Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997 17 ERLEIMT *★★★.*. EVRÓPA^. Bann við notkun dýra- afurða vegna kúariðu ESB íhugar undan- þágur Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins íhugar nú að undanþiggja ákveðin ríki utan sambandsins, þar á meðal Banda- ríkin, banni við innflutningi á af- urðum af nautgripum, kindum og geitum, sem líklegastar eru taldar til að bera í sér kúariðusmit. Bandaríkin hafa hótað að stefna ESB fyrir úrskurðarnefnd Heims- viðskiptastofnunarinnar (WTO) vegna bannsins og telja það við- skiptahindrun, sem byggist ekki á vísindalegum grunni. í síðustu viku bannaði fram- kvæmdastjórnin notkun hauskúpa, heila, eitla og mæna úr kúm, kind- um og geitum eldri en eins árs og notkun milta úr öllum geitum og kindum. Bannið á að taka gildi um næstu áramót. Ríki, sem flytja afurðir af þessum dýrum til ESB- ríkja, verða að tryggja að umrædd- ir líkamshlutar séu skildir frá öðr- um afurðum í sláturhúsum og brenndir og að aðrar afurðir, sem innihalda t.d. dýratólg, séu fram- leiddar án þess að líkamshlutarnir séu notaðir. Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Kanada hafa nú sent ESB beiðni um undan- þágu frá banninu, á þeim forsend- um að þessi lönd séu laus við kúar- iðu. Bandarískir tólgarútflytjendur óttast að missa viðskipti upp á hundrað milljónir dala, nái bannið fram að ganga. Heimildarmaður Reuters hjá framkvæmdastjórninni segir að dýralæknanefnd ESB muni taka beiðnirnar til skoðunar er hún kem- ur saman í næsta mánuði. -----♦ ♦ 4---- Deilt um þýzkar greiðslur Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins, ESB, hefur vísað á bug gagnrýnisröddum í Þýzkalandi, sem segja að Þjóðveijar greiði of mikið í sameiginlega sjóði sam- bandsins. Uppbygging sameinaðrar Evrópu snerist ekki um bókhalds- kúnstir, sagði talsmaður fram- kvæmdastjórnarinnar. Með þessu var framkvæmda- stjórnin að svara ummælum sem Theo Waigel, fjármálaráðherra Þýzkalands, lét falla í blaðaviðtali um síðustu helgi, þess efnis, að Þýzkaland greiddi nú 20 milljörðum marka (800 milljörðum króna) hærri upphæð til ESB en Þjóðveijar fengju úr sjóðum sambandsins. Mæltist Waigel til þess að árlegt framlag Þýzkalands yrði lækkað um sem næmi 7 milljörðum marka (280 millj- örðum kr.). Vegna stærðar þýzka hagkerfis- ins og velmegunar landsins eru greiðslur Þýzkalands til hinna sam- eiginlegu sjóða miklu hærri en ann- arra aðildarríkja. Stærsti einstaki tekjustofn ESB-fjárlaganna er ákveðinn hluti af innheimtum virð- isaukaskatti. Á þessu ári nemur hlutur Þýzkalands um 82 milljörðum ECU, um 6.300 milljörðum kr. Alvöru á fjölda notaöra bíla Nú er tækifærib! Vegna gífurlegrar sölu á nýjum bílum hjá Ingvari Helgasyni og Bílheimum seljum viö fjölda notaöra bíla meö alvöru afslætti. Frábær greiðslukjör: Engín útborgun og lán til allt að 48 mánaöa Fyrsta afborgun getur verib eftir allt ab 6 mánubi Visa/Euro rabgreibslur til allt ab 36 mánaba Þú kemur og semur Ath! Við höfum opiö lengur: Miðvikudag 9-20 - Fimmtudag 9-20 - Föstudag 9-20 - Laugardag 10-17 ^_____________ KEFLAVÍK: Bílasala Reykjaness Hafnargötu 88 Sími 421 6560 BORGARNES: Bílasala Vesturlands Borgarbraut 58 Sími 4371577 SELFOSS: Betri bílasalan Hrísmýri 2a Sími 482 3100 REYÐARFJORÐUR: Lykill hf. Búðareyri 25 Sími 474 1199 AKUREYRI: Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 Sími 462 2520 Sunnudaginn 17. ágúst veröur einnig opiö kl.13-17 í Bílahúsinu BÍLAHÚSIÐ (í húsi Ingvars Helgasonar og Bílheima) • Sævarhöfða 2 • Reykjavík Símar: 525 8020 - 525 8026 - 525 8027 • Símbréf 587 7605

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.