Morgunblaðið - 30.07.1997, Side 40
40 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997
AFMÆLI
MORGUNBLAÐIÐ
Daníel Glad trúboði
er sjötugur í dag.
Daníel er af sænsk-
finnsku bergi brotinn,
fæddur í Helsingfors
30. júlí 1927, sonur
Evi Amöndu og Ed-
vins Johans Glad
stöðvarstjóra. Þetta er
margfalt afmælisár í
lífí Daníels og konu
hans Marianne, en
hún átti 65 ára af-
mæli í vor. í ár eru
einnig 45 ár frá því
þau Daníel og Mari-
anne komu fyrst hing-
að til lands og voru gefm saman í
hjónaband hér á landi.
Daníel eyddi bemskuárunum í
Solberg á Porkala svæðinu í Finn-
landi, þar sem faðir hans var stöðv-
arstjóri á jámbrautarstöð í fallegri
og friðsælli sveit. Að loknum gmnn-
skóla fór Daníel til menntaskóla-
náms í Grankulla Samskola árin
1938-44 og síðan var hann eitt ár
við verslunarnám í Svenska hand-
elsinstitutet í Helsingfors. Að loknu
námi starfaði Daníel á skrifstofum
Helsingforsborgar til 1948.
Æskuár Daníels liðu í skugga
styijalda. Fyrst finnska stríðið við
Rússa og svo síðari heimsstyijöldin.
Skortur, þjáning og óöryggi sem
ófriðurinn olli setti mark sitt á líf
fínnsku þjóðarinnar. Daníel slapp
við að fara á vígvöllinn eins og eldri
bróðir hans þurfti að gera. En
hörmungar stríðsins létu engan
ósnortinn. Fyrsta stríðsminning
Daníels er frá því að kunningi hans,
litlu eldri, var borinn í kistu úr lest-
inni á brautarstöðinni í Solberg.
Árið 1944 hernámu Rússar Pork-
ala-svæðið og eins og aðrir fékk
Qölskylda Daníels 10 daga frest til
að taka pjönkur sínar og yfirgefa
heimilið í Solberg. Þau fluttu til
Rajamaki og bjuggu þar í 11 ár
þar til Porkala-svæðinu var aftur
skilað. Aðkoman var ekki fögur,
hemámsliðið hafði notað kirkjumar
fyrir hesthús og bíó og tekið leg-
steinana úr kirkjugörðunum til
vega- og brúargerðar.
Daníel var ellefu ára gamall þeg-
ar hann komst til lifandi trúar á
Jesú Krist, fékk að reyna mátt
Frelsarans í lífi sínu og frelsaðist.
Það var trúarvakning á Grankulla
svæðinu og Daníel fór að taka þátt
í safnaðarstarfi á vegum hvíta-
sunnusafnaðarins Fíladelfíu í Hels-
ingfors. Hann sótti samkomur og
hélt unglingasamkomur ásamt vini
sínum, Dan Kjeld. Sextán ára gam-
all lét Daníel skírast niðurdýfingar-
skím og staðfesti þar með þá
ákvörðun sína að gerast lærisveinn
Jesú Krists í einu og öllu.
Fyrstu kynni Daníels af íslend-
ingum vom á biblíuskóla Ffladelfiu
í Stokkhólmi 1950 þar sem ungt
fólk kom víða að til að njóta kennslu
trúmanna á borð við Lewi Pethms
og Donald Gee. Daníel hafði notið
biblíufræðslu í heima-
söfnuði sínum og fór
þetta haust, líkt og 12
Islendingar á þennan
nafntogaða biblíu-
skóla. Haustið eftir fór
Daníel til Gautaborg-
ar, aftur á biblíuskóla
og nú hjá Smyma-
söfnuðinum. Enn hitti
hann íslendinga. Fyrir
þeim fór Ásmundur
heitinn Eiríksson, for-
stöðumaður Fíladelf-
íusafnaðarins í
Reylqavík, og spurði
hann hvort Daníel
vildi ekki koma til íslands að starfa
þar. Daníel segist hafa svarað því
að hann fyndi alls enga köllun í
hjarta sínu til Sögueyjunnar.
Vorið eftir, nánar tiltekið 7. apríl
1952, var Daníel staddur á
bóndabæ í Finnlandi. Mánudags-
morgunn og Daníel á leið í fjósið
þar sem hann ætlaði að hjálpa við
mjaltir. Þá heyrði hann skýra rödd,
ekki mannsrödd, heldur greinilega
innri rödd sem sagði honum að fara
til íslands. Daníel var ekki í vafa
um að þetta var köllun Guðs og enn
getur hann heyrt röddina innra með
sér. Hann var ekki að tvínóna við
að gegna kallinu og kom hingað til
lands þann 28. aprfl, á afmælisdegi
Marianne, unnustu sinnar.
Það var Sigurmundur Einarsson
trúboði, yfírleitt kallaður Simmi,
sem tók á móti Daníel og byijaði
strax að kenna honum íslensku.
Simmi fór með Daníel á heimili
Ásmundar Eiríkssonar að Hverfís-
götu 44, en þar hafði staðið brúð-
kaup daginn áður. Húsið var því
blómum skreytt og kom blómahafið
Daníel á óvart. Ekki varð hann síð-
ur undrandi þegar hann gekk út á
Hverfisgötuna og sá víða orðið
„sími“, sem honum fannst vera
gælunafn þess sem tók fyrstur á
móti honum. Undraðist hann hve
víðfrægur þessi trúbróðir hans væri
hér á landi. Daníel hófst strax
handa við að dreifa og selja tímarit-
in Aftureldingu og Bamablaðið og
önnur rit hvítasunnumanna. Honum
voru kenndar nokkrar setningar á
íslensku og með þær fór hann af
stað, fyrst í Reykjavík.
Um haustið kom Marianne frá
Finnlandi og voru þau Daníel gefin
saman 13. september 1952 í sam-
komusal Ffladelfíusafnaðarins á
Hverfisgötu 44. Ungu hjónin fluttu
strax til Sauðárkróks og tóku við
forystu hvítasunnusafnaðarins þar.
Daníel hélt áfram að dreifa kristi-
legu lesmáli, fór um sveitir Skaga-
fjarðar og víðar á reiðhjóli og síðar
á skellinöðm. Hann heimsótti
sveitabæina, seldi bækur og blöð,
hélt andagtir og ræddi við fólk um
andleg mál. Auk þess héldu þau
hjón samkomur á Sauðárkróki og
íjölsóttan sunnudagaskóla á vetr-
um. Á sumrin tók Daníel þátt í
útbreiðsluferðum um fjarlægari
landshom með trúsystkinum sínum
víða að af landinu.
Þau Daníel og Marianne eignuð-
ust þijá drengi meðan þau bjuggu
á Sauðárkróki, Sam Daníel, Róbert
Emanuel og Clarence Edvin. Árið
1959 fór fjölskyldan til Finnlands
og í Helsingfors fæddist hjónunum
dóttirin Barbro Elísabet. Þau snem
aftur til íslands og ári síðar og
árið 1966 flutti fjölskyldan í Stykk-
ishólm. Þar vom þau Daníel og
Marianne í forsvari fyrir starfi
hvítasunnumanna auk þess sem
Daníel hélt áfram ferðum sínum
um landið. Fjórum ámm síðar,
1970, fluttu þau til Reykjavíkur og
hafa búið þar síðan.
Daníel eignaðist fyrst eigin bíl
árið 1960. Þar með var allt ísland
orðið hans prestakall. Það er óhætt
að fullyrða að þeir em fáir sem
hafa komið á jafn mörg íslensk
heimili og Daníel Glad. Það er sama
hvort það er til sjávar eða sveita,
allstaðar hefur Daníel bankað á
dyr, boðið lesmál og fyrirbæn.
Það verður ekki fyrr en á efsta
degi að réttu máli verður slegið á
ævistarf manna eins og Daníels
Glad. Árangur sáðmannsins sem
sáir hinu góða sæði mælist af upp-
skemnni. Lítið dæmi um ósýnilega
þjónustu Daníels gerðist haustið
1972. Hann var að starfa í Vest-
mannaeyjum og gisti fjórar vikur
fyrir jól i Betel, kirkju hvítasunnu-
manna. Hann var einn í húsinu. Á
hverri nóttu þessar flórar vikur var
Daníel vakinn á slaginu klukkan
þijú og knúinn til bæna fyrir Vest-
mannaeyjum og Eyjamönnum. Eftir
klukkustundar bænavöku á nætur-
stund varð honum aftur rótt og
hann sofnaði til morguns. Skýring-
una fékk Daníel 23. janúar 1973
þegar eldgosið braust út í Heimaey
og bæjarbúar björguðust allir með
undraverðum hætti.
Daníel Glad ber nafn með rentu,
ávallt glaður, hlýr og innilegur.
Einu sinni var hann sendur að taka
á móti Breta sem hingað kom að
heimsækja söfnuðinn. Daníel rétti
Bretanum höndina og kynnti sig
brosandi: „Ég er herra Glaður" (I
am mr. Glad). Bretinn kynnti sig á
móti: „Og ég er herra Kátur,“ (And
I am mr. Happy). Það var ekki fyrr
en nokkm síðar að sá enski upp-
götvaði að þetta var raunvemlega
nafn Daníels, en ekki gælunafn
vegna glaðlegs viðmóts hans.
Hér verður ekki fjölyrt frekar um
störf Daniels, hann hefur verið
sannur þjónn og um leið í forystu-
sveit íslenskra hvítasunnumanna
frá því hann kom hingað til lands
fyrir 45 ámm. Forstöðumaður, öld-
ungur, predikari, trúboði og sálu-
sorgari. Allt em þetta sæmdartitlar
sem Daníel ber með réttu. Hann
hefur þó fyrst og fremst reynst ís-
lendingum sannur vinur og bróðir
í gleði og raun.
í tilefni af margföidu afmælisári
þeirra Maríanne og Daníels Glad
verður opið hús í Hvítasunnukirkj-
unni Fíladelfiu, Hátúni 2, Reykja-
vik, frá klukkan 19-21 í kvöld.
Þangað em allir velkomnir sem vilja
samgleðjast þeim hjónum.
Guðni Einarsson.
DANIEL
GLAD
Nú aukum við afsláttinn
á nýjum vörum
Mikið úrval af góðum fatnaði
Jakkar frá kr. 5000 Pils frá kr. 2800
Blússur frá kr. 2800 Bolir frá kr. 800
Buxur frá kr. 2800
v.oxaö
\au9at'
dögum
otraarion
Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirði • Sími 565 1147
GRASLAUKUR.
FJÖLÆRAR
KRYDD JURTIRI
ÞAÐ ER sannkallað
krydd í tilveruna að
rækta sínar eigin
kryddjurtir. í gegn-
um tíðina hefur það
verið talinn heilagur
sannleikur að græn-
meti sem maður
ræktar sjálfur
bragðast mun betur
en „búðakeypt"
grænmeti og gildir
það einnig um
kryddjurtir. Notkun
jurta í matargerð og
til lækninga er sam-
ofin mannkynssög-
unni. í elstu rituðu
heimildum má finna
frásagnir af notkun jurta í ýmiss
konar tilgangi, t.d. við helgiat-
hafnir og galdra. Upphaflega
gekk þekkingin á notkun jurtanna
mann fram af manni en með auk-
inni kunnáttu og fjölbreytni var
farið að skrá þennan fróðleik í
letur. Fullvíst má telja að land-
námsmennirnir sem námu land á
íslandi hafí komið með algengustu
kryddjurtir þeirra tíma með sér
hingað til lands.
Kryddjurtir eru ýmist einærar,
tvíærar eða fjölærar. í hópi ein-
ærra kryddjurta má t.d. finna
basilikum, dill og kóríander. í tví-
æra hópnum eru t.d. steinselja og
kúmen. Fjölmargar fjölærar
kryddjurtir þrífast með ágætum á
íslandi og verða nokkrum þeirra
gerð skil hér á eftir.
Það er nokkuð útbreiddur mis-
skilningur að stór garður sé for-
senda þess að hægt sé að rækta
kryddjurtir. Þær má rækta í pott-
um og kerum á svölum og þá er
gjaman farin sú leið að hafa
nokkrar tegundir saman í potti,
nokkurs konar „season all“. Þegar
kemur að því að klippa af krydd-
jurtunum verður að gæta þess að
klippa ekki of mikið af hverri
plöntu í einu, þær verða að fá að
halda nokkrum laufblöðum svo
þær geti haldið áfram að vaxa.
Einnig er vert að hafa það í huga
að yfirleitt þarf meira af fersku
kryddi en þurrkuðu. Til er ágætis
þumalfingursregla sem segir að
ein matskeið af fersku kryddi jafn-
gildi einni teskeið af þurrkuðu.
Kryddjurtir þurfa áburðargjöf eins
og allar aðrar plöntur til að þær
dafni eðlilega. Ekki er mikið um
vandamál í kryddræktun, meindýr
virðast ekki laðast að plöntum
með bragðsterkan plöntusafa.
GRASLAUKUR
— Allium schoenoprasum
Graslauks er sennilega fyrst
getið í u.þ.b. 4.000 ára gömlum
kínverskum heimildum. Land-
könnuðurinn Marco Polo komst á
bragðið þegar hann heimsótti
Kína og flutti þetta krydd með sér
til Vesturheims. Hróður gras-
lauksins barst fljótt víða og nú
er hann af mörgum
talinn ómissandi í
matargerðina. Gras-
laukur er fyllilega
harðgerður utan-
húss á íslandi og er
útbreiddur um land
allt. Hann gerir eng-
ar sérstakar kröfur
til jarðvegs en dafn-
ar best á björtum
stað. Graslaukur er
góður í kartöflusal-
öt, fersk salöt, ýmiss
konar pottrétti og
frábær með fiski.
Yfirleitt eru það ein-
ungis blöðin sem eru
notuð af graslaukn-
um en einnig má nota blómin, þau
eru lítið eitt mildari á bragðið.
Fyrir graslauksfíkla er tilvalið að
stinga smáhnaus utan af plönt-
unni í garðinum á haustin og
rækta áfram í eldhúsglugganum.
Graslaukurinn örvar matarlyst og
bætir meltingu.
SKESSUJURT
- Levisticum officinale
Skessujurtin er rúmlega
tveggja metra há upprétt og bein-
vaxin planta. Hún er mjög harð-
gerð en þarf uppbindingu á vinda-
sömum stöðum. Vaxtarstaðurinn
þarf að vera bjartur og jarðvegur-
inn frjósamur. Skessujurtin er af
kunnugum gjarnan kölluð maggi-
jurtin, eftir maggi-súputeningun-
um. Það gælunafn er ekki út í
bláinn því blöð jurtarinnar eru til-
valin í súpur, t.d. kjötsúpu og
núðlusúpur. Einnig er mjög gott
að nota blöðin i pottrétti, hvort
heldur fersk eða þurrkuð. Fræin
má nota í brauð og áður fyrr voru
þau notuð í líkjöra. Skessujurtin
var gjarnan notuð í ástardrykki
og blöð hennar voru lögð í skó
ferðalanga til að hressa þá við og
létta þeim sporin.
SÍTRÓNUMELISSA/
HJARTAFRÓ
- Melissa officinalis
Sítrónumelissan er fremur lág-
vaxin fjölær planta. Hún er ein-
ungis í meðallagi harðgerð fyrir
íslenskar aðstæður en á skjólgóð-
um og sólríkum stað getur hún
plumað sig vel. Blöðin eru hrufótt
og fallega græn en blómin ljósgul
og lítt áberandi. Eins og nafnið
gefur til kynna er sítrónubragð
af blöðunum. Nauðsynlegt er að
nota blöðin fersk, þau missa mest
allt bragðið við þurrkun. Sítónu-
melissa passar vel með fiski og
ljósu kjöti og er frábær í fersk
salöt. Þetta er einnig merk lækn-
ingajurt og var hún meðal annars
notuð við þunglyndi. Regluleg
drykkja á sítrónumelissutei var
enn fremur talin ávísun á langlífi.
Guðríður Helgadóttir,
garðyrkjufræðingur.
BLOM
VIKUNNAR
362. þáttur
llmsjón Ágústa
Björnsdóttir