Morgunblaðið - 30.07.1997, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MAXIM Gorkí var helsti höf-
undur sósíalraunsæisins í
rússneskum bókmenntum
og líklega sá sem fann upp
þessa bókmenntastefnu
sem eins og kunnugt er
mótaðist einkum af hollustu við ráðsljórn-
arhugsjónina og rómantískum draumsjón-
um um fyrirmyndarríki sameignarinnar.
Skáldsagan Móðirin (1907) markar að
margra dómi upphaf stefnunnar, en
stefnuyfirlýsinguna flutti Gorkí á fyrsta
sovéska rithöfundaþinginu í Moskvu 1934.
Sósíalraunsæið skyldi vera fyrirmynd sov-
éthöfunda. Gorkí var fyrsti formaður Rit-
höfundasambands Sovetríkjanna.
Móðirin var fyrsta skáldsagan sem bók-
menntafélagið Mál og menning gaf út
þegar það hóf göngu fyrir sextíu árum
og hefur nú verið endurútgefin í tilefni
afmælisins og er seld á spottpris (rúmlega
500 bis. á 60 kr. í einni kilju, kom áður út
í tveimur hlutum). Með lestri bókarinnar
fá lesendur innsýn í hugarheim Gorkís og
tækifæri til að meta gildi sögunnar, þeir
geta notið frásagnargáfu höfundarins og
dæmt um hvort boðskapurinn eigi enn
rétt á sér.
Aleksej Maksimovitsj Pejkov var tvítug-
ur (1898) og undir smásjá keisara-
lögreglunnar þegar hann gaf út
smásögur sínar i einu bindi undir
duinefninu Maxim Gorkí (Gorki
þýðir beiskur). Fyrsta skáldsaga
hans kom út 1892. Gorkí samdi
skáldsögur, smásögur og leikrit,
en meðal helstu verka hans eru
minningabækurnar þijár sem
komu út á árunum 1913-1923:
Barnæska min; Hjávandalausum
og Háskólar mínir. í þessum bók-
um er lýst ævi fátæka förumanns-
ins sem þráði að menntast, en
varð með hæfileikum, sjálfsnámi
og góðum vi(ja mikilhæfur rithöf-
undur.
Kynni Gorkis af Lenín
og vinátta þeirra
gerði hann hlið-
hollan bolsévikum.
Fangelsisvist 1905
1 eftir blóðug átök i
St. Pétursborg og ofsóknir heima
fyrir urðu þess valdandi að hann
fór 1906 til Ameríku að safna i
sjóð fyrir byltinguna. Sú ferð var
viðburðarík. í ljós kom að hug-
sjónamaðurinn naut samfylgdar
annarrar konu en eiginkonunnar.
Honum var fleygt út af hótelinu
sem hann bjó á ásamt vinkonunni og
uppskar
MALSVARI
• •
OREIGANNA
í tilefni sextíu ára afmælis Máls og menningar hefur
Móðirín eftir Maxim Gorkí, fyrsta skáldsagan sem félag-
ið gaf út, veríð endurútgefin. Úrval bréfasafns ríthöfund-
aríns er einnig nýlega komið út á ensku. Jóhann Hjáim-
arsson rifjar upp feríl Gorkís og veltir því fyrír sér
hvort sósíalraunsæi Móðurínnar og annarra helstu verka
hans sé líklegt til að höfða enn til lesenda.
bijósta, mikilmannlegur á svip en ekki
fríður, augun falleg og mjög björt. Andlits-
drættirnir voru viljamiklir og stranglegir
en eitthvað í ætt við feimni í unglegu brosi
haps - eða svo fannst mér.“
Maxim Gorki var málsvari öreiganna og
þjá þeim átti hann rætur. Hann missti for-
eldra sína niu ára að aldri og varð að sjá
um sig sjálfur eftir það. Háskólar hans
voru á meðal fólksins og dreggja mannfé-
lagsins. í Móðurinni sem er bjartsýn bók
þrátt fyrir allt eru lögð drög að sósíalraun-
sæinu sem átti þó frekar eftir að sliga
bókmenntirnar en lyfta þeim. Gorki byggði
á gamalli raunsæishefð sem rithöfundar á
borð við Krolenko voru fulltrúar fyrir. í
stefnuyfirlýsingu sósíalraunsæisins skipti
stuðningur við byltinguna miklu og litið
var á ráðstjórnarskipulagið sem einu færu
leiðina. Sögupersónur áttu að vera æskileg-
ar fyrirmyndir og það var hin fómfúsa
móðir vissulega. Lögð var áhersla á hefð-
bundið form og tilraunir vom fordæmdar.
Ræða Maxims Gorkís á rithöfundaþing-
inu í Moskvu 1934 boðaði ekkert gott.
Málsvari öreiganna var orðinn rödd kerf-
isins, líklega án þess að gera sér fyllilega
grein fyrir hörmulegum afieiðingum. Sýn-
ishom úr úrvali bréfa Gorkís, 177 af yfir
9.000 sem liggja eftir hann
(Selected Letters 391 bls., útg.
Oxford: Clarendon Press, verð 45
pund), em til marks um vanda rit-
höfundarins fyrr og síðar, ekki
síst setu hans i valdastóli. Einna
athyglisverðast er bréf um margs
konar sannleik ritlistar.
F1
!
SÆSVALA í hvassviðri. Málverk ísaks Brodskís af Maxim Gorki, 1937.
fyrirlitningu menningarforkólfa og aðdá-
enda. Gorkí svaraði fyrir sig með frásögn-
unum Borg gula djöfulsins og Ríki leiðind-
anna.
Gorkí settist að á Capri þar sem hann
skrifaði m.a. Móðurina. Hann sneri heim
1913, en hélt aftur til Capri 1921, einkum
af heilsufarsástæðum. Heimkominn 1928
var hann hylltur af alþjóð. Hann var gerð-
ur að eins konar tákni Sovétsamfélagsins,
en var þó aldrei fyllilega sáttur við það,
snerist m.a. gegn hreinsunum og aftökum
og vom afskipti hans leiðtogunum
áhyggjuefni. Dauði rithöfundarins 1936
kom af stað deilum og enn eru menn ekki
sammála um með hvaða hætti hann hafi
endað líf sitt. Sumir héldu því fram að
hann hefði verið tekinn af lífi að skipun
Stalíns.
Iskáldsögum sínum deildi Gorkí á
borgarastéttina með misjöfnum
árangri. Einna best þykir honum
takast í leikritum eins og Náttból-
inu 1902 (sýnt í Þjóðleikhúsinu
1976) þar sem hann lýsir utan-
garðsmönnum. Stjórnleysinginn Satin dá-
samar mannlegleikann og mælir svo fyrir
að virða skuli hinn óviðjafnanlega mann.
Stanislavskí leikstýrði verkinu og Gorkí
lék sjálfur Satin í frumuppfærslunni. Þjóð-
leikhúsið sýndi einnig Sumargesti Gorkís,
1979.
Halldór Stefánsson þýddi Móðurina og
Kjartan Ólafsson minningabækurnar, út-
gefnar hérlendis 1947-1951. Aukþessara
bóka hafa svo mér sé kunnugt komið á
íslensku smásagnasafnið Sögur (1934-35)
í þýðingu Jóns Pálssonar frá Hlíð og dag-
bókarþættirnir Kynlegir kvistir (1975) sem
Kjartan Ólafsson þýddi. Minningabækurn-
ar eru yfirleitt taldar það eftirminnileg-
asta sem Gorki skrifaði.
Kristján Albertsson hitti Gorkí í Þýska-
landi sumarið 1923 og greinir frá þeim
fundum í ritgerðasafni sinu í gróandanum
og einnig i Margs er að minnast sem Jak-
ob F. Ásgeirsson skráði eftir frásögn hans.
í síðamefndu bókinni lýsir Kristján þvi
hvernig Gorki kom honum fyrir sjónir:
„Gorki var hár og fremur magur og flat-
yrsta bréfið er til
Tolstojs og skrifað
fyrir hönd jámbraut-
arstarfsmanna í apríl
1889, en Gorki var
einn þeirra. Bréfið er
beiðni um liðveislu rithöfundarins.
Óskað er eftir jarðnæði fyrir
starfsmennina sem hyggjast stunda
landbúnað og vita að Tolstoj á nóg
af landi. Þessir láglaunuðu verka-
menn vildu líka fá eintök af Trúar-
játningum Tolstojs, bók sem bann-
að var að selja.
Siðasta bréfið er skrifað í mai
1936, mánuði fyrir dauða Gorkís,
til embættismanns hjá Ríkisútgáfu
fagurbókmennta í Moskvu. Óskað
var eftir að Gorki tæki að sér að
ritstýra útgáfu úrvals sovéskra
(jóða. Hann biðst undan því verk-
efni, en notar tækifærið til að hafa
áhrif og hnýtir í helstu skáld fyrir
að keppa að fullkomnun forms i staðinn
fyrir að vera alþjóðlegir og láta sig varða
öreiga heimsins.
Donald Fanger sem skrifar um bréfa-
safnið í Times Literary Supplement (18.
júlí sl.) er n\jög efins um gildi Gorkís fyrir
samtímann, en hælir þó minningabrotum
hans um fræga rithöfunda (Tolstoj, Tsékov,
Andrejev meðal þeirra). Að mati Fangers
er timi Gorkís löngu liðinn líkt og samtima-
manna hans, Wells og Galsworthys. Hann
• segir að Gorki hafi skrifað alltof mikið og
verið of vei\julegur og rangt fólk hafí
hampað honum um of. Hann dregur í efa
að nokkur geti kinnroðalaust og án þess
að verða vandræðalegur haft yfir frægustu
orð rithöfundarins: „Maður! - það orð hef-
ur stoltan h(jóm!“
Undan fargi kvíðans
BÆKUR
Sjálfshjálparbækur
KVÍÐI, FÆLNIOG
HRÆÐSLUKÖST
HVAÐ ERTILRÁÐA
GEGN ÞUNGLYNDI?
Fyrri bókin eftir Elaine Sheehan, hin
síðari eftir Sue Breton. Útgefandi:
Vasaútgáfan, Reykjavík 1997.
VASAÚTGÁFAN gaf nýverið út
nokkrar sjálfshjálparbækur og
verður í þessari grein ijallað um
tvær þeirra, en í síðari greinum um
Sorgarviðbrögð og Lystarstol og
lotugræðgi.
Sálfræðingurinn Elaine Sheehan
er höfundur kilju um kvíðafælni og
hræðsluköst. Bókin kom út í Bret-
landi á síðasta ári. Kaflar eru stutt-
ir og auðlesnir án þess að vera yfir-
borðslegir - nægilegt efni um hvem
þátt fyrir fólk sem vill takast sjálft
á við kvíða sinn eða fælni, er reiðu-
búið að leggja eitthvað á sig til að
ná bata. Höfundur segir að því
markmiði verði ekki náð með því að
láta sveifla yfir sér töfrasprota heldur
sé það undir hveijum og einum kom-
ið að losna undan fargi kvíðans.
í bókinni eru tíu kaflar. Auk skýr-
ingatexta eru Qölmargar einfaldar
æfingar sem kenna fólki að slaka á
eða takast á við vandamál sín. Höfð-
að er til íslenzkra aðstæðna þar sem
við á og er það kostur.
Elaine Sheehan skýrir nokkuð
aðferðir eins og slökun og sjálfsdá-
leiðslu, en stiklar á öðrum atriðum,
jákvæðu hugarfari, rnataræði, lík-
amsrækt og fleiru. í bókarlok eru
ábendingar um frekari lestur, þar á
meðal íslenzk heimildarrit á borð við
íslenzku sálfræðibókina sem ég rit-
dæmdi fyrir Morgunblaðið á sínum
tíma, svo og bæklinga eftir Lárus
Helgason geðlækni. Lokaorð bókar-
innar eru tekin úr smáriti eftir Lár-
us.
Hvað er til ráða gegn þung-
lyndi? er eftir annan breskan sál-
fræðing, Sue Breton, og var hún
gefin út í Bretlandi 1996 eins og
fyrrnefnd bók. Framsetning er svip-
uð, ellefu stuttir kaflar, inngangur,
orðalisti, höfðað til íslenskra að-
stæðna og loks ábending um frek-
ari lestur (þar á meðal tvær skáld-
sögur: Englar alheimsins eftir Einar
Má Guðmundsson og Nemó, Nemó
eftir Guðbjörgu Guðmundsdóttur).
Sjálfshjálparæfingar eru minna
áberandi en í fyrri bókinni nema í
níunda kafla. Höfundur nefnir
nokkur atriði sem þurfa að liggja
til grundvallar því að ná bata. Má
þar nefna að halda í vonina, að losa
sig við sífellt áreiti af slæmum frétt-
um, m.a. í fjölmiðlum, að iðka holla
og uppbyggjandi starfsemi, reyna
að skapa eitthvað, stunda líkams-
rækt, halda dagbók yfír það sem
ávinnst, skrifa daglega lista yfir það
sem þú ætlar að gera og ef þér
dettur eitthvað skemmtilegt í hug,
sýna öðrum umhyggju, hafa ein-
hvern til að tala við, reyna að hlæja
og brosa, sýna þolinmæði.
í fimmta og níunda kafla er vitn-
að í bókina Lífróður sem gefin var
út hér á landi 1991. Þar ræðir Ing-
ólfur Margeirsson við Árna
Tryggvason leikara um ævi hans
og af hreinskilni um þunglyndi hans
og andlega erfiðleika. Hann gafst
ekki upp heldur stóð brosandi á
sviðinu og leyndi sálarhremmingum
sfnum fyrir áhorfendum og það
snertir mann djúpt að heyra hvern-
ig viðtökur þeirra gátu hjálpað hon-
um að lifa af.
Þýðandi beggja bókanna er Eva
Ólafsdóttir og beitir hún víða fjöl-
breyttu orðalagi og leysir ýmislegt
fallega af hendi, sérstaklega þegar
vikið er frá stofnanamáli. Inn á
milli leitar hún þó í „íðorð“ sér-
fróðra sem oft fara fyrir brjóstið
á mér. Má þar nefna orð eins og
ásættun, hinir eftirlátnu (þeir sem
eftir lifa), geðhvarfatruflanir,
lausnarkennd (relief), raunvera
(?enska: reality), boðnám, boð-
námsaðferð, stiklunám (skilur ein-
hver það?), bakföll (relapse) og
beinar þýðingar sem eru óíslenzku-
legar, svo sem að halda eyrunum
stífum.
Ég held að mestu skipti að læra
að slaka á með eigin hraða og horfa
á jákvæðu hliðar lífsins. Þær eru
fjölmargar þótt stundum sé erfítt
að koma auga á þær. Miklu skiptir
þó að hafa hugfast að fólk getur
ekki alltaf leyst sjálft úr vandanum
og þótt bækur af sumu tagi geti
hjálpað sumum þurfa aðrir að leita
sér aðstoðar fagfólks, svo sem
lækna og sálfræðinga. í því felst
ekki ósigur heldur er sjálfsagt að
þiggja hjálp og leita fremur eftir
henni fyrr en síðar.
Katrín Fjeldsted