Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997 25 AÐSENDAR GREINAR Öryggi og óöryggi við Eystrasalt EYSTRASALTSRÍK- IN þrjú, Eistland, Lettland og Litháen, voru ekki í hópi þeirra ríkja sem var boðin aðild að Atlantshafs- bandalaginu á leið- togafundi þess í Madríd í síðustu viku. Ekki vantar að vald- hafar í þeim þrá fátt jafnheitt og að ganga í bandalagið en innan þess hafa menn hins vegar séð mikla meinbugi á að verða við þeim óskum, að minnsta kosti á næst- unni. í ljósi þessarar stöðu vakna ýmsar spurningar sem fróðlegt gæti verið að finna svör við: Hvers vegna vilja Eystrasaltsríkin ganga í NATO? Hvers vegna eru vestræn- ir ráðamenn tregir til að verða við því? Er hægt að tryggja öryggi Eystrasaltsríkjanna á einhvern annan hátt en með aðild að NATO? Hvaða afstöðu ættu íslenskir ráða- menn að taka? Hvers vegna vilja Baltar ganga í NATO? Allt síðan Eystrasaltsþjóðirnar endurheimtu sjálfstæði sitt árið 1991, eftir sovéska kúgun í hálfa öld, hafa formælendur þeirra full- yrt að ógnin í austri verði alltaf fyrir hendi og það má til sanns vegar færa. Þjóðirnar þijár hafa einu sinni áður unnið sjálfstæði á þessari öld, árið 1918. Bæði þá og 1991 réð mestu að valdhafar í Kreml voru svo veikburða að þeir megnuðu ekki að streitast á móti. Sagan hefur hins vegar einu sinni sýnt hvað gerðist þegar þeir efld- ust og þegar utanríkisráðherra Rússlands varaði vestræn ríki við því fyrr í sumar að bjóða Eystra- saltslöndunum aðild að NATO bætti hann við að þótt svo færi myndu Kremlveijar ekki bregðast við eins og árið 1968 þegar herir Varsjárbandalagsins gerðu innrás í Tékkóslóvakíu og bundu enda á umbætur þar. Hafi ætlunin verið að hughreysta Balta með þessum ummælum er víst að það mistókst enda sýna þau helst hvaða hug valdhafar í Moskvu bera til Eystra- saltsþjóðanna. Þeim finnst þau vera á rússnesku áhrifasvæði. Ráðamenn Eystrasaltslandanna segja þess vegna að vestrænum þjóðum beri skylda til að tryggja framtíð þessara þriggja litlu lýð- ræðisríkja. Þau eigi betra skilið en vera skilin eftir á einskis manns landi milli austurs og vesturs. Að vísu virðist almenningur ekki jafn- viss í sinni sök og samkvæmt skoð- anakönnunum vill aðeins tæpur þriðjungur ríkisborgara í Eystra- saltslöndunum eindregið að þau gangi í NATO; flestir eru óvissir en um eða innan við tíu af hundr- aði eru því andvígir. Vart er hægt að líta fram hjá því, segja þau Erla Ragnarsdóttir og Guðni Th. Jóhannes- son, að öryggi Eystra- saltsríkjanna verður ekki tryggt með hernað- arlegnm leiðum. Hvers vegna hika vestrænir valdhafar? Samkvæmt sáttmála NATO jafngildir árás á eitt ríki bandalags- ins árás á þau öll. Gengju Eystra- saltslöndin í NATO væru önnur ríki þess því að skuldbinda sig til að tryggja sjálfstæði þeirra með öllum tiltækum ráðum. Valdamestu ríki bandalagsins, fyrst og fremst Bandaríkin, virðast ekki reiðubúin til þess, að minnsta kosti ekki fyrr en .búið er að leysa ýmis vandamál við Eystrasalt. Löndin þijú geta þannig ekki vænst þess að verða boðin aðild að NATO fyrr en sátt hefur náðst um framtíð og réttindi Rússa í þeim og fullnaðarsam- komulag um landamæri hefur verið gert við valdhafa í Moskvu. Á hvort tveggja skortir en hér standa Lithá- ar að vísu betur að vígi en Eistar og Lettar og hafa leynt og ljóst bent á það, í þeirri veiku von að vera boðin innganga á undan hin- um. Og auðvitað er Rússum í lófa lagið að koma í veg fyrir að samn- ingar takist við Eista og Letta, í þeirri vissu að á meðan verði þess- um þjóðum ekki boðin aðild að NATO. Neitunarvald rússneskra stjórnvalda er því vissulega fyrir hendi þótt vestrænir ráðamenn full- yrði að þau ráði engu í þessum málum. Er enda vit í því að snið- ganga Rússa? Það er alls ekki víst að öryggi Eystrasaltsríkjanna auk- ist við tryggingar að vestan ef þær verða um leið til þess að vekja reiði og tortryggni í austri. Þá yrði lík- lega kalt stríð við Eystrasalt, að minnsta kosti, og aðrir valkostir hljóta að vera eftirsóknarverðari. Eru aðrar leiðir færar? í raun er vart hægt að líta fram- hjá því að öryggi Eystrasaltsríkj- anna verður ekki tryggt með hern- aðarlegum leiðum, eins og sakir standa. Vandi þeirra í öryggis- og vamarmálum felst einmitt í þessu, öðru fremur. Framtíð ríkjanna þriggja ræðst ekki af ákvörðunum í Washington eða Brussel heldur skiptir afstaða Kremlveija alltaf meira máli. Innganga í NATO myndi ekki breyta því. Á hinn bóginn geta vestræn ríki aukið öryggi Eystrasaltsríkjanna á marga aðra vegu en með boði um aðild að NATO. Baltneskir ráða- menn hafa löngum viljað efla sam- skipti við önnur Evrópuríki á öllum sviðum. Aðild að Norðurlandaráði og Evrópusambandinu myndi til dæmis koma Eystrasaltsríkjunum vel, efla viðskipti og önnur tengsl og gera að verkum að valdhafar í Kreml freistuðust síður til að þrýsta á eða hafa í hótunum við stjórn- völd þar. Auk þess er einkar mikilvægt að Rússar einangrist ekki, eða rétt- ara sagt að þeir haldi ekki að ver- ið sé að einangra þá frá öðrum Evrópuríkjum. Oryggi Eystrasalts- landanna er þannig nátengt örygg- istilfinningu rússneskra valdhafa, hvort sém mönnum líkar betur eða verr. Afstaða íslenskra ráðamanna íslensk stjórnvöld vilja að Eystrasaltslöndin verði í hópi þeirra ríkja sem fái næst aðild að NATO og innan bandalagsins virðist vera sátt um að þau komist að í næstu lotu, þegar og ef af henni verður. Hins vegar á eftir að koma í ljós hvort menn treysta sér til þess að standa við þau orð þegar á reynir pg það gæti hæglega farið svo að íslendingar yrðu í minnihluta innan NATO ef þeir reyndu að halda stefnu sinni til streitu. íslendingar hafa áður staðið ein- ir á alþjóðavettvangi, eða þvi sem næst, vegna stuðnings við Eystra- saltsþjóðirnar. Það gerðist þegar þær voru að endurheimta sjálfstæði sitt, árin 1990-91. En þótt svo væri lögðu ráðamenn í Reykjavík þá áherslu á að atbeini þeirra væri til einskis ef öðrum á Vesturlöndum þætti hann bera vott um ábyrgðar- leysi og vanþekkingu á alþjóðamál- um, enda urðu íslensk stjórnvöld lengstum ekki að fullu við óskum Eystrasaltsþjóðanna. Þau gáfu í skyn að það væri bjarnargreiði og svipuðu máli gæti gegnt um óskir um aðild að NATO. Að minnsta kosti má ekki verða við þeim nema gaumur sé um leið gefínn að af- stöðu Rússa og tryggt að þeir telji ekki að sér þrengt. Höfundar eru sagnfræðingar. Hollenska veikin og hin íslenska TALSMENN iðnrek- enda og Þorvaldur Gylfason hagfræðipró- fessor halda því fram, að íslendingum stafi hætta af arðsemi ís- lensks sjávarútvegs. Segja þeir þá sögu, að í Hollandi hafi fundist jarðgas á sjötta áratug. Við þetta hafi gjaldey- ristekjur landsins auk- ist og gengi hollenska gyllinisins hækkað. Aðrir útflutningsat- vinnuvegir hafi þá kom- ist í kröggur og orðið að fækka fólki, en framleiðsla á jarðgasi krefjist á hinn bóginn ekki mikils vinnuafls. Afleiðingin hafi orðið atvinnuleysi og aðrir erfiðleikar. Þetta kalla þeir Þorvaldur „hol- lensku veikina" og segja, að íslend- ingar geti smitast af henni, því að hið sama gildi um fiskveiðar á ís- landsmiðum og framleiðslu á jarð- gasi í Hollandi. Þess vegna verði að setja hér á auðlindaskatt eða veiðigjald. Gerum ráð fyrir því,. rökræðunn- ar vegna, að hið nýfundna jarðgas hafi valdið verulegri truflun á hol- lensku atvinnulífi, þótt þeir Hol- lendingar, sem ég þekki, kannist ekki við það. En slík truflun hlýtur að vera tímabundin. Útflutnings- fyrirtæki geta til dæmis lækkað laun (en það þarf ekki að fela í sér skert kjör, ef gengi gyllinisins hækkaði). Setjum þó svo, að út- flutningsfyrirtækin geti þetta ekki og þurfi að fækka fólki. Aðrar at- vinnugreinar hafa þá notið góðs af auknum kaupmætti (gengis- hækkun gyllinisins), sem kemur fram í aukinni eftirspurn eftir framleiðslu þeirra, og þar verða til ný atvinnutækifæri, þótt sum þeirra komi ekki alveg strax í ljós. Aðalatriðið er, að í heild er hol- lenskt atvinnulíf vitaskuld betur komið með jarðgasinu en án þess. Þótt gengishækkun geti valdið út- flutningsfyrirtækjum tímabundn- um erfiðleikum, er hún kærkomin kjarabót fyrir alla alþýðu. Við sjáum best, hversu gölluð greining þeirra Þorvaldar er, ef við hugsum okkur, að skyndilega selji íslensk hugbúnaðarfyrirtæki kynstrin öll af forritum til útlanda. Gjaldeyristekjur íslendinga aukist til muna og gengi krónunnar hækki. Hugbúnaðarfyrirtækin þurfi á hinn bóginn ekki fleira starfsfólk. Þótt þetta hefði áreiðan- lega tímabundna erfiðleika í för með sér fyrir aðrar útflutnings- greinar, væri atvinnulífið í heild auðvitað betur komið við þetta. Þetta væri fagnaðarefni. Tækju Akureyringar þá Þorvald trúan- lega, ættu þeir ekki heldur að sækj- ast eftir nýju álveri til bæjarins. Það myndi ekki þurfa marga starfs- menn, en hækka heildartekjur á Akureyri og valda með því ýmsum fyrirtækjum í bænum búsifjum. Mistök þeirra Þorvaldar eru að horfa aðeins á kostnaðarhlið gömlu fyrirtækjanna, en ekki á tekjuhlið þeirra og hinna nýju fyrirtækja, sem spretta upp við vöxt atvinnulífsins. Þetta er sama villa og sumir talsmenn land- búnaðarins gerðu árin 1910-1930, eins og lesa má um í Iðnbylt- ingu hugarfarsins eftir Ólaf Asgeirsson og fyrsta bindi ævisögu Jónasar Jónssonar frá Hriflu eftir Guðjón Friðriksson. Talsmenn landbúnaðarins og Jónas frá Hriflu héldu því þá fram, að sjávar- útvegurinn þrengdi að landbúnað- inum. Fólkið flykktist í bæina í von um betri kjör, en sjávaraflinn væri svipull og ekki á hann að treysta. Þótt gengishækkun geti valdið útflutningsfyrir- tækjum tímabundnum erfiðleikum, segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, í fimmtu grein sinni, er hún kær- komin kjarabót fyrir alla alþýðu. Til þéss að koma á ný á jafnvægi því, sem raskast hefði við skyndi- Íegan vöxt sjávarútvegsins, yrði að færa fé frá honum til landbúnaðar- ins. Ef við setjum iðnað í stað land- búnaðar, þá sjáum við, að hug- myndir þeirra Þorvaldar eru hinar sömu og Jónasar frá Hriflu forðum. Og við ættum að hafa minni áhyggjur af „hollensku veikinni" en hinni íslensku, sem er öfund í annarra garð. Höfundur er prófessor í sijóm- málafræði í félagsvísindadeild Háskóla Islands. Laugavcgi 4. sími 551 4473 Hannes Hólm- steinn Gissurarson BILATORG FUNAHOFÐA 1 S. 587-7777 A-h;:;^xrn vantar allar gerðir bila a skra - visa og euro raðgreiðslur Efe Toyota Carina E STW 2000 GL Subaru Legacy Outback árg. ’97, Subaru Legacy árg. ’97, blásans., nýr bíll Toyota Carina 2000 GLi árg. ’97, Jeep Grand Cherokee Ltd. Orvis Subaru Impreza 2000 GL árg. 1996, dísel Turbo árg. ’96, hvítur, 5 gíra, óekinn, hvítur, rafm. í rúðum, sam- frá umboðinu, óekinn, sjálfek, rafm. í rúðum, silfurgrár, sjálfek., álfelgur, geislasp., ek. árg. ’95, grænsans., geislasp., V-8. Einn rauður, 5 dyra, samlæsing, rafm í rafin. í rúðum, samlæsing, álfelgur, laísing, álflegur, ABS, crus control, samlæsing, upph., álfelgur, skíðabogar, 17 þús. km.Verð 1.820.000. Skipti. með öllum aukahlutum, ek. 14 þús. km. ráðum, álfelgur, ekinn 20.000 km. spoiler. Verð 1.690.000. Skipti. airbag. Verð 2.390.000. Skipti. vindskeið, geislasp. Verð 2.350.000. Skipti. Verð 3.800.000. Verð ^870-000- skiPti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.