Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Gengisþróunin óhagstæð rekstrarafkomu Flugleiða og dótturfélaga fyrri hluta ársins Afkoma af reglulegri starfsemi um 170 milljónum lakari FYRSTU sex mánuði ársins var 526 milljóna króna tap hjá Flugleiðum og dótturfyrirtækjum en á sama tímabili í fyrra nam tapið 844 millj- ónum króna. Afkoma af reglulegri starfsemi var um 170 milljónum króna lakari en á sama tíma á síð- asta ári. í frétt frá Flugleiðum kemur fram að óhagstæð gengisþróun hafi kom- ið niður á rekstrarafkomu félagsins fyrstu sex mánuði ársins og átti hún langmestan þátt í að afkoma af reglulegri starfsemi versnaði um 170 milljónir króna. Aftur á móti er heild- arniðurstaða rekstrarreiknings um 318 milljónum króna betri en á síð- asta ári og þann bata megi að mestu rekja til hagnaðar sem varð af sölu flugvélar í upphafi ársins. Afkoman óviðunandi Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða, segir að afkoman það sem af er árinu sé óviðunandi en þar hafi mest áhrif óhagstæð gengisþróun á helstu mörkuðum félagsins. „Stór hluti farþegatekna í millilandaflugi kemur frá markaðssvæðum í Evr- ópu. Gengi Evrópugjaldmiðla gagn- Tapið minnkar þó milli ára vegna söluhagnaðar vart krónu hefur farið lækkandi þannig að meginvandamálið í af- komu félagsins fyrstu sex mánuði ársins er óhagstæð gengisþróun á okkar stærsta markaði á meginlandi Evrópu. Aftur á móti erum við að ná góðum árangri á ýmsum öðrum sviðum og má þar nefna að fyrstu sex mánuði ársins jókst framleiðni starfsfólks um 4,8% vegna aukinna umsvifa á nýjum flugleiðum. Farþe- gaflutningar eru megin stoð starf- seminnar og gefa af sér um 80% tekna móðurfélagsins. Fyrirtækið er að stækka töluvert á árinu, en far- þegum í millilandaflugi fjölgaði um 21% fyrstu sex mánuði ársins. Á sama tíma erum við ekki að íjölga starfsmönnum að sama skapi og að ná meiru út úr fastakostnaðinum." Að sögn Sigurðar er jafnan tap af rekstri Flugleiða á fyrri hluta árs vegna árstíðasveiflu í flutningum en sumarið er ávallt drýgst í rekstri félagsins. „Við erum með allþokka- legar bókanir á næstu mánuðum en samt sem áður höfum við áhyggjur af óhagstæðri gengisþróun og veiku efnahagsástandi á mörkuðum eins og í Þýskalandi og annars staðar á meginlandi Evrópu." Verri afkoma hjá dótturfélögum Afkoma dótturfyrirtækja Flug- leiða fyrstu sex mánuði ársins versn- aði frá fyrra ári, úr 9 milljóna króna hagnaði í 58 milljóna króna tap. Tæplega 1% samdráttur var í innan- landsflugi á tímabilinu. í lok júní var eigið fé Flugleiða tæplega 6 milljarðar króna en var um 4,4 milljarðar króna á sama tíma fyrir ári. Þessi aukning eigin fjár er fyrst og fremst til komin vegna hlutafjárútboðs í lok síðasta árs og vegna hagnaðar af starfseminni á tímabilinu júlí 1996 til júlí 1997. Eiginfjárhlutfall Flugleiða er nú 32% en var 21% á sama tíma í fyrra. Innra virði félagsins er 2,61 en var 2,14. Flugleiðir hf. Úr milliuppgjöri, jan.-júní 1997, J Samstæða Jl ..... Rekstrarreikningur Mnijónir kmna 1997 1996 I Breyt. Rekstrartekjur 10.187 8.696 +17% Rekstrargjöld 11.137 9.138 +22% Rekstrarhagnaður (-tap) (950) (442) +115% Hrein tjármagnsgjöld 141 397 -64% Hagnaður (tap) af reglulegri starfsemi (1.091) (839) +30% Hagnaðuraf sölueigna 396 (0,5) Áhrif dótturfálaga 0 0 Hagnaður (tap) tímabilsins (526) (844) -62% Efnahagsreikningur 30. júní: 1997 1996 \ Eignir: j Milljónir króna Veltufjármunir 7.261 6.483 +12% Fastafjármunir 12.996 15.164 -14% Eignir samtals 20.257 21.647 -6% I Skuhlir op eiuið fé: Milliónir króna Skammtímaskuldir 7.506 6.490 +16% Langtímaskuldir 6.785 10.747 -37% Eigið fé 5.966 4.410 +35% Skuldir og eigiö fé samtals 20.257 21.647 -6% Kennitölur Eiginfjárhlutfall 32% 21% Handbært fé frá rekstri Millj. króna 542 791 -31% Fyrirhugað er að bæta tveimur nýjum áætlunarstöðum við leiðanet félagsins á næsta ári, Minneapolis í Bandaríkunum og Helsinki í Finn- landi. Félagið fær nýja Boeing 757-200 flugvél til starfseminnar í byrjun næsta árs og síðan þrjár Boeing 757-200 og 757-300 til við- bótar fram til ársins 2002. Að auki hefur félagið fest sér kauprétt á átta flugvélum fram til ársins 2006. í haust auka Flugleiðir við þjónustu sína á fraktmarkaðnum með frakt- leiguvél, sem verður í daglegum ferðum milli íslands og Evrópu, seg- ir ennfremur i frétt frá félaginu. 16 milljarða doll- ara lán til Tælands •• Onnur mesta að- stoð, sem eitt ríki hefur fengið Tókýó. Reuter. IMF, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, og ýmis Asíuríki ákváðu á mánu- dag að lána stjórnvöldum í Tæ- landi 16 milljarða dollara til að bjarga henni út úr þeim þrenging- um, sem verið hafa í efnahagslífi landsins að undanförnu. Er þetta mesta aðstoð við eitt ríki síðan IMF og nokkur ríki, aðallega Bandarík- in, komu Mexikó til hjálpar með 40 milljarða dollara láni 1995. Tælandsstjórn hefur sjálf áætlað fjárþörfina 12 til 15 milljarðar dollara en erfiðleikarnir komu upp á yfirborðið þegar hún gafst upp við að veija gengi gjaldmiðilsins og lét það fljóta. Shigemitsu Sugis- aki, aðstoðarframkvæmdastjóri IMF, sagði á fréttamannafundi í gær, að Tæland þyrfti um 14 millj- arða dollara á þessu ári og næsta og hefði vel verið brugðist við láns- beiðninni. Leggur IMF fjóra millj- arða dollara af mörkum, Japanir annað eins og Ástralía, Malasía, Singapore og Hong Kong einn milljarð hvert. Suður-Kórea og In- dónesía leggja fram hálfan milljarð dollara hvort og frá Þróunarbanka Asíu og Alþjóðabankanum og jafn- vel Kína munu líklega koma þrír milljarðar. Athygli vekur ríflegt framlag frá Japan en stjórnvöld þar og annars staðar í Suðaustur-Asíu vilja umfram allt koma í veg fyrir, að efnahagserfiðieikarnir í Tæ- landi leiði til keðjuverkunar í öðr- um ríkjum álfunnar. Tælendingar skulda nú 89 milljarða dollara er- lendis og þar af helminginn hjá japönskum bönkum. Harðar aðgerðir Tælandsstjórn kynnti í síðustu viku strangar efnahagsráðstafanir, 16 MILLJARÐA DOLLARA LÁN TIL TÆLANDS Alþjóöagjaldeyrissjóöurinn, IMF, og Asíurfki meö Japan í broddi fylkingar komu Tælendingum til hjálpar meö 16 milljaröa dollara láni. Lánið er það mesta til eins ríkis síðan IMF og ýmis ríki, aðallega Bandaríkin, hjálpuðu Mexikó með næstum 40 milljörðum dollara 1995. Hvaöan koma milljaröarnir 16? Kína, Asíski þróunarbankinn og Alþjóða- bankinn munu líklega leggja íram 3 milljaröa Erlendar skuldir Tælands eru 89 milljaröar dollara, þar af helmingurinn í japönskum bönkum REUTERS sem fela meðal annars í sér hækk- un á virðisaukaskatti og lækkun ríkisútgjalda en auk þess verður meira en helmingi allra fjármála- fyrirtækja í landinu lokað. Efnahagsþrengingarnar hafa valdið því, að skatttekjur ríkisins hafa minnkað og ljóst er, að ríkis- sjóður verður rekinn með halla á næsta fjárlagaári í fyrsta sinn í áratug. Á móti kemur, að útflutn- ingur frá Tælandi jókst um 23% í júlí miðað við júlí í fyrra og er það rakið til 20% lækkunar á gengi gjaldmiðilsins, bahts. Verri afkoma hjá Vaka fyrstu sex mánuði ársins Salan minnkaði um 10% á tímabilinu \T\ 171 1117 Milliuppgjör 1. jan.-30. júní 1997 Rekstrarreikningur 1997 1996 Breyt. Rekstrartekjur Milljónir króna 34,7 39,1 -11% Rekstrargjöld 36,1 33,4 -8% Hagnaður fyrir fjármagnsgjöld (1,5) 5,7 Fiármaqnsoiöld (1,4) (1,8) Hagnaður (Tap) ársins (2,9) 2,6 -212% Efnahagsreikningur 30/6'97 30/6'96 Breyt. | Eignir: | ' Veltuf jármunir Milljónir króna 51,7 53,2 -3% Fastafjármunir 17,0 14,1 +21% Eignir samtals 68,7 67,3 +2% l Skuldir on eiuið tó: | Skammtímaskuldir 23,2 15,8 +47% Langtímaskuldir 10,1 10,5 -4% Eigið fé 35,4 41,0 -14% Skuldir og eigið fá samtals _ 68,7 67,3 +2% Kennitölur Eíginf járhiutfall 51% 60% Veltuf járhlutfali 2,23 3,36 -34% Mikil óvissa ríkir á fiskeldis- mörkuðum TAP Vaka hf. fyrstu sex mánuði ársins nam 2,9 milljónum króna en á sama tímabili í fyrra nam hagnaður félagsins 2,4 milljónum króna. Velta félagsins minnkaði einnig á tímabilinu, úr 39,1 milljón króna, aftur á móti jukust rekstrar- gjöld Vaka úr 33,4 milljónum í 36,1 milljón króna. Að sögn Hermanns Kristjáns- sonar, framkvæmdastjóra Vaka, komu niðurstöðurnar ekki á óvart þar sem ljóst var fyrir nokkru í hvað stefndi þar sem salan hefur minnkað um 10% frá því í fyrra, aðallega vegna mikillar óvissu sem hefur ríkt á fiskeldismörkuðum, en fyrirtækið sérhæfir sig í fram- leiðslu og sölu á hátæknibúnaði fyrir fiskeldi og umhverfismarkað. „Kæra Skota á meintum undirboð- um Norðmanna og kæra fiskeldis- manna í Bandaríkjunum á undir- boðum fiskeldismanna frá Chile hafa dregið úr fjárfestingum í greininni um tíma. En svo virðist sem mikil markaðsvinna undanfar- inna mánaða, m.a. með nýjum starfsmanni í Chile, sé að byija að skila sér.“ Samningur við stærsta laxeldisfyrirtæki Chile í frétt kemur fram að Vaki hafi gert samning við stærsta laxeldis- fyrirtækið í Chile, Marine Harvest, sá samningur og önnur sala í júlí komi sölu fyrstu sjö mánuði ársins í sömu tölu og sala fyrstu sjö mánaða síðasta árs. „Vegna góðrar sölu í júlí, betra jafnvægis á mark- aðnum og að undanfarin ár hafa rúmlega 60% af tekjum skilað sér á seinni hluta ársins, gerum við okkur vonir og teljum sterkar líkur að rekstur Vaka verði nálægt áætl- unum ársins og markmiðum í af- komu verði náð.“ Endurbætur á dreifikerfi Mikið hefur verið lagt í endur- bætur á dreifikerfi fyrirtækisins erlendis m.a. með stofnun dóttur- fyrirtækis í Noregi þar sem mark- aðsmöguleikar fyrirtækisins eru hvað mestir, en nú í ágúst er stærsta fiskeldissýning í heimi haldin í Þrándheimi og gefst því gott tækifæri til kynningar, segir ennfremur í fréttinni. Síðustu viðskipti með hlutabréf í Vaka á Opna tilboðsmarkaðnum voru þann 1. júlí sl. á genginu 7,0. Um síðustu áramót voru viðskipti á genginu 4,50.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.