Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997 39
BREF
TEL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Dýraglens
Vangaveltur
um Njálu
Frá Magnúsi Jónssyni:
EINU sinni þegar stráklingur kom
heim úr skólanum, segir hann við
móður sína: „Mamma, kennarinn
sagði að bráðum færum við í skól-
anum að byija í reikningnum á al-
mennum brotum.“ „Skilaðu til
kennarans, væni minn, sagði hún
„að við höfum ekkert að gera við
almenn brot. Ég læt ekki mín börn
læra nema fín brot.“
Já, það er líka nokkuð „fínt“ að
koma með hugleiðingar úr Njáls
sögu, og vil ég nú reyna einhverjar
vangaveltur um það.
Fyrst er það þá í sambandi við
eldinn. Mig grunar stundum að
Norðurlandabúar hafi um það leyti
sem ísland byggðist þekkt ein-
hverja sérstaka aðferð við að
kveikja eld, svo oft sem talað er
um eldinn sem sjálfsagðan „hlut“,
hér áður. T.d. við landnám þurfti
að sjá til a.m.k. tveggja elda eða
þriggja, ég man ekki hvort var, svo
að mikið tilstand hefur verið með
eldinn hjá þeim landnámsmannin-
um. Gæti hann hafa komið með eld
með sér alla Ieið frá Noregi? Og svo
er það um eldinn sem einna fræg-
astur er, þ.e. þann sem að notast
var við í Njálsbrennu. Um arfasát-
una er það að segja, að nánast er
útilokað að þar hafí verið „falinn"
eldur, en að auðvitað var í lófa lag-
ið, þegar hún öll var orðin meira
og minna logandi, að dreifa henni,
hvar sem „heppilegast“ væri fyrir
Flosa og hans menn.
Sem sagt: Eldur var „borinn að“
arfasátunni, en hvaðan? En ekki
hafa þeir Drangeyjarbúar víst
kunnað neina „patent“ aðferð til
að kveikja eld, eftir því sem segir
í Grettis sögu.
En víkjum þá aftur að Njálu.
Sjálfsagt hefur það verið staðreynd
að Njáli hafi ekki vaxið skegg, en
ótrúlegt er það. Aldrei er vitað um
neinn karlmann, a.m.k. af evrópsk-
um kynstofni, sem ekki hefur vaxið
skegg. En verið getur að það eigi
sér stað hjá íjarlægari kynstofnum,
t.d. hef ég aldrei séð mynd af síð-
skeggjuðum indíána og tæplega af
Afríkunegra, en aftur eru frum-
byggjar Astralíu með þróttmikinn
skeggvöxt á niðurandlitinu. En ég
hef ekki alveg lokið hugleiðingunni
um heiðursfólkið á Bergþórshvoli.
Misjafnlega finnst grúskurum bera
á hver Njálssona sé nánast tengd-
ur, eða eins og sagt er andlegast
skyldur, föður sínum. Má vera að
rétt sé hjá þeim sem þetta hafa
ígrundað, að það sé Helgi. Er þar
um gleggsta dæmið og sennilega
það sem mestan dró dilkinn á eftir
sér, að þegar Flosi og menn hans
nálgast Bergþórshvol þá vill Njáll
að heimilisfólkið gangi allt inn, og
minnist á að hús séu hér rammleg,
eins og á Hlíðarenda... en Skarp-
héðinn bendir á að óvinir Gunnars
hefðu þó aldrei viljað sækja hann
með eldi, en þessir væru vísir til
þess. En þá er það Helgi sem lætur
í ljósi að best sé að fara að vilja
föður þeirra. Flosi býður útgöngu
konum, börnum og húskörlum. Ein
kvennanna leggur til að Helgi klæð-
ist kvenfötum og er nefnt í því sam-
bandi skikkja og höfuðdúkur. En
hvað þá með niðurandlitið? Synir
Njáls voru orðnir fullorðnir menn.
En hvað um skeggvöxt Helga?
Hefði hann einhver verið þá hefði
helst verið reynandi að hylja hann
með einhvers konar trefli, en talið
er að þetta hafi gerst í ágústmán-
uði svo að óeðlilegt væri að vera
svo dúðaður. Var Helgi skegglaus
eins og faðir hans? Spyr sá sem
ekki veit.
MAGNÚS JÓNSSON,
Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði.
Morgunsaga barnanna
með þágufallssýki
Frá Ásgerði Jónsdóttur:
ÞRIÐJUDAGINN 22. júlí sl. hófst
ný morgunsaga barnanna í ríkisút-
varpinu Sumarbústaður á fímmtán
fótum heitir hún (tveir lestrar).
Efni: Drengur fer í sumarbústað
með afa sínum og ömmu. Ekki
höfðu þau lengi farið, er drengurinn
stakk upp á einhveiju áhugaverðu
atriði og afi og amma samþykktu
því. Ég ætlaði helst ekki að trúa
eyrum mínum. Hvernig getur nokk-
ur borið slíka forsmán fyrir eyru
hlustenda og það m.a.s. í efni, sem
ætlað er að vera „sérhannað“ handa
börnum? Ég veit ekki hversu hagar
til um val á útvarpssögu barna en
mér þykir ekki líklegt, að starfs-
menn ríkisútvarpsins hafi bein af-
skipti af því með „ritskoðun" og
þannig sé ekki við þá að sakast.
Þó að fyrrnefnd málvilla hafi
orðið mér sérlegt áfall er hún ekk-
ert einsdæmi í ríkisútvarpinu, því
miður. Slíkar heyrast einkum í við-
talsþáttum við atorkumenn, bregð-
ur fyrir í þýðingum sjónvarpstexta
og jafnvel háttsettum menntunar-
mönnum getur skeikað i meðferð
ópersónulegra sagnorða. Ég vil
taka það fram, að orð mín vísa
ekki til þeirra starfsmanna ríkis-
fjölmiðlanna, sem oftast og mest
tala til okkar hlustenda, því margir
þeirra, jafnt konur og karlar, eru
svo vel máli farnir að þeir gleðja
með því geð.
Að lokum langar mig til að víkja
aftur að útvarpssögu barnanna.
Mánudaginn 21. júlí sl. lauk morg-
unsögunni Mamma litla. Ég er ekki
ein um að telja hana snilldarverk
bæði að efni, stíl og málsmeðferð
þýðenda. I kjölfar hennar varð fjas
um Sumarbústað á fimmtán hjólum
þunnur þrettándi.
ÁSGERÐUR JÓNSDÓTTIR,
Drápuhlíð 3F, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Tommi og Jenni
Ljóska
U/E 5H0ULD CALL CUUCK,AND
TELL HIM WE WERE 5ITTIN6
6V THE CAMPFIRE,AND WE
UUERE THINK1N6 OF HIM..
HEV, CHUCK..MARCIE AND I
LOERE 5ITTIN6 0V THE
CAMPFIRE, BUT WE WEREN T
THINKIN6 OF VOU..
Við ættum að hringja í Kalla og Ég var ekki að hugsa um hann, Hæ, Kalli við Magga sátum
segja honum að við sitjum við herra ... Varst’ ekki? við varðeldinn og hugsuðum
varðeldinn og hugsum um ekki um þig...
hann ...