Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Forseti Islands kominn heim úr þriggja vikna ferð til Ameríku
Arangursrík og
gagnleg heimsókn
til Ameríku
Morgunblaðið/Ásdís
FORSETAHJÓNIN komu til Iandsins í gærmorgun. Handhafar
forsetavalds, Pétur Hafstein, forseti Hæstaréttar, og Ólafur G.
Einarsson, forseti Alþingis, tóku á móti þeim á flugvellinum.
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for-
seti Islands, kom til landsins í
gær úr þriggja vikna heimsókn
til Bandaríkjanna og Kanada.
Forsetinn sagði í samtali við
Morgunblaðið að þetta hefði ver-
ið árangursrík heimsókn. í henni
hefði m.a. komið fram eindreg-
inn vilji til að gera samskipti Is-
lendinga við frændur sína vest-
anhafs kraftmikil á nýrri öld.
„Ég tel að þessi ferð hafi skil-
að verulegum árangri á mörgum
sviðum. Hún var einnig fróðleg
og veitti okkur Guðrúnu Katrínu
mikilvæga lífsreynslu og viðbót-
arþekkingu. Við höfum ferðast
víða á síðustu 15-20 árum, en
við höfum sjaldan farið ferð sem
hefur veitt okkur í jafnríkum
mæli nýjan fróðleik og mikil-
væga reynslu.
Ég veit líka að heimsóknir
okkar á slóðir Islendinga vestan-
hafs og viðræður við fjölda fólks
og forystumenn í samfélögum
íslendinga bæði í Bandaríkjunum
og Kanada hafa skilað mjög
auknum áhuga og eindregnum
vilja til að efla tengslin við ísland
og gera þau kraftmikil á nýrri
öld. Ég held einnig að það hafi
tekist í ferðinni að koma hug-
myndum okkar íslendinga og
stöðu á framfæri við áhrifamenn
víða, bæði í bandarísku stjórn-
kerfi og kanadísku og hjá ýmsum
mikilvægum stofnunum. Það var
mikilvægt að kynnast því hve
hlutdeild Islands á ýmsum svið-
um alþjóðamála, menningar og
vísinda er mikils metin.“
Opinberum heimsóknum
fækkar
Ferð forsetans til Ameríku var
ekki opinber heimsókn en var
eigi að síður viðamikil og vakti
mikla athygli. Ólafur Ragnar
sagði að skilgreiningin á opin-
berri heimsókn væri eingöngu
bundin við það form sem á heim-
sókninni væri gagnvart því ríki
sem farið væri til en ekki inni-
haldi heimsóknar.
„í raun og veru verða opinber-
ar heimsóknir þjóðhöfðingja til
hinna stærri landa sífellt sjald-
gæfari vegna þess að gamlar
venjur fela í sér mikla viðhöfn,
tímafrekar athafnir og mikinn
kostnað fyrir gestgjafalandið og
auk þess eru sljórnendur sumra
mikilvægustu ríkja heims önnum
kafnir við dagleg störf. Þess
vegna eru það ekki mjög margir
sem árlega fara í opinberar
heimsóknir til slíkra ríkja. Smátt
og smátt hafa samskipti þjóða
verið að breytast á þann veg að
það sem að forminu til er kallað
einkaheimsóknir, en væri
kannski nær að kalla óopinberar
vinnuheimsóknir, verður algeng-
ara enda eru slíkar heimsóknir
að mörgu leyti gagnlegri. Það
er sveigjanlegra við hverja er
talað, meiri möguleiki á að sinna
sérstökum áherslum okkar eigin
lands, ræða við einstaklinga og
hópa og heimsækja stofnanir og
borgir, sem erfitt væri að koma
við í formlegri opinberri heim-
sókn.“
Ólafur Ragnar sagði að hann
myndi á næstu vikum sinna
margvíslegum verkefnum sem
bíða hér heima, en síðar í mánuð-
inum myndi hann fara í þriggja
daga opinbera heimsókn til Finn-
lands og í október til Svíþjóðar.
Þar með hefur nýkjörinn forseti
heimsótt öll Norðurlöndin.
„Vilji minn stendur til þess að
opinberar heimsóknir, sem
kæmu í kjölfarið til annarra ríkja
í Evrópu, verði næst til Eystra-
saltsríkjanna. Mér finnst mikil-
vægt að með slíkri ákvörðun
væri verið að senda formleg
skilaboð um þann mikilvæga sess
sem Eystrasaltsríkin hafa og
eiga að hafa í alþjóðlegu samfé-
lagi, að koma næst fjölskyldu
hinna norrænu ríkja í okkar
huga,“ sagði Ólafur Ragnar.
Sýn
hækkar
um
þriðjung
ÁSKRIFTARVERÐ Sýnar
hækkar um u.þ.b. 600 kr. um
næstu mánaðamót. Hreggvið-
ur Jónsson, framkvæmda-
stjóri fj'ármála- og rekstrar-
sviðs, segir að aðalástæðan
fyrir hækkuninni sé kostnað-
ur vegna betri dagskrár og
stærra dreifisvæðis.
Fullt verð hækkar úr 1.999
kr. í 2.621 kr. á mánuði. Ef
áskrifendur nýta sér boð-
greiðslur hækkar áskriftin úr
1.899 kr. í 2.490 kr.
Beinar
útsendingar
Hreggviður sagði að hing-
að til hefði verið talað um að
áskriftarverðið væri kynning-
arverð. „Með hækkuninni er
áskriftin orðin eins og við
þurfum á að halda til að halda
úti góðri dagskrá. Ég get
nefnt að beinar útsendingar
verða oft í hverri viku, allt
upp í 5 á viku, og þar er fyrst
og fremst um fótbolta að
ræða. Við verðum með enska
boltann, ítalska boltann og
Evrópukeppni meistaraliða,"
sagði Hreggviður.
Hann sagði að önnur
ástæða fyrir hækkuninni væri
að verið væri að stækka
dreifisvæði Sýnar, t.d. yrði
hægt að ná Sýn á Húsavík,
Dalvík og Siglufirði. Stærra
dreifisvæði kallaði á aukinn
dreifingarkostnað í gegnum
ljósleiðara.
Bensínverð það sama hjá olíufélögnm
með eða án hreinsiefnis
Kostnaður við
hreinsiefni
25-35 kr. á lítra
ÞOTA af gerðinni Boeing 737-200 bætist í flota íslandsflugs í haust, en hún verður tekin á leigu
einkum til að sinna fraktflugi. Hún getur þó einnig flutt farþega.
íslandsflug leigir Boeing-þotu í fimm ár
Fraktflug til Brussel í haust
HREINSANDI bætiefni sem bætt
hefur verið í bílabensín hjá sumum
olíufélaganna hérlendis er talið
draga bæði úr mengun bílvéla og
eyðslu, þar sem það hreinsar útfell-
ingar sem myndast smám saman í
brunahólfi vélanna. Fulltrúar olíu-
félaganna eru þó ekki á einu máli
um þessa kosti. Kostnaður er á bil-
inu 25 til 35 krónur á lítrann en
ekki er munur á bensínverðinu eftir
því hvort það er með hreinsiefni eða
ekki.
Bæði Skeljungur og Olís tóku að
bæta bætiefni í bílabensín sumarið
1994, en slíkt efni er hvorki í bens-
íni hjá Olíufélaginu né Orkunni.
Kristinn Björnsson forstjóri Skelj-
ungs segir að ákveðið hafi verið að
gera það m.a. eftir beiðni frá sumum
bílainnflytjendum sem töldu það
hafa betri meðferð í för með sér.
Talið er að slíkt bensín henti betur
til dæmis í fjölventla vélar með
beinni innsprautun sem séu við-
kvæmari fyrir útfellingum. Tals-
menn Skeljungs segja að þegar
menn hefji notkun á bensíni með
hreinsiefni hafi um 20% útfellinga í
véiinni hreinsast eftir fjórar til sex
tankfyllingar. Skeljungur hóf að
bjóða þetta í júní 1994.
Hjá Olís var byijað að selja svo-
nefnt „hreint system 3“-bensín í júlí
1994 og var þáð áð kröfu Téxácö.
Segir í bæklingi þeirra að kostir
þess séu meiri kraftur, hreinni út-
blástur og minni eyðsla. Olís selur
um 50 milljónir lítra af bensíni ár-
lega og er kostnaður fyrirtækisins
vegna hreinsiefnisins um 12 milljón-
ir króna á ári og kostnaður er svipað-
ur hjá Skeljungi vegna hreinsiefnis-
ins.
Fremur markaðsátak
en nauðsyn
Geir Magnússon forstjóri Olíufé-
lagsins segir að íblöndun hreinsiefna
sé að sínu mati fremur markaðsátak
en nauðsyn. Olíufélagið hafi í júní
1994 kynnt nýtt markaðsátak, safn-
kortið, og fljótlega hafi hin félögin
farið af stað með markaðsátak
kringum það sem þau nefndu hreint
bensín. Geir segir ákveðnar útfell-
ingar líka fylgja hreinsiefnum og
sérfræðingar Olíufélagsins hafi á
þeim tíma ekki talið þörf á slíku
efni en þvertók fyrir að það væri
vegna kostnaðar, sagði að ef menn
efndu til meiri tilkostnaðar vegna
einhverra kosta hlyti að vera stefnt
að því að ná honum inn með meiri
sölu. Hann segir þó ljóst að sumar
gerðir bíla gangi betur á bensíni
með hreinsiefni en aðrar ekki. Ekki
vill hann þvertaka fyrir að Olíufélag-
ið fari út í slíka aðgerð einhvern tíma
ert það sé ekki á döfinni á næstunni.
ÍSLANDSFLUG hefur endurnýjað
samning sinn við DHL hraðflutn-
ingafyrirtækið í Brussel og hefur
1. október áætlunarflug milli Kefia-
víkur og Brussel með viðkomu í
Edinborg. Félagið hefur leigt Boeing
737-200 þotu til fiugsins.
Gunnar Þorvaldsson, stjórnarfor-
maður íslandsflugs, segir að farnar
verði fimm ferðir í viku frá sunnu-
dagskvöldi til fimmtudagskvölds.
Vélin flýgur héðan um kvöldmatar-
leytið, kemur við í Edinborg, heldur
áfram til Brussei og síðan sömu Ieið
tilbaka og er ráðgert að hún lendi
í Keflavík um klukkan sjö að morgni.
Þá eru á lokastigi samningar milli
Islandsflugs og Flugflutninga, sem
annast afgreiðslu fyrir Cargolux, um
samvinnu og afgreiðstu fyrir flugið
í Keflavík. Islandsflug hefur í rúm
fjögur ár annast reglubundið frakt-
flug milli Englands og Reykjavíkur,
nú síðast með ATR flugvél sem ber
3,5 tonn af frakt.
„Við sáum fyrir nokkru að flutn-
ingsgetan var of lítil og fórum að
skoða aðrar leiðir. Það er okkur
dýrmætt að sinna þessu flugi út frá
Reykjavík en við sáum ekki hent-
ugri lausn og ákváðum að fara út í
rekstur á þotu með tilkomu þessara
auknu verkefna," sagði Gunnar Þor-
valdsson í gær. „Þetta er auðvitað
nokkuð stórt stökk, að fara úr 3,5
tonna flutningsgetu í 14 tonna en
flutningarnir milii Edinborgar og
Brussel gera það fýsilegt," en hann
útilokar ekki að eitthvað verði hald-
ið áfram fluginu milli íslands og
Englands.
Islandsflug hefur tekið á leigu
þotu af gerðinni Boeing 737-200 QC
sem hentar hvort sem er til frakt-
eða farþegaflugs. Er hún leigð af
írsku félagi en síðustu misserin hefur
hún verið í Frakklandi. Frakt verður
að mestu leyti höfð í gámum eða á
vörupöllum og ber hún um það bil
14 tonn af frakt. í farþegaflugi ber
hún 114 farþega. Gunnar segir ráð-
gert að nota þotuna til farþegaflugs
yfir daginn, en um klukkustund tekur
að skipta aðbúnaði milli frakt- og
farþegaflugs. Verður á næstunni leit-
að verkefna fyrir farþegaflugið. Þtjár
áhafnir þarf á vélina og sagði Gunn-
ar að vegna þessara nýju verkefna
þurfi nú ekki að segja upp flugmönn-
um sem verið hafa í sumarstörfum
hjá félaginu.
Farþegum fjölgar
Farþegar hjá íslandsflugi voru
10.451 í júlí sem er 174% aukning
frá því í júlí í fyrra. Stafar aukning-
in af þeim nýju flugleiðum sem tekn-
ar voru upp 1. júlí sl. í kjölfar frelsis
í innanlandsflugi.
Farþegar milli Akureyrar og
Reykjavíkur voru 3.030 og 737 milli
Reykjavíkur og Sauðárkróks. ísa-
fjarðarfarþegum fjölgaði úr 308 í
júlí í fyrra í 1.515 í ár, sem er nærri
500% aukning. Til Siglufjarðar fjölg-
aði farþegum úr 269 í 281. Mest
aukning er á leiðinni milli Egilsstaða
og Reykjavíkur eða úr 261 í 1.763,
sem er 574%, Vestmannaeyjafarþeg-
um ijölgaði úr 1.631 í 2.054 og far-
þegum í Vesturbyggð úr 650 í 935.