Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997 11 Rekstur Helgarpóstsins Afram óvissa um útgáfuna ÓVISSA ríkir enn um framtíð út- gáfu Helgarpóstsins. Blaðið kom ekki út í síðustu viku og það kem- ur ekki út í þessari viku. Aðalfund- ur Lesmáls ehf. sem gefur út Helgarpóstinn, verður haldinn nk. föstudag og verður ný stjórn fé- lagsins kosin á fundinum. Páll Vilhjálmsson, ritstjóri Helg- arpóstsins, sagði að stærstu hlut- hafar í Lesmáli ynnu að endurijár- mögnun félagsins. Hann sagði að það verk væri tímafrekt m.a. vegna sumarleyfa. Nokkrir aðilar hefðu þegar sýnt áhuga á að koma með flármagn inn í félagið. Páll hefur lýst því yfir að hann og Árni Björn Ómarsson fram- kvæmdastjóri ætli að nýta for- kaupsrétt að hlut Tilsjár ehf., sem er í eigu Alþýðubandalagsins, í Helgarpóstinum. Þeir eru hins veg- ar ósáttir við verð hlutabréfanna og hafa óskað eftir því við Héraðs- dóm Reykjavíkur að dómkvaddir menn úrskurði um verðmæti bréf- anna. Páll sagðist ekki vita hvað þessi vinna taki langan tíma, en henni verði væntanlega lokið áður en forkaupsréttur rennur út í næsta mánuði. Páll sagði að vegna ágreinings við Tilsjá væri ekki ljóst hvenær Helgarpósturinn kæmi næst út. -----♦ ♦ ♦--- Straumsvík Alver á undan áætlun VINNA við stækkun álversins í Straumsvík er þremur mánuðum á undan áætlun. Nú er gangsetning kerskála númer 3 að verða hálfnuð og fyrir vikulokin munu 80 ker af 160 hafa verið gangsett. í fréttatilkynningu _ frá Rann- veigu Rist, forstjóra ÍSAL, segir að enn stefni í að kostnaður við framkvæmdir við stækkun álvers- ins verði undir áætlun. „Gangsetning hefur gengið vel það sem af er og kerrekstur nýja skálans jafn og góður. Auka þurfti afköst skautsmiðju með tilkomu nýja skálans og eru starfsmenn skautsmiðju komnir á þrískiptar vaktir í stað tvískiptra áður,“ segir í fréttinni. Þá segir að viðbótarbún- aður í steypuskála vegna stækkun- ar sé að hluta kominn í gagnið en verið er að gera prófanir og ganga frá öðrum þáttum og hefur verkinu miðað vel. Nú eru á sjöunda hundrað manna á launaskrá hjá ÍSAL en þegar stækkun verður að fullu komin í gagnið verða rösklega 500 manns á launaskrá. IÐNAÐARHURÐIR Í SVAL-BORGA FHF. HÖFÐÁBAKKA 9, 112 REYKJAVÍK SÍMI 587 8750 - FAX 587 8751 MARGRÉT Frímannsdóttir vann formannskosningu í Alþýðubanda- laginu fyrir tveimur árum og hún gefur nú kost á sér til endurkjörs. Formannskjör Alþýðubandalagsins Margrét ein í framboði FRESTUR tii að skila inn framboðum til kjörs formanns Alþýðubandalags- ins fyrir landsfund flokksins í haust, rann út á miðnætti í fyrrakvöld. Að- eins barst eitt framboð, frá Margréti Frímannsdóttur, formanni flokksins, sem gefur kost á sér til endurkjörs. Samkvæmt 16. grein flokkslaga ber yfirkjörstjórn að framlengja framboðsfrest um tvær vikur, berist aðeins eitt eða ekkert framboð og ákvað yfirkjörstjórn á fundi í gær að framlengja framboðsfrestinn til miðnættis 27. ágúst. Berist ekki fleiri framboð telst Margrét réttkjörin formaður Alþýðu- bandalagsins á næsta kjörtímabili 1997 til 1999 og verður kjöri hennar þá iýst á landsfundi flokksins, sem settur verður 6. nóvember, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá yfirkjörstjórn í gær. Kosið verður í varaformannsembættið og önnur embætti á landsfundinum. Verð með 17” Apple-skjá frá 379.705,- kr. stgr. m.vsk. 304.985, kr. stgr. án.vsk. Apple-umboðið Skipholti 21, 105 Reykjavík, sími: 511 5111 Netfang: sala@apple.is Veffang: http://www.apple.is 200 MHz PowerPC 604e 48 Mb vinnsluminni, stækkanlegt í 512 Mb Skyndiminni 256 k, stækkanlegt í 1 Mb 2000 Mb harðdiskur Tólfhraða geisladrif 16 bita tvíóma hljóð Þrjár PCI-raufar Localtalk og Ethernet Örgjörvi á dótturborði uppfæranlegur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.