallavegur
j um Grímsnes
Nesjavallaleið
Hveragerði ý
iVi i
Þorlákshöfn
Eyrarbakki
Stokkseyri
Á KORTINU má sjá þá vegi sem nefnd um skipulag umferðar á Þingvöllum á fjöldahátíðum
hefur lagt til að verði endurbættir.
Skipulag umferðar til Þingvalla á fjöldahátíðum
Kostnaður yfir
230 milljónir
NEFND um skipulag umferðar á
Þingvöllum á fjöldahátíðum, reiknar
með því að kostnaður vegna nauð-
synlegra endurbóta á vegum út frá
höfuðborginni og á þjóðvegum nærri
Þingvöllum verði samtals 230 millj-
ónir króna, eins og greint hefur ver-
ið frá í Morgunblaðinu.
í niðurstöðum nefndarinnar er
einnig áætlaður kostnaður vegna
æskilegra vegaframkvæmda og er
þar gert ráð fyrir að framkvæmdir
á Vesturlandsvegi frá Suðurlands-
vegi að Þingvallavegi kosti 230 millj-
ónir króna. Þá gerir nefndin ráð
fyrir því að æskilegar framkvæmdir
á Þingvallavegi í Grímsnesi, Hafra-
vatnsvegi, Grafningsvegi efri, Gjá-
bakkavegi og Uxahryggjavegi kosti
400 milljónir króna. Alls kosti því
æskilegar vegaframkvæmdir vegna
fjöldahátíðar á Þingvöllum 630 millj-
ónir króna.
Umferðartafir líklegastar
á Vesturlandsvegi
I tillögum nefndarinnar er gert
ráð fyrir einstefnu á tveimur akrein-
um yfir Mosfellsheiði til Þingvalla
árdegis og frá Þingvöllum síðdegis
vegna hátíðarhalda á Þingvöllum,
en tvístefnu á Þingvallavegi um
Grímsnes og vegi um Gjábakka,
Kaldadal og Uxahryggi. Þá leggur
nefndin til að Nesjavallaleið verði
ekki opin fyrir almenna umferð en
notuð fyrir hópferðabíla, fíutning á
opinberum gestum, listafólki og sem
öryggisleið. Vegarkaflinn frá Oxará
að bílastæðum við Tæpastíg verði
jafnframt lokaður allri umferð nema
hópferðabílum og bílum í þjónustu
hátíðarnefndar.
Telur nefndin að endurbætur á
Grafningsvegi efri og lagfæringar á
Gjábakkavegi og Uxahryggjavegi
séu óhjákvæmilegar framkvæmdir
vegna hátíðarhalda á Þingvöllum
árið 2000 og þá telur hún að endur-
bætur á Þingvallavegi um Grímsnes-
og Hafravatnsvegi séu auk þess
æskilegar, en ráðist af niðurstöðu
endurskoðaðrar vegaáætlunar.
í niðurstöðum nefndarinnar er
taiið að á höfuðborgarsvæðinu sé
líklegt að helst komi til umferðar-
tafa á Vesturlandsvegi og nálægum
aðkeyrsluleiðum vegna fjöldahátíðar
á Þingvöllum. Til að sagan frá hátíð-
arhöldunum árið 1994 endurtaki sig
ekki telur nefndin að breikka þurfi
Vesturlandsveg frá Suðurlandsvegi
að Þingvallavegi.
„Vesturlandsvegur verður að vera
með tvær akreinar til austurs árdeg-
is og tvær akreinar til vesturs síðdeg-
is til að geta afkastað þeirri umferð
sem búist er við um Mosfellsheiði
vegna fjöldahátíðar á Þingvöllum.
Vesturlandsvegur er nú einungis
tvær akreinar og af öryggisástæðum
er ekki hægt að loka fyrir umferð
frá Mosfellsbæ og Vesturlandi til
Reykjavíkur. Því verður að leita leiða
til þess að unnt verði að aka veginn
á að minnsta kosti þremur akrein-
um,“ segir í skýrslu nefndarinnar.
Þá er því haldið fram að breikkun
vegarins í fjórar akreinar upp fyrir
Víkurveg við Keldnaholt væri mjög
æskileg vegna núverandi umferðar.
Hægt væri að komast af með bráða-
birgðabreikkun austan Víkurvegar
að Þingvallavegi en vegna mikillar
umferðar um þennan vegarspotta
telur nefndin þó fyllilega réttlætan-
legt að breikka hann varnalega í
þijár akreinar og tímasetja þær
framkvæmdir þannig að þær nýtist
fjöldahátíð á Þingvöllum árið 2000.
Ráðherrar
í sjóstanga-
veiði
Siglufjörður
SIGLFIRÐINGAR fengu góða
heimsókn um sl. helgp, en þá komu
Davíð Oddsson forsætisráðherra
og Halldór Blöndal samgönguráð-
herra ásamt eiginkonum sínum,
Ástríði Thorarensen og Kristrúnu
Eymundsdóttur. Gestirinir komu
tii Siglufjarðar um hádegisbil á
sunnudag ásamt bæjarsljórnar-
mönnum frá Ólafsfirði og Dalvík.
En heimsókn ráðherranna var í
boði þriggja bæjarsijórna, þ.e.
Siglufjarðar, Ólafsfjarðar og Dal-
víkur. Dagskráin á Siglufirði
hófst á því að farið var í sjóstang-
veiði á firðinum og aflaðist ágæt-
lega. Að veiðum loknum var boðið
upp á síldarhlaðborð á Hótlel
Læk. Síðan fylgdust gestirnir með
Morgunblaðið/Sigríður
VEL aflaðist í sjóstangaveiðiferð hjá gestum Siglfirðinga.
síldarsöltun við Síldarminjasafnið
og Örlygur Kristinsson safnvörð-
ur fylgdi gestunum um Róalds-
brakkann. Að lokinni skoðunar-
ferð um bæinn var haldinn fundur
með ráðherrum og fulltrúum
bæjarstjórnanna þriggja þar sem
sameiginleg hagsmunamál voru
rædd. Og eftir kaffi á Hótel Læk
hélt hver til síns hcima. Að sögn
Björns Valdimarssonar bæjar-
stjóra á Siglufirði var heimsókn
þessi bæði góð og gagnleg auk
þess að vera mjög ánægjuleg.
„Bæjarsijórnarmennirnir og ráð-
herrarnir náðu vel saman og
mikilvæg mál eins og samgöngu-
mál, atvinnumál og hugsanleg
sameining sveitarfélga voru
rædd.“