Morgunblaðið - 30.07.1997, Qupperneq 36
36 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Sigríður Jóns-
dóttir fæddist í
Reykjavík 9. sept-
ember 1947. Hún
lést á Landspítalan-
um 20. júlí siðastlið-
inn og fór útför
hennar fram frá
Bústaðakirkju 28.
júlí.
Hún Sigga er dáin,
var fréttin sem barst
mér til eyrna gegnum
farsímann sl. þriðju-
dag. Að vísu kom frétt-
in ekki með öllu á
óvart. Mér var fullkunnugt um að
skammt gat gat verið til þessarar
stundar, þótt hugurinn gerði ráð
fyrir lengri tíma. Þannig erum við
mennimir svo oft. Við vonum að
óþægilega fréttin komi ekki strax.
Sem unglingur í sveit á heimili afa
hennar og ömmu á Efri-Brúnavöll-
um fékk ég að kynnast henni allt
^frá barnæsku. Glaðvær, duglega
hnáta, sem vissi þó hvað hún vildi.
Ég fékk að sjá hana vaxa úr grasi
til fullþroska einstaklings, sem varð-
f veitti þessi einkenni sín, og þegar
dauðinn hefur nú, ótímabært, knúið
dyra, vil ég með þessum fáu línum
þakka fyrir öll þau kynni um leið
og ég votta öllum hennar nánustu
innilega samúð mína og fjölskyldu
minnar.
Á ættarmótinu, sem haldið var
nú í lok júní tók hún fullan þátt,
þrátt fyrir veikindi sín, enda var
slíkt mót alveg í hennar anda. Svo
veik sem hún var, var okkur hinum
óskiljanlegt hvemig hún lagði allan
hug sinn og orku í að njóta þess,
sem fram fór, en það vakti óskipta
athygli okkar og aðdáun.
Hvílíkt baráttuþrek og ákveðni í
því að gefast ekki upp. Sú minning
um Siggu mun lifa um langa fram-
tíð. Sú minning lýstir henni vel. Þar
sá ég sama baráttuandann og ég
mætti á bernskudögum hennar, þeg-
ar ég eitt sinn reyndi að telja í hana
kjark og telja henni trú um að hún
væri ekki hrædd við vissa utanað-
komandi ógn, sem henni fannst
steðja að. Með grástafinn í kverkun-
um tók hún þá undir orðin mín og
fullyrti með mér að
„Sigga væri ekki
hrædd“.
Hún hafði orð á því
á þessu ættarmóti að
ég hefði stundum strítt
sér. Vera má að svo sé,
þótt hugur minn segi
mér að ég, unglingur-
inn, hafi frekar notað
mér sakleysi hennar
sem verkfæri til stríðni
við aðra. Ég minnist
þess, að hún sem lítil
stúlka fór sendiför fyrir
mig með nokkra gras-
maðka falda í lófa sér,
sem ég vissi að vekja mundu óskipta
skelfingu mömmu hennar.
En síðan er liðinn langur tími og
viðburðaríkur tími í lífi okkar
beggja, þar sem að sjálfsögðu hafa
skipst á skin og skúrir. Er við hitt-
umst síðast var hún altekin þeim
sjúkdómi, sem nú hefur lagt hana
að velli. Og nú er hún horfin, minn-
ingin ein lifir. Dýrmæt minning um
fágæta stúlku, sem heilsaði ætíð
með brosi, glaðværð og hlýju. Ég
bið að sú mynd megi einnig varðveit-
ast í huga eftirlifandi ástvina henn-
ar og að góður Guð gefi þeim hugg-
un og frið á þessum tímamótum.
Biessuð sé minningin um hana.
Jóhannes Ingibjartsson.
að eiga mynd af þessu brosi. Vinátt-
an óx og dafnaði og varð traust og
góð. Þegar Ulfar og Sigga skildu
vorum við svo lánsöm að vináttan
hélst við þau bæði. Sigga var dug-
leg að rækta vináttu. Hún kom oft
í heimsókn, skrifaði mörg og löng
bréf og mundi alltaf eftir afmælinu
mínu.
Þegar Sigga giftist Mark Peter-
son, Pete, og flutti til Ameríku hélst
samband okkar óbreytt, ef ekki
betra. Þau hjón eignuðust Ingu Lóu,
sem varð mikill augasteinn pabba
síns. Þegar sú litla var um hálfs árs
gömul veiktist Sigga af þessum ill-
víga sjúkdómi, sem svo oft er talað
um, en sjaldnast nefndur, og heitir
krabbamein. Fjölskyldan var þá
stödd hér á landi í sumarfríinu.
Sigga barðist eins og hetja og sigr-
aði eftir átta mánaða stríð, alltaf
brosandi, alltaf bjartsýn og lét ekk-
ert á sig fá. Pete gat loksins farið
heim til New Jersey með þær mæðg-
ur og lífið brosti við þeim á ný, en
bara út í annað.
Dagný, dóttir mín, fékk að fara
til þeirra í byrjun sumars í fyrra til
að passa þá litlu í einn mánuð. Þau
komu svo öll saman hingað í sum-
arfrí og dvöldu mikið í sumar-
bústaðnum fyrir austan. Þar liggja
íslensku ræturnar hennar Ingu Lóu
og þangað mun hún koma með
pabba sínum á hverju sumri í sveit-
ina á íslandi.
Eftir þetta sólríka sumar syrti
aftur að með haustinu og krabba-
meinið tók að heija á aftur, með
tvöföldum þunga. Áftur var barist,
fyrst af bjartsýni, síðan af þraut-
seigju allt þar til yfir lauk.
Og þegar Inga Lóa spyr: „Hvar
er mamma?“ þá sýnum við henni
sólskinsmyndimar af mömmu og
þegar hún spyr: „Hvar er pabbi?“
þá segjum við: „Hann kemur bráð-
um að sækja þig.“ Og því hefur hún
lært að treysta.
Ég, Danni og börn okkar þökkum
fyrir samfylgdina með Siggu, við
erum ríkari eftir. Við sendum manni
hennar og börnum, fjölskyldum
þeirra, foreldrum Siggu og öðrum
aðstandendum dýpstu samúðar-
kveðjur.
Elsku Sigga mín, hvíl þú í friði.
Inga Norðdahl.
Hún Sigga er dáin. Þessi blákalda
staðreynd kom eins og högg, þótt
við vissum allar að hveiju stefndi.
Hvers vegna Sigga, þessi duglega
kona sem átti svo margt eftir ógert?
Og fátt er um svör.
Á svona stundu leitar hugurinn
til baka. Það em 27 ár síðan við
hittumst, sex ungar mæður, og
stofnuðum saumaklúbb. Það var
alltaf tilhlökkunarefni að hitta stelp-
umar á tveggja vikna fresti, spjalla
saman yfir handavinnu, sem oft
reyndust vera flíkur á litlu krílin
okkar, og við lærðum hver af ann-
arri. Já, þetta var alvöru saumaklúb-
bur og ekki spillti kaffisopinn og
eitthvað gott með, sem verið var
að prófa. Árin liðu og þó að lengra
liði á milli saumaklúbba hittumst
við reglulega, fómm vestur í Dali
til Emu og jafnvel til Lúxemborgar
til Guðrúnar.
Það var alltaf gott að koma á
heimili Siggu, hvort sem það var hér
á höfuðborgarsvæðinu, á Keflavíkur-
flugvelli eða austur í bústað. Fyrir
u.þ.b.. 10 ámm hittii Sigga Pete,
seinni eiginmann sinn. Þau fundu
fljótt að saman skyldu þau ganga inn
í framtíðina og brúðkaupsdagurinn
þeirra var fallegur eins og Sigga sem
geislaði af hamingju.
Svo fluttu þau til Ameríku og við
töluðum um að einhverntíma færam
við þangað að heimsækja Siggu.
En Sigga átti sterkar rætur á Is-
landi og hún kom í heimsókn á
hveiju sumri. Fyrir tveimur ámm
kom hún í eina slíka heimsókn, stolt
móðir með þriggja mánaða dóttur
sína, sú heimsókn varð lengri en
ráðgert var, hún greindist með
krabbbamein og gekkst undir að-
gerð hér. Þá kom í ljós dugnaður
hennar og æðmleysi, en á miðjum
vetri hélt hún heim, full bjartsýni.
Við fengum alltaf skemmtileg bréf
og myndir frá henni fyrir jólin, svo
var líka fyrir síðustu jól, allt lofaði
góðu, en fljótlega á nýju ári komu
slæmu fréttirnar og Sigga kom heim
í faðm fjölskyldu og vina rétt fyrir
páska. Við tókum upp gamla siðinn,
hittumst á tveggja vikna fresti og
farnar að pijóna á barnabörnin.
Þetta er jú alvöru saumaklúbbur.
Elsku Sigga, við þökkum þér allt
sem þú varst okkur, allar gleði-
stundirnar, þær eru okkur dýrmæt-
ar í sjóði minninganna. Við biðjum
þér guðs blessunar.
Kæri Pete, Inga Lóa, Guðný,
Stefán og fjölskyldur, Lóa og Jón.
Guð gefi ykkur styrk í sorginni.
Björk, Erna, Guðrún,
Ósk, Steinunn.
Sigga mín er dáin, horfin mér.
Því er erfitt að trúa, hún var alltaf
sú sterka.
Sigga var vinkona mín til margra
ára, alltaf gott að eiga hana að.
Við brölluðum margt, töluðum sam-
an, þögðum saman, trúðum hvor
annarri fyrir leyndamiálum, skild-
um hvor aðra, aldrei neinn vand-
ræðagangur, allt hreint og beint!
Alltaf þegar við hittumst, vinkon-
umar, var það venjan að hvolfa
bolla og masa, um framtíðina eða
bara hvaðeina. Það skipti svo sem
engu máli hvað birtist í bollunum
eða hvort okkur tókst að ráða fram
úr þeim oft furðulegu táknum, það
var ritúalið sem gilti. Við nutum
þess virkilega að vera saman, spá
í allt það sem ungar konur geta
spáð í, eiga okkar drauma. Við átt-
um góðar stundir.
Sigga flutti til Ameríku fyrir
nokkram ámm, við héidum þó góðu
sambandi, skrifuðumst á og hringd-
um, fylgdumst með stómm viðburð-
um jafnt sem smáum sem henda í
lífinu. Hún og Pete komu heim hvert
sumar, hún kom oft fyrr en hann
eða var hér lengur. Ég á margar
góðar minningar frá sumarkomum
hennar, við höfðum svo margt um
að tala, margt að gera. Ég fékk oft
að vera sú sem sótti Siggu á flug-
völlinn og ég man að í eitt skiptið
töluðum við svo mikið að okkur tókst
að gleyma bjútíboxinu hennar í far-
angurskerrunni á bílastæðinu hjá
flugvellinum. Hvernig við fórum að
því veit ég ekki því það var skær-
rautt! Þegar heim var komið uppgöt-
vaðist þetta og við hringdum og
boxið var enn á sínum stað, á miðju
bílaplaninu.
Oftast þegar Sigga kom til lands-
ins fékk ég að fara með henni aust-
ur í bústað að þrífa og viðra eftir
veturinn. Það voru ánægjulegar
ferðir. Við nutum þess líka að fara
út og skoða gróðurinn, hvernig hann
kom undan vetri. Ég minnist þess
líka með þakklæti þegar hún kom
með mér í minn bústað og hjálpaði
mér að fúaveija. Sérstaklega var
ég alsæl með að hún bar á allt þak-
skeggið, ég er svo lofthrædd að það
er mér ofraun. Við fengum lánaðan
stiga í nágrenninu og gengum með
hann á milli okkar samstiga yfir
túnið, ég man að veðrið var gott.
Einhvern veginn finnst mér veðrið
alltaf hafa verið gott þegar við vor-
um saman.
Við Sigga fórum í margar göngu-
Ég sit og reyni að velja úr minn-
ingum um Siggu vinkonu mína. Inga
Lóa dóttir hennar er hér í pössun,
hún er að vekja kisu og skríkir þeg-
ar kisa geispar af einskærri leti.
Inga Lóa er bara tveggja ára og
mamma hennar dó á sunnudaginn.
Fyrir tæplega tuttugu árum
kynntist ég Siggu. Við vorum
nokkrar fjölskyldur að breyta og
byggja í Smáíbúðahverfinu. Þá var
hún gift Úlfari og átti Stebba og
Guðnýju, sem þá passaði fyrir mig.
Það var oft glatt á hjalla og mikil
vinna og mikil hjálpsemi og mikil
vinátta. Sigga var mjög sérstök að
því leyti að hún gaf svo mikið og
það var svo gott að gefa henni.
Myndir af Siggu og bjarta brosinu
hennar þjóta um hugann og brosið
ber hæst í minningunni, það er gott
SIGRIÐUR
JÓNSDÓTTIR
GUÐBJÖRG LILJA
EINARSDÓTTIR
■4- Guðbjörg Lilja
' Einarsdóttir
fæddist í Kirkjubæ
í Vestmannaeyjum,
25. apríl 1912. Hún
lést á hjartadeild
Sjúkrahúss Reykja-
víkur 20. júlí síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru María
Jónsdóttir og Einar
Sigurðsson bóndi á
4 Arngeirsstöðum í
Fljótshlíðarhreppi í
Rangárvallasýslu,
síðar í Móakoti í
Garðahreppi í Gull-
bringusýslu. Systkini Guðbjarg-
ar Lilju eru: Sr. Sigurður Ein-
arsson prestur í Holti, Steinn
Hermann, Margrét, Guðrún,
Helga og Marta sem nú er ein
eftirlifandi systkinanna.
Árið 1933 giftist Guðbjörg
Lilja Jóhannesi Valgeiri Eiðs-
syni frá Klungubrekku í Skóg-
arstrandarhreppi á Snæfells-
nesi, f. 31.12.1911, d. 21.1.1955.
Hann var sjómaður í Hafnar-
firði. Foreldrar hans voru Sig-
urrós Jóhannesdóttir frá
Hraunsmúla í Staðarsveit á
Snæfellsnesi og Eið-
ur Sigurðsson frá
Klungubrekku, sjó-
maður á Snæfells-
nesi, síðar Hafnar-
firði. Guðbjörg Lilja
og Jóhannes eign-
uðust sex börn. Þau
eru: 1) Eiður, f. 14.3.
1932. 2) Jóhann
Smári, f. 6.9. 1935.
3) Brynhildur, f.
30.4. 1937. 4) María,
f. 20.9. 1940. 5) Ást-
hildur, f. 16.2. 1942.
6) Einar Ægir, f.
28.2. 1948.
Guðbjörg Lilja starfaði lengst
af sem heimavinnandi húsmóð-
ir. Eftir að hún varð ekkja vann
hún í nokkur ár í Bæjarútgerð
Hafnarfjarðar. Síðustu árin var
hún heilsulítil, en gat búið
heima og er það ekki síst að
þakka dyggri aðstoð Ásthildar
dóttur hennar og Einars Ægis
sonar hennar sem bjó hjá henni
alla tíð.
Útför Guðbjargar Lilju Ein-
arsdóttur fer fram frá Garða-
kirkju í Garðabæ í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Elsku amma mín.
Það er með sárum söknuði og
*-V trega sem ég skrifa þér þessi kveðju-
orð. Þú hefur alltaf verið svo sterk-
ur þáttur í lífi mínu. Alla mína ævi
hefur þú verið til staðar, þú og Ein-
ar frændi, saman á Skúlaskeiðinu.
Það var svo gott að koma í heim-
sókn til þín. Þú varst svo fróð og
vel að þér og við spjölluðum svo
mikið saman. Þú varst svo pen og
fín og mikil dama og mér fannst
þú svo oft vera langt á undan þinni
samtíð.
Elsku amma mín, þær verða ekki
fleiri ferðirnar sem ég keyri þig til
læknis eða fer með þér í búðir og
þær verða ekki fleiri jólagjafirnar
sem ég pakka inn fyrir þig eins og
ég gerði sl. 25 ár og alltaf fjölgaði
þeim ár frá ári. Ég veit að þú trúðir
á líf eftir þetta líf og ég er viss um
að systur þínar og aðrir ástvinir
hafa tekið vel á móti þér.
Ég þakka þér fyrir samfylgdina
og bið guð að styrkja okkur öll sem
söknum þín svo sárt.
Rebekka.
Elsku langamma.
Enginn getur þrætt fyrir það að
þú varst dýrmætur persónuleiki með
hjarta úr gulli. Það sýndir þú þegar
við komum í heimsókn til þín með
því að knúsa okkur og faðma og
það geislaði af þér gleðin. Hvetjum
sem er leið vel í návist þinni, það
gerði öll væntumþykjan og hlýjan
sem þú áttir svo mikið af. Einnig
varstu svo bráðskemmtileg og áttir
auðvelt með að fá mann til þess að
hlæja með þér.
Eg vil þakka þér fyrir allar
skemmtilegu stundirnar sem við
mamma áttum með þér í eldhúsinu
þínu og þegar pakka átti inn öllu
gja/aflóðinu fyrir jólin.
Ég á eftir að sakna þín, elsku
langamma.
Guð geymi þig.
Þín,
Jakobína Eiísabet.
RAGNHEIÐUR
GESTSDÓTTIR
+ Ragnheiður
Gestsdóttir
fæddist á Hæli í
Gnúpveijahreppi 7.
febrúar 1918. Hún
lést á Borgarspítal-
anum 26. júní síð-
astliðinn og fór út-
för hennar fram frá
Stóra-Núpskirkju
5. júlí.
Gullhrepparnir góðu eiga
gullin blóm í hlíðum sínum.
Fellur eitt til foldar niður,
fellur hér með moldum
þinum.
(Árni Jónsson.)
Þar sem Þjórsá beljar við túnfót-
inn, þar flýgur hugurinn mót-
streymis og heldur við. Þar eru
Ásólfsstaðir í Þjórsárdal.
Ekki er nema tæpt ár liðið síðan
ég kvaddi Ásólf, frænda minn, og
nú, er ég sendi Ragnheiði mína
hinstu kveðju mætti það svo sem
vera sama greinin. Svo fast tvinn-
ast saman lífshlaup þeirra eftir að
þau giftust fyrir 55 árum.
Hún sleit barnsskóm heima á
Hæli með fimm eldri bræðrum. Ung
kona á fjórða áratugnum dvaldist
hún oft í Reykjavík við tónmennt,
Kvennaskólasetu og önnur störf og
undi hag sínum vel, en Ási þá
bundnari sveitinni fyrir
austan. Kynni þeirra
vom þó gömul og djúp
og kemur annars stað-
ar fram, að þau voru
góðvinir frá æskuá-
mm. Hann kvað þó
fastar að orði við mig
löngu seinna: Ég ætl-
aði mér alltaf að eiga
þessa stelpu.
Þau giftust árið
1942, þá var hún 24
ára. Tóku þau brátt við
búi gömlu hjónanna á
Ásólfsstöðum, Páls og
Þuríðar, sem hurfu
suður til Smálanda.
Tryggð þeirra hjóna var frábær,
góðvild hennar og jafnvægi héldust
í hendur. Ekki lét hún sér bregða,
er ég á unglingsaldri tók reiðhestinn
hennar traustataki og flengdist út
um allar jarðir. Ég sá reyndar, að
henni sárnaði, en lét kyrrt liggja.
Kannki þurfti meira til að kenna
hrossinu víxlið. Þetta var reyndar
fyrir margt löngu.
Hvert sumar knúðum við Tóta
dyra a.m.k. einu sinni á sumri og
snemmsumars í fyrra gerðum við
að vana okkar.
Ekki man ég, hvort þeirra kvaddi
okkur svo: Æ, mér finnst ekkert
sumar nema þið komið. — Og má
einu gilda. Þá sáumst við í hinsta
sinn.