Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997 35
+ Ketilríður
Bjarnadóttir
fæddist í Lágadal,
Nautseyrarhreppi,
Norður-ísafjarð-
arsýslu 9. mars 1927.
Hún lést 4. ágúst síð-
astliðinn í Reykjavík.
Foreldrar hennar
voru Anna Guðrún
Áskelsdóttir, f. 7.
mars 1896 á Bassa-
stöðum, Kaldrana-
neshreppi, d. 24.
febrúar 1977 í
Reykjavík, og Bjarni
Bjarnason, f. 23.
apríl 1889 á Bólstað, Kaldrana-
neshreppi, d. 29. ágúst 1952 í
Reykjavík. Ketilríður tók
sjúkraliðapróf á Landakoti
1967. Vann við allar deildir,
síðast á skurðstofu, til 1974 og
við heimahjúkrun í 6 ár.
Hún var ein af 13 systkinum.
Eftirlifandi af þeim eru: Ásta
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Andlát tengdamóður minnar
kom óvænt. Hún hafði reyndar
fengið sinn skerf af erfiðum veik-
indum, en þrátt fyrir það hafði hún
átt gott ár. Hún hafði ferðast til
útlanda, skemmt sér með eldri
borgurum, spilað og dansað, saum-
að og föndrað, allt það sem hún
naut að gera.
Engu okkar datt í hug þegar
við kvöddumst laugardaginn 2.
ágúst að það yrði okkar hinsta
kveðja. Við höfðum átt saman
langt samtal í eldhúsinu og þar sem
meðal annars bar á góma lífið og
dauðann. Ég veit að þú fékkst það
sem þú vildir, að fara snögglega.
í spámanninum segir: „Skoðaðu
hug þinn vel, þegar þú ert glaður,
og þú munt sjá, að aðeins það, sem
valdið hefur hryggð þinni gerir þig
glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur,
skoðaðu þá aftur huga þinn, og
þú munt sjá að þú grætur vegna
þess sem var gleði þín.“ (Kahlil
Gibran)
Elsku Eyjólfur, tengdafaðir
minn, sorg þín er mikil, ég, foreldr-
ar mínir og systir vottum þér, börn-
um og barnabörnum okkar dýpstu
samúð. Minningin um ástkæra eig-
inkonu, móður og ömmu verður
aldrei frá ykkur tekin.
Hvíl í friði.
Ásdís Hreinsdóttir.
Við systkinin viljum fá að minn-
ast ömmu Kellu með nokkrum orð-
um. Minningar um ömmu runnu í
gegnum huga mér þegar bróðir
minn sagði mér að hún amma
væri farin frá okkur. Amma var
okkur alltaf svo góð og bernsku-
minningarnar um það þegar við
vorum í heimsókn hjá ömmu og
afa eru sterkastar svo og síðustu
jól. Við munum lengst af ömmu
og afa í Rjúpufellinu og þess vegna
var hún alltaf kölluð amma í Rjúpó.
Voru það ófáar heimsóknirnar til
þeirra í heimabakaðar kleinur og
formkökur og alltaf var amma til-
búin til að hlaupa í kringum okkur
sama hversu þreytt hún var. Sömu-
leiðis voru utanlandsferðirnar tvær
sem við fórum með afa og ömmu
minnisstæðar og fannst okkur
systkinunum mjög gaman að hafa
þau með. Síðustu jól voru yndisleg
Bjarnadóttir,
Tryggvi Bjarna-
son og Áskell
Bjarnason.
Ketilríður gift-
it Eyjólfi Árna-
syni 14. nóvem-
ber 1952. Eyjólf-
ur er skipstjóri,
f. 8. desember
1924. Börn þeirra
eru: Anna Bjarn-
ey, m. Ingvar
Benediktsson,
Árni, m. Þórunn
Sigurðardóttir,
Sigrún, m. Henry
Kronberg Nielsen, Eyjólfur
Ketill, m. Ásdís Hreinsdóttir,
Ragnheiður, m. Hákon
Magnússon. Barnabörn Ketilr-
íðar eru 11 talsins og barna-
barnabörn eru 3.
Útför Ketilríðar fer fram
frá Bústaðakirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
því þetta voru síðustu jól ömmu
og eiga þau alltaf eftir að eiga
sérstakan sess í minni okkar, farið
var í kirkju og var það eitthvað
sem við fjölskyldan höfðum ekki
gert lengi á jólum.
Við eigum alltaf eftir að sakna
þín, elsku amma.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(S. Egilsson)
Sigríður Anna, Eyjólfur
og Birna Hrund.
Elsku Kella, með þessum orðum
vil ég þakka þér fyrir alla þá góð-
vild og tryggð sem þú sýndir mér
í gegnum árin. Þegar ég kom fyrst
inn á þitt heimili með Ragnheiði
vinkonu minni, en dóttur þinni,
tókst þú mér strax opnum örmum,
ég gat talað við þig um allt, hleg-
ið og grátið hjá þér, og í mínu
hjarta hefur þú alltaf átt stóran
stað og öll þín fjölskylda og mun
alltaf eiga. Síðustu ár höfum við
ekki hist svo mikið en síminn var
alltaf notaður reglulega og þótti
mér mjög vænt um það að alltaf
varstu eins við mig, hlý og góð,
og það skipti máli að það gengi
allt vel hjá mér. Elsku Eyjólfur,
Ragnheiður, Eyjólfur, Sigrún,
Árni, Anna og fjölskyldur, ég sendi
ykkur öllum mína dýpstu samúð,
ykkar missir er mikill.
Eins og Kella kallaði mig alltaf
og skrifaði í jólakortin, elsku Kella,
hafðu þakkir fyrir allt;
þinn gamli heimalningur,
Sigríður Margrét
Sigurgeirsdóttir (Maggý).
í dag er kvödd hinstu kveðju,
ástkær móðir vinkonu minnar,
I DAG
Ketilríður Bjarnadóttir eða Kella
eins og hún var kölluð. Fréttin kom
sem reiðarslag, en stutt er síðan
Kella kom í heimsókn til mín hress
og kát. I huga mínum dregur fyrir
sólu um stund en jafnframt koma
í hugann margar og góðar minn-
ingar.
Ég kynntist Kellu þegar ég var
unglingur, en þá vorum ég og
Ragga dóttir hennar góðar vinkon-
ur. Ég kom oft á heimili Kellu og
Eyjólfs og með tímanum myndað-
ist sérstakt samband milli mín og
Kellu. Hefur ríkt einstök vinátta
sem orð fá varla lýst.
Það var gott að koma til Kellu.
Alltaf hlýjar og góðar móttökur.
Hún var öll af vilja gerð að láta
öðrum líða vel. Jafnbjartsýn og lífs-
glöð kona er vandfundin. Þrátt
fyrir erfið veikindi sem hófust upp
úr 1980 kom hún sér alltaf á fæt-
ur eftir sjúkrahúslegur á bjartsýn-
inni og þrjóskunni einni saman.
Kella lamaðist 1981 og var dæmd
í hjólastól það sem eftir var. Endur-
hæfingin gekk hraðar og betur en
búist hafði verið við. Fyrr en varði
gekk hún við hækjur, seinna stafi
og svo hjálparlaust. Svona var
Kella. Hún lét ekki segjast.
Snemma á síðasta ári tók við
löng endurhæfing eftir hjartaað-
gerð þar sem henni var vart hugað
líf. En Kella jafnaði sig á löngum
tíma og hefur henni aldrei liðið
betur en á þessu ári. Ég hef aldrei
kynnst konu sem var jafnkát og
dugleg í veikindum sínum. Lífs-
krafturinn var ótrúlegur.
Nú hefur Kella stigið sinn hinsta
dans og kvatt þetta jarðneska líf.
Fráfall ástvinar er alltaf þungbær
söknuður, ekki síst þegar kallið
kemur óvænt og snöggt eins og
var um fráfall Kellu.
Elsku Kella, ég kveð þig með
söknuði og vil þakka þér fyrir allt
sem þú varst mér, gafst mér og
kenndir. Blessuð sé minning þín.
Eyjólfur, Ragga og aðrir ástvin-
ir, ég votta ykkur mína dýpstu
samúð.
Hulda.
Með fráfalli móðursystur minnar
Ketilríðar Bjarnadóttur er horfín á
braut kona sem ætíð reyndist mér
vel og mér þótti vænt um.
Elsku frænka, það er margt sem
kemur í hugann um dugnað þinn
og styrk og margs er að minnast.
Ég kveð þig með söknuði og
minningin um góða frænku mun
lifa með mér.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Kæri Eyjólfur, börn, tengdaböm
og bamabörn, innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Viktoría.
t
Ástkær faðir, sonur, bróðir, mágur og frændi,
ALBERT ÓSKARSSON
rafeindavirki,
Hraunbæ 70,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju fimmtu-
daginn 14. ágúst kl. 13.30.
Elísabet Stefanía Albertsdóttir,
Óskar G. Sampsted,
Gunnhildur A. Óskarsdóttir, Gunnar Antonsson,
Bryndís Óskarsdóttir,
Sigurbjörg Albertsdóttir.
KETILRÍÐUR
BJARNADÓTTIR
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
STEINGRÍMUR NIKULÁSSON
matsveinn,
Þórufelli 20,
Reykjavík,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn
10. ágúst.
Svala Þyri Steingrímsdóttir,
Þórarinn Smári,
Jónína Steiney Steingrímsdóttir,
Annie Steingrímsdóttir,
Margrét Lísa Steingrímsdóttir,
Nikulás Ásgeir Steingrímsson,
Friðfinnur Árni Steingrímsson,
Heimir Gíslason,
Elínbjörg Stefánsdóttir,
Helgi fvarsson,
Helgi Þorgils Friðjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Maðurinn minn, faðir okkar, fósturfaðir,
tengdafaðir, sonur, afi og bróðir,
JÓN VILBERG GUÐMUNDSSON,
Landskrona,
Sviþjóð,
sem lést á heimili sínu laugardaginn 31. maí,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstu-
daginn 15. ágúst kl. 16.00.
Áslaug Nikulásdóttir,
Davíð Börkur Jónsson,
Benjamín Vilberg Jónsson,
Sigrún Arnardóttir, Sigmundur Hannesson,
Guðmundur Brynjólfsson,
barnabörn og systkini hans látna.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
STEFÁN ÓLAFSSON
vélvirki,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður til heimilis
á Hringbraut 84,
Reykjavík,
lést að kvöldi mánudagsins 11. ágúst.
Jarðarförin auglýst síðar.
Stefán Á. Stefánsson,
Lárus Stefánsson,
Sturlaugur Stefánsson,
Sigurður Stefánsson,
Vilhjálmur K. Stefánsson,
Oddný Bjarnadóttir,
Ana Stefánsson,
Jenný Bogadóttir,
Margrét L. Guðmundsdóttir,
Þórhalla Guðbjartsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
FINNUR H. GUÐMUNDSSON,
Hátúni 10a,
Reykjavík,
sem lést á heimili sínu miðvikudaginn 6.
ágúst, verður jarðsunginn frá Bessastaða-
kirkju föstudaginn 15. ágúst kl. 10.30.
Hildur Finnsdóttir, Gunnar Gunnarsson,
Eiríkur B. Finnsson, Hafdís Þorvaldsdóttir,
Gunnar Finnsson,
Dagur, Finnur Freyr, Eva Hlín og Marta.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför ástkærs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og
bróður,
JÓHANNESAR G. HELGASONAR,
Stóragerði 26,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjá heima-
hlynningu Krabbameinsfélagsins.
Oddný Eyjólfsdóttir,
Ólína Ág. Jóhannesdóttir, Kjartan G. Gunnarsson,
Jóhannes Á. Jóhannesson, María Skaftadóttir,
Anna Margrét Jéhannesdóttir, Högni Hróarsson
barnabörn og Kristinn Helgason.