Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997 21 LISTIR Fímm listamenn keppa iim listaverk við Sultartangastöð DÓMNEFND hefur valið fimm listamenn til þess að taka þátt í samkeppni um gerð listskreytingar á vegg inntaksmannvirkis Sultart- angavirkjunar; Finnboga Péturs- son, Magnús Tómasson, Ólöfu Nor- dal, Sigurð Árna Sigurðsson og Steinunni Þórarinsdóttur. Þijátíu og sjö listamnenn sóttu um þátt- töku í keppninni. Veggur inntaksmannvirkisins blasir við vegfarendum á ferð til norðurs ofan við Sámsstaðaklif með vesturbakka Þjórsár í átt að Sandfelli og er 6x22 m að stærð. Dómnefndin var skipuð fulltrú- um Landsvirkjunar og Sambands íslenskra myndlistarmanna. Gert er ráð fyrir að þátttakendur skili líkani af tillögum sínum ásamt ítar- legri lýsingu á þeim. í tilkynningu segir, að þetta fyrirkomulag og samkeppnin öll sé haldin sam- kvæmt samkeppnisreglum Sam- bands íslenskra myndlistarmanna. Listamennirnir vinna nú að til- lögugerð um listaverk sem er til þess fallið að útfæra í fullri stærð. Gert er ráð fyrir að tillögum verði skilað 1. nóvember nk. og að dóm- nefnd ijúki störfum 1. desember nk. Ætlunin er að halda sýningu á tillögunum fyrir almenning við fyrsta tækifæri eftir að úrslit liggja fyrir. Landsvirkjun tekur ákvörðun að lokinni samkeppni um hvaða verk verður valið til útfærslu að því tilskildu að fram komi nægilega góð tillaga og ef um uppsetningu verksins semst við listamanninn. Stefnt er að því að gerð listaverks- ins og uppsetningu verði lokið haustið 1999 þegar áætlað er að Sultartangavirkjun hefji rekstur. Verkinu er ætlað að hafa mót- andi áhrif á aðkomu og ásýnd Sult- artangastöðvar og kemur fram í tilkynningu, að það sé ósk Lands- virkjunar að listaverkið endur- spegli á einhvern hátt þá orkuum- breytingu sem fram fer í virkjun- inni (sól-vatn-rafmagn) og verði sjónrænt örvandi í umhverfinu. Samspil ósnortinnar náttúru, vatns og virkjunar eru þeir þættir sem móta munu þetta umhverfi í ókom- inni framtíð og er lListaverkinu ætlað að falla að þessum þáttum við mótun umhverfisins. Dómnefndina skipa Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnar- formaður Landsvirkjunar og Hall- dór Jónatansson, forstjóri, Hró- bjartur Hróbjartsson, arkitekt Sult- artangavirkjunar og listamennirnir Anna Eyjólfsdóttir og Jón Axel Björnsson en tvö hin síðastnefndu eru skipuð af Sambandi íslenskra myndlistarmanna. Trúnaðarmenn SIM vegna samkeppninnar eru Ól- afur Jónsson og Guðrún Helgadótt- Leikur með blæbrigði TONLIST Hallgrímskirkja SUMARKVÖLD VIÐ ORGELIÐ Clemens Hamberger flutti verk eftir Max Reger og Sigfried Karg-Elert. Sunnudagurinn 10. ágúst, 1997. BRÓÐIR af reglu benediktsmunka, Clemens Hamberger, hélt tónleika s.l sunnudag í Hallgrímskirkju og man undirritaður ekki til þess að munkur hafi fyrr haldið tónleika hérlendis. Viðfangsefni bróður Clemensar voru þijú, tvö eftir Reg- er og eins konar lagaflokkur eftir Karg-Elert. Tónleikarnir hófust á Inngangi og passakalíu í f-moll, eftir Max Reger. Bróðir Clemens er vel kunnandi oprgelleikari og flutti hann þetta reisulega verk nokkuð vei, þó ekki án þess að merkja mætti það fyrir- bæri er nefnist „ófuílkomleiki mannsins“. Inntónun orgelsins er nú um mundir ekki hvellhrein, er einkum gætir í skiptingum á milli radda. Þessi mismunur á raddstöðu hinna ýmsu registra er stórt og mikið mál og viðfangsefni sérfræð- inga. Klais orgelið, sem hefur gefið Hallgrímskirkju sérstakt nafn, svo að kirkjan er að verða mikilvægur miðpunktur í tónleikahaldi evr- ópskra orgelleikara, þarf að vera í fullkomnu lagi, sem vonandi verður þegar jarðarbótum umhverfis kirkj- una lýkur. Annað viðfangsefni tónleikanna var Dómkirkjugluggarnir eftir Karg-Elert (1877-1933) sem eru eins konar lagaflokkur, þar sem saman fara barokk, rómantísk og impressionisk vinnubrögð en í heild er þó megininntak tónmálsins hljómrænt og í þessu verki sérstak- lega ekki viðamikið að gæðum. Eig- inlegt nafn tónskáldsins var aðeins Karg og var hann sérlega frægur fyrir afburðatækni sína á píanó. Hann var góðvinur Griegs, sem mun hafa hvatt Karg til að snúa sér að tónsmíði. Tónlist hans þykir bera merki þeirrar leitar, sem tónskáld við lok rómantíska tímans og upp- haf módernismans ástunduðu til að finna sköpunarþörf sinni farveg. Þar í hópi eru margir mjög vel kunnandi tónlistarmenn, er ekki tókst að gefa tónmáli sínu þá merk- ingu að eftirtektarvert þætti og er Sigfried Karg einn þeirra. Bróðir Clemens lék þennan laga- flokk, fallega, þó með nokkuð um of marglitri raddskipan en í þessu litfagra en lítilsegjandi verki er vitn- að er til frægra sálmalaga. Stóra verkið á efnisskránni var fantasía op. 52 nr. 2 yfír sálmalagið Vakna, Síons verðir kalla. Bróðir Clemens byggir vel upp vaxandi kraft en í þessu verki voru registurbreytingar truflandi, hvað varðar samfellt tón- málið. Þegar slíkar raddskiptingar verða of áberandi, taka blæbrigða- skiptin athyglina frá eiginlegu tón- máli verksins. Það vill segja, að tón- ferlið er megininntak verksins en blæbrigðin aðeins búningur, að vísu oft mikilvægur túlkunarþáttur. í lok verksins er sálmurínn fluttur í þrum- andi styrk og getur slíkt uppátæki orkað tvímælis, nema tónbálkurinn hafi í heild sinni náð þeirri reisn að aðeins þrumandi „lestur" sálmsins eigi við. Leikur bróður Clemensar var að mörgu leyti ágætur en ekki, fyrir utan registurstyrk orgelsins, og leik með blæbrigði, átaksmikill, sem vel hefði mátt koma betur fram í verkunum eftir Reger. Jón Ásgeirsson Listnám- skeið SUMARHÁSKÓLI Háskóla íslands býður upp á listnám- skeið í Reykjavík 15.-30. ágúst nk. Námskeiðið heitir „On the Borderline“ og er unnið í sam- vinnu „Seminar on Art“ sem að standa Hannes Lárusson, Ólafur Gíslason og Helgi Þorgils Friðjónsson auk Sumarskóla Háskóla íslands og Myndlista- og handíða- skóla Islands. Námskeiðið er metið til 120 vinnustunda eða 3ja eininga samkvæmt náms- mati MHÍ. Kennarar eru Robin Peck, skúlptúristi og rithöfundur frá Vancouver í Kanada, James Graham, myndlistarmaður og gagnrýnandi frá Kanada, Li- borio Termine, prófessor í kvikmyndasögu og kvik- myndagagnrýni við Háskól- ann í Torino á Ítalíu og Thom- as Húber, prófessor við Lista- háskólann í Braunschweig, Þýskalandi. Reuter Minningarsafn í höf- uðstöðvum Gestapo SKAMMT frá dómkirkjunni í Köln, þekktasta tákni borgarinn- ar, er að finna drungalega áminningu um myrka fortíð borgarinnar, fyrrverandi höfuð- stöðvar Gestapo, leynilögreglu nasista á svæðinu í heimsstyrj- öldinni síðari. Byggingin slapp óskemmd úr hildarleik styijald- arinnar en gleymdist fljótt í eftir- leik hennar. Nú hýsir hún safn þar sem minnst er fórnarlamba ógnarstjórnar nasista á Rínar- svæðinu á árunum 1933 til 1945. Fangaklefarnir í kjallara húss- ins eru óbreyttir og þar er enn að sjá veggjakrot þeirra sem haldið var þar og þeir pyntaðir. Er ekki laust við að gestir fyllist óhugnaði er þeir lesa orð rúss- neskrar stúlku sem höfð var í haldi: „Ég er 18 ára, þunguð og myndi vilja sjá fyrsta barniðsem ég fæði. En það gerist ekki. Ég verð að deyja.“ Safnið í kjallara byggingarinn- ar var opnað árið 1981 eftir mikla baráttu ýmissa mannrétt- indahópa en nýverið var hins vegar opnuð stór sýning á efri hæðum hússins þar sem lögð er áhersla á endurminningar borg- arbúa úr stríðinu. Horst Matzer- ath, forstöðumaður safnsins, seg- ir það vera Kölnarbúum hollt að heimsækja það þar sem þeir hafi margir staðið í þeirri trú að ástandið hafi ekki verið svo slæmt í borginni í stríðinu, að borgarbúar hafi verið umburðar- lyndari en aðrir íbúar landsins. Við blöndum litinn... DU PONT bflalakk notað af fagmönnum um land allt. Er bíllinn þinn grjótbarinn eða rispaður ? DU PONT lakk á úðabrúsa er meðfærilegt og endingargott. • h an : • Faxafeni 12. Sími 553 8000 SEVERIN - Þýskt gæðamerki 6 gerðir kaffivéla Glæsileg samlokujárn 3 gerðir vöfflujárna 6 gerðir brauðrista 4 gerðir straujárna Ennfremur blástursofnar, borðgrill, áleggshnífar, handþeytarar o.m.fl. Fást víða um land. 2 gerðir grillofna Hársnyrtisett 3 gerðir handryksuga Einai* Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 622901 og 622900 oppunnn í örbylgjuofnum DAEVUOO - arftaki Toshiba ofhanna vinsælu! «0. 1 . tO -------- *JS. Mikið úrval, 19-241. Aflmiklir Snúningsdiskur Fást með grilli og blæstri Fyrirferðarlitlir Ókeypis ráðgjöf hjá hússtjórnar- kennara okkar fff’’ Verðfrákr. 16.910s.gr - stœrsti framleiðandi örbylgjuofna í Evrópu! Einar Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 - Sími S62 2901 og 562 2900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.