Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997 15 LANDIÐ Heyannir í Garðinum Á ÁRUM áður blómstraði land- búnaðurinn í Garðinum en nú er öldin önnur. Einu skepnurn- ar sem ber á eru hross, hundar og kettir. Byggðin er dreifð og hrossabændur nýta sér tún- blettina sem víða er að finna. Hreinn Guðbjartsson í Steins- húsi nýtir Gerðatúnið og í fyrrakvöld stóðu heyannir sem hæst. Vinnuvélarnar eru kannski ekki af nýjustu gerð en allt hefst þetta þá loks hann gaf þurrk í nokkra daga. Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson r n ALOE VERA Náttúrusnyrtivörur úr ekta ALOE VERA Pennauinir í 2*10 löndum. International Pen Friends. Sími 881 8181. Morgunblaðið/Silli FINNBOGI Eyjólfsson afhenti Kristjónu Þórðardóttur lyklana að bílnum. Nýr sjúkrabíll til Húsavíkur Húsavík - Rauðakrossdeild Húsa- víkur hefur keypt nýjan og mjög fullkominn sjúkrabíl af gerðinni Volkswagen frá Heklu hf. og var hann afhentur á Húsavík fyrir skömmu. Rauðakrossdeildin hefur annast sjúkraflutninga á Húsavík og ná- grenni frá árinu 1965 og ávallt haft góða bíla til afnota. Nú rekur hún tvo bíla auk þess sem hún á snjóbíl ef með þarf til vetrarflutninga. Yfir sumarið er föst vakt á bílunum allan sólarhringinn en á veturna dagvakt, þó má alltaf ná til bílsins gegnum læknavaktina á sjúkrahúsinu. Finnbogi Eyjólfsson, verslunar- stjóri bifreiðadeildar Heklu, afhenti bílinn og skýrði jafnframt marghátt- aða eiginleika hans og kosti. Bíllinn er með sífellt aldrif, 140 hestafla vél og ABS-bremsum. Hann er einn- ig búinn sérstökum fjaðraútbúnaði með gormum að framan og sneril- flaðrir að aftan og „líknarbelg" í stýrishjóli. Bíllinn verður búinn hinum full- komnustu tækjum sem slíkir bílar hafa í sambandi við sjúkraflutninga og sér sjúkrahúsið um þann þátt útbúnaðar og reksturs. Um rekstur bílsins, fjármagn og slíkt sér Haukur Logason, sýslufull- trúi, en stjórn Rauðuakrossdeildar- innar skipa Kristjóna Þórðardóttir, formaður, Magnús Þorvaldsson, Vilhjálmur Pálsson, Guðjón Ing- varsson og Þór Gíslason. Kross á tum nýrrar kirkju á Þórshöfn Þórshöfn - Bygging kirkju á Þórs- höfn hófst fyrir tveimur árum og fyrsta áfanga er nú lokið og kirkjan orðin fokheld. Lokapunktur þessa fyrsta byggingaráfanga var þegar krossinn var hífður á turn kirkjunn- ar. Kirkjan er reisuleg bygging í hefðbundnum stíl og er til mikillar prýði fyrir þorpið. Áformað er að byggingunni verði lokið árið 1999 en annar áfangi í byggingunni hefst fljótlega. íbúar prestakallsins hafa í gegnum tíðina sótt kirkju að Sauðanesi á Langanesi, um 7 km utan við Þórshöfn. Sauðaneskirkja er falleg lítil sveitakirkja en fyrir löngu orðin of lítil. Prestur á Þórs- höfn er sr. Ingimar Ingimarsson en hann verður vígður til prófasts nk. sunnudag við messu í Sauðanes- kirkju. \ Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir KROSSINN hífður á turn kirkjunnar. Innritun hefst í dag! lu. kur því að tryggía mskeið’. FRA TOPPITIL TAAR i. Námskeið sem hefúr veitt ótalmörgum konum frábæran árangur. Þetta kerfi er eingöngu ætlað konum, sem berjast við aukakílóin. Uppbyggilegt, lokað námskeið. Fimm tímar í viku, sjö vikur í senn. Góður matarkúr sem fylgt er eftir daglega með andlegum stuðningi, einkaviðtölum og fyrirlestrum um mataræði og hollar lífsvenjur. Heilsufundir þar sem farið er yfir förðun, klæðnað, hvernig á að bera líkamann og efla sjálfstraustið. FRÁ TOPPITIL TÁAR il - framhald Námskeið fyrir þær sem vilja halda áfram í aðhaldi. Tíniar 3x í viku Fundir 1 x í viku í 7 vikur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.