Morgunblaðið - 30.07.1997, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 30.07.1997, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTA97 SUMAR AKUREYRI Skapandi skrif BJÖRG Arnadóttir, blaðamaður og kennari, er aðaileiðbeinandi á nám- skeiðinu Skapandi skrif, sem efnt verður til í Deiglunni á Akureyri um verslunarmannahelgina. Björg hefur hefur um árabil kennt fólki að ná betri tökum á skrifum sínum. Námskeiðið er tilvalið fyrir þá sem skrifa fyrir skúffuna, eða þá sem langar að skrifa en þora ekki og líka þá sem bæði þora og geta en vilja gjarnan bæta sig. Námskeiðið stendur yfir um verslunarmannahelgina, er tuttugu tíma langt og hefst kl. 20. næst- komandi föstudagskvöld, 1. ágúst. Þórarinn Eldjárn heimsækir nám- skeiðið og spjallar við þátttakendur um listina að skrifa. Námskeiðs- gjald er 4.000 krónur. Takmarkað- ur fjöldi kemst að, en skráning stendur yfir hjá Gilfélaginu í Deigl- unni. ----» ------ Ferðir milli tjaldstæða STRÆTISVAGNAR Akureyrar verða með sérstakt leiðakerfi í gangi um næstu helgi, verslunar- mannahelgina. Vagnar ganga milli tjaldstæðanna í Kjarnaskógi, á íþróttasvæði KA og Þórs og til mið- bæjarins. Vagn ekur á klukkustundarfresti frá kl. 10 að morgni til kl. 5 að morgni frá föstudegi til sunnudags. Vagninn fer frá Ráðhústorgi tíu mínútum fyrir heilan tíma og er í Kjarnaskógi á heila tímanum, fimmtán mínútum síðar er hann aftur á Ráðhústorgi. A KA-svæðinu verður vagninn 22 mínútur yfir heilan tíma og 35 mínútur yfir á íþróttasvæði Þórs. Eftir kl. 22 verða ferðir á hálf- tímafresti fram til kl. 5 að morgni. Upplýsingum um ferðir vagnanna verður komið upp í biðskýli við Ráðhústorg. ----» ♦ ♦--- Siggi Illuga í Selinu TRÚBADORINN Siggi Illuga held- ur uppi fjörinu í Selinu í Mývatns- sveit um komandi helgi, en hann leikur þar bæði á laugardags- og sunnudagskvöld. Einbýlishús Þórshöfn Einbýlishúsið á Vesturgötu 11, Þórshöfn, er til sölu. Stærð um 110 fm. Bílskúr 21 fm. Byggt árið 1955. Verð 3,5 millj. Fasteigna- og skipasala Norðurlands, Akureyri, sími 461 1500. AKUREYRI Morgunblaðið/Bjöm Gíslason ÁRNI Steinar Jóhannsson umhverfisstjóri og Kara Guðrún Melsteð í framkvæmdanefnd hátíðarinn- ar Halló Akureyri afhentu Vigni Þormóðssyni, eiganda Kaffi Kversins, kúst og ruslapoka sem væntanlega koma sér vel við hreinsun um verslunarmannahelgina. Umhverfisátak í miðbæ Akureyrar Kústum og ruslapok- um dreift í fyrirtæki UMHVERFISDEILD Akureyrar- bæjar og framkvæmdanefnd um flölskylduhátíðina Halló Akureyri hafa hrint af stað hvatningarátaki sem beint er að eigendum fyrir- tækja, verslana og matsölustaða í miðbæ Akureyrar, en það miðar að því að halda miðbænum sem snyrtilegustum um verslunar- mannahelgina og um ókomna tíð. Árni Steinar Jóhannsson um- hverfisstjóri sagði að eigendum þeirra verslana, fyrirtækja og matsölustaða sem taka þátt í Halló Akureyri yrði á næstu dög- um afhentur heilmikill kústur og rúlla með ruslapokum. „Með þessu framtaki vonum við að hugarfars- breyting fylgi í kjölfarið, að fólk hreinsi ekki aðeins til innandyra heldur líka sitt nánasta umhverfi. Með samstilltu átaki getum við lyft grettistaki og við stefnum að því að ástand mála í miðbænum komist í betra horf,“ sagði Arni Steinar. Alls verður um 30 strákústum dreift á miðbæjarsvæðinu, en það er Olís sem gefur þá og jafnmörg- um rúllum af ruslapokum sem Akoplast gefur. Einnig verður þessum nauðsynjahlutum dreift á tjaldstæði í bænum. Og að sjálf- sögðu verður fólk hvatt til að nota þessa hluti óspart. Gallerí Allra- Handa hættir GALLERÍ AllraHanda í Gróf- argili hættir starfsemi í lok vikunnar, föstudaginn 31. júlí næstkomandi. Þórey Eyþórsdóttir hefur rekið galleríið í rúman ára- tug, fyrst í Brekkugötu 5 og svo í mjólkursamlagshúsinu í Grófargili síðustu ár og hefur hún á þeim tíma annast sölu listmuna fyrir fjölda lista- manna. Þá sagðist Þórey einnig hafa notið ánægju- legra samskipta við mikinn fjölda listunnenda og við- skiptavina sem lagt hafa leið sína í Gallerí AllraHanda til að kynna sér verk listamanna eða festa kaup á listmunum. Flyst af landi brott Þórey segist hafa haft mikla ánægju af þeim mann- legu samskiptum sem starf- inu fylgja. Nú hafi hún hins vegar ákveðið að breyta til og mun flytjast til útlanda í haust. Hún mun því hætta að annast miðlun listar og sölu listmuna hér á landi og lætur af störfum í Gallerí Allra Handa næstkomandi föstudag, 31 .júlín. Vildi Þórey á þessum tíma- mótum þakka þeim Ijölmörgu sem hún hefur átt samskipti við, listafólki, áhugafólki um myndlist og listmuni og við- skiptavinum sínum ánægju- leg samskipti á liðnum árum. Morgunblaðið/Guðmundur Þór Neyðarskýli Björgunarsveitin Tindur í Ólafs- firði setti upp nýtt slysavarna- skýli í Hvanndölum á mánudag, og kemur það í stað eldra skýlis sem sett var þarna fyrir 50 árum. Skýlið var flutt með Chinnook- þyrlu bandariska hersin sem er hér á landi í tilefni af heræfing- unni Samverði 97. Björgunar- sveitarmenn hafa að undanförnu unnið að smíði neyðarskýlisins. í Hvanndali Þyrlan sinnti fleiri verkefn- um I Eyjafirði, flutti m.a. leifar af brú sem félagsmenn í Ferð- afélagi Akureyrar höfðu smíð- að og sett yfir Glerá skammt frá Lamba, einum skála félag- ins. Brúin eyðilagðist vegna snjóþynglsa og var búið að taka brotin saman í búnt sem þyrlan flutti á öskuhauga ofan Akur- eyrar. Morgunblaðið/Benjamín Riðið til messu að Grund Eyjafjarðarsveit. Morgunblaðið. HESTAMANNAFÉLAGIÐ Funi í Eyjafirði gengst árlega fyrir svokallaðri messureið, en þá taka hestamenn úr félaginu sig saman og ríða til messu. Sex kirkjur eru á félagssvæðinu, í Kaupangi, Munkaþverá, Möðru- völlum, Hólum, Saurbæ og á Grund, en þar var rnessað að þessu sinni. Sóknarpresturinn séra Hannes Örn Blandon préd- ikaði. Hestamenn sungu sjálfir sálmana við undirleik Þórdísar Karlsdóttur. Að lokinni kaffidrykkju stilltu hestamenn sér upp við Grundarkirkju áður en haldið var heim á leið. Húsdýrag’arður í Blómavali BLÓMAVAL mun gera Akureyring- um og gestum þeirra glaðan dag um komandi verslunarmannahelgi. Settur verður upp húsdýragarður við blómaskálann þar sem börn á öllum aldri geta litið fiest þau hús- dýr sem til eru í sveitum landsins. Fréttaljósmyndasýningin „Mað- urinn í náttúrunni", farandsýning Okkar manna, félags fréttaritara Morgunblaðsins, verður í Blómavali um helgina. Djassleikararnir Stefán Ingólfs- son, kontrabassa, og Ómar Einars- son, gítar, munu halda uppi ljúfn stemmningu í Café Turninum á kvöldin. Þar getur fjölskyldan notið veitinga í notalegu umhverfi gróð- urs og útsýnis yfir Pollinn og Vaðla- heiðina. Ymis tilboð verða í gangi fyrir utan hefðbundinn matseðil hússins. Café Turninn í Blómavali er op- inn frá kl. 10 til 23.30. H l ú c c í i I í A A í < < ( I i < i i i l 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.