Morgunblaðið - 30.07.1997, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
VIÐSKIPTI
Veiðisvæði
hreindýra
Voónafjörður
S§@isfjörður
„Neskaup
•tfstaður
Fáskrúðsfjörður
Djúpivogur
Hreindýraráð
hefur skipt
veiðiheimildum
Vaðbrekka, Jökuldal. - Hreindýra-
ráð hefur gefið út reglur um skipt-
ingu hreindýraveiðikvóta til sveitar-
félaganna. Sveitarfélögunum er
skipt niður í níu veiðisvæði sem af-
markast af hegðunarmunstri hrein-
dýranna gegnum árin.
Á tveimur af níu veiðisvæðum,
svæðum eitt og fjögur, eru hreindýr
friðuð vegna þess að mjög lítið hefur
verið þar af hreindýrum undanfarin
ár og þessari friðun er ætlað að
skapa þar skilyrði til landnáms
hreindýra að nýju á þessum svæðum.
Skipting veiðiheimildanna er
þannig eftir veiðisvæðum og sveit-
arfélögum.
SVÆÐI 1.
Þar eru öll hreindýr friðuð og því
er ekki úthlutað veiðiheimildum á
svæði 1.
Skeggjastaðahreppur. 0
Vopnafjarðarhreppur. 0
Hlíðarhreppur. 0
Jökuldalshreppur norðan
Jökulsár á Brú. 0
SVÆÐI 2.
Jökuldalshreppur austan
Jökulsár á Brú 37 veiðileyfi.
Fljótsdalshreppur 39 veiðileyfi.
Fellahreppur 14 veiðileyfi.
Tunguhreppur 10 veiðileyfi.
Skriðalshreppur vestan
Grímsár 3 veiðileyfi.
Vallahreppur vestan
Grímsár 6 veiðileyfí.
Alls á svæði 2 109 veiðileyfi.
SVÆÐI 3.
Hjaltastaðahreppur 9 veiðileyfi.
Borgarfjarðarhreppur
34 veiðileyfi.
Eiðahreppur 5 veiðileyfi.
Alls á svæði 3 48 veiðileyfi.
SVÆÐI 4.
Þar eru öll hreindýr friðuð og ekki
úthlutað veiðiheimildum á svæði 4.
Seyðisfjarðarkaupstaður 0.
Mjóafjarðarhreppur 0.
Egilsstaðabær 0.
Vallahreppur austan Grímsár 0.
Reyðarfjarðarhreppur 0.
SVÆÐI 5.
Neskaupstaður 14 veiðileyfi.
Eskifjarðarbær 14 veiðileyfi.
Alls á svæði 5 28 veiðileyfi.
SVÆÐI 6.
Skriðalshreppur austan
Grímsár 14 veiðileyfi.
Breiðdalshreppur 24 veiðileyfi.
Alls á svæði 6 38 veiðileyfi.
SVÆÐI 7.
Djúpavogshreppur 33 veiðileyfi.
Alls á svæði 7 33 veiðileyfi.
SVÆÐI 8.
Bæjarhreppur 16 veiðileyfi.
Hornaíjarðarbær austan
Hornafjarðarfljóts 2 veiðileyfi.
Alls á svæði 8 18 veiðileyfi.
SVÆÐI 9.
Hornafjarðarbær vestan
Hornáfjarðarfljóts 15 veiðileyfi.
Borgarhafnarhreppur 8 veiðileyfi.
Alls á svæði 9 23 veiðileyfi.
Samtals öll veiði 297 veiðileyfi.
Veiðileyfunum er skipt nánast
jafnt milli veiðileyfa á tarfa og kýr,
alls er leyfð veiði á 141 tarfi og 156
kúm, jafnframt skulu þeir kálfar sem
fylgja kúm felldir alla jafnan. Veiði-
tíminn hefst 1. ágúst og lýkur 15.
september, þó er heimilt að fella
tarfa frá 20. júlí ef tryggt er að það
raski ekki ró kúa og kálfa. Einnig
eru óheimilar veiðar á svæðinu vest-
an Snæfells fyrir 15. ágúst.
Ný blóma-
og gjafa-
vöruverslun
Húsavík - Ný blóma- og gjafa-
vöruverslun var opnuð nýlega á
Húsavík, á Garðarsbraut 5, þar
sem áður var Blómabúðin Björk,
sem hætti rekstri síðastliðið vor.
Nýju verslunina á og rekur Lilja
Skarphéðinsdóttir.
Morgunblaðið/Silli
LILJA Skarphéðinsdóttir í
hinni nýju blóma- og gjafa-
vöruverslun sinni.
Fjölmörg útgáfufyrirtæki í samvinnu undir
„regnhlíf“ Frjálsrar fjölmiðlunar hf.
Hagræðing með sam-
starfi fyrirtækja
F R J A L S
FJÖLMIÐLUN
Vísir-Nýmiðlun
100%
Útgáfuf. Úrval
100% —
Eifnarhluti
Frjálsrar
fjölmiölunar
Alþýðublaðsútgáfan 80% ísafoldarprentsmiðja 65%
Dagsprent Markhúsið Veitan
49,9% 34% 33%
Skíma Framtíðarsýn Nota Bene
25% 20% 11%
FRJÁLS Fjölmiðlun hf. hefur á
undanförnum misserum fjárfest eða
efnt til samstarfs við fjölmörg fyrir-
tæki í útgáfu- og upplýsingaiðnaði
og myndað eins konar regnhlíf fyr-
irtækja í þeirri grein. Nú síðast
keypti fyrirtækið þriðjung hlutafjár
í markaðsfyrirtækinu Markhúsinu
ehf. en það sérhæfir sig í beinni
markaðssókn og þá aðallega síma-
sölu. .
Markhúsið ehf. ræður yfir 40
síma tölvuvæddri starfstöð, sem
hægt er að nota til að hringja í
viðskiptavini eða taka á móti sím-
tölum. Þá hefur fyrirtækið á að
skipa gagnagrunni, sem viðskipta-
vinir velja markhópa sína úr.
Útgáfa DV er stærsta einstaka
verkefni Frjálsrar fjölmiðlunar hf.
en að undanförnu hefur fyrirtækið
aukið umsvif sín verulega í annarri
útgáfu. Hefur Ftjáls fjölmiðlun m.a.
keypt hlut í ýmsum fyrirtækjum og
þannig myndað eins konar regnhlíf
fyrirtækja í upplýsingaiðnaði. ísa-
foldarprentsmiðja er stærsta dótt-
urfyrirtæki Fijálsrar fjölmiðlunar
en í henni á fyrirtækið 65% hlut.
Nýlega keypti Fijáls fjölmiðlun 25%
hlutafjár í tölvupóst- og alnetsfyrir-
tækinu Skímu og 11% hlut í auglýs-
ingafyrirtækinu Nota bene, sem
sérhæfir sig í skiltagerð og svo-
nefndum umhverfisauglýsingum.
FF á einnig þriðjungshlut_ í Veit-
unni hf. á móti Miðlun og íslenska
útvarpsfélaginu hf. en hún er með
símaþjónustu gegn gjaldi eða svo-
kallaða símatorgsþjónustu.
Fijáls fjölmiðlun á 49,9% hlut í
Dagsprenti hf., sem gefur út dag-
blaðið Dag-Tímann, 80% hlut í AI-
þýðublaðsútgáfunni hf., sem gefur
út Alþýðublaðið. Eins og kunnugt
er standa nú yfir samningaviðræður
milli Dagsprents, Alþýðuflokksins
og Alþýðubandalagsins um hugsan-
legt samstarf, sem fæli í sér að
Alþýðublaðið og Vikublaðið hættu
að koma út en útgáfa Dags-Tímans
styrkt. Nú þegar hafa Víkurblaðið
á Húsavík og Skagablaðið á Akra-
nesi hætt útgáfu og gengið til sam-
starfs við Dag-Tímann.
Fijáls fjölmiðlun á einnig 20%
hlut í Framtíðarsýn, sem gefur út
Viðskiptablaðið og starfrækir auk
þess bókaklúbb og upplýsingaþjón-
ustu fyrir viðskiptalífið. Þá eru
ýmis smáfyrirtæki í eigu Fijálsrar
fjölmiðlunar sem annast sérhæfða
útgáfu eða sinna margvíslegri þjón-
ustu við „regnhlífarfyrirtækin".
Meðal þeirra má nefna Útgáfufé-
lagið Úrval, sem gefur út tímaritið
Úrval og Úrvalsbækur og þróunar-
fyrirtækið Vísi-nýmiðlun en það
vinnur að margmiðlun.
Eyjólfur Sveinsson, fram-
kvæmdastjóri Fijálsrar fjölmiðlun-
ar, segir að margvíslegt hagræði
sé fólgið í því að íjárfesta í öðrum
fyrirtækjum í svipaðri starfsemi eða
efna til samstarfs við þau með öðr-
um hætti. „Með því eflum við sam-
starf á milli fyrirtækjanna og þann-
ig styrkja þau hvert annað og
mynda eins konar regnhlíf. Frjáls
fjölmiðlun á minnihluta í flestum
þessara fyrirtækja en býður þeim
margvíslega þjónustu, t.d. húsnæði,
prentun, tölvuvinnslu og ljósmynd-
un svo eitthvað sé nefnt. Með slíkri
samvinnu nýtast fjárfestingar
Fijálsrar fjölmiðlunar betur en ef
fyrirtækið gæfi einungis út eitt
dagblað eins og það gerði í eina tíð
og hin regnhlífarfyrirtækin spara
sér að þurfa sjálf að ráðast í þessar
fjárfestingar."
LVMH villslaka á
en bréf lækka í verði
París. Reuter.
FRANSKA lúxusvörufyrirtækið
LVMH hefur gefið til kynna að það
kunni að sætta sig við aðeins 25%
í drykkjarvörufyrirtæki, sem það
vill koma á fót ásamt Guinness og
Grand Metropolitan.
Sáttfúsari afstaða franska aðil-
ans kom fram í dagblaði, sem
stjórnarformaður LVMH, Bernard
Amault, hefur bæði tögl og hagldir
í. Sérfræðingar telja að vegna
breyttrar afstöðu LVMH séu samn-
ingaumleitanir á byijunarstigi.
Verð hlutabréfa í LVMH lækk-
uðu hins vegar um rúmlega 3%, því
að fjárfestar telja að brezku fyrir-
tækin muni ekki samþykkja tillögu
franska fyrirtækisins.
Stærsta áfengis-
fyrirtæki heims
Guinness og Grand Met vilja
sameinast í GMG Brands PLC, sem
verður stærsta áfengisfyrirtæki
heims og mun einnig hafa umsvif
á sviðum matvæla og ölgerðar.
Bernard Arnault, sem er stærsti
hluthafinn í báðum brezku fyrir-
tækjunum, er andvígur þeim fyrir-
ætlunum og vill að fyrirtæki sitt
verði aðili að samningnum.
LVMH vill sameina Moet Henn-
essey deild sína áfengisdeildum
brezku fyrirtækjanna og að Guinn-
ess og Grand Met sameini mat-
væla- og ölgerðardeildir sínar í að-
skilið fyrirtæki. Guiness og Grand
Met lögðust gegn fyrirætluninni 25.
júlí.
Upphaflega vildi Amault 35% í
nýja fyrirtækinu og því er talað um
sáttfúsari afstöðu hans, en ýmsir
telja engar líkur á því að fyrirætlun-
in nái fram að ganga.
Tókýó. Reuter.
DÓMSTÓLL í Tókýó hefur dæmt
einn helzta banka Japana, Dai-Ichi
Kangyo Bank Ltd (DKB), í 500.000
jena eða 4,273 dollara sekt fyrir
að fela lán til fjárkúgara og er
þetta fyrsti dómur af þessu tagi í
Japan.
Dómstóllinn gekk að kröfu sækj-
enda um sektarupphæðina — hina
hæstu sem leyfileg er í málum sem
þessum.
Fjárkúgara mútað
Innan skamms er búizt við að
skýrt verði frá sektum, sem yfirvöld
muni ákveða að DKB og verðbréfa-
fyrirtækið Nomura Securities Co
Afstaða Arnaults er sögð hafa
veikzt síðan brezku fyrirtækin höfn-
uðu tilboði hans. Að minnsta kosti
75% hluthafa Grand Met verða að
samþykkja samkomulagið.
Arnault hefur reynt að koma sér
upp öflugum minnihluta og varið
12 milljörðum franka til að kaupa
11,06% í Grand Met.
Ltd verði að greiða vegna hneykslis
þess þegar þau mútuðu einum svo-
kallaðra sokaiya fjárkúgara, sem
kúga fé út úr fyrirtækjum.
Pjárkúgararnir kaupa venjulega
hlutabréf í fyrirtækjum og reyna
að kúga út úr þeim fé með hótunum
um að afhjúpa vafasama viðskipta-
hætti. Stundum nota fyrirtæki þá
til að þagga niður í hluthöfum sem
bera fram lögmætar fyrirspurnir á
ársfundum.
Bannað hefur verið með lögum
að múta sokaiya fjárkúgurum síðan
1983, en mörgum japönskum fyrir-
tækjum hefur reynzt erfitt að slíta
tengslin við undirheimana.
Japanskur banki sekt-
aður í hneykslismáli
i
i
í
i
I
I
l
í
I
fc
fc
I
I
fc
fc