Morgunblaðið - 30.07.1997, Side 43

Morgunblaðið - 30.07.1997, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ1997 43 BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Dýraglens Agaleysi á Islandi Frá Ragnari Lár: í ÞÆTTINUM „Víkverki skrifar“ 25. júlí síðastliðinn birtist athyglis- vert bréf sem Víkverji segir rétti- lega að eigi erindi tii íslendinga. Frá því segir í bréfinu að fólk sem búið hafi erlendis sé hissa á því agaleysi sem ríki hérlendis. Ég er sko aldeilis sammála því. Það er undariegt hve lítið er tekið á hvers- konar agabrotum hérlendis. „Um- ferðarnauðgarar“ eru á hveiju strái. Þú ekur ekki svo um götur iandsins að þér sé ekki „nauðgað“ af tillitslausum ökuníðingum. Fyrir einu ári vann ég austur í sveitum, nánar tiltekið á Hvols- velli. Ég ók jafnan austur frá Reykjavík á mánudögum og kom til baka á föstudögum. Ég ók á ágætum einkabíl og hélt löglegum umferðarhraða. Það brást ekki að bílstjórar á 40 tonna vikurflutn- ingabílum (í ákvæðisvinnu) ækju fram úr mér, jafnvel þótt háika væri á vegum, fyrir utan alla einkabílana sem var ekið á yfir 100 km hraða. Það kom nokkrum sinn- um fyrir að ég mætti lögreglubíl- um, en aldrei sá ég að ökufantar, sem óku þessum risavöxnu tengi- vagnabifreiðum, væru stöðvaðir. Mér skilst að ekki megi aka þessum bifreiðum hraðar en á 70 km mið- að við klst. Oft kom það fyrir á þessari akstursleið minni, að bif- reiðar með hestakerrur óku fram úr mér er ég ók á 80 til 90 km hraða. Bréfritarinn, sem minnst er á í upphafi þessa bréfs, getur og um það agaleysi sem ríkir í unglinga- vinnunni í Reykjavík. Ut um vinnu- glugga minn horfi ég á unga fólk- ið, sem á að snyrta tijálundi á opinberri lóð. Fimm manna flokkur var í tvo daga að ljúka við snyrt- ingu á u.þ.b. 20 fermetra tijá- lundi. Margir ámóta tijálundir biðu snyrtingar. Aldrei sá ég nokkurn „verkstjóra“ mæta á svæðið en unglingarnir sátu eða lágu á svæð- inu, „börðust" annað slagið með áhöldunum en kom ekki til hugar að vinna sitt verk. Það er aldeilis lífsnauðsynlegt að kenna ungling- um vinnubrögð, láta þá vita að þeim sé greitt fyrir að vinna, en ekki að slæpast. Agaleysið er versti óvinur bama og unglinga. Aga- leysið, sem ríkir í skólum landsins, er að gera íslenska þegna að bann- settum aumingjum. Agaleysið er einnig ríkjandi hjá okkur, eldra fólkinu. Við komumst upp með að svíkja og svindla í umferðinni. Okkur líðst að aka á ólöglegum hraða, svína á meðborg- urum í umferðinni og enginn gerir eða segir neitt. Fyrrnefndur bréfritari getur um það opinbera starfsfólk sem situr við „hannyrðir" þegar það á að gegna skyldustörfum. Hvernig væri nú að breyta þessu og láta fólk taka ábyrgð á gerðum sínum? RAGNAR LÁR, Vesturbergi 102, Reykjavík. Lágadals- draumurinn I I Frá Guðvarði Jónssyni: NÚ ER langþráður draumur manna um að geta ekið yfír Gilsfjörð í sjón- máli. En eftir að samgönguráðherra hafði losað síðasta malarhlassið í vegtenginguna blasti við mönnum í enn meiri nærmynd en áður vand- inn við að kveða niður Lágadals- * drauginn. Fjallvegurinn yfir Stein- I grímsfjarðarheiði og Lágadal er um | 20 km, ef menn ætla að tengja Þorskafjarðarheiðarveginn við Steingrímsfjarðarheiði er fjallveg- urinn yfír í Djúp orðinn um 35 km langur. Engin furða þó að mönnum ói við slíku, ekki síst þar sem engin þörf var á því að fara þessa leið. Ef farið hefði verið inn Langadal væri fjallvegurinn úr Langadal yfír , í Staðardal ekki nema um 10 km og fjallvegurinn úr Langadal yfír í Þorskafjörð einnig um 10 km, en 1 það er von að mönnum sé ekki ljúft að aftengja jafn dýra vegagerð og Lágadalsvegurinn er, en mistök eru alltaf dýr og verða sjaldnast bak- færð. Frændi minn, Einar Guðfinns- son, sagði við tengingarathöfnina að hann teldi vel koma til greina að tengja Gilsfjarðarbrúna við Djúpið með því að fara úr Geira- dai yfír í Húsavík. Það yrði um 10 km krókur fyrir þá sem ætla yfir í Djúp. Slíkt verður aldrei við- unandi, fremur en Hólmavíkurveg- urinn hefur verið fyrir þá sem yfir í Djúp fara, eða koma frá Djúpi. Reyndar er ekki svo mikill munur á vegalengdinni frá Gilsfirði og yfír í Húsavík og vegalengdinni úr Þorskafirði yfir í Langadal, að krókurinn sé réttlætanlegur. Þró- unin er sú að vöruflutningar á landi eru alltaf að aukast og það kallar á styttingu vega til þess að lækka flutningskostnað. Einar Guðfinnsson sagði einnig að Lágadalsvegur hefði reynst það vel að rétt væri að nýta hann áfram. En Langadalsvegur hefði reynst betur þar sem hann stendur mun iægra, því lægsti punktur Lágadals er um miðja hlíð Langa- dals. Vonandi finnur samgönguráð- herra stystu og hagkvæmustu leið- ina, sé til framtíðar litið. GUÐVARÐURJÓNSSON, Hamrabergi 5,111 Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Tommi og Jenni Ljóska I CAN OO 1 L0N6ER ONE5,TOO.._ i m y> v } y 1 :;í 8 I "TMOU ART THE MAN!' * LET MY PEOPLE 60! Ég hélt að við værum að fara í biblíu-búðir. Því var aflýst. Áttu við að ég hafi lagt alla þessa sálma á minnið til einskis? „Jesús grét“ „Mundu konu Lots“ Ég man líka lengri sálma. „Þú ert maður- inn“, „Leyfið þjóð minni að fara!“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.