Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Sumarsýn- ing 1997 ''Iá 'r--: .. * ílll’IÍÍSÖefessSSfi'feP' GÓLFVERKIÐ, Hrunið tungumál, sprengt stál, olía og lakk, 1997. MYNPLIST Norræna húsið MYNDVERK „ÞÖGUL SNERTING" GUÐJÓN BJARNASON Opið alla daga frá 13-19. Til 17. ágúst. Aðgangur 300 krónur. Sýningarskrá og kynningarrit 1.500 kr. Sýningarskrá frá Henie-Onstad setrinu 1.500 kr. ÞAÐ er ómældur kraftur, sköp- unargleði og hraði í Guðjóni Bjarnasyni um þessar mundir, svo sem framkvæmdir hans í kjallara- sölum Norræna húss- ins mega vera til vitnis um. Báða hefur hann fyllt af stórum mál- verkum, skúlptúrum, þrívíðum veggverkum og rúmfrekum gólf- verkum, auk nokkurra minni málverka. Þá er þessu fylgt eftir af myndarlegri kynningu verka listamannsins, sem á síðasta ári átti verk á samnorrænni sýningu á Henie- Onstad setrinu á Hö- vikodda í nágrenni Oslóborgar. Fyrir utan tvo Norðmenn, þá Odd Nerdrum og Patrich Huse, voru auk Guðjóns ekki minni bógar á vettvangi en Svíinn Roj Friberg og Daninn Michael Kvium. Allt atorkumiklir og umdeildir listamenn, sem fara óvenjulegar Mengja- fræði í Ingólfs- stræti 8 SÝNING á verkum þýsku listakonunnar Lore Bert verð- ur opnuð fimmtudaginn 14. ágúst í Ingólfsstræti 8. í kynningu segir m.a.: „Sýningin sem nefnist Meng- enlehre - Mengjafræði sam- anstendur af einu ljósverki og verkum unnum í pappír en Lore Bert notast mikið við handunninn pappír í verkum sínum. Eins og hjá mörgum myndlistarmönnum af hennar kynslóð eru önnur og óhefð- bundin efni notuð í áframhaldi listarinnar að „mála“. Þessi efnisnotkun Lore Bert gefur henni kost á að sýna fram á einkenni áhugasviðs hennar, sem öll hafa með það eitt að gera að nálgast okkar einu sönnu löngun: „hamingj- una“. Einnig kemur hingað á veg- um Ingólfsstrætis 8 listfræð- ingurinn dr. Dorothea Van Der Koelen en hún rekur gall- erí í Mainz í Þýskalandi og hyggst kynna sér íslenska myndlist með það fyrir augum að sýna verk nokkurra ís- lenskra myndlistarmanna í galleríi sínu en hún tekur þátt í helstu gallerímessum í Evr- ópu. Sýningin í Ingólfsstræti 8 stendur til 14. september og er opin fimmtudaga til sunnu- daga kl. 14-18. leiðir í málun landslagsins, um- forma það og/eða afskræma, manneskjuna um leið, ef hún er einnig þeirra vettvangur, og var heiti sýningarinnar eftir því „Hið forboðna landslag". Vegleg skrá frá þessari sýningu liggur frammi hjá gæzlukonu og auk þess hafa verið gefin út tvö kynningarrit í stóru broti um lista- manninn Guðjón Bjarnason í tilefni sýningarinnar; „Stór verk“ (Þögul snerting) og „Lítil verk“ (Naumt Barrokk) og hefur slík markaðs- setning ekki sézt á sumarsýningum hússins áður. Textar eru eftir þá Torben Rasmusen, Thor Vilhjálms- son og Jón Proppé og eru á ensku, íslenzku og dönsku. Þetta er þannig allt á alþjóðamælikvarða og kann myndarbrag- urinn að boða ný við- horf um kynningu og markaðssetningu á ís- lenzkum myndlistar- mönnum, en hún hefur vægast sagt verið til- viljunarkennd og ein- kennzt af einstefnu og afdalabrag. Að kynna einnig yngri kynslóð á sumarsýningum er auðvitað af hinu góða, þótt upprunalega væru stefnumörkin að kynna gróna og viðurkennda lista- menn. Ekki eru nema 7 ár síðan Guð- jón kom fram með sína fyrstu sýn- ingu á íslandi, sem hann gaf nafn- TÓNLIST Skálholtskirkja SUMARTÓNLEIKAR Verk eftir kunna og ókunna miðalda- höfunda. Forntónlistarhópurinn Alba (Agnethe Christensen alt; Poul Haxbro, flautublástur og trommu- sláttur. Skálholtskirkju, laugardag- inn 9. ágúst kl. 17. SÍÐASTA Sumartónleikahelgi þessa árs í Skálholti hófst að venju kl. 14 með tónsögulegu erindi, í þessu tilviki um viðhorf miðalda- kirkjunnar til tónlistar og tón- listarmanna. Var það tímanna tákn, að þó að hinn ungi fyrirles- ari væri danskur, þurfti að biðja sérstaklega um að flutt yrði á dönsku fremur en á ensku. Erind- ið hélt Poul Hoxbro, flautu- og slagverksleikari úr Alba forntón- listardúóinu, og kom þar m.a. fram, að fordæming klerka fyrr á öldum á veraldlegri tónlistariðkun virðist hvergi hafa verið jafn út- breidd og til skamms tíma var haldið, og að a.m.k. tvær efstu hinna þriggja stétta miðaldatón- listarmanna, þ.e. trúbadúra og borgarspilara, hafi verið í veruleg- um metum, jafnvel meðal kirkju- höfðingja. Það voru eiginlega aðeins full- trúar neðsta þrepsins, leikarar (þ. Gaukler, fr. jongleurs) sem þóttu óalandi og ófeijandi jafnt í þessum heimi sem hinum næsta. Hoxbro gat þess að vísu ekki sérstaklega, en sú lágstétt - sem líklega hefur verið fyrst til að kynna suðræna tónlist á Norðurlöndum, og sem 12. aldar dróttkvæðaskáldið Einar Skúlason dregur dár að, enda ið Metamorphosis“ og var að Kjar- valsstöðum, áður hafði hann haldið eina sýningu í Woods Gerry Gall- ery, Providence, svo snemma sem 1984. Frá 1990 hefur hann hins vegar haldið eina eða fleiri sýning- ar utan lands og innan á hveiju ári svo ekki skortir hér kraftinn í markaðssetninguna, sem er mjög á nútíma- og alþjóðavísu. Námsferill Guðjóns er afar óvenjulegur, hann lýkur fyrst áföngunum BFA og BArch í hönn- unarnámi (Design) á Rhode Island á árunum 1983 og ’84, en meist- aranámi í málun og skúlptúr við Skóla sjónlista í New York 1987. Loks tók hann gráðurnar MSc II í húsagerðarlist og byggingahönn- un við Kolumbíaháskólann í New York 1989. Guðjón er þannig hvorki einham- ur í námi né starfi og geta skal þess að hann hefur hannað innrétt- ingar í nokkur veitingahús í bænum sem dijúga athygli hafa vakið og fer þar ekki troðnar slóðir. Ekki verður annað sagt en að sýningin hefjist af miklum manndómi í and- dyrinu, þar sem verkið „Merking- arflökt" (1) nær yfir allan vestur- vegg, en þar gegnir myndarleg röð kolsvartra reðurlíkja dijúgu hlut- verki. Kannski hneykslar það ein- hveija, en þetta er nú atriði sem menn verða að venjast á sýningum hér sem annars staðar. Er frekar kíminn barnaleikur á við það sem víða getur að líta og er viðleitni til að ögra, í öllu falli hafa sterk geð- hrif á fólk á tímum yfirþyrmandi sjónrænna firringa allt um kring. Er inn í stóra salinn kemur, blasa við gestinum ýmiss konar gólfverk, sem hafa vísanir til þess sem menn nefna „Archaelogia" á sýningum ytra, sem svo aftur vísar til fornra bygginga, gijóthleðslna og minja. Kemur fram í verkum Richards Long, Tony Cragg, Giuseppe Spagnuolo o.fl. Guðjón er þó nær nútímanum með hina sveigjanlegu rýmistilfinningu sína og fjölbreytni, ásamt því að hagnýta sér tilviljanir sem verða við sprengingu efnisþátt- anna, í þessu tilviki stáls, úti á víða- vangi og margræðar óreglulegar sem skipulagðar samsetningar þeirra í tilfallandi íými. Gólfverkið næst innganginum í stóra salinn, „Hrunið tungumál", byggist á mjög hnitmiðaðri þróun og umbreytingu frá formrænum óróleika til reglu- festu og er sem slíkt svipmest. Annars eru stóru gráu málverkin einna athyglisverðust fyrir hinn jafna og sjónræna stíganda sem er afar vel upp byggður og málaður, sömuleiðis minni málverkin sem þrátt fyrir í sjálfu sér órólegar form- myndanir, óreiðu og tilviljanir virka sum óhagganleg og sterk. Hins vegar taka stóru litglöðu málverkin, þar sem óheft flæði forma í fijálsri mótun streymir yfir grunnflötinn líkast hraunelfu, full mikið í, en þó er málverkið með fjólubláa litnum í innri sal undantekning (23). Áferð gráu málverkanna er mött og flos- mjúk, en hins vegar virðist fullmik- ill gljái yfir hinum og einnig gólf- verkunum í bland. Það gengur mun síður upp í jafn takmörkuðu hús- næði lítillar lofthæðar, og sýningin í heild hefði þurft mun stærra og sveigjanlegra rými til að einstök verk nytu sín til fulls. En hvað sem hægt er að finna að þessari sýningu er það álit mitt, að þetta sé öflug- asta framlag Guðjóns Bjarnasonar á íslenzkum listavettvangi til þessa. Bragi Ásgeirsson fornum hljóðfærum, samanstendur af um 400 einrödduðum helgisöng- um. Voru hér sungnir þrír þeirra við undirleik en 5 leiknir án söngs í útsetningu Hoxbros, og gat lipurt blástursflúr hans minnt á írskan tinblístrustíl. Agnethe Christensen hafði eftirtektarverða rödd, er gat minnt á n.k. alt-útgáfu Montserr- at Figueroas frá Hesperion XX- hópnum, silkislétt en með mikla fyllingu, og er hún söng lofsöngv- ana til heilagrar guðsmóður með niðdimmum seiðandi seimi við vaggandi bumbusláttinn, lá stund- um jafnvel við, að maður sæi fyr- ir sér himneska magadansmey svífa um kirkjugólfið með róðu um nafla í stað rúbínu. Flutningur var í alla staði hinn öruggasti, og þó að væri of langt mál að taka fyrir hvert einasta hinna 16 laga frá Englandi, Frakklandi, Spáni, Þýzkalandi og Ítalíu, verður ekki komizt hjá því að geta leiðslusöngsins „Lullaye, Lullaye," öðru nafni As I lay on Yoolis Night, eins af fallegustu miðaldalögum Breta, er Martin Best flokkurinn gerði eftirminni- lega skil á geisladiski um árið. Dúóið flutti það mjög fallega, en þó töluvert öðruvísi en Best og með minni áherzlu á hina módölu 6/8 hrynjandi. Víða má leita fanga þegar fylla skal í þekkingareyður okkar á flutningsmáta miðaldatónlistar, eins og heyra mátti á hálfgerðri „rúmbu“-hrynjandi í bumbuslætti, og (á einum stað) á greinilega búlgörskum kaval-flúrstíl í blæstrinum. En í heild gekk flest dável upp, og þrátt fyrir tiltölu- lega ungan aldur dúósins ætti mikils að mega vænta af því á næstunni, þótt samkeppnin sé far- in að verða eitilhörð í „rannsókn- arspiiamennsku" nútíma forntón- listariðkunar. Ríkarður Ö. Pálsson Seiður miðalda trúðar og píp.arar þá orðnir skæðir keppinaut- ar um hylli konunga - var nánast réttlaus í eldri norrænum lögum. Fleira kom fram for- vitnilegt, m.a. að strengjahljóðfæraleikar- ar þóttu standa öðrum spilurum skör ofar, sum- part fyrir að geta sam- tímis farið með kveðskap, sumpart vegna þess að Davíð konungur Gamla Testamentisins var hörpuleikari. A seinni tónleikum laugardagsins, kl. 17, kom Iloxbro síðan fram ásamt sænsku altsöng- konunni Agnethe Christ- ensen, samheija sínum í Alba tónlistarhópnum. Viðfangsefnin voru öll Maríusöngvar frá hámið- öldum, ásamt nokkrum danslögum frá sama skeiði inni á milli. Hoxbro sá um allan undir- og einleik, ýmist á pípu með eða án handleggsbumbu (e. „pipe and tabor“), rammat- rommu og tambúrín. Pípan var hin alinlanga „galoubet" (fr. „flútet,“ sp. „flaviol," á basknesku „chir- ula“), þriggja gata blokkflauta er leika má á með vinstri hendi, með- an hægri höndin slær bumbu er hangir neðan úr vinstri handlegg, eða - eins og Hoxbro sýndi á fyrir- lestrinum fyrr um daginn - með aðra galoubet-pípu í hægri hönd og tvíradda þannig við sjálfan sig, líkt og Roland Kirk eða aulos-óbó- leikarar Forngrikkja. Hið merki- lega við pípu þessa er, að í yfir- blæstri má ná samhangandi tón- stiga er spannar á aðra áttund - þrátt fyrir aðeins þijú fingragöt - með því að nýta sér yfirtónaröð blístrunnar á svipaðan hátt og clar- ino-trompetleikarar gerðu á bar- okktímum. Nafngreindir tónhöfundar frá 12.-14. öld eru oftast í minni- hluta. Að þessu sinni stóðu upp úr Alfons spaki (E1 Sabio) X Kast- alalandskonungur (1221-84) og sú mæta abbadís, Hildigerður frá Bingen (1098-1179), er mikið hefur borið á í forntónlistardeildum plötubúða á síðustu árum. Maríu- söngvasafn það sem kennt er við Alfons spaka („Cantigas de Santa Maria“) og sem ekki sízt þykir merkilegt sakir myndlýsinga á GUÐJÓN Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.