Morgunblaðið - 30.07.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.07.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ1997 35 FRIÐRIK ÞOR VALDSSON + Friðrik Þor- valdsson fæddist í Hrísey 26. apríl 1923. Hann varð bráðkvaddur 22. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 29. júlí. Mikil er sú ósanngimi almættisins að kalla burt svo skjótt þann úr vina- hópnum sem okkur fannst enn eiga fjöld ára inneignarmegin á lífs- reikningnum. Þetta voru mín fyrstu viðbrögð þegar mér var sagt andlát góðvinar míns Friðriks Þorvaldssonar. En við nánari um- hugsun var þó eins og þetta sama almætti hefði með styrkri hendi sett á svið helgileik sem engum hæfði fremur: Hjónin Þórgunnur og Friðrik á göngu í Kjamaskógi að morgni þriðjudags eftir Þorláksmessu á sumri, sól yfir Garðsárdal, margradda söngur fugla, sterkur ilmur af gróinni jörð og grænni björk. Þau að ræða sönglínu eftir Schubert, ljóðabrot ein- hvers góðskáldsins eða bara síðustu atvik hversdagsins. Sest á bekk til þess að láta líða úr sér, horfst í augu, ekkert sagt. Súlur á sínum stað, Kald- bakur nyrst í ijarska, fegurðin ríkir ein. í einni andrá skyggir á sviðinu, hann er allur, hún stendur ein eftir. Tjaldið fellur. Milli fimmtíu og sextíu ára sam- fylgd kallar fram ótal minningar. Friðrik Þorvaldssyni fylgdi birta og þokki sem ekki verður lýst með orð- um. Ræktarsemi var honum í blóð borin og ekkert tækifæri lét hann ónotað til að sýna hana í verki eins og við átti. Öll framganga hans var sambland eyfírsks sveitapilts og ensks séntilmanns. Hús hans stóð okkur skólafélögunum ætíð opið og er ekki úr vegi að minnast fímmtíu ára stúd- entsafmælis þar sem þau hjón tóku hópnum opnum örmum með gestrisni og rausnarbrag. Það sem einstakt var í fari Friðriks, það andrúmsloft sem um hann lék og að innan kom, mun fylgja okkur það sem eftir er. Eg tek mér það bessaleyfí fyrir hönd stórfjölskyldunnar að votta Þórgunni og fólki þeirra Friðriks sam- úð okkar allra. Far í friði, Friðrik Þorvaldsson. Björn Bjarman. “Integer vitae Fréttin um lát Friðriks Þorvalds- sonar kom sem reiðarslag, á dauða mínum átti ég von en ekki þessu. Ég var nýbúinn að hitta hann hressan og kátan. Við Lovísa vorum á suður- leið úr Mývatnssveit og litum inn til Þórgunnar og Friðriks í Einilundinum á Akureyri eins og við vorum vön, þegar við áttum leið um. Eyjafjörður- inn skartaði sínu fegursta á Jóns- messunni, sól skein í heiði og andi guðs sveif yfír Pollinum, enda presta- stefna háð á Akureyri í þann mund. Þessi umgjörð einkenndi síðasta fund okkar vinanna. Þau hjón tóku á móti okkur af þeirri gestrisni sem var þeim svo eiginleg og við rifjuðum upp göm- ul kynni og tíunduðum það sem á dagana hafði drifíð frá síðasta fundi okkar. Fréttir af skólasystkinum voru ofarlega á baugi, en börnin og bama- bömin voru auðvitað aðalumræðuefn- ið. Það var greinilegt að þau Þórgunn- ur og Friðrik nutu þess í ríkum mæli að vera í ömmu- og afahlutverkinu og með viðeigandi stolti kynntu þau unga sonardóttur, sem greinilega sór sig í ættina. Friðrik Þorvaldsson var gæfumað- ur. Heimanfylgjan var góð, eyfírskur að föðurkyni, af Krossætt, og aust- fírskur í móðurætt, úr Álftafirðinum, fegurstu og söguríkustu sveit austan- lands, þar sem Þangbrandur tók land fyrir þúsund árum. Svo var Friðrik fjölmenntaður maður bæði innanlands og utan, fékk starf við hæfí, náði í góðan lífsförunaut og eignuðust þau Þórgunnur 3 hrausta syni, sem mönn- uðust vel og bamabömin voru þeim til ánægju. Að mínu viti er þetta ham- ingjan í hnotskum. Ekki sakar svo að vera hraustur og kátur allt sitt líf og fá að kveðja þennan heim standandi í báða fætur vitandi að hafa skilað lífsstarfí sínu með sóma. Það hafði Friðrik gert. Hann var vammlaus maður. “Integer vitae —“ sung- um við félagamir gjarn- an á góðri stundu og óskuðum sjálfsagt allir að lifa eftir því, en það er samdóma áiit okkar bekkjarsystkinanna að þar hafí Friðrik verið fremstur. Frissi, eins og við bekkjar- systkinin kölluðum hann alla tíð okk- ar á milli, var hornsteinninn í bekks- ögninni og til hans var alltaf hægt að leita þótt hann byggi fyrir norðan og við hin fyrir sunnan eða erlendis. Hann skipulagði stúdentsafmælin okkar og þau Þórgunnur tóku á móti öllum hópnum á heimili sínu nú síð- ast á fímmtíu ára stúdentsafmælinu 1993. Það var ógleymanlegur fögnuð- ur, eins og systkinahópur væri kom- inn heim og sýnir hve Menntaskólinn á Akureyri á sterk ítök í huga gam- alla nemenda. Það var gaman að sjá menningarbraginn á hátíðarhöldum skólans og við vitum að Friðrik hefur lagt sitt af mörkum. Nú er skarð fyrir skildi og söknuður okkar mikill, en huggun harmi gegn að minningin um góðan dreng yljar okkur um hjartarætur. Þar sem ég sit hér og rita þessar línur hefí ég gamlar myndir af okkur bekkjarsystkinunum fyrir framan mig. Kynni okkar spanna nær 60 ár. Friðrik kom í 2. bekk MA árið 1938 og varð strax einn af okkur og alla tíð í sérstöku uppáhaldi. Hann var námsmaður í besta lagi, jafnvígur á allt og alltaf með þeim efstu í bekkn- um, samviskusamur og reglusamur enda verðlaunaður „fyrir að vekja heimavistamema kl. 7 Vi hvem morg- un með hringingu 1941-43.“ Hann var hvers manns hugljúfí, þó einarður og ákveðinn þegar þess þurfti með, umtalsfrómur og færði allt til betri vegar, þó gamansamur. Það var gott að blanda geði við Friðrik, hann var svo skemmtilegur og ekki spillti það hve góður söngmaður hann var. Hann kunni að gleðjast með glöðum, þó alvörumaður undir niðri. í sjötta bekk bjuggum við saman 3 félagar á Briemsgerði á Norðurvistum, Friðrik, Óttar Þorgilsson og undirritaður og áttum við Óttar það til að slugsa við námið. Þá greip Friðrik í taumana og renndi með okkur yfir „pensúmið“ áður en við fórum í háttinn. Ég held bara að hann hafí þannig komið okk- ur í gegnum stúdentspróf. Hann var góður kennari og ungum mönnum sönn fyrirmynd og Friðrik kemur mér alltaf í hug þegar ég heyri góðs manns getið. Þegar við Friðrik kvöddumst á Jónsmessunni hlökkuðum við báðir til að hittast aftur að ári liðnu á 55 ára stúdentsafmælinu. Af því verður ekki í þessu lífi. Þau Þórgunnur voru náttúruunn- endur, gengu mikið og reglulega og gjaman í Kjamaskógi. Þau ráðlögðu okkur hjónum að fá okkur göngutúr þar hvað við og gerðum að lokinni heimsókn í Einilundinum. „Þar ríkti fegurðin ein ofar hverri kröfu" og þar varð Friðrik allur mánuði síðar á göngu með sinni heittelskuðu. Ekki gæti ég óskað mér betri dauðdaga þegar kallið kemur. Eftir sitja vinim- ir með söknuð í hjarta en sárastur er söknuður Þórgunnar og fjölskyld- unnar allrar og færum við Lovísa og bekkjarsystkinin þeim innilegustu hluttekningu með þakklæti í huga fyrir allt það sem Friðrik var okkur. Minningin lifír um góðan dreng. Jón Þorsteinsson. Friðrik Þorvaldsson andaðist, þar sem hann hafði tekið sér hvíld á bekk í Kjarnaskógi, en þau Þórgunnur gengu þar gjaman og nutu útivistar og umhverfís. Hann hafði ekki kennt sér meins. Hafði raunar alla ævi not- ið hestaheilsu, og var, liðlega sjötíu og fjögurra ára, ímynd heilsu og heil- brigðis. Lát hans kom okkur öllum að óvömm. Friðrik var málakennari að ævi- starfí og naut sín í því starfí. Hann kenndi þýsku og frönsku, lengstum við Menntaskólann á Akureyri, en síðar við Verkmenntaskólann. Hann var mikill málamaður og næmur á sköpunarmátt málsins. í eðli sínu var hann óforbetranlegur fagurkeri. Hann nálgaðist tungumálið sem lista- verk, nam mál af tilfinningu og inn- sæi. Hann fann sterkt fyrir tónlist tungunnar. Þannig hreyfst hann ekki síst af þeirri list sem sameinar, í lát- leysi en nákvæmni, tært tungutak og laglínu, sem í senn er einföld og nærgætin. Þýskur ljóðasöngur og frönsk sígild sönglög voru meðal þess sem hann skynjaði djúpt og skildi með hjartanu. Friðrik naut þeirrar gæfu að vera kvæntur inn í mikla tónlistarfjöl- skyldu og eiga að lífsförunaut mikla sómakonu, Þórgunni Ingimundar- dóttur, sem hefur tónmennt að ævi- starfi. Þeim hjónum og fjölskyldu þeirra fylgdi menningarandi hvar sem þau fóru. Eftir að Friðrik lauk störfum sem kennari við Menntaskólann á Akur- eyri, vann hann með mér árum sam- an sem prófdómari. Hann var mér ómetanlegur við þau störf. Hann var maður mildur í dómum að eðlisfari. En hann hafði líka til að bera ríka mannúð og lagði mikið upp úr vilja til verksins. Hann dáðist mikið að afburðahæfíleikum til náms en bar dýpsta virðingu fyrir dugnaði og ós- érhlífni þeirra sem með skipulegum vinnubrögðum tókst að sigrast á erf- iðleikum í námi. Friðrik Þorvaldsson varð varabæj- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins 1974 og sinnti stjómmálastarfinu af sömu lipurð, vandvirkni og vingjamleika og öðmm þeim störfum, sem hann tókst á hendur. Öll þau ár sem við unnum saman, var Friðrik mér kennari og öðrum samverkamönnum og vinum, án þess að vita af því. Hann kenndi þá grein sem erfitt er að tileinka sér til hlít- ar. Hann veitti öllum sem kynntust honum innsýn í fágun, sem í senn var meðfædd og ræktuð. Öðrum þræði var um að ræða íslenska sveitamennsku, sem er þegar best lætur ein magnaðasta aðalsmennska sem ég hef komist í kynni við. Hún var í ættinni, frá Hrísey. Hins vegar hafði hann drukkið í sig miðevrópska menningu, eins og hún getur best orðið. Friðrik hafði til að bera mjög fín- lega kímnigáfu, sem var göfgandi. Hann dró úr kerskni og kaldhæðni, sem eru okkur íslendingum nokkuð tamar, en laðaði fram, með skarpri athyglisgáfu, það sem var spaugilegt og táknrænt en særði engan. Þannig fannst manni einatt heimurinn stór- um betri í návist hans. Mér finnst þessi mildi sómamaður hafa verið holdi klædd sú fágun og hlýleiki, sem einkenndi Akureyri á uppvaxtarárum mínum og bærinn býr enn að. Um leið og ég kveð Friðrik Þor- valdsson, sendi ég eiginkonu lians, sonunum þremur og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Tómas Ingi Olrich. Úber allen Gipfeln ist Ruh'. In allen Wipfeln spur’st du kaum einen Hauch. Die Vögellein schweigen im Walde. Warte nur: - balde ruhest du auch. „Þetta er nú fallegt, hmmmm! Finnst ykkur það ekki? Mikil lifand- isósköp er þetta fallegt, hmmm?“ - Og Friðrik hagræðir gleraugunum og lítur yfír hópinn - nær þijátíu stráka um tvítugt - ef allir eru mættir sem litlar líkur eru til. En þar eru menn áhugasamari um flest annað en að afhjúpa tilfínningar sín- ar með því að játa að sér fínnist eitt- hvað fallegt. En það snýst heldur enginn til varnar því að þær komi fram í þögninni. Hún er þessu sinni samsinnandi - ekki vankunnandi. Enginn leyfir sér að afgreiða málið með hálfkæringi eða útúrsnúningi - til þess er helgi stundarinnar of mik- il. - Jú, vissulega er þetta fallegt en það er erfíðara að játa það. Og þögnin ríkir - í þetta skiptið þægileg. Hver af nemendum Friðriks Þor- valdssonar minnist ekki ástar hans og virðingar á viðfangsefninu - hvort sem það voru valdir kaflar eftir Goethe og Schiller, Heinrich Böll og Wolfgang Borchert eða stíll sem átti svið sitt á járnbrautarstöðinni eða í flughöfninni. í samfylgd hans lá leið- in um undirdjúpin, sem „Kafarinn" forðum kannaði, á vit „Álfakóngs- ins,“ þar sem Schubert síóst í hópinn og síðan var dvalist við „Dichter- liebe" Schumanns og staldrað við á Loreley eða jafnvel litið inn á krá þar sem gengið var á fund „der alten Burschenherrlichkeit". Á þessari löngu göngu úr einum næturstað í annan verður þó e.t.v. eftirminnileg- ust nándin við skyttuna í skóginum í Rússlandi sem söng „Weihnachs- lieder obwohl es schon Anfang Febr- uar war“. En umfram allt tvö nætur- ljóð ferðalangsins sem býst til hvíld- ar í ró, hafi hann ekki verið borinn helsærður inn í gamla skólann sinn þar sem enn standa á töflunni rituð eigin hendi orðin: „Wanderer, kommst du nach Spa ...“ Hvort sem Friðrik miðlaði mönn- um af sígildum menningarheimi Evr- ópu á gullöld hans eða þjáðum a_f styijöld lét það engan ósnortinn. Á sinn glaðværa yfirlætislausa hátt eða kenndi þeim einnig að mæta samtíð sinni m.a. með því að gera kunnug- legar þeim áður framandi ferðavenj- ur. Sumum kann einhvern tíma að hafa þótt nóg um öll farmiðakaupin og lestarskiptingamar í þýsku stílun- um og kallað hann þá í græskulausu gamni „Friedrich von Bahnhofen". En leiðsögn hans kom þeim til góða þegar þeir stóðu fyrsta sinni á þýsk- um brautarpalli og þurftu ekki að óttast að missa af lestinni. Þeir þekktu aðstæður og gátu brugðist við þeim. Vel reyndist mönnum einn- ig vegnestið sem Friðrik fékk þeim til náms við erlenda háskóla - jafn- vel áratugum síðar. Minningu hans leyfí ég mér að helga eftirfarandi þýðingar á Næturljóðum Goethes: I Þú sem háum himni frá harm og kvalir ailra stillir, þann sem ótal eymdir hijá endalausu þoli fyllir, lof mér þreyttum leggjast niður! Lát mig einan, gleði og sorg! Ljúfí friður, líð þú inn í hugar borg. II Yfir öllum tindum er ró. Ei andar vindum, í skóg bærist ei blað. Söngfuglar sofa í náðum. Sjáðu til, bráðum þú sest hefur að Friðrik Þorvaldsson var góður kennari og mannvinur - sannur húmanisti og unnandi mennta og menningar - í senn rómantískur fag- urkeri og duglegur framkvæmda- maður. Hann var góður maður. Erlingur Sigurðarson frá Grænavatni. Á heitum sumardegi er Kjarna- skógur paradís á jörðu, þegar sólin skín og geislar hennar mynda sam- hljóm með fuglasöngnum og bjark- arilmnum. Slíkur dagur var þriðju- dagurinn 22. júlí. Friðrik og Þórgunnur fengu sér, eins og svo oft áður, morgungöngu í skóginum, og nutu alls hins besta, sem sumarið býður. Skyndilega og fyrirvaralaust var Friðrik Þorvaldsson allur. Innra með okkur dró ský fyrir sólu, geislar hennar misstu hlýju sína, söngur fuglanna þagnaði og bjarkarilmurinn hvarf. Friðrik kenndi mér þýsku öll árin í Menntaskólanum á Akureyri auk frönsku einn vetur. Mér er kennsla hans minnisstæð, hún einkenndist öllu öðru fremur af jákvæðum sam- starfsvilja. Hann leiddi okkur inn í rökréttan heim þýskrar málfræði og þegar sagnirnar eða lýsingarorðin hjá okkur tóku á sig annarlegan blæ, brosti hann góðlátlega og leiðrétti og skýrði. En það var ekki bara málfræðin og gotneska letrið. Það voru einnig ljóðin, einhver mesti menningararfur þýskrar tungu. Með Goethe, Schiller og Heine lauk hann upp nýjum heimi, sem gott er að hafa kynnst. V Þannig kennara er gott að hafa og honum á ég það fyrst og fremst að þakka að hafa stundað nám í þýsku I Þýskalandi, þótt það nám yrði styttra en ætlað var. Síðar hittumst við oft á förnum vegi og tókum þá gjarnan tal sam- an. Oftar en ekki ræddum við skóla- mál, sem voru okkur báðum hugleik- in. _ Á útmánuðum 1984 er undirbún- ingur að Verkmenntaskólanum á Akureyri var að komast á lokastig hittumst við dag einn á pósthúsinu. Hann spurði, hvort ekki yrði kennd þýska í þessum nýja skóla. Ég játti því. Hann spurði um starfíð og hvem- ig sem nú orð féllu var ráðing hans handsöluð. Hann var ráðinn fyrstur allra. Pappírsvinnan var unnin seinna. Við unnum saman í hartnær áratug uns hann fór á eftirlaun. Friðrik var góður og glaðlyndur félagi, bæði í skólastofu og á kenn- arastofu. Hann var prúðmenni í fasi og framkomu, snyrtilegur { klæða- burði og unni hinu fagra, ekki síst tónlistinni. Ég sendi Þórgunni og fjölskyldu hennar mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Við ótímabært fráfall Friðriks Þorvaldssonar er Akureyri fátækari en áður. Bernhard Haraldsson. Friðrik Þorvaldsson menntaskóla- kennari varð bráðkvaddur í Kjarna- skógi við Akureyri þriðjudaginn 22. þ.m. og verður jarðsunginn frá Akur- eyrarkirkju í dag. Með Friðriki Þor- valdssyni er genginn fágaður heið- ursmaður. Mannvirðing og hófsemi vom honum mnnin í merg og bein. Friðrik Þorvaldsson fæddist í Hrís- ey 26. apríl 1923 og var því nýlega orðinn 74 ára. Aldurinn bar hann með afbrigðum vel, sviphreinn og beinn í baki gekk hann með konu sinni, Þórgunni, um gamlar slóðir og naut lífsins í hinu einfalda og var gaman að hitta þau hjón og skiptast á skoðunum við þessa menntuðu fag- urkera. Friðrik Þorvaldsson tók stúdents- próf frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1943 og hélt um haustið til Skotlands og las frönsku og þýsku við háskólann í Edinborg og síðan við háskólann í Cain í Frakklandi og lauk MA prófí frá háskólanum í Edinborg árið 1950 og stundaði auk þess nám í Kiel, Göttingen og Ham- borg. Hann var kennari við Mennta- v* skólann á Akureyri nær aldarfjórð- ung og hægri hönd Þórarins skóla- meistara Björnssonar um árabil en hvarf frá kennslu árið 1970 og veitti forstöðu fyrirtækjum á Akureyri til ársins 1985 að hann gerðist kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri til vors 1993. Friðrik Þorvaldsson var n\jög góð- ur kennari og komu þar fram hæfi- leikar hans og mannkostir, mikil menntun og næmt fegurðarskyn en hluti af tungumálakennslu í mennta- skóla er að leiða menn um lendur þeirrar menningar sem tungumálinu eru bundnar og það gerði Friðrik Þorvaldsson. Eftir að við komum aftur til Akureyrar 1972 var Friðrik * Þorvaldsson stjómskipaður prófdóm- ari við gamla skólann og bar fundum okkar því oft saman og áttum við margar góðar stundir með þeim | Þórgunni, nú síðast fyrir mánuði þar sem sameiginleg áhugamál og þá ekki síst ensk og skosk menning var til umræðu. En kallið, sem við eigum öll eftir að hlýða, kom skjótt og raun- ar fyrr en nokkurn varði. Eftir göngu um Kjarnaskóg á sólbjörtum sumar- degi hneig hann að öxl konu sinni, Þórgunni Ingimundardóttur, og var andaður. En eitt sinni skal hver deyja. Með Friðriki Þorvaldssyni er genginn mik- ill heiðursmaður sem hafði til að bera fágun og hreinleika sem ein- kennir sannmenntað fólk. Við vottum Þórgunni og börnum þeirra Friðriks, tengdabömum og bamabömum samúð okkar og geymum áfram góð- ar minningar um horfínn vin. Margrét Eggertsdóttir, Tryggvi Gíslason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.