Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís Grillað í Grafarvoginum EINMUNA sumarbh'ða var í gær- dag og af því tilefni ákváðu starfsmenn hjúkrunarheimilisins Eir í Grafarvogi að halda grill- veislu fyrir dvalargesti. Veislan heppnaðist vel og nutu dvalar- gestir góða veðursins. Á mynd- inni má sjá hvar þau Björn Eiðs- son húsvörður og Gréta Guð- mundsdóttir forstöðumaður hjúkrunarheimilisins útbúa veisluföngin. Eitt met í höfn - annað á leiðinni LAXVEIÐIN hefur gengið upp og ofan á þessari vertíð, víða er hún þokkaleg og sums staðar prýðileg. Þar sem hún hefur verið dræmust hefur glæðst, en í tveimur ám stefn- ir í metveiði. Raunar hefur önnur þeirra áa nú þegar farið vel yfir sitt gamla met. Það er Eystri Rangá, en áin sem er á leiðinni er Svartá. Metið í sjónmáli... Þrátt fyrir að veiði hafi byrjað stirðlega norðan heiða, hefur verið jöfn og verulega góð veiði í Svartá. Síðustu daga hefur verið yfirfall úr Blöndulóni samfara hitum á hálend- inu og hefur Blanda því verið bæði vatnsmikil og drullug. Hefur það dregið nokkuð úr göngum. „Þetta voru svo tröllvaxnar göngur á dög- unum að veiðin er enn góð, síðasta þriggja daga holl var þannig með 21 lax og hollið á undan með 20 laxa. Þetta er á þrjár stangir," sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, einn leigu- taka árinnar í samtali við Morgun- blaðið. Þá voru komnir 255 laxar á iand. Jón sagði enn fremur, að sama dag í fyrra hefðu verið komnir 105 laxar á land, en 1995, er metveiði náðist í ánni, 550 laxar, voru á sama degi komnir 245 laxar á land. „Þetta lítur því vel út, því gangan í sumar er mun meiri en 1995, í fyrradag voru komnir 1822 laxar í gegnum teljarann í Ennisflúðum í Blöndu, en alit sumarið 1995 gengu 1369 laxar um teljarann," bætti Jón Steinar við. Metið í höfn ... Vel á ellefta hundrað laxa eru komnir á land úr Eystri Rangá og veiðist enn vel þótt dagarnir séu REYNIR Hólm Jónsson með tvo væna úr Álftá. misgóðir eftir aðstæðum hverju sinni. Áin er minniháttar laxveiðiá frá náttúrunnar hendi, en veiðin er styrkt með gífurlegum gönguseiða- sleppingum. Síðan þær sleppingar hófust hefur áin mest náð rúmlega 500 laxa veiði að sögn Guðjóns Árnasonar í Sælubúinu á Hvolsvelli. Nú segist hann gera sér vonir um að heildarveiði verði á milli 1500 og 1600 laxar þó svo að sleppingamar í fyrra gefi tilefni til meiri veiði. Laxarnir í Ytri Rangá eru komnir á áttunda hundrað og em ámar því samanlagt efstar yfir landið. Góð veiði í Ölfusá 118 laxar vora komnir á land úr Ölfusá við Selfoss í gær, en sá stað- ur er stundum kenndur við „Pall- inn“ sem blasir við neðan brúar yfir ána á Suðurlandsvegi. Flestir em laxarnir 5-8 punda, en slangur af stærri fiski hefur veiðst, sá stærsti var 18 punda hængur sem Henry Jakobsen veiddi á rauða Frances í Víkinni 5. júlí. Síðustu daga hefur sjóbirtingum farið fjölgandi í aflan- um, en þeir em flestir 2-4 pund. Gott í Kjósinni Fín veiði hefur verið í Laxá í Kjós, en Ásgeir Heiðar staðarhaldari sagði í vikunni að helsta vandamúlið að undanfömu hefði verið að finna laxinn, en hann færði sig nokkuð til eftir vatnavexti upp úr verslunar- mannahelginni. „En það er mikill lax og fískur enn að ganga. Það eru komnir milli 800 og 900 laxar á land og áin er greinilega komin úr öldu- dal síðustu sumra,“ sagði Ásgeir. Hvítasunnukirkjan og hjónaráðgjöf Bjarga má flest- um hjónabönd- um með ráðgjöf HAFLIÐI Kristins- son lætur nú af störfum sem for- stöðumaður Hvítasunnu- safnaðarins á íslandi og heldur í nám til Bandaríkj- anna að læra fjölskyldu- og hjónaráðgjöf. Vörður Traustason verður næsti forstöðumaðm- Hvíta- sunnukirlq unnar. Hafliði er menntaður í Bandaríkjunum og kynnt- ist þar mikilvægi ráðgjafar með hjónum. Hann mun næstu tvö ár stunda nám í Fuller Theological Semin- ary í Pasadena í Kaliforn- íu. - Hvers vegna heldur þú útíþetta nám? „Preststarfið er meðal annars fólgið í ráðgjöf og mig langar til að efla þennan þátt. Ráðgjöfin hefur verið van- rækt í prestnáminu - en ég ákvað í mínu starfi að leggja áherslu á hana. Pör sem óska eftir giftingu gangast til dæmis undir sex vikna ráðgjöf. Ég hef haft þetta sem skilyrði síðastliðin tíu ár og hefur það reynst svo vel að mig langar til að ýmiskonar önnm’ forvarnai-ráðgjöf vaxi einnig og eflist. Ráðgjöf er hluti af hinu dag- lega starfi presta. Ég uppgötvaði því fljótlega að ráðgjöfin átti vel við mig og reyndar ætlaði ég í þetta nám áður en ég varð for- stöðumaður Fíladelfíu. Skólinn sem ég fer í stendur mjög fram- arlega á sviði fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafar og meðferð- ar. Námið er ráðgjöf með með sterkum kristnum áherslum." - Er námið um það að bjarga hjónaböndum? „Já og það er stór hluti af starfi presta að sætta hjón eða að reyna sáttaleiðina áður en það skilur. Hinsvegar skortir presta bæði menntun og tíma til að gera það.“ - En hvers vegna hættir þú sem forstöðumaður? „Ég stóð frammi fyrir því fer- tugur að vera áfram forstöðu- maður sem er mjög fjölbreytt og gefandi starf eða að fara í námið eins og ég ætlaði mér upphaf- lega. Ég vildi ekki að söfnuðurinn væri í biðstöðu í tvö ár og við höf- um fengið framúrskarandi hjón í staðinn fyrir okkur, Vörð Traustason og Ester Jakobsen." - Finnst þér ríkja of mikið kæru- leysi gagnvart giftingum ? „Já, mér fmnst það. Ég veit til dæmis ekki um annan prest sem krefst sex vikna námskeiðs með væntanlegum hjónum. Ég get nefnt dæmi sem fengið er frá manni sem var með hjónaráðstefnu hjá okkur: Það þarf að fara í 20-30 tíma æfinga- akstur til að fá leyfi til að keyra bíl og fræðast af bókum um umferðina. Hins- vegar þarf ekki að búa sig undir ábyrgðina að vera í hjónabandi, en margir bera skarðan hlut frá því borði.“ - Hvernig ætlar þú að starfa þeg- ar þú kemur aftur? „Ég vonast til að geta blandað þessu tvennu saman. Að vinna sem prestur með áherslu á ráð- gjöf. Preststarfið er mjög víð- tækt og mér finnst að sumir prestar ættu að starfa sem ráð- ►Hafliði Kristinsson er fæddur í Reykjavík árið 1956. Hann ólst upp bæði í Dísukoti í Þykkvabæ og á Bergþórugötunni í Reykja- vík hjá afa sínum og ömmu. Hafliði varð stúdent árið 1976 frá Menntaskólanum við Hamra- hlíð. Hann lærði guðfræði til BA-prófs í Bandaríkjunum við Central Bible College í Spring- field í Missouri og er með MA gráðu í Assemblies of God Theological Seminary þaðan frá 1984. Hann veitti fyrst forstöðu Hvitasunnusöfnuðinum í Breið- holti og leysti svo Einar Gísla- son af sem forstöðumaður Hvítasunnusafnaðarins. Ilafliði var kjörinn forstöðumaður safn- aðarins árið 1990. Hann er kvæntur Steinunni J. Þorvalds- dóttur og eiga þau þijú böm. gjafar í fullu starfi. Ég vil því ekki aðskilja þetta tvennt. Aftur á móti gæti námið breytt mér og ég veit ekki nákvæmlega hvernig framtíðarstarfið verður." - Hvernig ráðgjöf beitir þú núna þegar þú býrð elskendur undir hjónaband? „Ég byrja á því að ræða um gildi hjónabandsins og um tilfinn- ingar, svo um samskipti milli maka og tengdafjölskyldu, fjár- mál, barnauppeldi, kynlíf og til dæmis heimilishald.“ - Hver erárangurinn? ,Á þeim tíu áram sem ég hef starfað hafa yfir 90% hjóna sem ég hef gift varðveitt sambandið, og í rannsóknum vestanhafs er áberandi munur milli endingar hjónabanda eftir því hvort ráð- gjöf var veitt fyrir giftingu eða ekki, ráðgjöfinni í vil. Ég hef lesið um að í Kaliforníu- ríki sé skylda að búa sig undir hjónaband með ráðgjöf. Það var gert vegna þess að skilnaðartíðnin var orðin svo há. Hér á landi felst vandinn í því að hjón leita ekki til presta fyrr en hjón- bandið er í brunarústum, og það er erfitt að byggja á þeim. Reynsla mín er að heillavæn- legast er að búa sig undir hjóna- bandið með ráðgjöf, og ef það er gert er auðveldara að leita sér hjálpar aftur áður en allt hrynur. Það þarf að nýta tækifærin á meðan allir möguleikamir eru fyrir hendi í hjónabandinu. Ég held að með góðri ráðgjöf megi bjarga 90% af hjónaböndum sem lenda í erfíðleikum." Ráðgjöf vaxandií preststarfinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.