Morgunblaðið - 30.07.1997, Side 26

Morgunblaðið - 30.07.1997, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Veiðigjald o g vandinn í menntamálum I. „Enginrök" Það eru nokkuð mörg ár síðan. Það var fundur í Norræna húsinu, hús- fyllir, hundrað manns, og ég var þar á meðal að hlýða á málflutning nokkurra félaga minna úr Háskólanum og ann- ars staðar að um veiði- gjald. Þeir færðu veiga- mikil rök fyrir veiði- gjaldi, og svo voru pall- borðsumræður á eftir. Þar sat á palli einn þungaviktarþingmaður utan af landi, formaður í sjö sjóðum, einn með öllu, og hóf mál sitt með þessum orðum: „Ég hef engin rök heyrt.“ Hann hafði bersýnilega verið á öðrum fundi. Og enn heyrir maður þetta eftir öll þessi ár og ies það í blöðunum. Það er búið að færa þung hagræn rök fyrir veiðigjaldi látlaust í 25 ár. Öll dagblöðin í Reykjavík eru veiði- gjaldsblöð og birta skeleggar for- ustugreinar um málið með reglulegu millibili. Alþjóðastofnanir, sem leggja á ráðin um íslenzk efnahags- mál, hafa mælt með veiðigjaldi, eink- um OECD. Og samt koma menn enn af fjöllum og hafa engin rök heyrt. Og sumir segjast engin efnahagsrök hafa heyrt, heldur einungis réttlæt- isrök. Það er eins og þessir menn séu frá Mars. Þeim hjá OECD þykir efiaust fróðlegt að frétta það, að þeir séu þátttakendur í einhverri krossferð uppi á íslandi og kommún- istar í þokkabót, svo að vitnað sé í málflutning Landssambands ís- lenskra útvegsmanna og erindreka þess innan og utan stjórnarráðsins. II. Ær og kýr Veiðigjald myndi skila meiri og skjótari árangri en núverandi kvóta- kerfí vegna þess, að veiðigjald myndi soga fjármagn út úr sjávarútvegi. Þess er þörf í ljósi viðvarandi offjár- festingar í fískiskipum og físk- vinnslustöðvum og meðfylgjandi ágangs á fískimiðunum innan og utan lögsögunnar. Einmitt þess vegna er andstaðan gegn gjaldi svona hatrömm innan útvegsins: þeir vilja halda sem mestu fjármagni inni í greininni, því að fískur er þeirra ær og kýr. Nú greiða þeir hver öðrum veiðigjald og auðgast vel á að selja mönnum utan sjávarútvegs aðgang að miðunum. Þetta fyrirkomulag stangast á við hagsmuni fólksins í landinu (og einnig réttlætiskennd þess). Því fé, sem er bundið í of stór- um fiskiflota og of mörgum físk- vinnsluhúsum, er ofaukið í sjávarút- vegi. Því þarf að fínna farveg út úr Þorvaldur Gylfason greininni, svo að það geti nýtzt þjóðinni sem bezt, því að þjóðin á miðin. Þetta er kjarni málsins. Og á hvetju þarf þjóðin nú helzt að halda? Því getur hún bezt svarað sjálf. Þess vegna kæmi vel til greina að leggja veiði- gjaldið á með því að afhenda öllum Islend- ingum hlutdeildarskír- teini í auðlindinni, eins og tíðkast um olíulind- irnar í Alaska; þessi skírteini myndu síðan ganga kaupum og söl- um. Sumir kysu helzt að eiga hlutabréf í útgerð. Aðrir kysu að selja þau og kaupa heldur hlutabréf í öðrum fyrirtækjum eða t.d. greiða niður skuldir eða styrkja börnin sín til mennta. III. Þar sem þúsund fræflar bera blóm Það er síðast nefnda atriðið, sem mig langar að vekja máls á hér. Ástandið í menntamálum þjóðarinnar er afleitt. Við þurfum að vetja mun meira fé til menntamála, ef við eigum að gét'á'haft í fullu tré við aðrar þjóð- ir í efnahags- og menningarlegu til- liti á næstu öld. Það verður aðeins gert á tvennan hátt: annaðhvort með því að bæta og efla menntakerfið í núverandi mynd eða þá með því að Nýja framsókn í menntamálum, segir Þorvaldur Gylfason, er hægt að fjármagna með veiðigjaldi. gerbreyta núverandi kerfí. Sé fyrri leiðin farin, þurfa ríki og sveitarfélög aukin fjárráð til að bæta skólastarfíð, borga kennurum miklu betri laun, laða fleira öndvegisfólk til kennslustarfa o.s.frv. Þessa brýnu fjárfestingu í mannauði er að vísu hægt að fjármagna með gamla lag- inu, ef menn endilega vilja, þ.e. með óhagkvæmri skattheimtu eða með þvi að lengja biðlista sjúkrahúsa eða þjarma enn frekar að ellilífeyrisþeg- um og þannig áfram, en þess er auð- vitað engin þörf. Það er hægt að fjár- magna nýja framsókn í menntamál- um á miklu hagfelidari hátt: með veiðigjaldi. Þetta eru þung rök fyrir álagningu veiðigjalds: kvótamir eru þá seldir annaðhvort á föstu verði eða á uppboðsmarkaði, og almanna- valdið nýtir sölutekjumar til nauðsyn- legrar uppbyggingar í menntamálum innan núverandi kerfís. Stuðningur við menntun er eitt allra mikilvægasta verkefni ríkis- valdsins í nútímaþjóðfélagi. En þetta þýðir ekki, að ríkið þurfi þá endilega að eiga og reka alla skóla, enda starfa nokkrir prýðilegir einkaskólar á íslandi eins og í öðrum löndum. Ríkið getur þvert á móti bætt mennt- un til muna með því að losa sig út úr skólarekstri og örva stofnun einkaskóla, sem keppa um kennara og nemendur. Þá verður til fjölskrúð- ugt skólakerfi, þar sem þúsund fræflar bera blóm, eins og sagt er í Kína. Ríkið getur gefið út kauprétt- arseðla, sem foreldrar nota til að kaupa^ skólavist handa börnum sín- um. Útgáfu seðlanna er hægt að haga í samræmi við stefnu ríkisins í féiags- og jafnaðarmálum. Slíkt fyrirkomulag væri vel til þess fallið að efla tengsl á milii heimila og skóla og treysta og bæta skólastarf almennt. Almannavaldið gæti jafn- framt haldið uppi gæðaeftirliti í skól- um með sama hætti og heilbrigðis- eftirliti. Hví skyldu yfirburðir mark- aðsbúskapar yfir miðstjórn og ríkis- rekstur ekki nýtast í menntamálum eins og á öðrum sviðum þjóðlífsins? Sé þessi leið farin, þá verður ríkið eigi að síður að afla tekna til að standa straum af útgáfu kauprétt- arseðlanna. Annars væri hér um að ræða dulbúna peningaprentun, sem gæti leitt til verðbólgu. Einhvetjum kynni að detta í hug að binda ráðstöf- un hlutabréfa í auðlindinni við kaup- rétt í menntakerfínu til að tryggja, að fólk mennti börnin sín og sjálft sig í stað þess að eyða fénu í annað. Slík nauðung er þó yfírleitt ekki hag- kvæm. Hvort sem almannavaldið rek- ur eigin skóla eða styður einkaskóla, þá þarf það að afla tekna til mennta- mála. Hjá því verður ekki komizt. IV. Ýmsar útfærslur koma til greina Veiðigjald er eitt hagkvæmasta tekjuöflunartæki, sem almannavald- ið á völ á. Gjaldið er hægt að nota hvort heldur til að draga úr venju- legri skattheimtu og skuldasöfnun eða tii að bæta þjónustu ríkis og byggða við þegnana, t.d. með því að efla menntakerfið. Það er einnig hægt að útfæra gjaldið á ýmsa vegu: með útgáfu kaupréttarseðla, upp- boðshaldi og útsölu. Hyggilegast væri líklega að fara einhvern milli- veg á milli þessara sjónarmiða. Ein- mitt þannig hafa Mið- og Austur- Evrópuþjóðirnar farið að við mark- aðs- og einkavæðingu efnahagslífs- ins þar austur frá síðustu ár. Við getum lært af þeim. Höfundur er prófessor. Kirkjan þarf kvenbiskup ÞESSA dagana eru kjörgögn vegna biskupskosninga að berast þeim rúmlega 200 manna hópi sem hefur rétt til að kjósa biskup ís- lensku þjóðkirkjunnar. Kærufrestur rennur út um mánaðamótin, en eftir það tekur að draga fil tíðinda. Sem sérstök áhugakona um málefni kirkj- unnar, þótt utan hennar sé, og þó enn frekar sem kvenfrelsiskona langar mig að leggja nokkur orð í belg áður en ljóst verður hvert stefnir. Kirkjan og konur Frá árdögum kristinnar kirkju hafa kenningar hennar höfðað mjög til kvenna. Boðskapurinn sem lesa má út úr orðum Krists um kærleik- ann, umburðarlyndið og umhyggj- una fyrir þeim sem höllum fæti standa náði vel til réttlausra og oft á tíðum útslitinna kvenna. Konur voru mjög virkar í ofsóttum og ólög- legum söfnuðum kristinna manna innan Rómaveldis á fyrstu öldunum eftir Krists burð. Eftir að klaustrin komu til sögunnar helguðu þúsundir kvenna sig lífi fyrir trú, menntun, listir og góðverk. Ekki var þó langur tími liðinn frá því að kristni varð ríkistrú í Róm á fjórðu öld þar til staða kvenna tók mjög að vefjast fyrir hinum svoköil- uðu kirkjufeðrum sem þótti þær heldur betur komnar út fyrir hefð- bundna og æskilega ramma. Fór þar fremstur í fiokki Ágústínus kirkju- faðir. Hann hafði sjálfur búið með Floríu Emelíu um árabil og eignast með henni son (norski rithöfundur- inn Jostein Gaarder skrifaði bók um hana á síðasta ári Vita Brevis þar sem hann lætur hana svara í bréfum röksemdum Ágústínusar um konur, ástina og fleira). Hvað um það eftir skilnað þeirra tók sagan um Evu og höggorminn í aldingarðinum, það er að segja konuna sem freistara og upphafs alis ills, að leita mjög á Ágústínus sem og fleiri háttsetta kirkjunnar menn bæði á undan hon- um og eftir. Þeir rökræddu fjálglega á kirkjuþingum um það hvort konur hefðu sál, auk þess sem þeir völdu úr handritum og komu sér saman um kórrétta og þar með ritskoðaða útgáfu af Biblíunni. Þar var ýmsu sleppt úr hinum fornu fræðum, m.a. einu og öðru sem rétti hlut kvenna. Guðfræði kvenna Hin hugmyndafræðilega niður- staða varð sú að halda bæri konum réttlausum og undir styrkri stjórn. Konum bæri að hlýða foreldrum, eiginmanni og kirkju, ella yrði fjand- inn laus í bókstarflegri merkingu, því konur þóttu afar viðkvæmar fyr- ir freistingum þess úr neðra i anda formóðurinnar Evu. Konum var skipt í tvo flokka sem kallaðir hafa verið madonnan og hóran. Þær voru annaðhvort góðar eða vondar, ann- aðhvort stóðust þær freistingarnar eða féllu. Ef þær féllu að mati yfir- valda var best að brenna þær á báli svo sem gert var við hundruð þús- unda kvenna í Evrópu á 16. og 17. öld er ofsóknir gegn þeim náðu há- marki. Þetta var á þeim tímum sem hefðbundin sagnfræði hefur kennt við endurreisn, útþenslu vestrænnar menningar og upphaf nútíma vís- inda, en kvensagnfræðingar hafa kallað hinar myrku aldir í sögu kvenna. Öld eftir öld komu fram konur sem mótmæltu túlkun kirkjunnar og skrifuðu lærð rit til að andmæla íslenzka þjóðkirkjan, segir Kristín Ástgeirsdóttir, þarf rækilega uppstokkun. hugmyndum um konur og þær skorður sem þeim voru settar. Þeim skrifum hefur lítt verið haldið á lofti. Þarna voru á ferð miðaldakonur eins og abbadísin, fræðikonan og tón- skáldið Hildegard von Bingen, skáld- konan Cristine de Pizan, fræðikonan Isotta Nogarola, drottningin af Na- varra Margurite d Angouléme og fleiri og fleiri sem síðar komu og lögðu grunn að kvennaguðfræði sem þó var lítt þekkt. Undir lok síðustu aldar gáfu kvenfrelsiskonur í Banda- ríkjunum út sína eigin biblíu, The Womens Bible þar sem þær lögðu áherslu á aðra túlkun og texta sem höfðuðu til kvenna, en sögðu þeim ekki að þær væru óhreinar eða ættu að þegja í samkunduhúsinu. Konur gerast prestar og biskupar Innan kirkjunnar var konum bannað að gegna háum embættum nema sem forstöðukonur klaustra sem oft nutu þó mikillar virðingar sökum visku og lærdóms. Með siða- skiptunum hurfu slíkir möguleikar fyrir konur meðal mótmælenda og það var ekki fyrr en á 19. öld sem einstaka sjálfstæðir söfnuðir, t.d. kvekarar og síðar hjálpræðisherinn, leyfðu konum að gerast predikarar. Frá þeim söfnuðum komu ýmsar af forystukonum kvenréttindahreyf- ingarinnar. Það var svo ekki fyrr en eftir miðja þessa öid sem umræð- ur hófust af þunga um það hvort konur mættu og ættu að gegna prestsembættum. Innan flestra kirkjudeilda mætti vígsla kvenna mikilli andstöðu og Toyota Corolla langbakur 1,6 GLi árg. '94, ek. 50 þús. km., dökk- grænn, sjálfsk. Verð 1.090.000. Ath. skipti. Toyota Landcruisaer GX dísel árg. '86, ek. 244 þús. km., S hvítur, 36" dekk, 5 g. = Verð 1.390.000. Ath. skipti. H Dodge Caravan 2,4i árg. '97, ek. 13 þús. km., vínrauður, 7 manna, sjálfsk., airbag, cruise pj control, krókur. Verð 2.590.000. Áhv. bílalán. Ath. skipti. Hyundai Sonata 2,0 GLSi árg. '97, ek. 4 þús. km., 5 g., blár, airbag, sami., álfelgur. Verð 1.650.000. Ath. skipti. Grand Cherokee Ltd. árg. '96, ek. 20 þús. km., svartur, einn með öllu. Verð 4.150.000. Áhv. bíialán. Toyota Touring GLi árg. '90, grár, ek. 140 þús. km. Verð 750.000. Toyota Double Cap árg. '94, ek. 43 þús. km., grænn, 38" dekk, hús o.m.fl. Verð 2.590.000. Ath. skipti. MMC Pajero dísel, 2,8 turbo, árg. '97, ek. 11 þús. km., dökkblár, 5 g. Verð 3.100.000. Bein sala. Kláradu dæmið med SP-bilaláiii Með SP-hílalán inní myndinni kaupir þú bíl sem hæfir greiðslugetu þinni oo m Sími 588-7200 'fjármöcnun hf SKOÐAÐU HEIMASIÐU OKKAR: http://www.treknet.is/nyjabh/. Skráning í netf: nyjabh@treknet.is i^psSr^SSSíSmSSSSSÍSSSmmSSSSSS^ámámiSSSSmíStÉmlSiSiiiSSiiiiiiSmSiaiii^^ rt -'nnii« Félag Lóggiltra Bifreiðasal Solumenn: Ingimar Sigurðsson, lögg. bifr.sali Axel Bergmann 0 Funahöfða 1 • Simi: 567-2277. Rífandi sala • Fríar auglýsingar • Frítt innigjald

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.