Morgunblaðið - 30.07.1997, Qupperneq 11
MORGUNBIAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997 11
FRETTIR
Umhverfisstefna í ríkisrekstri hefur verið samþykkt í ríkisstjórn
Dregið verði úr sóun
UMHVERFISSTEFNA í ríkis-
rekstri hefur verið samþykkt í
ríkisstjórn og felur hún meðal
annars í sér aðgerðir til að draga
úr sóun og notkun pappírs, flokk-
un á úrgangi og tilmæli um að
taka vörur með viðurkenndu
umhverfismerki fram yfir aðrar.
Að sögn Guðmundar Bjarna-
sonar umhverfisráðherra er um-
hverfisstefnunni ætlað að sýna
ákveðið fordæmi en mikilvægt sé
að almenningur fylgi á eftir og
sýni umhverfínu tilhlýðilega virð-
ingu.
Gefinn hefur verið út bækling-
ur, sem dreift verður til allra rík-
isstofnana, þar sem lýst er mark-
miðum og leiðum til að ná ár-
angri. Sagði ráðherra að ætlast
væri til að allar ríkisstofnanir
tækju þátt í verkefninu og að
gert væri ráð fyrir að einn starfs-
maður á hverri stofnun yrði feng-
inn til að bera ábyrgð á fram-
kvæmdinni þannig að hægt yrði
að fylgjast með framkvæmdinni
og meta árangurinn eftir tvö ár.
„Við teljum mikilvægt að hægt
verði að meta fjárhagslegan
ávinning og eins hvað breytist
hjá viðkomandi stofnun eða ráðu-
neyti með því til dæmis að draga
úr pappírsnotkun," sagði hann.
„Það er gríðarlegt magn af papp-
ír sem hér fer í gegn um ríkis-
stofnanir en talið er að á 320 rík-
isstofnunum séu notuð um 10
milljón ljósritunarblöð.“
í bæklingnum er meðal annars
vakin athygli á að við innkaup á
vöru sé athugað hvort hún sé
merkt með viðurkenndu um-
hverfismerki, svo sem merki
Evrópusambandsins eða nor-
ræna umhverfismerkinu eða
uppfylli þær kröfur sem þar eru
gerðar. Bent er á að forðast beri
þær vörur sem innihalda lífræn
leysiefni, þar sem þau séu skað-
leg umhverfinu og heilsu manna
en slík efni er að finna í lími,
leiðréttingarlakki og tússi. Eins
beri að forðast efni sem innihalda
PVC-plast og nota þess í stað
sambærilega vöru úr pappa eða
öðrum gerðum af plasti. Æski-
legt er að nota fjölnota vöru
fremur en einnota, þar sem hægt
er að koma því við.
Doktor í
hjúkrunar-
fræði
• ERLA Kolbrún Svavarsdóttir
varði doktorsritgerð sína í hjúkrun-
arfræði við háskólann í Wisconsin-
Madison, Bandaríkjunum, 6. maí síð-
astliðinn. Ritgerð-
in fjallar um að-
lögun fjölskyldna
sem eiga ungt
barn með lang-
varandi asma.
Aðalrannsóknar-
leiðbeinandi Erlu
Kolbrúnar var
prófessor Marilyn
McCubbin en aðr-
ir prófessorar í
umsjónarnefnd-
inni voru dr. David Reiley, dr. Debra
Vandell, dr. Patrecia Becker og dr.
Karen Pridham.
Mikilvægi þessarar rannsóknar er
fólgin í þeirri áherslu sem lögð er á
fjölskylduna sem heild þegar fjöl-
skyldur eru að aðlagast því að einn
Qölskyldumeðlimur er með langvar-
andi sjúkdóm. Tilgangur rannsókn-
arinnar var að skoða almennt álag
innan fjölskyldna, umönnunarálag
og samband milli fjölskylduálags,
umönnunarálags og vellíðan for-
eldra, skynjunar foreldra á heilsu
barnsins, tíðni lyfjanotkunar og
sjúkrahúsinnlagnar barnsins og að-
lögun fjölskyldunnar í heild. Einnig
voru rannsökuð viðnámsáhrif af
seiglu fjölskyldunnar og innri styrk
og bjargráði foreldra á sambandið
milli álagsþáttanna og allra útkomu-
þáttanna. Sjötíu og sex bandarískar
fjölskyldur, sem áttu barn fimma
ára eða yngra með asma, tóku þátt
í rannsókninni.
Helstu niðurstöður rannsóknar-
innar eru þær að hæsta tíðni fjöl-
skylduálags var tengd innbyrðis erf-
iðleikum í ljölskyldunni, fjárhagserf-
iðleikum og erfiðleikum í tengslum
við atvinnu og fjölskyldulíf. Báðir
foreldrar sögðust eyða mestum tíma
sínum í að gefa barni sínu andlegan
stuðning, stuðning í tengslum við
vöxt og þroska barnsins og að með-
höndla hegðunarvandamál hjá barn-
inu. Erfiðasti umönnunarþátturinn
hjá feðrum og sá næst erfiðasti hjá
mæðrum var að meðhöndla asmak-
ast hjá barninu. Erfiðast fyrir mæð-
ur var að sinna eigin þörfum á sama
tíma og þær voru að sinna þörfum
barnsins.
Foreldrar, sem áttu börn sem
þörfnuðust meiri umönnunar tengda
einkennum asmans, notuðu asma og
steralyf oftar og þörfnuðust þess að
barnið yrði lagt oftar inn á sjúkra-
hús. Þessir foreldrar upplifðu einnig
meira álag innan fjölskyldunnar,
höfðu færri bjargráð við streitu og
upplifðu verri heilsu hjá barninu.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu
einnig fram á að foreldrum sem
höfðu hærri innri styrk, fleiri bjarg-
ráð og meiri seiglu innan fjölskyld-
unnar leið almennt betur en foreldr-
um sem höfðu fá bjargráð, lágan
innri styrk og lága seiglu innan fjöl-
skyldunnar.
Erla Kolbrún hefur hlotið ýmsa
styrki til náms og rannsókna. Hún
var kjörin meðlimur í heiðursfélagi
hjúkrunarfræðinga við háskólann í
Wisconsin-Madison, Bandaríkjunum.
Erla Kolbrún Svavarsdóttir er
fædd 30. apríl 1961. Hún lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum á
Egilsstöðum árið 1979. Að loknu
BS-námi í hjúkrunarfræði við Há-
skóla íslands árið 1987 hóf hún nám
í kennslu og uppeldisfræði við Há-
skóla Islands og lauk kennslurétt-
indanámi frá Háskólanum vorið
1988. Eftir að hafa starfað við
hjúkrun og stundakennslu við
námsbraut í hjúkrunarfræði um
nokkurra missera skeið hóf Erla
Kolbrún meistaranám í hjúkrunar-
fræði við háskólann í Wisconsin-
Madison og lauk MS-gráðu í hjúkr-
unarfræði frá þeim skóla árið 1993.
Erla Kolbrún er gift Gunnari Sva-
varssyni, umhverfis- og byggingar-
verkfræðingi, og eiga þau tvö börn,
Guðrúnu Mist og Melkorku. Foreldr-
ar Erlu Kolbrúnar eru Kristbjörg
Sigurbjörnsdóttir, fulltrúi á hjúkrun-
arheimilinu Eir, og Svavar Stefáns-
son, fyrrverandi mjólkursamlags-
stjóri á Egilsstöðum. Erla Kolbrún
er lektor í hjúkrunarfræði við Há-
skóla íslands.
Erla Kolbrún
Svavarsdóttir
Minnismerki um
Lúðvík Jósepsson
MARGRÉT Frímannsdóttir, formað-
ur Alþýðubandalagsins, vígir minnis-
merki í Neskaupstað í dag, miðviku-
dag, kl. 17 um Lúðvík Jósepsson,
fyrrverandi ráðherra og formann Al-
þýðubandalagsins. Á plötu á verkinu,
sem er höggmynd eftir Helga Gísla-
son, er þriggja helstu samstarfs-
manna Lúðvíks i Neskaupstað
minnst. Minnismerkinu hefur verið
valinn staður á fæðingarstað Lúðvíks
í Víkinni í Neskaupstað.
Lúðvík var fyrst kjörinn á þing
árið 1942 og gegndi þingmennsku
fram til ársins 1979, eða alls í 37
ár. Hann var sjávarútvegs- og við-
skiptaráðherra á árunum 1956-1958
og gegndi sömu ráðherraembættum
á árunum 1971-1974. Á þeim árum
þótti Lúðvík harður í horn að taka í
landhelgisdeilum við Breta og Þjóð-
veija og ávann sér virðingu þjóðar-
innar fyrir festu sína í þeim málum.
Lúðvík gegndi Ijölmörgum tnin-
aðarstörfum fyrir Alþýðubandalagið
og fyrir bæjarfélag sitt í Neskaup-
stað. Hann átti sæti í bæjarstjórn
Neskaupstaðar frá 1938 til 1970 og
var um tíma forseti bæjarstjórnar.
Árið 1977 var mjög hart lagt að Lúð-
vík að bjóða sig fram til formennsku
í Alþýðubandalaginu, sem hann
gegndi síðan með sóma til haustsins
1980, en hann lét af þingmennsku
árið 1979. Hann sat í bankaráði
Landsbankans frá árinu 1980 til ævi-
loka, en Lúðvík lést í Reykjavík 18.
nóvember 1994, áttræður að aldri.
Ríflegur afsláttur af völdum
ferðafatnaðic^ n ó ð
1 ertækif2e'f'
Utir. Orange, gult vírmitt,
F ' rautt, tóáttlfó
jkkblátt, dökkgrærrt,
jrátt, milligrátt, hvítt
Verðárðurkr. 1.990.-
STUTTBUXUR
Dtrúlegt úrval - Margir litir og
gerðir Verð áður kr. 2.490.-.
HLÝRABOLIR
Margir litir og stærðir
Verðáðurkr. 1.990.-
Margir litir og stærðir
Verð áður kr. 2.390.-
BARNA STUTTBUXUR
Verðáðurkr. 1.965.
^•Columbia
V Sportswear Company0
REGNGFÚT KRAKKAREGNFÚT
Stærðir S,M,L,XL,XXL Stærðin Ca. 3-12 ára
bn Guit, blátt, dökkblátt, grænt Libr Gult, rautt, grænt, blátt
Verð áður kr. 6.900.- verð áður kr. 4.800,-
HETTUPEYSA
Stærðir. M,L,XL,XXL
Litir: Milligrátt, dökkblátt,
Ijósgrátt, dökkgænt
Verð áður kr. 4.800.
Stærðir S,M,L,XL,XXL
Litir Milligrátt, dökkblátt.ljósgrátt,
dökkgrænt, rautt
Verð áður kr. 3.600,-
SUNDFÖT í
MIKLU ÚRVALI
SUNDBUXUR
Verð áður kr. 2.300
Verð nú kr. 1.990-
Verð stgr. kr. 149(
SUNDBOLUR
Verðáðurkr. 2.990
Verð nú kr. 2.400.-
Verðstgr.kr. 2.280.
20% afsláttuimf öllum
og fulloröins.
tundföt
Rrussell
1ATHLETIC
AUTHENTIC AMERICAN SPORTS