Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI nHDHHHHnl1 Morgunblaðið/Björn Gíslason Galvaskir við Goðafoss GALVASKIR hjólreiðamenn eru á ferð um þjóð- vegi landsins að sumariagi. Þessir tveir félagar voru að leggja af stað upp á Fljótsheiði í blíðskap- arveðri í gærmorgun, en í baksýn má sjá Goðafoss. Guðmundur Stefánsson bæjarfulltrúi Ekki nægt framboð af atvinnulóðum GUÐMUNDUR Stefánsson bæjar- fulltrúi hefur óskað eftir því að gerður verið listi yfir lausar lóðir undir atvinnuhúsnæði og er verið að vinna við hann um þessar mund- ir. Guðmundur hefur bent á að víða í bænum, einkum þó á Odd- eyri séu til lóðir en þær séu illa nýttar, á þeim standi lítil hús eða skúrar og oft léleg. „Að mínu mati á að útbúa svæði sem eru tilbúin til notkunar þegar á þarf að halda. Það er óyndislegt fyrir þá sem óska eftir lóðum und- ir atvinnuhúsnæði að benda þeim á t.d. bithaga hrossa og segja að þarna geti viðkomandi fengið lóð eftir einhvern tiltekinn tíma,“ seg- ir Guðmundur. Fyrirhugað er að byggja upp iðnaðarsvæði í Krossaneshaga, norðan Hlíðarbrautar og hefur ver- ið óskað eftir tillögum um hvernig gera megi það byggingarhæft í áföngum. Tillöguna ásamt kostn- aðaráætlun um einstaka áfanga á að leggja fyrir bæjarráð Akureyrar fyrir lok næsta mánaðar. Seinagangur Guðmundur segir of mikinn seinagang ríkjandi hjá bæjaryfir- völdum varðandi það að hafa á boðstólum aðgengilegar lóðir undir atvinnuhúsnæði. Hann segir sumar lóðir i Krossaneshaga eftirsóknar- verðar og það myndi glæða áhuga manna á að reisa atvinnuhúsnæði í bænum ef þær yrðu aðgengi- legri. „Það er voðalega slappt að bjóða eitthvað fram sem verður tilbúið einhvern tíma seinna. Ef menn þurfa að bíða kannski í ár eftir að fá lóð gæti áhuginn minnk- að. Ég hef líka bent á að það eru valkostir allt í kringum okkur, það er til dæmis afar stutt í næsta sveitarfélag norðan við okkur. A meðan menn hafa ekki nægilegan áhuga á að sameina sveitarfélög hér á svæðinu verðum við á Akur- eyri að hugsa um okkur og hampa því sem við höfum,“ segir Guð- mundur. Hann sagði það hafa dregist úr hömlu að gera framtíðaratvinnu- svæði byggingarhæf og bjóða fram tilbúnar góðar lóðir þannig að hægt sé að hefja framkvæmdir með litlum fyrirvara þegar menn kjósa. Undanfarin misseri hefði það ástand verið að skapast að minna framboð er á atvinnuhúsnæði sem hentar. Morgunblaðið/Björn Gíslason HALLDÓR Jónsson og Jim McCulloch við skjöldinn. Skjöldur við vinnu- stað breska konsúlsins JOHN McCulloch sendiherra Breta á íslandi hefur afhjúpað skjöld á vinnustað breska kons- úlsins á Akureyri, Halldórs Jóns- sonar framkvæmdastjóra Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Sendiherrann hefur ásamt föruneyti verið á ferð á Akureyri og m.a. farið í heimsóknir í fyrir- tæki og rætt við forsvarsmenn þeirra. Halldór sagði samskipti Islendinga og Breta mikil og vin- samleg. Gagnkvæmur áhugi er fyrir því að efla þau, styrkja og styðja að sögn Halldórs. Vakti sendiherrann í heim- sóknum sínum athygli á þeim möguleikum sem bjóðast í sendi- ráðinu varðandi aðstoð við að koma á tengslum m.a. á milli fyrirtækja. Þá nefndi Halldór að sendiráðið hefði einnig milli- göngu um að miðla námsstyrkj- um. MIÐVIKUDAGUR W. ÁGÚST 1997 13 Handverk 97 að Hrafnagili FRÚ GUÐRÚN Katrín Þorbergs- dóttir opnar handverkssýninguna „Handverk 97“ að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit á morgun, fimmtu- daginn 14. ágúst kl. 15.30. Handverkssýningin er líkt og áður sölusýning en tilgangur henn- ar er þó fyrst og fremst að gefa handverksfólki á landinu möguleika á að koma vörum sínum á fram- færi og jafnframt er hún kærkomið tækifæri á að sjá fjölbreytilegt handverk og það hráefni sem fram- leiðendur nota við vinnu sína. Sýnendur eru vel á annað hund- rað og hafa aldrei verið fleiri, en í ár eru margir að sýna handverk sitt í fyrsta skipti. Handverkssýningin er sem fyrr í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla en á útisvæði verður margt til fróðleiks og skemmtunar. Sýningin verður opin á fimmtu- dag frá ki. 16 til 20, á föstudag, 15. ágúst frá kl. 11 til 20 og frá 11 til 21 á laugardag, 16. ágúst. Sýningunni lýkur á sunnudag, 17. ág^íst og er þá opið frá kl. 11 til 20. Ameríka: Ljósmyndir SÝNINGIN „Ameríka: Ljósmyndir" verður opnuð í Alþjóðlegu galleríi Snorra Asmundssonar í Grófargili á Akureyri á föstudag, 15. ágúst kl. 20, en myndirnar eru eftir Gio- vanni Garcdia Fenech. Hann er fæddur í Mexíkó en starfar í New York og er að því er fram kemur í fréttatilkynningu þekktur fyrir málverk sín af pillum, holum og raka sem og fyrir græð- andi sýningar varðandi daglegt líf fólks og strumpa. Freech er sái- fræðingur en sýningin er sprottin upp af áhuga hans á fólki og sam- böndum þess. Galleríið er opið alla daga vik- unnar frá kl. 14 til 18. Þar stendur nú yfir sýning Loka listakattar sem vakið hefur mikla athygli en um 500 manns hafa komið við í Gallerí- inu og barið list kattarins augum. Loki hljóp í skarðið fyrir Fenech, en fyrirhugað var að sýningin yrði opnuð í lok júlí síðastliðins. Hún barst ekki í tæka tíð til landsins, Snorri Ásmundsson tilkynnti þá andlát listamannsins og opnaði snarlega hina vinsælu sýningu á listaverkum kattarins. Varðhald fyrir ölvunarakstur TUTTUGU og fimm ára gamall maður hefur í Héraðsdómi Norður- lands eystra verið dæmdur í 60 daga varðhald og einnig var hann sviptur ökurétti ævilangt. Maðurinn var ákærður í síðasta mánuði fyrir að hafa ekið bifreið sinni undir áhrifum áfengis og án ökuréttar. Viðurkenndi hann hátt- semi sína fyrir dómi. Með broti sínu rauf hann skilorð dóms Héraðsdóms Austurlands frá því í apríl síðast- liðnum. Samkvæmt sakavottorði hafði hann fjórum sinnum gengist undir dómsáttir og einu sinni hlotið dóm vegna refsiverðrar háttsemi. Með hliðsjón af brotaferli hans þótti ekki annað fært en taka dóminn upp og dæma í málunum báðum í einu lagi. Stærðfræðikennarar Er einhver góður kennari tilbúinn að koma út í Hrísey 2-3 í viku og kenna stærðfræði? Um er að ræða 6-8 tíma í 6. til 8. bekk. Fyrir góðan verktaka verður vel borgað. Upplýsingar veita Svanhildur, skólastjóri, vs. 466 1763 og hs. 466 1739 og Gunnar, sveitarstjóri, vs. 466 1762. Vinsamlegast hringið sem fyrst. VCldlUll Akureyri Ð462 3626 Norðurlands Örugg þjónusta ífjörtíu ár 1 Or) PIOMEER The Art of Entertainment • Sjónvörp.myndbands- og hljómtæki • Ljósritunarvélar • Faxtæki • Örbylgjuofnar • Reiknivélar • Skipuleggjarar • Búðarkassar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.