Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997 47 þar sem Stevén Spielbérg er viö stjórnvölinn er enginn svikinn af góðri jj skemmtun." ,1 Tvöfalt fleiri eölur, tvöfalt betri ► brellur, tvöfalt | meiri spenna! LOST HIGHW/KY AVID LINCH lilLL PULLMÁN ER RAUNVERULEIKINN DRAUMUR EÐA ER DRAUMURINN KANNSKI VERULEIKI Hinn einstaki leikstjóri David Lynch (Blue Velvet, Wild at Heart) hefur hér sent frá sér einstaka mynd sem slær allt annað út sem hann hefur áður gert. Þú munt gleðjast um leið og þú grætur. Þú munt hlæja um leið og þú fyllist óhugnaði. Þú munt rata um leið og þú týnist. Þig mun dreyma í vöku. ATH sum atriði myndarinnar eru mjög óhugnaleg. Myndin erstanglega bönnuð börnum yngri en 16 ára. Sýnd kl. 5, 9 og 11.30. Sýnd kl. 5 og 9. CARREY AFtsNOLÍb WWW.SKI FAN COM s/m/ 551 9000 V ift GEORGE CLOONEV W CHRIS O DONNELL '■ UM4 THURM. BRTMRN | pOBIhl . :ífÁ flLICIA 1 5ILVERSTOI Stærsta og langflottasta myndin um Batman til þessa! Myndin fór á toppinn í Bandarikjunum. Sjáið Arnold Schwarzenegger sem Mr. Freeze og George Clooney úr E.R. sem hinn nýja Batman og bomburnar Alicia Silverstone og Uma Thurman. Hrikaiegasta stórslysamynd sumarsins! heimsækið heimasíðuna www.mrbean.co.uk Skilin Og verkefnalaus Barsmíðasíbyljan blómstrar K\iK\n\i>in Stjörnulifó TVÍEYKIÐ (DOUBLE TEAM) Leikstjóri Hark Tsui. Handritshöf- undur Don Jakoby, Paul Mones. Kvikmyndatökustjóri Peter Paul. Tónlist Gary Chang. Aðalleikendur Jean-Claude Van Damme, Dennis Rodman, Mickey Rourke, Paul Freeman, Natascha Lindinger. 90 mín Bandarísk. Columbia 1997. B-MYNDIN lifir góðu lífi vestur í Hollywood og á myndbandaleig- unum, aðalskrautfjöður hennar er belgíska buffið Jean-Claude Van Damme. Hann hefur komist áfram í þessum geira á líkams- burðunum (spörkum) einum sam- an. Svona líkt og Chuck Norris, Michael Dudikoff og fleiri drasl- myndahetjur. Nýjasta vopnið í fé- litlum smiðjum þessara kvik- myndagerðamanna eru leikstjórar kenndir við Hong Kong, höfuðból fótafiminnar. Margir virðast álíta að þessir menn séu komnir til að bjarga heiminum en þeir eru lítið annað og meira en flinkir B- myndasmiðir, sérhæfðir í líflegum hreyfingum með myndavélarnar, nýstárlegum sjónarhornum, svo sem eltingaleik við byssukúlur, og enginn stendur þeim á sporði í slagsmálakóreógrafíunni. Myndir þeirra og framgangur minnir á spaghettívestrann, sælla minn- inga. Þeir eiga einn erkipáfa, John Woo, líkt og ítalarnir áttu sinn Sergio Leone, aðrir gera eftirlík- ingar, endalausar, litlausar eftir- líkingar sem sprengja að lokum loftbóluna. Aðal „leikarar" þessa heldur hugmyndasnauða kapítula kvik- myndasögunnar sverja sig frekar í ætt leikmuna en listamanna af holdi og blóði (að spörkunum og öðru austurlensku valhoppi und- anskildu), eru nánast teikni- myndahetjur. Hér eru þeir þrír saman, gjörsamlega útgeislunar- lausir ketbúkar, Belginn, körfu- boltaundrið Dennis Rodman og útbrunninn kvikmyndatöffari, Miekey Rourke. Líkt og þetta þrí- eyki dugi ekki til að slátra öllum leikrænum tilhneigingum hefur enn einn garpurinn verið kallaður til leiks. Sá nefnist Paul Freeman og á að baki urmul smáhlutverka í undantekningarlítið slæmum myndum og sjónvarpsþáttum. Þeir eru vondir saman. Enginn þó verri en aðalhetjan í blíðuatlotum við konu sína. Rock Hudson var trúverðugri í ástarsenum. Þá er ein aðalsögufléttan einkar ósmekkleg, það eru andlitlir menn sem verða að grípa til þeirra óyndisráða að „ki-ydda" glórulaust ofbeldi með nærveru kornabarna. En aðdáendur þessara mynda víla ekki slíka smámuni fyrir sér enda að sækjast eftir átökunum. Þeir fá sinn skammt vel útilátinn. Ég held þó að jafnvel þeir hljóti að lýjast að lokum undir barsmíðasíbylj- unni. Þó fimleg sé. Sæbjörn Valdimarsson LEIKKONAN Sherry Stringfield kom áhorf- endum sjónvarpsþáttanna „ER“ mjög á óvart þegar hún hætti í hinum geysi- vinsælu þáttum síðasta vetur. Ástæða þess að Sherry hætti var sú að hún vildi flytja til New York til að vera nær unnusta sínum Odell Lambroza sem er banka- maður. Þættirnir um Bráðavaktina eru hins vegar teknir upp í Los Angeles og fannst Sherry það vera erfitt fyrir ást- ina að þau væru svo mik- ið frá hvort öðru. Sú fregn hefur nú borist að sambandi Sherry og Odell sé nú lokið því foreldrar hans, sem eru strangtrúaðir gyðingar, hafí verið and- vígir ráðahagnum af þeirri ástæðu að Sherry er ekki gyð- ingur. Blaðafulltrúi leikkonunn- ar segir hins vegar að skilnaður parsins sé á vinsamlegum nótum og hafi ekkert með trúarmál að gera. Sherry er verkefnalaus um þessar mundir enda hafði hún lagt framann til hliðar fyrir ástina. 1 i ; í í I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.