Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997 49 MYNDBÖND/KVIKMYIMDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP MYWDBOWP Hryllingslega skemmtilegt Ærsladraugar (The Frighteners) Gaman-, spcnnu - og hryllingsmynd ★ ★ ★ '/z Framleiðandi: Robert Zemeckis. Leikstjóri: Peter Jackson. Handrits- höfundar: Fran Walsh og Peter Jackosn. Kvikmyndataka: Alun Boll- inger og John Blick. Tónlist: Danny Elfman. Tæknibrellur: Weta Lim- ited. Aðalhlutverk: Michael J. Fox, Trini Alvarado og Peter Dobson. 105 mín. Bandarikin. Universal City Studios/CIC Myndbönd 1997. Mynd- in er bönnuð börnum innan 16 ára. vel gerð á allan hátt, og ætti að geta skemmt öllum þeim sem gaman hafa af ævintýrum. Verst er að myndin býr yfir ansi hroll- vekjandi atriðum sem eru miður góð fyrir yngstu bömin sem annars gætu haft gaman af. Handritið er pottþétt blanda af gamansemi, spennu og óhugnaði svo áhorfandinn fer í rússi- banaferð í tilfinningalandi og leiðist ekki eitt sekúndubrot. Um leið MICHAEL J. Fox leikur Frank sem hefur það að atvinnu að reka illa anda út úr húsum. Hann kemur í svefnbæinn Fairwater til að hjálpa fólki, en þá vill svo illa til að þar hefur skelfilegt illt vald vaknað upp og flestir álíta Frank eiga sök á því. Hann neyðist því til að finna hinn rétta söku- dólg, og lend- ir í hryllilegum hremmingum. Þessi mynd er frábærlega er gert létt grín að öllu því sem bandarískt er og ekki, og myndinni Full Metal Jacket sýndur skemmti- legur heiður. Leikararnir em ansi góðir, en þar fer fremstur í flokki Michael J. Fox sem allir vita hvað getur. Peter Dobs leikur leiðindagaur feikna vel og Trini Alvarado er ljúf og látlaus. Það koma margar ansi skemmtilegar persónur fyrir í myndinni eins og FBI-fulltrúinn, og flestir drauganna em all skrautlegir. Frábærar tæknibrell- ur gera það að verkum að myndin virkar, og skemmtilega hrollvekj- andi og glettileg tónlist Danny Elfman ýtir undir réttu stemmning- una. Skemmtibomba full af hugmyndaflugi og ijöri sem óhætt er að mæla með. Hildur Loftsdóttir Reuter MEL gamli Gibson hefur varla ástæðu til að vera gugginn, enda er mynd hans, „Conspiracy Theory“ á toppnum vestra. Hér mætir hann á frumsýningu myndarinnar í London. Spennan alls- ráðandi á toppnum SPENNUMYNDIRNAR „Consp- iracy Theory“ með Mel Gibson og Juliu Roberts og „Air Force One“ með Harrison Ford háðu harða rimmu um toppsætið vestra um helgina. Fyrrnefnda myndin hafði betur, en munurinn reyndist ekki vera mikill, sér- staklega þegar litið er til þess að Ford-myndin hefur verið sýnd í þrjár vikur, en „Conspiracy Theory" var frumsýnd um helg- ina. Sony-menn hafa ástæðu til að fagna, en myndir þeirra hafa aldrei áður skilað jafnmiklum sumartekjum. Þökk sé gífurlegri velgengni myndanna „Men in Black“ og „Air Force One“ hafa tekjurnar í sumar numið 511 milljónum dollara, eða sem svar- ar 37,3 milljörðum króna. Reynd- ar hefur ekkert fyrirtæki áður náð hálfum milljarði dollara á einu sumri, en Disney átti fyrra metið, 479 m.$, sett í fyrra. AÐSÓKN iaríkjunum BÍQAÐSÓKN í Bandaríkjunum BI0AÐS0KN í Bandaríkjunum I BÍÓAC í Bandaríl Titill Síðasla vika Alls 1. (-) Conspiracy Theory 1.409,6 m.kr. 19,3 m.$ 19,3 m.$ 2. (1.) Air Force One 1.301,6 m.kr. 17,8 m.$ 110,6 m.$ | 3. (2.) Spawn 653,4 m.kr. 8,9 m.$ 37,7 m.$ 4. (3) George of the Jungle 461,4 m.kr. 6,3 m.$ 75,9 m.$ 5.(4.) MeninBlack 412,5 m.kr. 5,7 m.$ 218,0 m.$ 6. (5.) Picture Perfect 365,0 m.kr. 5,0 m.$ 17,5 m.$ 7.(6.) Contact 327,0 m.kr. 4,5 m.$ 83,4 m.$ 8. (-) How to Be a Player 306,6 m.kr. 4,2 m.$ 5,7 m.$ 9. (7.) Air Bud 252,6 m.kr. 3,5 m.$ 11,4 m.$ lO.fS.j Nothing to Lose 208,1 m.kr. 2,8 m.$ 37,3 m.$ SIGO- URNEY Weaver tekst á við ritstörf í „Dear Rosie“. Kvikmyndafréttir SIGOURNEY Weaver ætlar að hvfla sig á bardög- um við geimverur í bili og leika rithöfund í „Dear Rosie“. Persóna hennar nær athygli umheimsins þegar hún skrifar bók um megrun. Brad Pitt er að hugleiða að leika rússneskar. spilafíkil í „Gambler". Sagan er byggð á bók eftir ekki minni höfund en Dostójevskíj. Salma Hayek fer með hlutverk þjónustustúlku sem er ástfangin af klámmyndaleikara í „The Velic- ity of Gary“. Kiámhundurinn er leikinn af Vincent D’Onfrio. Cuba Gooding jr. og Anthony Hopkins ætla að leiða saman hesta sína í „Ishmael“. Touchstone framleiðir myndina sem segir frá vinskap ungs læknis og mannfræðings sem er illa við veiði- þjófa. Tökur eiga að hefjast í byrjun næsta árs og fara fram í Flórtda og Afríku. Angelina Jolie, dóttir Johns Voight, hefur ákveðið að leika „Giu“. Gia var ofurfyrirsæta sem ánetjaðist eiturlyfjum og dó úr alnæmi. í Bandaríkj- unum verður myndin sýnd á HBO-sjónvarpsrásinni, en henni verður dreift i kvikmyndahús annars staðar. Christopher Walken, Ben Gazzara, Susan Sarandon og John Turturro leika saman í „Illumin- ata“, erótískum farsa sem gerist á Ítalíu á 19. öld. Turturro átti einnig þátt í handritinu. Sting hefur verið beðinn um að semja lög fyrir Disney-teiknimyndina „Kingdom of the Sun“. Ef hann samþykkir fylgir hann í fótspor Eltons John sem samdi lög fyrir hina vinsælu mynd, Konung ljón- anna. Annar breskur poppari, Phil Collins, hefur samið tónlist fyrir nýja Disney-mynd um Tarzan. MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU Leitin aö lífshamingjunni (Unhook the Stars)* ★ ★ 'h I deiglunni (The Crucible)-k ★ ★ 'h Tvö andlit spegils (The MirrorHas Two Facesi'k ★ ★ Ógnarhraði (Runaway Car)~k ★ Lífið eftir Jimmy (AfterJimmy)k ★ ★ Bundnar (Bound)k ★ ★ Ókyrrð (Turbulence)‘h Hatrinu að bráð (Divided by Hate)~k 'h Gullbrá og birnirnir þrír (Goldilocks and the Three Bears)k 'h Þruma (Blow Out)k ★ ★ 'h Tortímandinn (Terminator)ir ★ Smokkaleit (BootyCall)k'h Leiðin á toppinn (That Thing You Do)k ★ ★ Feigðarengillinn (Dark Angel)k'h Afdrifaríkt framhjáhald (Her Costly Affair)-k Evíta (Evita)k ★ 'h Huldublómlð (Flor De Mi Secreto) ★ ★ 'h Kemur sterkur inn. www. mbl.is/boltinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.