Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997 41 BRIDS Umsjón Guómundur l'áll Arnarson MÁLSHÁTTURINN segir að betri sé einn fugl í hendi en tveir í skógi. Sem er oft rétt, en ekki alltaf: Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♦ D1043 ¥ 6 ♦ K742 ♦ 10865 Suður ♦ ÁK ¥ KDG10982 ♦ G53 ♦ Á Vestur Norður Austur Suður 1 lauf Pass 1 spaði 4 hjörtu Pass Pass Pass Útspil: Laufkóngur. Suður tekur á laufás og spilar hjartakóng, sem vest- ur drepur strax til að spila hálaufi. í þann slag hendir austur spaða. Hvernig á suður að spila? Vestur á sem sagt mann- spilin sjöundu í laufi og hjartaás. Tíguldrottningin í viðbót gefur honum heiðar- lega opnun, en því miður virðist líklegt að tígulásinn sé í austur, því eitthvað hlýtur austur að eiga fyrir svari sínu á einum spaða. Á meðan suður er að hugsa málin, trompar hann laufið hátt og kannar hjartaleguna. Það kemur í ljós að ás vesturs var blank- ur. Hann á því fímm spil í spaða og tígli, sennilega tvo spaða og þijá tígla. Sé svo, þýðir lítið að reyna að fría tígulslag: Norður ♦ D1043 ¥ G ♦ K742 ♦ 10865 Vestur ♦ 85 ¥ Á ♦ D108 ♦ KDG9732 Austur ♦ G9762 ¥ 7543 ♦ Á96 ♦ 4 Suður ♦ ÁK ¥ KD109862 ♦ G53 ♦ Á En það er ástæðulaust að gefast upp. Suður tekur ÁK í spaða, þriðja hátromp- ið og spilar síðan hjartat- vistinum yfir til austurs. Austur fær óvæntan slag á tromp, en verður að spila spaða upp í gaffalinn eða tígli að kóngum. Betri eru tveir slagir í blindum en einn á hendi. Ást er... ■ ■ ■ að vera saman en vera þó fijáls og sjálfstæð. TM Reg. U.S. Pat. Off. — all rights reserved (c) 1997 Los Angelos Timos Syndicato I DAG Arnað heilla ÁRA afmæli. í dag, miðvikudaginn 13. ágúst er sjötíu og fimm ára Ingibjörg Björnsdóttir, Hólmgarði 4, Reykjavík. Hún verður að heiman í dag. fT /VARA afmæli. Fimm- tlVftug er í dag, miðviku- daginn 13. ágúst Ragn- heiður Elín Jónsdóttir, Dílahæð 1, Borgarnesi. Eiginmaður hennar er Ingi- mundur Ingimundarson. Þau taka á móti gestum á heimili sínu, laugardaginn 16. ágúst, eftir kl. 17. rrkÁRA afmæli. Fimm- O Vftug er í dag, miðviku- daginn 13. ágúst Gunndís Gunnarsdóttir, bókavörð- ur, Fagrabæ 10, Reykja- vík. Eiginmaður hennar er Ragnar Engilbertsson, skrifstofumaður. Þau eru að heiman á afmælisdaginn. fT rVÁRA afmæli. Fimm- tlv/tugur er í dag, mið- vikudaginn 13. ágúst, Magnús S. Jónsson, skóla- stjóri, Túngötu 10, Suður- eyri við Súgandafjörð. Eiginkona hans er Ágústa Gísladóttir. Þau taka á móti ættingjum og vinum á heimili sínu, laugardaginn 16. ágúst, milli kl. 20 og 23. COSPER ÉG lærði ótrúlega mörg ný blótsyrði í dag. Kennarinn datt í stiganum. HÖGNIIIREKKVÍSI STJÖRNUSPÁ cftir Frances llrakc * * LJÓN Afmælisbarn dagsins: Þú hefurgott innsæi og átt a uðvelt með að setja þig í spor annarra. Hrútur '21. mars - 19. apríl) Þú uppgötvar nýja leið til að auka tekjur þínar, en parft þó engu að síður að sýna ráðdeild, því lítið þarf til nú að illa fari. Naut (20. apríl - 20. maí) Þótt þér gangi allt í haginn í einkalífinu, skaltu samt gæta að þér því andartaks yfirsjón getur dregið langan dilk á eftir sér. Tvíburar (21. maí - 20. júnf) ÆX1 Þótt þú sért vanur að vera hreinskilinn, veistu hvenær rétt er að þegja. Þú átt gott með að umgangast fólk og ættir að njóta þess í kvöld. Krabbi (21. júnf-22.júlí) Hafðu ekki áhyggjur af öðrum, þó þig iangi til að vera útaf fyrir þig. Þú hefð- ir gott af því að fara á forn- ar slóðir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þér gengur allt í haginn vegna dugnaðar þíns að undanförnu. Treystu ekki á aðra en sjálfan þig. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú ættir ekki að blanda þér í fjármál annarra í dag. Einnig þarftu að neita ást- vin um greiða. Eftir því sem líður á daginn, sérðu að þú breyttir rétt. Vog (23. sept. - 22. október) Þú hefur tilhneigingu til að vantreysta sjálfum þér og ættir að forðast það og fara eftir sannfæringu þinni. Farðu snemma í rúmið í kvöld. Sporödreki (23. okt. - 21. nóvember) ®Kj0 Viðskipti eiga hug þinn all- an, en þú þarft að vera á varðbergi og láta ekki ímyndunaraflið hlaupa með þig í gönur Bogmaður (22. nóv. -21. desember) Viljir þú hafa áhrif og koma þér á framfæri, skaltu gera það með því að vera þú sjálfur. Aðeins þannig tekst þér vel til. Steingeit (22. des. - 19.janúar) Farðu eftir eigin sannfær- ingu í viðskiptum fremur en að taka við ráðum ann- arra. Þú þarft að tala hreint út við vin þinn. Vatnsberi (20.janúar-18. febrúar) Það er gott að gleðjast í góðra vina hópi, en umfram allt ættirðu að sinna þínum nánustu. Fiskar (19.febrúar-20. mars) %SZ Nú er rétti tíminn til að taka til hendinni heima fyrir og losa sig við það sem ekki er þörf fyrir. 1 kvöld ættirðu að ræða við góða vini. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár a f þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Hjartanlegar þakkir til allra þeirra, er heiðruðu mig með nœrveru sinni á 70 ára afmæli mínu í Fíladelfíukirkjunni þ. 30. júlí sl., svo og þeim, sem glöddu mig með blómum, skeytum, gjöfum og símhringingum. Mœtti Guð blessa landsmenn alla. Sálm. 23 „Drottinn er minn hirðir. “ Daníel Glad. Tískuskór frá TRACCE Áður:^995^- 995, Verð nú: Litur: Svartur Stærðir: 36-41 Ath: Tökum upp nýjar vörur daglega Póstsendum samdæ?urs |oppskórinn Veltusundi við Ingólfstorg sími 552 1212 GAFNA 2560 MB Quantum harður diskur 15" TARGA hágæða skjár ATI Mach 2 MB skjákort 16 hraða geisladrif Sound Blaster 32 hljóðkort 120W hátalarar Windows 95 Auk þess fylgja með Lon og Don 6 íslenskir leikir, Intcmctkynning hjá Xnet og 50% aísláttur af einu tölvu- námskeiði hjá Xnet ■glöltfur Grensásvegi 3 • Siml 588 5900 • www.bttolvur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.