Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Ferðamenn við Dimmugljúfur Góð heyskapartíð eftir þriggja vikna óþurrk Sumir skammt á veg komnir í heyskap Á BÆNUM Laugardælum, rétt utan við Selfoss, var unnið í heyskap í gær, eins og annarstaðar á Suðurlandi. Vaðbrekku, Jökuldal - Nokk- uð er um að ferðamenn fari að Dimmugljúfrum til að líta hrikalegheit þeirra. Þessum ferðamönnum, sem fréttarit- ari hitti á barmi gljúfranna á dögunum hjá Niðurgöngugili við Ytri-Kárahiyúk, fannst mikið til gljúfranna koma en þarna eru þau 130 metra djúp og beljandi Jökulsáin í hroka- vexti í botni þeirra. ÞRÁLÁTIR óþurrkar á Suður- og Vesturlandi hafa valdið bændum miklum erfiðleikum við heyskap. Jón Vilmundarson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, sagði að allmargir bændur á Suðurlandi hefðu verið skammt á veg komnir um síðustu helgi þegar þriggja vikna óþurrkakafla lauk. Það sem af er þessari viku hefur verið mjög góð heyskapartíð um allt land og bændur hafa því keppst við. Jón sagði að bændur sem væru vel tækjum búnir, með rúlluvélar eða öfluga súrþurrkun, væru að verða búnir með fyrri slátt. Aðrir væru mjög stutt á veg komnir. Bændur sem byggju eingöngu með sauðfé eða hross hefðu ekki sömu þörf fyrir að slá grasið í snemma og kúabændur og þeir væru því almennt styttra komnir með sinn heyskap. „Kúabændur sem ekki hafa ann- aðhvort rúlluvélar eða heita súr- þurrkun eru í vondri stöðu,“ sagði Jón. Jón sagði að hey hefðu víða hrakist mikið í sumar og væru því léleg að gæðum. Gras væri einnig úr sér sprottið eftir óhemju góða sprettutíð í júlí, en þá fóru saman miklar rigningar og hátt hitastig. Jón sagði að bændur kepptust við í heyskap þessa dagana. Allar horfur væru á að staðan myndi því batna verulega ef þurrt yrði í veðri út þessa viku. Guðmundur Lárusson, formaður Landssambands kúabænda, sagði að staðan hjá kúabændum væri víðast hvar allgóð þrátt fyrir óþurrkana. Sums staðar eins og í Skaftafellssýslu og í uppsveitum Suðurlands væru búnir að vera afar fáir þurrir dagar í sumar og bændur þess vegna komnir skemmra á veg en annars staðar. Guðmundur sagði að þeir sem hefðu þegar náð að klára fyrri slátt væru famir að slá há. Seinni sláttur hafinn Til samanburðar má geta þess að Guðmundur kláraði sjálfur fyrri slátt 20. júlí, en í fyrra lauk hann heyskap 25. júní, en þá var tíðin einstaklega góð. Guðlaugur Antonsson, ráðunaut- ur hjá Búnaðarsambandi Borgar- fjarðar, sagði að margir bændur hefðu náð upp miklum heyjum áður en óþurrkakaflinn byijaði. Þeir væru annaðhvort búnir eða myndu klára í þessari viku. Einhveijir væm þegar byijaðir að slá há. Rúllutæknin væri orðin mjög al- menn í sveitum og í tíð eins og verið hefði í sumar, sem einkennst hefur af stuttum þurrkköflum, væri talsvert hægt að heyja með slíkri tækni. Hann sagðist því almennt telja að staðan hjá bændum á Vest- urlandi væri ekki slæm, en menn hefðu þó almennt verið orðnir mjög þreyttir á þessum langa óþurrki. Þrjátíu og sjö bóndabæir víðs vegar um landið standa opnir almenningi á sunnudag Bændur bjóða heim Morgunblaðið/jt ÝMSIR fánar blakta við hún við Hótel Vatnajökul. í baksýn ber Krossbæjartind við himin. Hótel Vatnajökull í Nesjum Góð nýting frá opnun BÆNDUR á þijátíu og sjö bæjum víðs vegar um landið bjóða öllum sem koma vilja í heimsókn sunnu- daginn 17. ágúst kl. 13-20. Þetta er í fjórða sinn sem bænd- ur bjóða gestum og gangandi heim á bú sín. Tilgangur heimboðsins er að gefa fólki tækifæri til þess að fá innsýn í lífið í sveitinni og búreksturinn. Mismunandi er hvað stendur til boða á hveijum bæ en víðast er hægt að hitta dýr, njóta töðuilms og sveitalofts og annars sem sveit- in hefur upp á að bjóða m.a. gefst fólki sums staðar kostur á að fara á hestbak. Bæirnir eru auðkennd- ir með fánum með merki landbún- aðarins. 11 bæir á Suðurlandi og 7 í Kjalarnesþingi Að þessu sinni eru flestir bæirnir í grennd við höfuðborgina. Ellefu bæir eru á Suðurlandi og sjö i Kjalarnesþingi. Eftirfarandi eru bæirnir taldir sem sem taka á móti gestum og hvaða búskapur er stundaður á hveijum þeirra. Kirkjumór í Mosfellsdal, vegur 36, tijáplöntuframleiðsla, Helga- dalur (Dalsbú) í Mosfelldal, vegur 36, minkar, Hreggstaðir í Mos- fellsdal, vegur 36, tijáplöntufram- leiðsla, Laxnes í Mosfellsdal, veg- ur 36, ferðaþjónusta, hestaleiga, Bakkakot í Mosfellsdal, vegur 36, golfvöllur, Hrísbrú í Mosfelldal, vegur 36, nautgripir, sauðfé, hross. Hjalli í Kjós, 30 km frá Mosfellsbæ vegur 461, ferðaþjón- usta, sauðfé. Skjáney í Reyk- holtsdal, 54 km frá Borgarnesi, vegur 518, nautgripir, hross, sauðfé, Hjarðarfell á Snæfells- nesi, 70 km frá Borgarnesi og 30 km frá Stykkishólmi, vegur 56, blandað bú, Breiðabólsstaður á Fellsströnd, 35 km frá Búðardal, vegur 590, blandað bú, Hamrar í Haukdal, 22 km frá Búðardal, vegur 586, nautgripir, sauðfé, endur, hross. Hagi á Barðaströnd, 35 km frá Patreksfirði, vegur 62, nautgripir, hestar, bleikja, Vaðlar í Önundar- firði, 13 km frá Flateyri, vegur 60, blandað bú, Bær II, Bæjar- hreppi, 7 km frá Borðeyri, vegur 61,, sauðfé, hlunnindi, hross. Árholt, Torfalækjarhreppi, 5 km frá Blönduósi, vegur 1, bland- að bú, Hátún, Seyluhreppi, 5 km frá Varmahlíð, vegur 75, blandað bú, Syðri-Hofdalir, Viðvíkursveit, 22 km frá Varmahlíð og Sauðár- króki, vegur 76, blandað bú, Garðakot í Hjaltadal, 23 km frá Hofsósi og Sauðárkróki, vegur 767, nautgripir. Bakki í Öxnadal, 30 km frá Akureyri, vegur 1, blandað bú, Stóri-Dunhagi í Hörgárdal, 12 km frá Akureyri, vegur 815, blandað bú, Viðigerði í Eyjafirði, 15 km frá Akureyri, vegur 821, blandað bú, Hríshóll í Eyjafirði, 27 km frá Akureyri, vegur 829, blandað bú, Rifkelsstaðir II í Eyjafirði, 18 km frá Akureyri, vegur 829, blandað bú, Halldórsstaðir í Bárðardal, 82 km frá Húsavík, vegur 842, bland- að bú, Fremstafell, Ljósavatns- hreppi, 50 km frá Húsavík og Akureyri, vegur 841, kýr, hross, sauðfé, Fagranes í Aðaldal, 14 km frá Laugum og 30 km frá Húsa- vík, vegur 855, blandað bú. Bæirnir auðkenndir með fánum Sólheimahjáleiga í Mýrdal, 25 km frá Vík, vegur 1, blandað bú, Ásólfsskáli, V-Eyjafjallahreppi, 35 km frá Hvolsvelli, vegur 246, nautgripir, ferðaþjónusta, Lamb- hagi á Rangárvöllum, 8 km frá Hellu, vegur 1, blandað bú, Hagi II, Gnúpveijahreppi, 10 km frá Árnesi og 50 km frá Selfossi, veg- ur 32, svín, sauðfé, hross, Bryðju- holt, Hrunamannahreppi, 3 km frá Flúðum, vegur 30, nautgripir, sauðfé, hross, Silfurtún á Flúðum, vegur 30, garðyrkja, Hlemmiskeið I á Skeiðum, 25 km frá Selfossi, vegur 30, nautgripir, hross, ær, Hlemmiskeið II á Skeiðum, 25 km frá Selfossi, vegur 30, nautgripir, sauðfé, hross, Miðengi í Gríms- nesi, 18 km frá Selfossi, vegur 35, nautgripir, hross, hundar, Litlu-Reykir, Hraungerðishreppi, II km frá Selfossi, vegur 304, blandað bú og Laugarbakkar í Ölfusi, 4 km frá Selfossi, vegur 35, blandað bú. FULLSKIPAÐ hefur verið á Hótel Vatnajökli, sem er í landi Lindar- bakka í Nesjum skammt norðan Hafnar í Hornafirði, frá því opnað var í byijun júní í sumar. Eigandi hótelsins er Skarphéðinn Larsen en hann hefur einnig rekið ferðaþjón- ustuna Topp-ferðir sem stendur m.a. fyrir jöklaferðum. Hótel Vatnajökull hefur að bjóða 26 tveggja manna herbergi sem öll eru með baði, um 120 manna veit- ingasal og er öll veitingaþjónusta fyrir hendi á hótelinu. Skarphéðinn lagði sjálfur meginlínur við hönnun byggingarinnar sem er að hluta á tveimur hæðum en bæði er byggt við og ofan á hús sem var fyrir að Lindarbakka. Fékk hann m.a. lánsfé hjá Byggðastofnun. Skarphéðinn segir nýtingu hafa verið mjög góða allt frá opnun í byijun júní, fullskipað hafi verið og eru gestir bæði ferðahópar og ein- staklingar, íslenskir og erlendir ferðamenn. Þá segir hann nokkuð um að íbúar Hafnar heimsæki stað- inn til að njóta veitinga en um 10 km eru til Hafnar. Með haustinu hyggst hann standa fyrir ýmsum menningarleg- um uppákomum og samkundum á hótelinu þar sem hann sér ekki fram á annað en að nýting gistirýmisins verði verulega minni en á sumrin. Einnig getur hann boðið litlum hóp- um að nýta hótelið til ráðstefnu- halds. Skarphéðinn er bjartsýnn á reksturinn, segir að í byggðinni hafí vantað gistiherbergi með baði og telur að full þörf hafi verið á þessu nýja hóteli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.