Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ GUNNUR HANNA , ÁGÚSTSDÓTTIR + Gunnur Hanna Ágxistsdóttir fæddist á Vopna- firði 23. júlí 1954. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 22. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hafnar- kirkju 29. mai. Drottinn er minn hirðir og mig mun ekkert bresta. Það er svo margt sem kemur fram í huga okkar þegar við hugsum um þig, elsku dóttir góð. Yndisleg lítil stúlka, hress og kát, full af orku og krafti sem sýndi sig best eftir að systur þínar fæddust. Umhyggjan var mikil fyrir þeim sem og öðrum börnum. Metnaður var þér gefinn í vöggugjöf og fylgdi hann þér alla tíð. Svæfillinn minn og sængin mín sé önnur mjúka höndin þín. En aðra breið þú ofaná mig er mér þá værðin dásamlig (Höf. ók.) Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson). Ó, Jesú, bróðir besti og bamavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á bamæskuna mína. (P. Jónsson). Með þessum orðum kveðjum við þig og mun minningin um þig ætíð hvíla í hjörtum okkar. Þínir, foreldrar. Elsku systir, í dag hefðir þú orðið 43 ára og viljum við af því tilefni minnast þín með nokkrum orðum. Þú varst stóra systir sem SVAVAR STEINN PÁLSSON KÁRASON + Svavar Steinn Pálsson Kárason fæddist í Reylga- vík 21. nóvember 1976. Hann lést á gjörgæsludeild Sjúkra- húss Reykjavíkur 30. júní síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Hvalsneskirkju 8. júlí. Það var seinnipart mánudaginn 16. júní að mér barst sú fregn að þú Hefðir lent í slysi, að þú hefðir verið að prófa mótorhjól sem þig langaði í. Mótorhjólaslys, þá gerði ég mér strax grein fyrir því að þetta væri alvarlegt, en ekki svo alvarlegt að þú myndir kveðja þennan heim. Ég bað Guð að vernda þig og hjálpa þér. Allt var á góðri leið þegar Guð kallaði skyndilega til þín og þér hrakaði mikið. Laugardaginn 28. júní fékk ég að koma og kveðja þig á sjúkrahúsinu, það var erfitt að horfa á þig, þar sem þú varst tengdur öllum þessum vélum. En það var komin svo falleg ró yfir þig. Það er erfitt að sætta sig við að svona góður vinur sé farinn en við höfum þetta líf bara að láni þangað til Guð kallar okkur að öðrum hlut- verkum. Mánudaginn 30. júlí var allt búið, móðir þín kvaddi þig í hinsta sinn fyrir mig og þá ófædda dóttur mína, sem þú talaðir alltaf um sem barn- ið okkar. Laugardagsmorgun 5. júli átti ég iitla stúlku sem var strax nefnd í höfuðið á þér, Svava Steinunn. Á svona stundum streyma margar minningar. Við áttum margar góðar saman og efst í huga er þó sérstak- lega ein þó að þær séu margar. Það var þegar þú söngst lagið Donna úr myndinni Labamba með kveðju + Þökkum innilega samúð og vinarkveðju við andlát og útför EBBA JENS GUÐNASONAR, Kópavogsbraut 1A. Guðbjörg Helga Sigurbjörnsdóttir, Lind Ebbadóttir, Jón Ólafsson, Sigurveig Ebbadóttir, Haraldur Hansson, Gerður Ebbadóttir, Benedikt Ó. Sveinsson, barnabörn og fjölskyldur þeirra. ) + innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, DAGMAR SVEINSDÓTTUR. Sveinn Jónsson, Árný J. Guðjohnsen, Ragnheiður Jónsdóttir, Gylfi Már Jónsson, Árni Jónsson, Ingibjörg Jóhannesdóttir, Stefán Guðjohnsen, Guðjón Eiríksson, Sigrún Hrafnsdóttir, Steinunn Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. MINNINGAR ÞÓRARINN ÁRNASON fékkst það hlutverk að vera fyrir- mynd okkar á yngri árum og búum við ætíð vel að því. Þú komst allt- af til dyranna eins og þú varst klædd. Það var ósjaldan sem við hringdum og spjölluðum saman um daginn og veginn eða til að leita ráða. Alltaf varst það þú sem hlust- aðir og gafst okkur góðu ráðin. Móttökurnar sem við fengum er við heimsóttum ykkur fjölskylduna að Miðtúni 11 á Höfn var okkur alltaf tilhlökkun. Við vissum að okkar biðu alltaf góðar kræsingar og ekki spilltu fyrir þínar gómsætu marenstertur sem var fastur eftir- réttur. Elsku systir, allar þær góðu minningar sem við eigum um þig geymum við í hjörtum okkar. Um leið og við viljum þakka þér fyrir allt, biðjum við góðan Guð að geyma þig og varðveita. Þú fagra fljóð sem varst svo góð en féllst í lífsins voða sýki. Það er mín trú að ég og þú saman endum í himnaríki. (Hreinn Ólafsson). Þínar systur, Jóna, Anna og fjölskyldur. til mín í hermikeppni sem haldin var á vegum skólans þegar við vor- um 10 eða 11 ára að mig minnir. Ég vil þakka þér fyrir allar þær stundir og alla þá vináttu sem þú gafst mér og þá sérstaklega eftir að ég varð ófrísk. Þá stóð ég mikið ein, en þú varst ávallt til staðar og stóðst eins og klettur við hlið mér, og þú ætlaðir að gera svo margt fyrir mig, hjálpa mér með bamið sem ég veit að þú gerir nú. Þú varst alltaf að bjóðast til alls: „Hvað sem er, Sigurbjörg mín, kallaðu þá bara.“ Elsku Daddý og Kári, Páll og Ósk, og fjölskyldur, megi Guð vernda ykkur og styrkja í þessari sorg. Einnig vil ég biðja Guð um að vernda og styrkja bróður minn í þessari sorg og þessu tómarúmi sem er hjá honum nú, eftir að hann missti og kvaddi góðan vin í hinsta sinn. Ég kveð þig að sinni, þín vinkona og þín nafna, Sigurbjörg og Svava Steinunn. + Þórarinn Árnason fæddist á Raufarhöfn 6. mars 1929. Hann lést á Landspitalanum 13. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 21. júlí. Það var á sunnudaginn sem mamma hringdi og sagði nú væri komið að því að þú myndir kveðja þennan heim. Fyrst þá hugsaði ég með mér, ég er nú búinn að heyra þennan nokkuð oft áður, oft hef ég haldið að þú værir að kveðja þenn- an heim, en alltaf hefur þú staðið upp aftur. En núna fékkstu að fara og ég veit að þú ert hvíldinni feginn því þú hefur staðið stórorustu í nær ellefu ár með nokkrum hléum á milli en síðustu tvö árin hafa verið þér mjög erfið. Ég man svo vel hvað þú varst mér mikill vinur þegar ég var sták- ur enda vildi ég helst hvergi annars staðar vera heldur en hjá ykkur Öldu. Enda var dekrað við mann eins og við „Dior“. Fræg er jarðar- beijadósin sem þú opnaðir einu sinni þegar ég kom í heimsókn. Bryndís heitin komst aldrei yfir að þú skyldir opna heila dós bara af því mig langaði í jarðarber. Matur var alltaf stór þáttur í lífi þínu og hádegismaturinn á laugar- dögum klikkaði ekki, kinnar og gijónagrautur. Enn í dag er þetta eitthvað það besta sem ég fæ. Ógleymanleg eru jólin þegar þú gafst mér þennan líka risastóra „Actionman“-skriðdreka, sem var mér merkilegri en allar jólagjafir þau jólin. Ég man hvað mér fannst mikið til þess koma þegar þú komst á völlinn til að sjá mig spila knatt- spyrnu og hvað ég reyndi árangurs- laust að koma þér á gönguskíði. Ég gaf þér jólagjafir í nokkur ár sem tengdust gönguskíðum en allt kom fyrir ekki. Ég lofaði sem polli eitthvert skiptið þegar ég var með munnræpu að þið Alda mættuð sko búa hjá mér þegar þið yrðuð gömul eins og Áslaug amma heitin. Þetta gripuð þið Alda á lofti og minntuð þið mig reglulega á þetta í mörg ár á eftir, að það yrði erfitt fyrir mig að finna eiginkonu þar sem ég væri búinn að lofa að hafa ykkur hjá mér í ellinni því eiginkonan vildi örugg- lega ekkert með ykkur hafa. Mér er ógleymanlegur þessi gríðarlegi húmor sem einkenndi ykkúr Öldu. Jólaboðin sem voru haldin hjá ykk- ur, stundum reyndar ekki fyrr en í febrúar, voru miklar stórveislur þar sem voru sagðar sögur og mik- ið sungið. Ég veit það hafa verið miklir fagnaðarfundir þegar þú hittir Bryndísi þína aftur enda var það þér mjög erfitt að missa hana. Elsku Doddi minn, nú þegar þú ert farinn á æðri staði langar mig til að þakka þér fyrir allar samveru- stundirnar sem hefðu mátt vera miklu fleiri síðustu árin þín. Elsku Alda, Auður og fjölskylda, megi góður guð styrkja ykkur á þessum erfiða tíma. Sigurjón. Mig langar að minnast Þórarins Árnasonar eða Dodda eins og hann var jafnan kallaður. Doddi var gift- ur Óldu móðursystur minni en mjög náið samband er með fjölskyldunum sem hafa staðið þétt saman í gleði og sorg. Doddi var mjög barngóður og var ég ein af þeim sem naut góðvildar hans og síðar börnin mín. I tæp fimmtíu ár vann hann hjá Fiskifélagi íslands sem var honum mjög kær vinnustaður en oft hefði maður getað haldið að þetta væri hans eigið fyrirtæki. Svo lengi sem stætt var mætti hann í vinnuna. Aðaláhugamál hans var bóklestur og aldrei naut hann sín betur en uppí sófa með bók. Fyrir nokkrum árum þegar heilsu hans fór að hraka tók hann upp breytta lífshætti og fór að stunda gönguferðir í ná- grenni heimilis síns af miklum krafti og þótti okkur oft nóg um. Doddi var mjög hress og léttur í lund og kunni að segja skemmtilega frá og eigum við margar góðar minningar með honum. Léttleiki hans kom honum sérstaklega vel í hans langa veikindastríði. Doddi minn, nú er hetjulegri bar- áttu þinni lokið og söknuður okkar er mikill en ég veit að núna líður þér vel og að þú hefur fengið góðar móttökur. Bestu kveðjur frá Árna sem gat ekki fylgt þér vegna vinnu sinnar á Grænlandi. Elsku Alda, Auður og fjölskylda. Við óskum ykkur guðs blessunar. Áslaug Sigurðardóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, teng- daföður, afa og langafa, SIGURÐARJÓNSSONAR frá Skálanesi, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmunda Vigdís Jack, Arnfinnur I. Sigurðsson, Kjartan Trausti Sigurðsson. + Innilegar þakkir færum við öllu þeim er 'sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför, HELGU HELGADÓTTUR, Mánagerði 7, Grindavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suðurnesja fyrir góða ummönnun og hlýlegt viðmót. Bogi G. Hallgrímsson, Alda Bogadóttir, Guðmundur Jónsson, Hallgrímur Bogason, Þórhildur Einarsdóttir, Guðfinna Bogadóttir, Einar Bjarnason, Helgi Bogason, Ella Björk Einarsdóttir, Kristrún Bogadóttir og barnabörn. Birting afmælis’ og minningar- greina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- arendurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringlunni 1, Reykja- vík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvupósti (minning- @mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréf- inu, ekki sem viðhengi. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokall- aðra ASCII-skráa sem í dag- legu tali eru nefndar DOS- textaskrár. Þá eru ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.