Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Steinhissa á vel- gengninni ►NOAH Wyle var orðinn félagi í sam- tökum sjónvarps- og kvikmyndaleik- ara í Bandaríkjunum áður en hann fékk ökuleyfi. 24 ára var hann kom- inn með hlutverk í einum vinsælasta sjónvarpsþætti heims, Bráðavaktinni. Núna, 25 ára, segist hann vera furðu lostinn yfir eigin velgengni, en hann hefur neitað fjölmörgum tilboðum um að leika í stórmyndum. Þess í stað ákvað hann að eyða sumarfríinu í að leika í smámyndinni „The Myth of Fingerprints“, leika á sviði í Los Angeles og koma fram í barnaþættinum „Sesame Street“. „The Myth of Fingerprints" er íjöl- skyldudrama og var frumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni fyrir nokkru. Noah segist hafa valið að heQa kvikmyndaferilinn með þessari smámynd vegua dálætis á kvikmynd- um sem Qalli um tilfinningar og mannleg samskipti. Ymis forréttindi fylgja því að vera frægur leikari og Noah hefur notið góðs af því. Nýlega lét hann draum- inn rætast og fékk að fljúga með F-18 orrustuflugvél. Hann segist stoltur hafa brotið hljóðmúrinn og ekki hafa kastað upp. „Eg handfjatlaði ælupok- ann, en þurfti sem betur fer ekki að opna hann.“ Notfærir sér frægð- ina ÞAÐ getur sannai-lega komið sér vel að vera frægur og ríkur. Þetta sannreyndi leikkonan Sharon Stone og nýjasti kær- asti hennar Phil Bronstein þeg- ar þau gengu inn á Charles Nob Hill-veitingahúsið í San Francisco á dögunum og sögð- ust eiga pantað borð. Sam- kvæmt pöntunarbók veitinga- hússins, sem þykir afar áreið- anleg, átti parið ekki pantað en var engu að síður vísað sam- stundis til borðs á besta stað. Annað par, sem átti pantað borð með réttu, hafði verið að bíða eftir þessu sama hornborði í einhvern tíma og var að von- um ekki ánægt með þessas framvindu mála. En þar sem þau sáu að engin önnur en Sharon Stone var á ferð ákváðu þau að gera ekki mál úr þessum klíkuskap. Þau voru verðlaunuð með ókeypis drykkjum á meðan þau biðu eftir öðru borði. Klókt bragð hjá leikkonunni vin- sælu! Heimilislegur Elton John ►SÖNGVARINN og skrautfugl- inn Elton John lét sig ekki muna að þurrka af á hótelherbergi í Nice í Frakklandi. Hann valdi ekki látlausan klæðnað í húsverkin enda lítið um slíkan fatnað í klæðaskáp stjörnunnar. Hann var staddur í Nice til að veita viðtöku lyklinum að borg- inni, en hann er veittur í heiðurs- skyni. Næsta plata Elton John kemur út 23. september næst- komandi og hefur hlotið nafnið „The Big Picture". Sek um fjárkúgun AUTUMN Jackson, sem hélt því fram að hún væri laundóttir gamanleikar- ans Bill Cosby, var fund- in sek um fjárkúgun og á yfir höfði sér allt að 12 ára vist í fangelsi. Hin 22 ára Jackson hótaði að selja fjölmiðlum söguna um faðerni sitt ef Cosby reiddi ekki fram um 2,8 milljarða króna. Bill Cosby hefur viðurkennt að hafa átt „einnar nætur gaman“ með móður Jackson en neitar því staðfastlega að vera faðir hennar og fór í blóðprufu því til sönnunar. Hann segist hafa hitt stúlkuna aðeins einu sinni þegar hann bauð Jackson og ömmu hennar að heimsækja tökur á „The Cosby Show“ en myndin af þeim er tekin á myndbandsupptökuvél við það tæki- færi. vpnr T2iir\A er jninArrrj’.TT'O'rTrM V'I\ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997 43* Slappað af DAVID Bowie kippti sér ekki upp við töf á flugi sínu frá eynni Sardiníu nú á dög- unum. íslandsvinurinn Bowie lét fara vel um sig á gólfi flugstöðvarinnar við hlið sköllóttrar fegurðardísar og beið ásamt öðrum ferðalöng- um. Það var því engin stjörnumeðferð sem kappinn heimtaði og sýndi þar með hversu hógvær hann getur verið. Hin fimmtuga rokkstjarna var ekki með eiginkonuna Iman með sér en hún hefur eflaust verið upptekin við að kynna nýja snyrtivörulínu sína fyrir blökkukonur. [ ISlfNSKU Ú P E R U N NI Fim. 14.8 kl. 20. Uppselt. Fös. 15.8 kl. 20. Örfá sæti Lau. 16.8 kl. 20. Örfá sæti Fim. 21.8 kl. 20. Miðasala opin mán, — lau. 13—18 Síðasti sýningarmánuður. Fim. 14. ág. örfá sæti laus Lau. 16. ág. laus sæti Lau. 23. ág. uppselt Sun. 24. ág. örfá sæti laus „Snilldarlegir kómískir taktar íeikaranna“...„Þau voru$^^ satt að segja morðfyndm^10 (SA.DV) V sýningar hefjast kl. 20 Miöasala opin 13-18 ALLTAF FYRIR OG EFTIR LEIKHÚS (MAT EÐA DRYKK LIFANDITÓNLIST ÖLL KVðLD KRINGLUKRÁIN - á góðri stund lÁMUfélagarfá 15% afslátt af sýningum 2.-10. MiðasBlustmi Baltasar Kormákur • Margrét Vilhjálmsdóttir Benedikt Erlingsson • Kjartan Guðjónsson Leikstjóri: Magnús Geir Þórðarson „Sumarsmellurinn „Uppsetningin... er villt á agaðan hátt, kraftmikil og hröð og maður veit aldrei á hverju er von næst“. DV ..bráðfyndin..." Mbl Fös. 15. ágúst aukasýning Lau. 16. ágúst örfá sæti lai Fös. 22. ágúst miðnæturs. (kl.,23)., ... c- ■ u r .leikrit eftir Synmgar hefjast kl. 20 MarkMedoff CAUIAÍ ÞÉR CARNIRNAR?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.