Morgunblaðið - 30.07.1997, Side 33

Morgunblaðið - 30.07.1997, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997 33 MfllMIVIIIMGAR niður embætti sín í skátunum og f einbeitti sér að náminu. Sjálfsagður hlutur, en snöggt um lakara fyrir okkur sem eftir stóðum. Lífsstarfið var síðan grundað á þessari traustu menntun og skörpun skilningi, en ávallt var skammt í áhugann á fé- lagsstörfum og þeim mannbætandi viðfangsefnum sem skátahreyfingin sinnir, vel var fylgst með öllum við- | burðum, en aðstæður leyfðu honum , ekki nema skamma setu í forsystu ' skátafélagsins Skjöldunga og í Úlf- ( ljótsvatsráði, en síðustu 13 ár var Oli annar endurskoðenda Skátasam- bands Reykjavíkur og notaði þau störf til að inna eftir helstu hræring- um skátastarfsins sem hann mat svo mikils. Hann hlaut fyrir störf sín heiðsursmerki Skátafélags Reykja- víkur, skátafélagsins Skjöldunga og Bandalags íslenskra skáta. j Ávallt var hann viðbúinn væri til hans leitað og manna greiðviknast- 1 ur. Honum hefði verið í lófa lagið I að ganga í fararbroddi í félagsmál- um eða stjórnmálum, en hann kaus sér annan vettvang. Óli Kristinsson var lánsamur mað- ur, hann eignaðist góða samhenta fjölskyldu, var farsæll í starfi og vinsæll, en síðustu árin vann hann í litlu fjölskyldufyrirtæki sínu. Þau hjón Óli og Karólína Smith voru afar samrýnd og er því missir henn- ar og sonanna tveggja afar þung- bær. En Óli Kristinsson á góða heim- i komu, sannur maður _og góður. Það var einhvern veginn Óla Kristinsyni að þakka eða kenna að ég hélt tryggð við skátahreyfinguna. Hann skýrði gagnsemi þess að uppeldis- hreyfing þessi kæmi sem flestum að notum og ræddi oft um það hvern- ig sköpunarkrafturinn leystist úr læðingi í skátaflokknum og hvernig þessi reynsla væri öllum mikilvæg eyðufylling þar sem skólalærdómur nær ekki til. Hann var leiðtogi okk- ar með því að fá okkur verkefni við hæfi, hvetja og etja, en síður með þeim hætti að við öpuðum allt eftir honum. Það var eitur í hans beinum. Samt var hann næstum því helgur maður, einstakur að reglusemi og ræktarsemi alla tíð. Við fengum greiða leið með nýjar hugmyndir, en jafnan eftir að hafa þurft að beij- ast fyrir þeim. En við lærðum líka að bera virðingu fyrir lífinu, skynja landið og eignast sanna vini ævi- langt. Samræðusnilldin og hæfileik- inn til að láta gleðina ríkja og tugta okkur til þegar við gengum of iangt var einstakur. „Það á að spila vínar- valsa í jarðarförum," sagði Óli. Skátahreyfingin á íslandi stendur í ævarandi þakkarskuld við Öla Kristinsson og flytur ástvinum hans öllum einlægar átunum sínum hjálp- arhönd og þegar hann kom til starfa sem félagsforingi árið 1983 eftir nærri tveggja áratuga hlé frá for- ingjastörfum, komu skátarnir hans ekki að tómum kofanum, eldmóður- inn og kunnáttan var söm og jöfn. Síðar var Óli Kristinsson endurskoð- andi Skátasambands Reykjavíkur um 13 ára skeið. Fyrir störf sín hlaut hann nokkra viðurkenningu skáta- hreyfingarinnar, hann var sæmdur heiðurspeningi Skátafélags Reykja- víkur úr silfri, gullmerki Skjöldunga og Þórshamrinum heiðursmerki Bandalags íslenskra skáta. Óli Kristinsson var ekki einungis góður foringi og félagi, hann var einnig góður skáti í verki, hjálpsam- ur, orðheldinn, vinafastur og hlýr. Minningin um sæmdarmann lifir. Skjöldungar votta ástvinum hans dýpstu samúð. Matthías G. Pétursson, f'élagsforingi. Við krakkarnir í Staðarhólsfjöl- skyldunni kölluðum hann Óla Krist- ins bróður okkar. Seinna áttum við eftir að komast að því að Óli „bróð- ir“ var alls ekki bróðir okkar, heldur frændi okkar. Hann var bróðir henn- ar mömmu — og auðvitað Evu og Svölu og allra hinna líka. Við áttum einnig eftir að komast að raun um að Óli „bróðir" var líka „bróðir móð- urbróður míns“, rétt eins og persóna úr leikriti eftir Pinter kemst að orði á einum stað en sama persóna veltir því einnig fyrir sér hvort þessu geti jafnvel verið öfugt farið, þ.e. að „hann sé bróðir minn og ég móður- bróðir hans“. Óli „bróðir“ var raunverulegur bróðir. Hann var okkar fyrirmynd; einlægur og hlýr, kímnigáfan hárfín og svo bóngóður að maður fékk stundum á tilfinninguna að maður hefði gert honum greiða með því að fá eitthvað lánað hjá honum eða að biðja hann um að gera við bíldrusl- una sem maður átti eða föndra við stíflaða vaskinn heima hjá manni, enda gilti svo sem einu við hvað hann fékkst, því Óli „bróðir" gat allt. Sjálfur sagðist hann vera okkur krökkunum víti til varnaðar: „Hætt- ið að pota í nefið á ykkur, krakkar mínir, eða viljið þið fá stórt og ljótt nef eins og Öli bróðir," sagði hann og maður horfði rannsakandi augum á frekar fíngert nef Óla og hugsaði með sér að ef það væri einhver sem maður vildi líkjast í ljölskyldunni þá væri það einmitt Óli „bróðir“. Nú hefur Óli verið tekinn frá okk- ur og það finnst mér í hæsta máta óréttlátt. Það var bara enginn sem spurði okkur sem eftir sitjum með tárin í augunum hvað okkur fyndist réttlátt eða óréttlátt í þessum heimi. Eflaust hefur vantað hlýlegan og greiðvikinn gleðigjafa uppi á himn- um, þeir eru svo sem ekki á hveiju strái í þessari veröld en ég ætlaðist hreinlega til J)ess að fá að hlæja með honum Óla „bróður" hér niðri á jörðinni miklu, miklu lengur hversu eigingjarnt sem það kann að hljóma. Ég þakka fyrir að hafa fengið að vera með honum Óla þennan tíma sem honum var ætlaður hér á jörð- inni og við sem elskuðum hann biðj- um Guð að taka sálu hans til sín og taka Köllu og Óla Kára og Egg- ert Pál í faðm sinn og hugga þau. Edda Björgvinsdóttir. Óli bró, eins og hann var alltaf kallaður, er nú dáinn langt fýrir aldur fram. Minningarnar hrannast upp, og í mínu tilfelli tengjast þær mikið barnæsku minni. Óli var vin- sæl barnfóstra hjá eldri systkinum sínum, enda ógiftur og barnlaus þegar flest þeirra voru komin með góðan hóp af grislingum. Hann var ótrúlega þolinmóður við okkur, og að sama skapi mjög skemmtilegur. Hann var mikill húmoristi, og fór það ekki fram hjá neinum sem hann umgekkst. Með smitandi hlátrinum og hlýju viðmóti, var hann mjög þægilegur í umgengni, og þetta skynjuðu börn jafnt sem fullorðnir. Hann gaf manni alla jafnan mikla athygli, sem litlar málglaðar frænk- ur með óteljandi spurningar, kunnu vel að meta! Hann ferðaðist mikið sem sjómaður, og kom þá gjarnan heim færandi hendi handa krakka- skaranum, sem beið hans með óþreyju. Eflaust höfum við verið orðin nokkuð eigingjörn á Óla þegar kom að því að hann stofnaði sína eigin fjölskyldu. Óli gekk sitt mesta gæfu- spor þegar hann gekk að eiga Köllu sína, og þeirrar hlýju og athygli sem Óli var óspar á, fékk nú Kalla og svo synirnir, Óli Kári og Eggert Páll, að njóta í ríku mæli. Fjölskyld- an var ótrúlega samhent, og naut þess að eyða sem flestum stundum saman. Hvort sem það voru ferðalög erlendis, bíóferðir í borginni eða heimsóknir á veitingahús, fóru þau yfirleitt alltaf fjögur saman, og greinilegt að þannig leið þeim best. Óli bró var með eindæmum hlýr og glaðlyndur maður sem átti auð- velt með að sjá spaugilegu hliðarn- ar á lífinu. Ég veit fyrir víst að hann hefði ekki þolað of mikinn lofsöng um sjálfan sig, en með hreinleika í hjarta, auðmýkt og for- dómaleysi, hefur hann skilið okkur eftir með margt til íhugunar. Menn verða seint sammála því hvernig lífinu verði best lifað, en flestir geta sæst á það að ekki sé mest um vert að lifa, heldur að lifa vel. Ef eitthvað er hægt að segja um lífshlaup Óla, geta flestir verið sam- mála um að hann lifði vel. Elsku Kalla, Óli Kári og Eggert Páll. Megi Guð gefa ykkur styrk í sorginni, og minningin um góðan, skemmtilegan, já hinn eina Óla bró, lengi lifa. Anna Lóa. Myndirnar eru komnar upp í anddyri Morgunblaðshússins í Kringlunni I hefur verið sett upp sýning á Ijósmyndum frá ferð þeirra Björns, Einars og Hallgríms upp á tind Everest Einnig er hluti af búnaði þeirra til sýnis, eins og fatnaður, tjald og eldunarbúnaður. Á meðan á förinni stóð voru þeir félagar í beinu sambandi við Morgunblaðið í gegnum gervihnött sem gerði lesendum kleift að fylgjast með leiðangrinum í máli og myndum þær 10 vikur sem hann stóð yfir. fHNrgtuiMiriftfr

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.