Morgunblaðið - 30.07.1997, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997
AÐSEIVIDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Úrelding stóru sjúkra-
húsanna er í sjónmáli
LÖG um réttindi
sjúklinga tóku gildi 1.
júlí síðastliðinn. I 23.
grein þeirra kemur
fram að „sjúklingur á
rétt á að njóta stuðn-
ings fjölskyldu sinnar,
ættmenna og vina
meðán á meðferð og
dvöl stendur." Með til-
komu þessara laga er
daglega brotið á rétti
sjúklinga hér á landi.
Því til stuðnings má
nefna fjölda sjúklinga,
sem deila þarf sjúkra-
stofu með öðrum
sjúklingum, sem tor-
veldar og getur stund-
um útilokað nauðsynlegan stuðn-
ing, svo ekki sé minnst á sjúklinga
sem vistaðir eru á göngum eða í
afkimum sökum skorts á legu-
rými, til dæmis vegna lokana.
Mjög lítil uppbygging hefur orð-
ið á göngu- og dagdeildarþjónustu,
á sama tíma og hún er þungamiðj-
an í þjónustu sjúkrahúsa víða um
heim. Aðkoman að sjúkrahúsunum
er ófullnægjandi fyrir sjúklinga og
aðstandendur, meðal annars þar
sem bílastæðamál eru í ólestri.
Óverjandi aðkoma er fyrir sjúkra-
bifreiðar að Landspítalanum.
í þessari grein verða færð rök
fyrir því að stóru sjúkrahúsin hér
á landi og rekstrarumhverfi þeirra
séu að úreldast. Ef ekki verður
gripið í taumana í tíma er hætt
við að íslensk heilbrigðisþjónusta
muni skaðast og þjónustan verða
lakari en hún er í nálægum lönd-
um. Að lokum er bent á nauðsyn-
legar úrbætur.
Nútímasjúkrastofnun
Nýlega átti undirritaður þess
kost að skoða eina af virtari sjúkra-
stofnunum í Bandaríkjunum, há-
skólasjúkrahúsið M.D. Anderson í
Houston, Texas.
Stjórnarnefnd sjúkrahússins
komst að þeirri niðurstöðu árið
1991 að sjúkrahúsið væri að úreld-
ast, enda flestar byggingamar 30
ára eða eldri og ekki sniðnar með
nútímalæknisfræði í huga - þörfin
fyrir legurými minnkandi, en aukin
þörf á göngu- og dagdeildarrými.
Stjórnarnefndin vildi jafnframt
stuðla að því að sérþekking starfs-
manna nýttist sem best með því
ná fram jákvæðu starfsumhverfi,
sem ætti að tryggja að M.D.
Anderson-sjúkrahúsið yrði áfram í
forystu á sínu sviði.
Nýjar byggingar hafa risið,
legudeildarálma, göngu- og dag-
deildarálma, vísindamiðstöð, sjúk-
lingahótel og bílastæðahús. Eftir
breytingarnar hefur aðgengi að
sjúkrahúsinu verið auðveldað og
bílastæði eru ekki vandamál. Fjöldi
sjúklinga er á sjúkrahótelinu, sem
er rekið eins og hvert annað hót-
el. Sjúklingar fara þaðan í meðferð
eða rannsóknir á göngudeildum. í
sjúkrahúsbyggingunni eru verslan-
ir, kaffíbar, veitingastaður, apótek,
bókasafn, hárgreiðslustofa, leik-
herbergi fyrir börn, bænaherbergi
og hvíldaraðstaða fyrir sjúklinga,
sem þurfa að bíða eftir rannsókn-
um eða meðferð. Allar sjúkrastofur
eru einsmannsstofur með baðher-
bergi, skrifborði, útvarpi, sjón-
varpi, kæliskáp og svefnaðstöðu
fyrir ættingja. Herbergjum er rað-
að á þann hátt að sem styttst og
þægilegast sé fyrir hjúkrunarfólk
að komast til sjúklinga. Göngu-
og dagdeildarálma er skipulögð
með það að markmiði að auka
teymisvinnu mismunandi fagaðila,
til dæmis starfa saman á eining-
unni, sem sinnir sjúklingum með
brjóstakrabbamein, skurðlæknar,
lýtalæknar, krabbameinslæknar,
röntgenlæknar og aðr-
ir þeir læknar er sinna
greiningu og rann-
sóknum á bijósta-
krabbameini ásamt
hjúkrunárfólki og öðr-
um stuðningsaðilum.
Allir sérfræðingar
hafa vinnuherbergi og
þeir sérfræðingar er
vinna náið saman hafa
gjaman aðstöðu í
námunda hver við
annan.
Aukin gæði og
minni kostnaður
Rannsóknir erlendis
sýna að með aukinni
sérhæfingu fæst betri meðferðar-
árangur og gildir það sérstaklega
um slysa- og bráðalækningar og
við ýmsar aðrar flóknar meðferðir.
Komi til sameiningar
sjúkrahúsanna, segir
Helgi Sigurðsson, þarf
að taka afstöðu til bygg-
ingar nýs sjúkrahúss.
Slík ijárfesting yrði
sennilega hagkvæm.
Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa tekið
tillit til þessa við endurskipulagn-
ingu heilbrigðismála þar í landi.
Þau hafa ákveðið að við meðferð
fjölda sjúkdóma skuli starfsað-
stæður vera þannig að sérfræðing-
ar með mismunandi þekkingu hafi
sem besta möguleika á því að vinna
náið saman og jafnframt skuli
stuðlað að aukinni sérhæfingu með
því að beina sjúklingum með vissa
sjúkdóma alfarið á sérhæfðar sjúk-
rastofnanir. Víða um heim er verið
að leggja niður eða sameina
sjúkrahús með þeim rökum að fleiri
sjúklingar á hvetja sjúkrastofnun
stuðli að aukinni sérhæfingu, meiri
gæðum, auk þess sem kostnaður-
inn minnki. Föst fjárlög draga úr
afköstum
Sjúkrahús hér á landi fá fyrir-
fram ákveðnar fjárveitingar og lít-
il sem engin tenging er á milli
þeirra og afkasta eða gæða. Flest-
ir muna eftir hinum vinsæla gam-
anþætti, „Já, ráðherra". Einn þátt-
urinn fjallaði um „fyrirmyndar-
sjúkrahúsið". Stjómendur höfðu
komist að raun um að sjúklingar
væru til vandræða, þeim fylgdi
kostnaður og taprekstur. Þess
vegna vora engir sjúklingar á
sjúkrahúsinu, sjúkrahúsreksturinn
var vel innan ramma fjárlaga og
skilaði „hagnaði". Þetta grátbros-
lega dæmi endurspeglar því miður
sjúkrahúsrekstur hér á landi. Ef
engir sjúklingar væra á sjúkrahús-
unum myndu þau á sama hátt
skila „hagnaði", enda er svarið við
niðurskurði fjárveitinga lokanir
deilda og heftur aðgangur að þjón-
ustu. Flestar aðrar vestrænar þjóð-
ir hafa farið inn á aðra braut þar
sem hluti af rekstrarfé sjúkrahúsa
fæst með sértekjum fyrir veitta
þjónustu.
Leiðir til úrbóta
1- Byggja þarf upp frá grunni
göngu- og dagdeildarþjónustu og
skipuleggja starfsemina þannig að
stór hluti skurðaðgerða svo og
önnur meðferð og rannsóknir fari
fram á slíkum þjónustueiningum.
2. Endurskipuleggja þarf legu-
deildir svo að þær uppfylli kröfur
tímans. Herbergi eiga að vera vist-
legar einsmannstofur svo að sjúk-
lingur geti haft sitt einkalíf í friði
eins og mögulegt er og með að-
stöðu svo að sjúklingur geti notið
stuðnings aðstandenda.
3. Sértekjur sjúkrastofnana þarf
að auka og tengja þær við afköst
og gæði eins og unnt er. Taka
ætti til skoðunar þjónustusamn-
inga um meðferð, rannsóknir og
umönnun sjúklinga.
4. Sjúkrarými fyrir endurhæf-
ingarsjúklinga, langlegusjúklinga
og dauðvona sjúklinga þarf að
auka. Með eðlilegu streymi sjúk-
linga yfir á langlegu- og endurhæf-
ingardeildir verður minni þörf á
legurými á bráðadeildum, sem mun
spara fé því legurými á bráðadeild-
um er kostnaðarsamara.
5. Heimahlynningu þarf að auka
til að gefa sjúklingum möguleika
á því að dvelja heima eins lengi
og kostur er. Jafnframt skapa að-
stæður til að dauðvona sjúklingar
geti látist með sæmd á sjúkrastofn-
unum eða inn á eigin heimili ef
þeir kjósa
6. Aðstöðu fyrir sjúklinga og
ættingja þeirra þarf að bæta við
stóru sjúkrahúsin. 7. Sjúklingahót-
el og bílahús þurfa að rísa við stóru
sjúkrahúsin í Reykjavík.
8. Aðkomu fyrir sjúkraflutninga
þarf að bæta á Landspítalanum.
9. Sérhæfíngu þarf að auka og
jafnframt auka samvinnu milli allra
sérgreina er koma að meðhöndlun
einstakra sjúkdóma. Sjúklingum
með sjaldgæfa sjúkdóma og öðram
sjúklingahópum, sem þurfa á flók-
inni meðferð að halda, ber að beina
á sérhæfðar stofnanir.
10. Rannsóknarstofur þarf að
sameina, þar með væri hægt að
samnýta tækjabúnað og stuðla að
aukinni samvinnu vísindamanna.
11. Stöðu Háskólans í starfsemi
sjúkrahúsanna þarf að styrkja.
Lokaorð
Við stóru sjúkrahúsin í Reykja-
vík er úrbóta þörf til að koma í
veg fyrir úreldingu þeirra. I því
sambandi þarf að taka til gaum-
gæfilegrar skoðunar hvort samein-
ing Landspítalans og Sjúkrahúss
Reykjavíkur sé fýsilegur kostur.
Því hefur verið haldið fram að sam-
eining þeirra myndi leiða til 10%
rekstrarsparnaðar, um 1.300 millj-
ónum á ári, og enn meiri sparnað-
ur myndi nást með frekari samein-
ingu sjúkrahúsa á suðvesturhorni
landsins. Ef til sameiningar sjúkra-
húsanna kemur þarf að taka af-
stöðu til byggingar nýs sjúkra-
húss, Háskólasjúkrahúss íslands,
en slík fjárfestingin yrði sennilega
hagkvæm.
Styrkur heilbrigðisþjónustunar
á hveijum tíma er í takt við getu
helstu sjúkrastofnana til að veita
þjónustu og menntun, sem stand-
ast á samanburð við það besta sem
völ er á meðal nágrannaþjóða okk-
ar. Því er mikilvægt að stjórnvöld
og stjórnendur spítala fylgi kröfum
tímans um bætta aðstöðu fyrir
sjúklinga og ættingja þeirra svo
og betri starfsaðstöðu fyrir lækna
og aðra heilbrigðisstarfsmenn. Það
vill gleymast að sjúkrahús er bara
bygging jafnvel þótt það sé vel
búið tækjum. Aðeins með því að
viðhalda og auka sérþekkingu
lækna og annarra heilbrigðis-
starfsmanna er hægt að tryggja
fjölbreytni og gæði þjónustunnar,
og því réttara að kalla stóra sjúkra-
húsin „háþekkingarsjúkrahús"
fremur en „hátæknisjúkrahús".
Bætt aðstaða sjúklinga og starfs-
fólks er mikilvægur liður í því að
skapa jákvætt starfsumhverfi, sem
er forsenda þess að viðhalda og
auka gæði læknisþjónustunnar hér
á landi.
Höfundur er yfirlæknir.
Helgi
Sigurðsson
Fáein orð
um kennara
STUNDUM hefur
verið haft á orði (sbr.
Reykjavíkurbréf 15.
júní sl.), að þijár
ástæður valdi því, að
menn gerist kennarar,
þ.e. mánuðirnir júní,
júlí og ágúst, m.ö.o.
lengra sumarfrí en al-
mennt gengur og ger-
ist. Um þetta er það
að segja, að kjara-
samningar við kennara
gera ráð fyrir lengri
vinnuviku í skólastarfi
en almennt tíðkast. —
Þar sem ég þekki til
fer og töluverð vinna
fram í júnímánuði. Þá
era lögð drög að kennslu næsta
vetrar og teknar allar helstu ákvarð-
anir um skipulag hennar. Þegar líða
tekur á ágústmánuð hafa menn og
farið að huga að kennslunni. — Þá
er bráðnauðsynlegt að kennarar lesi
sér til í sínum fræðum, því að lítill
tími gefst til þess, þegar kennslan
er hafín. Menn sækja og ýmis nám-
skeið á sumrin. Þá hefur því verið
haldið fram (sbr. sama Reykjavíkur-
bréf), að kennarar hafí mun betri
lífeyrisréttindi en gerist á almennum
vinnumarkaði. Ég dreg þetta mjög
í efa og veit, að ýmsir menn á al-
mennum markaði hafa miklu betri
eftirlaun en kennarar og skólastjór-
ar. — Ég hef sjálfur unnið lengi sem
kennari. Ég geri ekki ráð fyrir nein-
um umtalsverðum eftirlaunum þeg-
ar — og ef — að því kemur. Hins
vegar voru þessi svokölluðu réttindi
óspart notuð hér áður fyrr til þess
að lækka kennaralaunin.
Þá hefur því verið haldið fram,
að kennarar búi við meira starfs-
öryggi en aðrir. Þessu er því til að
svara, að margir þeir sem ráða
ekki við erfiða og slítandi kennsl-
una hafa hætt kennslu og horfið
til annarra starfa. Margir hafa og
hætt vegna launanna. Oft hefur
verið mikill skortur á vel menntuð-
um kennurum, vegna lélegra launa
og fátæklegra vinnuskilyrða, og
ýmsir kennarar hafa því að ósk
yfirboðara unnið meira en þeir
sjálfir vildu. Heldur er það skrýtið
að kalla það sérstakt starfsöryggi,
þegar menn sinna mikilvægum en
erfiðum og illa launuðum störfum,
sem aðrir líta ekki við — af eðlileg-
um ástæðum.
Því miður hefur hér ekki verið
nægilegur metnaður, að því er
varðar menntun kennara. Aður var
talið æskilegt, að kennarar í
menntaskóla hefðu kandídatspróf í
sinni grein, en nú eru gerðar minni
kröfur í þessum efnum. Sumir sam-
kennarar mínir á liðnum árum hafa
jafnvel verið kornungir stúdentar.
Sumir skólabræður mínir í mennta-
skóla eru læknar á sjúkrahúsum
eða þá dómarar eða málflutnings-
menn. Þetta eru vel menntaðir
menn. Engum dytti í hug að láta
lítt menntaða menn skera upp fólk
eða kveða upp dóma í rétti. Én ég
tel það einnig mikilvægt, að þeir
menn hafí mikla menntun og
trausta þjálfun, sem eiga að leið-
beina ungu kynslóðinni, t.d. í ís-
lensku og íslenskum bókmenntum.
Skilningur á þessu hefur því miður
stundum verið heldur lltill. — Ég
man þá tíð, þegar laun alþingis-
manna voru miðuð við laun
menntaskólakennara. Það er löngu
liðið og e.t.v. telja sumir menn það
litlu máli skipta, hveijir veljast til
þess að kenna ungu fólki.
Vinnuaðstæður sums staðar í
framhaldsskólum eru heldur frum-
stæðar. Þrengsli eru mikil og loft-
ræsing er mjög léleg, einkum ef
þokkalega heitt og stillt veður er
úti. Og nú á að fara að kenna í
ágústmánuði samkvæmt samning-
um ríkisins og kennara, eftir því
sem fram kom í Morg-
unblaðinu nýlega. Það
er ekki tilhlökkunar-
efni ef ólíft verður í
stofum vegna hita-
svækju. Þá eru og þess
dæmi að öryggismál-
um sé mjög ábótavant.
Frumstæðum og jafn-
vel hættulegum skóla-
aðstæðum frá fyrri tíð
verður að breyta hið
fyrsta.
Sumir kennarar
hafa orðið að leggja til
vinnuaðstöðu á eigin
heimili með ærnum til-
kostnaði. Hér skal
greint frá eigin reynslu
í þessum efnum. Fyrir allmörgum
árum keypti ég nýja tölvu og held-
ur einfaldan prentara. Þetta kost-
aði mig mikið fé, en tölvan entist
vel. í byijun þessa árs keypti ég
aftur nýja tölvu með margvísle^um
búnaði og nýjum prentara. Þetta
kostaði mig, kennarann, stórfé.
Þegar ég fór að huga að gögnum
í gömlu tölvunni komst ég að raun
um, að mestur hluti þeirra var
unninn í þágu hins opinbera, eink-
um vegna skólastarfa, en einnig
vegna annarra verka á vegum ríkis-
ins, sem unnin voru að ósk fulltrúa
þess. Hvaða skoðun hafa menn á
þessu? Líklega enga. — Af kenn-
aralaununum greiði ég sjálfur
kostnað vegna tölvu, nauðsynlegra
Nauðsynlegt er, segir
*
Olafur Oddsson, að
laða að skólum unga,
áhugasama og vel
menntaða kennara.
bókakaupa, viðhalds skrifstofu-
gagna, hita og rafmagns o.fl. o.fl.
I skrifstofu á eigin heimili undirbý
ég kennslu, sem ýmsar æfíngar,
bý til margvísleg kennslugöjgn og
fer yfir verkefni nemenda. Eg hef
oft kennt rúmlega 170 nemendum
og ef ég er um 20 mínútur að fara
t.d. yfír ritgerð frá hveijum þeirra
tekur öll yfirferðin hátt í 60 stund-
ir. — Þetta hefur oft verið heldur
lýjandi og jafnvel erfiðara en sjálf
kennslan.
En hvers vegna fást þá menn
til þess að kenna? Ástæðan er ekki
launakjör, starfsaðstæður, sum-
arfrí, eftirlaun eða starfsöryggi.
Ástæðan allt önnur, a.m.k að því
er varðar þann er þetta ritar. Og
hún er mjög einföld: Það er afar
ánægjulegt — og veitir fijóa lífs-
nautn — að kenna ungu fólki, þótt
ytri aðstæður hafí oft verið heldur
erfiðar. Störf með æskufólki. gefa
manni sjálfum mjög dýrmæta
reynslu. — Mér telst til, að ég hafí
kennt um 5.000 nemendum, í
menntaskóla og einnig víðar, og
flestir þeirra hafa verið einstaklega
elskulegir í allri viðkynningu og
haft heilbrigðan metnað til náms.
Nauðsynlegt er vegna framtíðar-
hagsmuna þjóðarinnar að laða að
skólum unga, áhugasama og vel
menntaða kennara. Þetta verður
ekki gert nema með þokkalegum
kjörum og viðunandi aðstæðum á
vinnustað. Það kostar töluverða
fjármuni að stuðla að umbótum í
skólastarfi. Að minni hyggju er það
blekking ein, ef menn ímynda sér,
að það sé unnt með öðram hætti.
Hins vegar eru umbætur á þessu
sviði mikilvæg fjárfesting I þjóðar
þágu. Þær þjóðir, sem veita börnum
og ungmennum trausta menntun,
munu standa best að vígi í vaxandi
samkeppni í hörðum heimi.
Höfundur er mcnntaskólakennari.
Ólafur
Oddsson
!
!
I
i
l
I
I
|
Í
I
i
í
í
N
N
i
i
i
i
(
4
i
'!(
\i
<