Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ A U G L V S I ATVIMMU- AU6LÝSING AR ALÞINGI Deildarstjóri Á skrifstofu Alþingis er laust til umsóknar starf deildarstjóra upplýsingadeildar. Hér er um að ræða nýja stöðu og er upplýsingadeild ný og ómótuð starfseining innan upplýsinga- og tæknisviðs. Upplýsinga- og tæknisvið rekur m.a. öfluga þjónustu fyrir almenning á vefn- um. í boði erspennandi starf við uppbyggingu og skipulagningu upplýsingaþjónustu með nútímasniði. Markhópar þjónustunnar eru einkum þingmenn og þingnefndir. Hún mun byggjast á upplýsinga- og rannsóknaþjónustu, upplýsingavakt og rekstri bókasafns. Áhersla er lögð á hagnýtingu nýrrartækni og notkun tölva í starfsemi upplýsingaþjónustunnar og verðurdeildin m.a. ráðgefandi um hönnun upplýsingakerfa. Kröfur eru gerðar um háskólamenntun í bóka- safns- og upplýsingafræðum eða aðra háskóla- menntun samhliða starfsreynslu á líku sviði. Starfsreynsla erskilyrði og þarf umsækjandi að hafa sýnt frumkvæði og skipulagshæfileika í starfi sínu. Leitað er að einstaklingi, sem á auðvelt með að umgangast fólk og með góða þjónustu- lund. Launakjör eru skv. kjarasamningi Félags starfs- manna Alþingis. Nánari upplýsingar veitir Haukur Arnþórsson, forstöðumaður upplýsinga- og tæknisviðs, virka daga fyrir hádegi í síma 563 0651. Umsóknum skal skila til rekstrarskrifstofu Alþingis, Kirkjustræti 10,150 Reykjavík, fyrir 15. ágúst 1997 og skulu þær merktar "deildar- stjóri". Öllum umsóknum verður svarað. Fréttastjóri Sjónvarps Ríkisútvarpið auglýsir starf fréttastjóra Sjón- varpsins lausttil umsóknar. Ráðningartími ertil ársloka 1998. Háskóla- menntun og/eða umtalsverð reynsla við fjöl- miðla- og stjórnunarstörf er nauðsynleg. Við- komandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Laun samkvæmt kjarasamningum starfsmanna ríkisins. Nánari upplýsingar á skrifstofum fram- kvæmdastjóra Sjónvarps eða starfsmanna- stjóra í síma 515 3000. Umsóknarfrestur ertil 26. ágúst og ber að skila umsóknumtil Sjónvarpsins, Laugavegi 176, JFMM RÍKISÚTVARPIÐ eða í Útvarpshúsið, Efstaleiti 1, á eyðublöðum sem fást á báðum stöðum. Matvælavinnsla Starfsfólk vantartil starfa hjá Fiskiðjunni Freyju hf. í ísafjarðarbæ. Upplýsingar gefur verkstjóri í síma 456 6107. Gröfumenn Vana gröfumenn vantar strax. Mikil vinna. Upplýsingar í símum 852 2137 og 565 3140. Grunnskólinn í Ólafsvík Kennara vantartil starfa næsta skólaár. Kennslugreinar: Sérkennsla, almenn bekkjar- kennsla í 1.—7. bekk, íþróttir, myndmennt og raungreinar. Möguleikará kennslu í stærðfræði og tölvufræði í 1. bekk Fjölbrautaskóla Vestur- lands í Ólafsvík, ennfremur mikil vinna við félagsstörf nemenda en í skólanum erfélags- miðstöð barna og unglinga. Nauðsynlegt er að nýir kennarar getið hafið störf sem fyrst, því auk hefðbundins undirbún- ings skólaársins skulu allir kennarar skólans sitja Lion's quest námskeið svo og námskeið í ritun. Bæði námskeiðin verða haldin í skólan- um, þaðfyrra hefstfimmtudaginn 28. ágúst nk. en hið síðara að lokinni fyrstu kennsluviku í september. Nánari upplýsingar veita Gunnar Hjartarson, skstj., s. 436 1150/436 1293 og Sveinn Þór Elin- bergsson, aðstoðarskstj., s. 436 1150/436 1251. Góð aukavinna! íslenska útvarpsfélagið óskar eftir að ráða í sölu- og innheimtustörf hjá fyrirtækinu í tíma- bundið verkefni. Við erum að leita að ungu og hressu fólki á aldrinum 20—30 ára sem hef- ur bílpróf. Vinnutíminn er kl. 18—22 fjóra daga í viku. Áhugasamir skili umsóknumtil íslenska útvarpfélagsins, Lynghálsi 5,110 Reykjavík, merktum Guðrúnu D. Emilsdóttur. ÍSLENSKA ÚTVARPSFÉLAGIÐ HF. Lynghálsi 5 • P.O.Box 10110 • 130 Reykjavík Leikskólar Reykjavíkurborgar óska að ráða eftirtalið starfsfólk í neðangreind- an leikskóla: Laufásborg v/Laufásveg Leikskólakennara og annað uppeldismenntað starfsfólk í fjórar heilar stöður, eina stöðu fyrir hádegi og þrjár 50% stöður eftir hádegi. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Jóhanna Thorsteinson, í símum 551 7219 og 551 0045. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552 7277. Sjúkrahús Skagfirðinga Svæfingahjúkrunar- fræðingar Óskum að ráða svæfingahjúkrunarfræðing til starfa frá 1.10.'97 eða eftir nánara samkomu- lagi. Allar nánari upplýsingar veitir hjúkrunar- forstjóri í síma 455 4000. Kennara vantar Kennara vantar við Villingaholtsskóla fram að áramótum vegna forfalla. Villingaholtsskóli er fámennur skóli, 17 km frá Selfossi. Umsóknarfrestur ertil 21. ágúst. Upplýsingar veita skólastjóri, Jónína M. Jóns- dóttir, sími 486 3325 og formaður skólanefnd- ar, Einar Helgi Haraldsson, sími 486 5590. Veitingahúsið Amigos, Tryggvagötu 8, óskar eftir að ráða matreiðslumann semfyrst. Maður, með reynslu í mexíkóskri matargerð, kemur einnig til greina. Upplýsingar á staðnum og í síma 511 1333. Reykjavík Starfsfólk Starfsfólk vantar í eldhús og borðsali. Vinnutími frá kl. 7.30—15.30 og 16.00—20.00 Upplýsingar gefur Magnús í síma 568 9323. Einnig vantar starfólk í þvottahús. Vinnutími frá kl. 8.00—16.00. Upplýsingar gefur Kolbrún í síma 568 9500. TILKYNNINGAR ^KIPULAG RfKISINS Grjótnám í Geldinganesi Mat á umhverfisáhrifum - frumathugun Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningarfrá 13. ágústtil 17. sept- ember 1997 í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skip- ulagi ríkisins, Reykjavík. Allirhafa rétttil að kynna sérframkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 17. september 1997 til Skipulags ríkisins, Laugavegi 166,150 Reykjavík. Þarfást enn- fremur nánari upplýsingar um mat á umhverf- isáhrifum. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 63/1993. Skipulagsstjóri ríkisins. KENNSLA KRAm HÚSIG Kennara- námskeið Kramhússins 21.-24. ágúst Kynntar verða uppeldis- og kennsluaðferðir í leiklist, tónlist, myndlist, hreyfingu og spuna. Leiðbeinendur: Listgreinakennarar Kramhúss- ins og Anna Hayns, Rudolf Laban kennari frá Englandi. Upplýsingar í símum 551 5103 og 552 2661. FUMPm/ MANNFAGNASUR Urðun sorps á Vesturlandi — Opið hús Opið hús verður á skrifstofu SSV (Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi) á Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi föstudaginn 15. ágústfrá 16:00 —19:00. Til kynningarverðurskýrsla um Frekara mat á umhverfisáhrifum sorpurðunar í landi jarð- anna Fíflholta í Borgarbyggð og Jörfa í Kol- beinsstaðahreppi. Skýrsluhöfundarverða á staðnum og svara fyrirspurnum gesta. Allir hafa rétttil að kynna sér fyrirhugaða framkvæmd. Sorpurðun Vesturlands hf. FÉLAGSLÍF \ SAMBAND ÍSLENZKRA y KRISTNIBOÐSFÉLAGA Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58, í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður: Ragnar Gunnarsson. Þú ert velkominn. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Samkoma í kvöld kl. 20.00. Jódís Konráðsdóttir prédikar. Beðið fyrir lausn á þínum vanda- málum. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00 FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Miðvikudagur 13. ágúst: 1) Kl. 08.00 Þórsmörk — dagsferd (kr. 2.700). 2) Kl. 20.00 Síðsumarsferd í Videy. Verö kr. 500. Brottför m/Videyjarferju frá Sundahöfn. Leiösögumaður séra Þórir Stephensen, stað- arhaldari í Viðey. Ath.: Uppselt í helgarferð til Þórsmerkur 15. —17. ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.