Morgunblaðið - 30.07.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.07.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ1997 21 LISTIR Leikhúsvíma í London Það eru ekki margir íslendingar sem hafa menntað sig í sýningarstjóm, það mætti líklega telja þá á fíngrum sér. Sólveig Elín Þórhallsdóttir er að ljúka tveggja ára námi í þeim virta skóla Central School of Speach and Drama og hlakkar mikið til að hefjast handa í leikhúsunum. Sóiin skein í heiði þegar Dagur Gunnarsson hitti Sólveigu í Camden Town og þau röbbuðu saman yfír kaffíbolla. Morgunblaðið/Dagur Gunnarsson SÓLVEIG Elín Þórhallsdóttir. AÐ gerðist bara eins og svo margt annað, eitt leiðir af öðru og allt í einu er maður orðinn sýningarstjóri," segir Sól- veig Elín Þórhallsdóttir þegar hún er spurð hvers vegna hún hóf nám í sýningarstjóm. „Ég hafði mikinn áhuga á að vinna í leikhúsi og eina menntunin sem maður getur orðið sér út um á því sviði á íslandi er að verða leikari, en það er ekki fyrir alla og hreint ekki auðvelt, hafi maður áhuga á einhveiju öðru sem tengist leikhúsi þá er ekki um annað að ræða en að taka sér tak og fara utan í nám. Ég komst 5 kynni við Kristínu Hauksdóttur sýningarstjóra í Þjóð- leikhúsinu og fór þá að hugsa um þetta nám, mér leist svo ansi vel á þetta; að taka ábyrgð á leiksýn- ingum og fá að vasast í þessu öllu. Ég sótti um Central, fór i viðtal, talaði voða mikið og komst inn, það var eins gott því ég sótti ekki um neina aðra skóla, sem var nátt- úrulega full glæfralegt.“ - Ertu mjög stjórnsöm? „Já, já, örugglega, ég veit að systir mín myndi alveg taka undir það en sýningarstjórn gengur meira út á að passa að ekkert gleymist, passa aðra, hafa yfirsýn, minna á og muna eftir smáatriðum mitt í allri ringulreiðinni fyrir frum- sýningu o.s.frv." - Hvaða eiginleika telur þú að sýningarstjóri verði að hafa? „Það skaðar náttúrulega ekki að vera nákvæmur og samvisku- samur en fyrst og fremst verður maður að hafa áhuga á að vinna í leikhúsi. Það er eitthvað undur- samlegt sem gerist á frumsýningu eftir margra vikna æfíngar, stress og hlaup, þegar allt smellur sam- an. Leikaramir eru komnir í bún- ingana, ljósin og sviðsmyndin em komin upp, þá stækkar allt og maður skilur til hvers var erfiðað. Þetta er eiginlega hálfgerð „leik- húsvíma“ sem ég er að reyna að lýsa.“ Hvert var lokaverkefnið þitt? „Við settum upp Þrúgur reiðinnar eftir John Steinbeck, stór og mikil sýning, það gekk ótrúlega vel að setja hana upp. Það var mjög skemmtileg reynsla að fá að kljást við svo viða- mikla sýningu sem var jafnframt lokaverkefnið hjá öllum deildum skólans, þannig að.allir lögðust á eitt að gera þetta að glæsilegri sýningu." - Hvers vegna London? „Hér er svo löng hefð fyrir góðri leiklist og vönduðum vinnubrögð- um í faginu og skólarnir em mjög góðir þótt skólagjöldin séu náttúm- lega eftir því svimandi há.“ - Kanntu vel við þig í London? „Já, já, ég hef búið héma í tvö ár, en ég hef kannski ekki séð eins mikið af borginni og ætla mætti, því ég hef eytt nánast öllum stund- um í skólanum og baksviðs á leik- sýningum, innan skólans og utan. London er frábær, það er svo mik- ið um að vera hér og þá sérstak- lega í leiklistinni en núna er ég farin að sakna þess að geta ekki andað að mér tæm lofti og dmkk- ið bragðgott vatn eins og heima.“ - Hvert stefnirðu núna? „Það er allt opið, það eru nokkur smáverkefni í boði hér í Bretlandi en ekkert svona til lengri tíma lit- ið. Ég er í stöðugu reiptogi við sjálfa mig, annars vegar langar mig heim að reyna að fá vinnu sem er nær fjölskyldu og vinum, hins vegar langar mig líka að reyna fyrir mér hér í hinni stóm London. Ég veit ekki hvernig þetta fer. Áður en ég geri upp hug minn fer ég sem sýningarstjóri og ljósamað- ur með The Icelandic Take Away Theatre norður til Skotlands á Edinborgarhátíðina með frumsam- ið verk sem heitir Sítrónusystur." Ég þakkaði Sólveigu fyrir spjall- ið og óskaði henni góðs gengis í framtíðinni hvort sem það yrði á íslandi, Bretlandi, Mars eða ein- hvers staðar annars staðar. Alþjóðleg tónsmíðakeppni * Islendingur verðlaunaður GEIR Rafnsson slagverksleikari hlaut nýverið verðlaun í alþjóð- legri tónsmíðakeppni, sem efnt var til á vegum Percussive Arts Society, en það eru samtök slagverksleik- ara í Bandaríkj- unum. Verð- launaverk Geirs nefnist Hekla, einleiks- verk fyrir mar imbu, og lenti i öðru sæti í flokki einleiks- verka, en fimmtíu verk hvað- anæva úr heiminum voru sam- þykkt til þátttöku í þeim hluta keppninnar. „Þessi verðlaun hafa mesta þýðingu fyrir mig vegna kynn- ingarinnar. Samtök slagverks- leikara kynna verðlaunaverkin mjög vel og í Bandaríkjunum er mjög stór markaður og þá aukast einnig möguleikarnir á útgáfu verksins," sagði Geir í samtali við Morgunblaðið. Einleiksverkið Hekla verður flutt á alþjóðlegri ráðstefnu slag- verksleikara sem haldin verður á vegum Percussive Arts Society síðar á þessu ári. „Svo stefni ég að því að spila þetta sjálfur, en ég flutti verkið á lokaprófinu frá skólanum í vor.“ Geir segir um Heklu að lítið sé um eldgos í verk- inu. „Þetta er miklu fremur lýs- ing á þessu fallega fjalli og byij- aði upphaflega sem tækniæfing og svo var verkið farið að hljóma svo íslenskt og skemmtilega að ég réð ekkert við það.“ Geir Rafnsson er Akureyring- ur og hóf nám sitt hjá Roari Kvam árið 1984 í Tónlistarskóla Akureyrar. Að loknu stúdents- prófi frá MA hélt hann til náms í Reykjavík á klassískri braut við Tónlistarskóla FIH. Hann útskrif- aðist árið 1994 og hélt þá til fram- haldsnáms við Royal Northern College of Music í Englandi. Það- an lauk hann Postgraduate Diploma í slagverksleik í vor. Geir Rafnsson Bjóðum nú GSM síma á veröi sem ekki hefur þekkst hingað til... §m ^ pynO^ 1 250 9M 2 1 66 K\st; Ao \ 5 K'st- 03 k'St; tolötí^' \c\St; »itU"» , k'St; ðtlrn' 1*10 k'SV; toiðtíua* erum á íslandr Stærsta heimilis-og Mittækjaverslunarkeöia IEvrópu - ANNO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 VERIÐ VELKOMIN IVERSLUN OKKAR “ l|il: Iasc m wBTs' ■ wm •3 [8™? 1 |0_J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.