Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Með varga-
skýlur í
, leikskóla
ÓVENJUMIKIÐ bitmý hefur verið
í Mývatnssveit síðustu daga en í
gær var mikill hiti í sveitinni
þannig að vargurinn náði sér ekki
almennilega upp, var hálf lamaður
í svælq'unni. Börnin á leikskólan-
um sem eru 16 talsins höfðust ekki
við úti vegna ágangs hans og
brugðu fóstrur á það ráð að kaupa
vargaskýlur á öll börnin en það
hefur ekki áður gerst í sögu leik-
skólans.
Vargurinn kviknaði í Laxá og
barst upp í Mývatnssveit í suðvest-
anátt sem þar var ríkjandi fyrir
nokkrum dögum. „Eg hef oft lent í
vondum vargi, en tel að þessi
:"t ganga hafi verið mjög slæm, verri
en maður hefur reynt í langan
tíma hér,“ segir Krislján Þórhalls-
son bóndi í Björk.
Morgunblaðið/Bjöm Gíslason
Gildistaka EES-reglna um landamæraeftirlit með físki frestast enn
Áhyggjur af áhrifum á við-
skipti við Rússa úr sögunni
GILDISTAKA nýrra reglna Evr-
ópusambandsins um heilbrigðiseft-
irlit með sjávarafurðum á landa-
mærum mun enn frestast frá því
sem áformað hafði verið. Fyrir vik-
ið fá rússneskar útgerðir, sem selja
Islendingum físk, lengri tíma til að
laga sig að nýju reglunum, auk þess
sem væntanlega verður ekki tekið
strangt á framkvæmd þeirra í
Rússlandi til að byrja með. Kaup-
endur Rússafísks telja því að það
áhyggjuefni sé úr sögunni að regl-
Br urnar hindri viðskiptin við Rússa.
Nýju reglurnar tóku gildi í ESB
um áramót og kveða á um sam-
ræmda gjaldtöku og aukna tíðni
sýnatöku úr sjávarafurðum frá ríkj-
um utan ESB. Að óbreyttu hefðu
nýju reglurnar kostað íslenzka fisk-
útflytjendur 500-700 milljónir
króna á ári. Með yfírtöku Islands
og Noregs á reglunum verða sjáv-
arafurðir frá ríkjunum hins vegar
undanþegnar þessu eftirliti en á
móti taka ríkin að sér heilbrigðis-
eftirlit á ytri landamærum Evr-
ópska efnahagssvæðisins. Fram að
gildistöku reglnanna gilda sömu
reglur og áður gagnvart EFTA-
íTkjunum.
ESB lofar engu
Reglurnar verða hluti af I. við-
auka við EES-samninginn. Sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins kom fram á fundi sameiginlegu
EES-nefndarinnar í síðasta mánuði
að Evrópusambandið treysti sér
ekki til að hrinda þeim í fram-
kvæmd gagnvart Islandi og Noregi
á tilsettum tíma, þar sem málið
þyrfti nánari skoðun í stofnunum
sambandsins. Ekki mun þó hafa
komið fram af hálfu ESB að neitt
stæði upp á EFTA-ríkin í þessu
máli. Alþingi hefur þegar samþykkt
reglurnar.
Upphaflega var að því stefnt að
reglumar myndu gilda á öllu EES
frá og með 1. marz síðastliðnum.
Síðan hefur gildistakan frestazt
a.m.k. tvisvar. Nú þrýsta EFTA-
ríkin á að reglurnar taki gildi fyrir
áramót, en ESB treystir sér ekki til
að lofa neinu.
Sjá í gegnum fíngur við Rússa
Til þess að fá að flytja inn físk til
ríkja EES verða ríki utan svæðis-
ins að uppfylla þau skilyrði um heil-
brigði sjávarafurða, sem sett eru í
reglunum. Til þessa hafa fáir þeirra
rússnesku verksmiðjutogara, sem
selja físk til íslands, uppfyllt skil-
yrðin og hafa kaupendur Rússa-
fisks óttazt að reglurnar myndu
skaða viðskiptin við Rússa.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hafa rússnesk stjórnvöld
fengið óformlegt vilyrði fyrir því
hjá framkvæmdastjórn ESB að hún
muni ekki ganga fast eftir því að öll
skilyrði séu uppfyllt í vinnslustöðv-
um og -skipum fyrr en eftir tvö ár.
Fram að þeim tíma verði engir eft-
irlitsmenn sendir til að taka út
ástandið í stöðvunum, heldur verði
þar til bærum rússneskum yfírvöld-
um treyst fyrir eftirlitinu.
Að sögn Jóns Sigurðarsonar,
framkvæmdastjóra Fiskafurða hf.,
sem kaupa mikið af Rússafiski, leið-
ir þetta vilyrði framkvæmdastjórn-
arinnar annars vegar og hins vegar
sú staðreynd að sífellt fjölgar á lista
yfir rússnesk skip, sem uppfylla
kröfur ESB, til að menn sofí nú ró-
legir yfír nýju reglunum. „Það hef-
ur enginn áhyggjur af þessu leng-
ur. Þetta er ekki orðið neitt mál,“
segir Jón.
Lakari af-
koma af
starfsemi
Flugleiða
ÓHAGSTÆÐ gengisþróun
kom niður á rekstrarafkomu
Flugleiða fyrstu sex mánuði
þessa árs og átti mestan þátt í
að afkoma af reglulegri starf-
semi félagsins versnaði um
170 milljónir króna frá síðasta
ári.
Aftur á móti er heildamið-
urstaða rekstrarreiknings um
318 milljónum króna betri en
á síðasta ári og þann bata má
að mestu rekja til hagnaðar
sem varð af sölu flugvélar í
upphafi ársins, segir í frétt frá
Flugleiðum.
Þannig varð fyrstu sex
mánuði ársins 526 milljóna
króna tap hjá Flugleiðum og
dótturfyrirtækjum en á sama
tímabili í fyrra nam tapið 844
milljónum króna.
Óviðunandi
segir forstjórinn
Sigurður Helgason, for-
stjóri Flugleiða, segir afkom-
una það sem af er árinu óvið-
unandi. Góður árangur hafi
hins vegar náðst í rekstrinum
á öðrum sviðum, m.a. hafi
framleiðni starfsfólks aukist
um 4,8% vegna aukinna um-
svifa á nýjum flugleiðum. Far-
þegum í millilandaflugi fjölg-
aði um 21% fyrstu sex mánuði
ársins.
■ Afkoma af reglulegri/16
Kæling
í Varmá
ÞAÐ var hlýtt um allt land í gær
og hiti komst víða upp í 24-25
stig. Það er gott að hafa vatn við
höndina til að kæla sig á svona
dögum og þessir ungu menn létu
sig ekki muna um að stökkva nið-
ur fossinn í Varmá við Hvera-
gerði í gær.
■ Hlýjasti/4
Islandsflug
leigir þotu
*til fraktflugs
ÍSLANDSFLUG hefur tekið á
leigu Boeing 737-200 þotu og ráð-
gerir að hefja 1. október fraktflug
milli Keflavíkur og Brussel með
viðkomu í Edinborg fimm daga
vikunnar. Þotuna má einnig nota til
farþegaflugs og er nú verið að leita
henni verkefna á daginn, en frakt-
flugið verður að næturlagi.
Gunnar Þorvaldsson, stjómar-
formaður Islandsflugs, segir að
aukin flutningaþörf hafí kallað á
•-hí stærri vél og að ráði hafi orðið að
leigja þotuna. Miklu hafí einnig
ráðið endumýjaður samningur við
■ DHL hraðflutningafyrirtækið um
flutningana, ekki síst tengingin
milli Skotlands og meginlandsins
en komið verður við í Edinborg á
báðum leiðum.
■ Hefur fraktflug/6
Aflabrögð á úthafínu hafa verið slæleg
Tekjur dragast
saman um milljarða
ÚTHAFSVEIÐI íslenskra togara á
þessu ári hefur ekki verið í sam-
ræmi við vonir og væntingar for-
svarsmanna sjávarútvegsfyrir-
tækja. Aflabrögð á þeim þremur al-
þjóðlegu hafsvæðum, sem Islend-
ingar hafa helst horft til, hafa verið
slæleg miðað við fyrri ár auk þess
sem úthald skipanna er nú orðið
mun lengra en áður. Talið er að
aflaverðmæti úthafsveiða í ár geti
numið um 6,7 milljörðum, en áætlun
Þjóðhagsstofnunar gerði ráð fyrir
7,7 milljörðum. I fyrra skiluðu veið-
arnar 10,1 milljarði, svo hugsanleg-
ur samdráttur nemur 3,4 milljörð-
um króna.
Af 45 þúsund tonna úthafskarfa-
kvóta Islendinga á Reykjaneshrygg
hefur aðeins náðst að veiða um 33
þúsund tonn. Kvóti Islendinga þar í
fyrra var sá sami, en þá var búið að
veiða hann allan um miðjan júní.
Kristján Ragnarsson, formaður
LIÚ, segir það sérstakt áhyggjuefni
ef úthafskarfakvótinn næst ekki og
það sé án efa helsta ástæða þess að
menn séu nú að freista gæfunnar í
Smugunni, þar sem ekki sé í neitt
annað að sækja.
Af 6.800 tonna úthafsrækjukvóta
Islendinga á Flæmingjagrunni hef-
ur aðeins náðst að veiða 3.200 tonn,
en í fyrra veiddu íslensku skipin yfir
20 þúsund tonn á þeim slóðum.
„Ef fyrirtækin hafa ekki mögu-
leika til þess að bæta sér þetta upp
með öðru, hlýtur það að liggja í
hlutarins eðli að afkoma þeirra
verður lakari vegna minni afla á út-
hafsmiðum," sagði Þórður Friðjóns-
son, forstjóri Þjóðhagsstofnunar.
■ Ekki er á/C3
Morgunblaðið/Arnaldur