Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Akvörðun Bandaríkjastjórnar um endastöðvargjald Verður deílimni vísað td WTO? Genf. Reuter. HUGSANLEGT er, að tilraunum Bandaríkjamanna til að neyða önnur ríki til að lækka svokölluð enda- stöðvargjöld fyrir símtöl verði vísað til úrskurðar innan Heimsviðskipta- stofnunarinnar, WTO. Bandaríska fjarskiptaráðið hefur ákveðið að setja takmörk fyrir því hvað bandarísk símfélög mega greiða erlendum símfélögum hátt endastöðvargjald og er miðað við, að það verði á bilinu 11 til 17 ísl. kr. Er það fímm og sex sinnum og stundum allt að tíu sinnum lægra en erlendu símafyrirtækin, oftar en ekki í ríkiseigu, krefjast nú. Eiga reglur um þetta að vera komnar að fullu til framkvæmda við árslok 2003. Bandaríkjamenn stefna að því, að venjulegt símtal við útlönd fari úr 64 kr. nú í 15 kr. og áætla sparnaðinn fyrir einstaklinga og fyr- irtæki 1.241 milljarð ísl. kr. til 1. janúar 2004. Þessi aðgerð mun koma sér sér- staklega illa fyrir ýmis þróunarríki en þó eru þau ekki talin líkleg til að kæra hana þar sem Bandaríkja- menn ætla að leggja þeim nokkra líkn með þraut. Endastöðvargjaldið verður miðað nokkuð við efnahags- lega getu ríkjanna og má vera hærra í fátækum löndum en ríkum. Efasemdir um framkvæmdina Ríkin, sem undirrituðu samning- inn um Heimsviðskiptastofnunina, vissu nokkurn veginn á hverju var von að þessu leyti og segja má, að þetta hafi verið verðið, sem þau greiddu til að fá Bandaríkin sem aðila að stofnuninni. Þó telja sumir, að framkvæmdin fari hugsanlega í bága við svokallaða bestu-kjara- samninga Bandaríkjanna við önnur ríki og við lög um jafna stöðu allra erlendra fyrirtækja á bandaríska fjarskiptamarkaðinum. í reglunum eða drögum að þeim segir, að neiti ríkisstjórnir að samþykkja banda- ríska endastöðvargjaldið, megi svipta fyrirtæki viðkomandi landa starfsleyfi í Bandaríkjunum. Evrópusambandið hefur þegar kvartað yfir þessu en sérfræðingar segja, að Bandaríkjastjórn eigi lík- lega þau svör, sem duga. Þá verði hún að gæta þess að hafna ekki umsókn um starfsleyfi og afturkalla aðeins þau, sem hafa verið veitt, á þeirri forsendu, að viðkomandi síma- fyrirtæki noti bestu-kjara-samning- ana sem skálkaskjól á sama tíma og bandarískum símafyrirtækjum sé meinaður aðgangur að heimamark- aði þess. Reuter „Grímulausum“ Jeltsín lýst ALEXANDER Korzhakov, fyrr- verandi lífvörður Borísar Jeltsíns Rússlandsforseta, sést hér á fundi með fréttamönnum í Moskvu í gær, þar sem hann kynnti endur- minningabók sína um árin tiu sem hann eyddi við hlið stjórnmála- leiðtogans Jeltsíns. Á myndinni sést bókarkápan með titlinum „Boris Jeltsin: Myrkranna á milli“. Korzhakov, sem Jeltsín rak fyrir rúmu ári, sagði að lesendur myndu með lestri bókarinnar kynnast Jeltsin „grímulausum". Margir hafa beðið endurminn- inga Korzhakovs með eftirvænt- ingu, en þeir sem biðu æsifrétta á kynningarfundi bókarinnar fengu lítið fyrir sinn snúð. Hann fletti höfundurinn ekki ofan af neinum nýjum hneykslismálum. En Korzhakov sagðist reiðubúinn að svara fyrir allt sem hann hefði skrifað fyrir rétti, ef þörf kræfi. Korzhakov missti stöðu sína sem lífvörður forsetans í miðri kosningabaráttunni í júní í fyrra, er Jeltsín barðist fyrir endur- kjöri. Vegna stöðu sinnar var Korzhakov á tímabili kallaður „næst-valdamesti maður Rúss- Iands“. Hann er nú þingmaður og hefur heitið hefndum. Eftir því sem hingað til hefur fregnast af innihaldi bókarinnar fjallar Korz- hakov þar m.a. um drykkju forset- ans og ýjar að því að hann hafi oftar en einu sinni reynt að svipta sig lífi. Skólafrum- varp samþykkt í Tyrklandi Ankara. Reuter. TYRKNESK þingnefnd samþykkti í gær frumvarp um að skólahald skyldi byggt á veraldlegum grunni þrátt fyrir harða andstöðu ísl- amskra þingmanna og stuðnings- manna þess að stuðst verði við trú- arlegar kennisetningar í skólum. Embættismenn í þinginu sögðu að frumvarpið yrði sennilega tekið til umræðu á allshetjarþingi Tyrkja í dag. Það tók þingnefndina níu daga að fjalia um frumvarpið og urðu um það heitar umræður. Frumvarpinu hefur verið mót- mælt á götum úti og halda margir því fram að það stefni trúarlegri menntun í hættu. Nýkjörinn forseti írans leggur fram ráðherraiista sem þykir til marks um varfærni John F. Kennedy yngri gagnrýnir frændur sína í tímaritsgrein Þagnarmúr fjölskyldunnar rofinn JOHN F. Kennedy yngri, sem þessa dagana er staddur hér á landi, hefur samkvæmt grein í Daily Telegraph brotið þá reglu Kennedy fjöl- skyldunnar að tjá sig ekki um hneykslismál annarra íjölskyldumeðlima. Þrátt fyrir að hvert hneykslismálið hafi rekið annað á sSðustu áratugum hefur fjölskyldan fram að þessu staðið saman og forðast að láta hafa nokkuð eftir sér. í nýjasta hefti bandaríska tímaritsins George sem John F. Kennedy ritstýr- ir kallar hann hins vegar tvo frændur sína „full- komnar fyrirmyndir um slæma hegðun“. Þeir sem um ræðir eru Michael og Joseph, synir Roberts Kennedy. Michael, sem er virkur þátttakandi í stjómmálum Massachusetts, yfír- gaf fyrr á þessu ári eiginkonu sína í kjölfar ásakana um að hann hafí átt í ástarsambandi við 14 ára barnfóstru þeirra hjóna. Reuter FRÆNDURNIR Joseph, John og Mich- ael Kennedy hafa allir tekist á við freist- ingar að undanförnu. Joseph, sem er einn af þingmönnum fylkisins og frambjóðandi demókrataflokksins til ríkis- stjóra, hefur hins vegar verið í eldlínunni frá því fyrrum eiginkona hans skrifaði bók þar sem hún ásakar hann m.a. um að hafa þröngvað sér til að samþykkja ógildingu á hjónabandi þeirra. Joseph hefur beðið hana opinberlega afsökunar á framkomu sinni. í greininni í George segir John Kennedy, sem oft var nefndur eftirsóttasti piparsveinn Banda- ríkjanna þar til hann gekk í hjónaband á síð- asta ári, að hægt sé að ætlast til mikils af þeim sem mikið er gefið og að frændur sínir hefðu átt að vita betur. Einnig viðurkennir hann að sjálfur hafí hann lært margt um freistingar að undanfömu og segir að hætturnar sem fylgi freistingum geri þær einungis meira spennandi. Einnig segir hann að grátur frændanna, sem ekki gátu staðist freistingar, hafí truflað sig í eigin „Hamletleik" við viljastyrkinn. (Ætti ég eða ætti ég ekki?) Greininni fylgir mynd af John þar sem hann situr nakinn og vegur epli í hendi sér. Khatami sýnir vilja til málamiðlana Teheran. Reuter. MOHAMMED Khatami, forseti ír- ans, lagði I gær fram ráðherralista fyrir íranska þingið. Ali Akbar Natez-Nouri, forseti íranska þings- ins, sagði að listinn yfír ráðherraefni Khatamis yrði tekinn til umræðu á þriðjudag og myndi henni ljúka dag- inn eftir með atkvæðagreiðslu. Fréttaskýrendur segja að þetta sé fyrsta prófraun Khatamis frá því hann tók við embætti í liðinni viku og beri listinn varfærni vitni. Ljóst er talið að nokkur nöfn á listanum muni þó valda deilum. Umræðan um ráðherralistann mun fara fram í þremur hlutum og er ráðgert að hún taki alls 15 klukkustundir. 22 nöfn eru á listan- um og sögðu stjórnmálaskýrendur og stjórnarerindrekar að þar mætti greina tilraun til málamiðlunar varð- andi hin mikilvægu og viðkvæmu embætti utanríkis-, leyniþjónustu- og varnarmálaráðherra, en í þau embætti, sem mestu skiptu innan- lands, væru tilnefnd ráðherraefni, sem bæru því vitni að Khatami hygð- ist fylgja eftir yfírlýsingum sínum um umbætur. Að sögn sérfræðinga er tilnefning Qorbanalis Dorris Najafadadis til að sjá um leyniþjónustumál eða örygg- ismál innanlands, greinileg eftirgjöf gagnvart andstæðingum forsetans á þinginu, sem nefnist majlis. Umdeilt utanríkisráðherraefni Kahtami tilnefndi Kamal Kharrazi, sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum, eftirmann Alis Akbars Velayatis í embætti utanríkisráð- herra. Kharrazi er sagður tryggur embættismaður og ólíklegt sé að boði stórfelldar breytingar í utanrík- ismálum, sem eru undir stjórn Kha- meinis erkiklerks. Hann stundaði doktorsnám í Bandaríkjunum. Ekki er þó sjálfgefið að tilnefning Kharrazis verði staðfest og er búist við því að ýmsir harðlínumenn muni reyna að setja stein í götu hans. „Það er ekki við hæfi að maður, sem hefur búið í Bandaríkjunum, hvort heldur sem námsmaður eða sendiherra hjá Sameinuðu þjóðun- um, ráði utanríkisstefnu þjóðar, sem lftur á Bandaríkjamenn sem sinn helsta óvin,“ sagði í dagblaðinu Jom- huri Islami í gær. Vildi semja við Bandaríkjamenn Umdeildasta tilnefningin er þó sennilega menningarmálaráðherra- efnið Ataollah Mohajerani, fyrrver- andi varaforseti írans, sem fyrir þremur árum var gagnrýndur fyrir að hvetja til beinna viðræðna við Bandaríkjamenn. Ráðuneyti menn- ingar og íslamskrar leiðsagnar stjómar kvikmyndagerð og fjölmiðl- um í landinu. Hinn hófsami Abdollah Nouri, sem tilnefndur er í embætti innanríkisráðherra, á ugglaust einn- ig eftir að valda deilum. Það kæmi í hans hlut að auka félagslegt frjáls- ræði í írönsku þjóðfélagi. Meðal ráðherraefna eru einnig fímm ráðherrar úr fyrri stjórn. Lítið hefur borið á Khatami frá því hann var settur í embætti. Hann hefur lítið sést opinberlega og sjald- an komið fram í ríkissjónvarpinu, sem forverar hans og hin valdamikla klerkastétt hafa notað óspart. Nú er hins vegar farið að hengja upp myndir af Khatami við hliðina á myndum af Ruollah Khomeini erkik- lerki, leiðtoga byltingarinnar í íran, og Ali Khamenei erkiklerki í opinber- um byggingum, gistihúsum og veit- ingastöðum. Ekki ýtt undir persónudýrkun Hins vegar virðist Ijóst að ekki verður ýtt undir persónudýrkun á hinum nýja forseta. Akbar Hashemi Rafsanjani, fyrrverandi forseti, og Nateq-Nouri, sem beið lægri hlut fyrir Khatami í kosningunum, eru báðir meira áberandi í fjölmiðlum en nýi forsetinn. Khatami hefur ekki haldið form- legan blaðamannafund til að greina frá áætlunum sínum frá því að hann tók við embætti þótt milljónir manna, sem kusu hann, geri sér vonir um að hann muni beita sér fyrir auknu fijálsræði í landinu. Khatami, sem er 54 ára gamall og lýst sem hófsömum shíta-klerki, fékk 70% atkvæða í kosningunum í maí. Hann hefur farið fram á það við dagblöð að ekki verði prentaðar langorðar lofgreinar um sig. Margir áttu von á því að hann mundi hafa konu á ráðherralistanum, en sú varð ekki raunin. Engin kona hefur setið í ráðherrastóli í Iran frá því að bylt- ingin var gerð árið 1979.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.