Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGLIST 1997 37 > P > 5 I . » i 3 J 9 J 'j 9 í i i i i FRÉTTIR HÓLADÓMKIRKJA Hólahátíð á sunnudag Skipuð í Rann- sóknarráð Afmæli Flóaáveit- unnar 22. MAÍ sl. voru 75 ár liðin frá því að framkvæmdir hófust við gerð Flóaáveitunnar og hinn 27. maí voru 70 ár frá því hún var tekin í notkun. Flóaáveitufélagið hefur ákveðið að minnast þessa að nokkru með dagskrá að Þingborg í Hraun- gerðishreppi laugardaginn 16. ág- úst kl. 15. Þann sama dag, á milli kl. 13 og 14.30, mun flóðgáttin við Hvítá á Brúnastaðaflötum verða til sýnis en viðhaldsframkvæmdum við flóð- gáttina er að ljúka. Formaður fé- lagsins mun setja upp upplýsinga- skilti um Flóaáveituna kl. 14. Að Þingborg verður ljósmynda- sýning úr vörslu Byggðasafns Ár- nessýslu frá þessum tíma er Lýður Pálsson safnvörður setur upp. Erl- ingur Brynjólfsson sagnfræðingur flytur erindi um Flóaáveituna, kór Villingaholts- og Hraungerði- skirkna syngur nokkur Iög o.fl. Ekið er að flóðgáttinni um veg nr. 303, Ölvisholtsveg, en hann tengist vegi 1 við Kjartansstaði. Öllum er fijálst að koma, skoða og hlusta. Að lokinni dagskrá í Þing- borg verður kaffi í boði félagsins. Flóaáveituframkvæmdin var mikið ræktunarátak síns tíma enda talin mesta áveitumannvirki í Evr- ópu á þeim árum. Framkvæmd þessi spurðist víða um heim, Krist- ján X konungur íslands og Dan- merkur, Alexandrína drottning og Knútur prins komu að flóðgáttinni með dönsku og íslensku föruneyti í júní 1926. Þangað kom einnig margt manna úr héraði að sjá kon- ung sinn. Námskeið um áhættuhegðun NÁMSKEIÐ um áhættuhegðun barna og ungmenna og viðbrögð við slíkri hegðun stendur yfir í Odda við Suðurgötu dagana 13.-15. ágúst. Námskeiðið er liður í sérstöku átaki menntamálaráðu- neytisins til að efla forvarnir í skól- um landsins og er haldið í sam- vinnu við Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands og Fræðslumiðstöð í fíknivörnum. Á námskeiðinu er fjallað um áhættuþætti varðandi áfengis- og vímunefnaneyslu ungs fólks, sjálfs- víg; greiningu þessara þátta og viðbrögð við þeim. Námskeiðið er einkum ætlað skólastjórnendum, námsráðgjöfum, umsjónarkennur- um og skólahjúkrunarfræðingum í grunn- og framhaldsskólum og er námskeiðið þegar fullskipað. Ymsir sérfræðingar munu halda fyrirlestra um vímuefnaneyslu og HÓLAHÁTÍÐ fer fram nk. sunnu- dag 17. ágúst og hefst með guðs- þjónustu í Hóladómkirkju kl. 14. Fyrir altari þjóna: Sr. Sigríður Guðmarsdóttir, sr. Jónina Elísa- bet Þorsteinsdóttir, Valgerður Valgarðsdóttir djákni og Bolli Gústavsson vígslubiskup. Sr. Sig- ríður Guðmarsdóttir predikar, organisti er Soffía Margrét Egg- ertsdóttir og Kirkjukór Ólafs- fjarðar syngur. Meðhjálpari er sjálfsvíg ungs fólks. Sérstakur fyr- irlesari á námskeiðinu er dr. Gil Norman sem kennir við Harvard háskóla í Boston í Bandaríkjunum og er forstöðumaður Hall-Mercer Laboratory of Developmental Psychology and Psychopathology við Harvard læknaskólann og McLeans-spítala. Dr. Noam stjórnar m.a. verkefni í Boston um forvarnir í skólum í tengslum við áhættuhegðun barna og unglinga. Dr. Noam hefur skrif- að fræðigreinar og bækur um mál- efnið, þar á meðal Children, Youth and Suicide. Fyrirlestur dr. Noam er fimmtudaginn 14. ágúst kl. 9.15 og nefnist „Development of Risk and Resiliency in Children“. Niðjamót að Laugalandi NIÐJAMÓT hjónanna Guðmundar Hildibrandssonar og Sigríðar Er- lendsdóttur frá Sigluvík í Vestur- Landeyjum, Rangárvallasýslu, verður haldið að Laugalandi í Holt- um dagana 15.-17. ágúst nk. Guðmundur var fæddur árið 1861 og lést 1944. Sigríður var fædd árið 1878 og lést árið 1943. Þau eignuðust þrettán börn sem öll komust upp. Af þeim eru tvö enn á lífi. Þau eru Helgi Guðmunds- . son búsettur á Akranesi og Sigur- björg Guðmundsdóttir búsett á Seltjarnarnesi. Hildur Eir Bolladóttir. Að messu lokinni er hátíðar- gestum boðið að þiggja kaffiveit- ingar í Bændaskólanum. Hátíðarsýning verður í dóm- kirkjunni kl. 17 og kl. 21 á leik- riti Steinunnar Jóhannesdóttur, Heimi Guðríðar. í forkirkju er sýning á englamyndum hollenska listamannsins George Hollanders sem hann hefur gjört í samvinnu við ýmsa íslenska listamenn. NÝLEGA var Glæsiblómið í Glæsibæ opnað aftur eftir eig- endaskipti. Nýr eigandi Ólafía Halldórsdóttir hefur gert gagn- gerar breytingar á búðinni með áherslu á fallegar gjafavörur og býður m.a. brúður í handsaumuð- MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur skipað eftirtalda eipstaklinga til setu í Rannsóknarráði íslands til þriggja ára frá 5. ágúst 1997 að telja: Úr hópi sem tilnefndur er af æðri menntastofnunum, stjórnum safna á vegum menntamálaráðuneytis og af Vísindafélagi íslendinga: Aðalmenn: Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor við verkfræðideild Háskóla íslands, Vésteinn Ólason, prófessor við heim- spekideild Háskóla íslands og Þor- steinn Gunnarsson, rektor við Há- skólann á Akureyri. Varamenn: W. Peter Holbrook, prófessor við tann- læknadeild Háskóla íslands, Sverrir Tómasson, sérfræðingur, Stofnun Árna Magnússonar og Sigurður Steinþórsson, prófessor við Háskóla íslands. Úr hópi sem tilnefndur er af rann- sóknastofnunum utan verksviðs menntamáiaráðuneytis, svo og af læknaráðum Landspítala og Sjúkra- húss Reykjavíkur: Aðalmenn: Hall- dór Þorgeirsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Ólafur Ástþórsson, Hafrannsóknastofnun og Þóranna Pálsdóttir, Veðurstofu íslands. Varamenn: Þórarinn Gíslason, sér- um þjóðbúningum. Megináhersla verður á sölu blóma. Afgreiðslutími verslunarinnar verður kl. 10-19 alla daga nema sunnudaga í ágúst en frá 1. sept- ember verður opið alla daga vik- unnar frá kl. 10-21. fræðingur Vífilsstaðaspítala, Hákon Ólafsson, Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins og Ingvar B. Frið- leifsson, Jarðhitaháskóla Sameinuðu þjóðanna. Úr hópi sem tilnefndur er af Al- þýðusambandi íslands og Vinnuveit- endasambandi íslands. Aðalmenn: Rúnar Bachmann, rafvirki, Pétur Reimarsson, framkvæmdastjóri og Jón Þ. Þórhallsson. Varamenn: Björn Grétar Sveinsson,_formaður Verka- mannasambands íslands, Hermann Kristjánsson, framkvæmdastjóri Vaka hf. og Svavar Svavarsson, framleiðslustjóri Granda hf. Tveir aðalmenn og tveir varamenn eru skipaðir í ráðið, án tilnefningar, að höfðu samráði við ríkisstjórn: Aðalmenn: Þorsteinn I. Sigfússon, prófessor við verkfræðideild Háskóla Islands og Baldur Hjaltason, for- stjóri Lýsis hf. Varamenn Baldur Jónsson, prófessor, Islensk málstöð og Sigurður M. Magnússon, for- stöðumaður, Geislavarnir ríkisins. Formaður Rannsóknarráðs ís- lands er skipaður Þorsteinn I. Sig- fússon, prófessor og varaformaður Baldur Hjaltason, forstjóri Lýsis hf. Sumardagskrá Norræna Hússins Reykjavík í for- tíð og nútíð SÍÐASTA Opna húsið í Norræna húsinu á þessu sumri verður fimmtu- daginn 14. ágúst kl. 20. Kristín Bjarnadóttir sagnfræðing- ur talar um Reykjavík fyrr og síðar og sýnir litskyggnur sem sýna þróun Reykjavíkur gegnum tíðina. Kristín flytur erindi sitt á sænsku. Eftir stutt kaffihlé verður sýnd kvikmynd- in „Reykjavíks gamle bykjerne" og er hún með norsku tali. Kaffistofa Norræna hússins er opin til kl. 22 og þar eru á boðstólum heitir og kaldir réttir, auk þess sem boðið er upp á íslenska sérrétti. Mánudagskvöld 18. ágúst kl. 19 verður síðasta kvikmyndasýningin í Sumardagskrá Norræna hússins. Þá verður sýnd kvikmynd Hrafns Gunn- laugssonar Hin helgu vé. Aðgangur er ókeypis. LEIÐRÉTT Rangt föðumafn í FRÉTT um viðskiptaþjónustu ut- anríkisráðuneytisins í blaðinu í gær var rangt farið með nafn nýráðins forstöðumanns hennar. Hann heitir Benedikt Höskuldsson. Er hér með beðist velvirðingar á þessum mistök- um. ÓLÖF Halldórsdóttir í verslun sinni. Glæsiblómið opnað á ný Morgunblaðið/Árni Sæberg HRAFNHILDUR Valbjörnsdóttir (t.v.) eigandi Heimsljóss ásamt Laufeyju Vilhjálmsdóttur afgreiðslustúlku. Verslunin Heimsljós flytur NÝLEGA flutti verslunin Heimsljós úr Kringlunni í nýtt og stærra húsnæði á Suðurlandsbraut 54. Verslunin stækkar veru- lega, flutti úr 90 fermetra húsnæði í 400 fermetra. Verslunin hóf nýlega inn- flutning á húsgögnum og sóf- um frá Italíu, Spáni og Bandaríkjunum. Einnig hefur vöruúrvai verið aukið til muna í gjafavöru og borðbún- aði. Eigandi verslunarinnar er Hrafnhildur Valbjörnsdóttir. ÍSLENSK-KÍNVERSKA VIÐS KIPTARÁÐIÐ ® m ie m £ VIÐSKIPTATÆKIFÆRI í KÍNA Dagana 14.-19. ágúst nk. er væntanleg til íslands viðskiptasendinefnd frá Kína á * vegum CCPIT (China Council for the Promotion of International Trade). Af þessu tilefni efnir Íslensk-kínverska viðskiptaráðið til kynningar í Sunnusal Hótels Sögu þann 15. ágúst nk. þar sem íslenskum fyrirtækjum er gefinn kostur á að hitta fulltrúa ' kínversku fyrirtækjanna. Kynningin verður opin frá kl. 10.00-12.00 f.h. og frá kl. 14.00-16.30 e.h. Þeir, sem hafa áhuga á að stofna til viðskipta við kínversk fyrirtæki, eru eindregið hvattirtil að nýta sér þetta einstaka tækifæri. Hér er um að ræða stærstu viðskiptasendinefnd sem komið hefurtil landsinsfrá Kína. Leitað er eftir innflytjendum og útflytjendum á flestum vörutegundum, auk fjárfesta í samstarfsverkefnum og sam- starfi við íslenska kaupsýslumenn á fjölmörgum sviðum. ÍSLENSK KÍNVERSKA VIÐSKIPTARÁÐIÐ. J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.