Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.08.1997, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ y32 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997 MÍNNÍNGÁR ÁSMUNDUR SIGURJÓNSSON + Ásmundur Sig- urjónsson var fæddur í Reykjavík 11. september 1925. Hann lést á Land- spítalanum 4. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 11. ágúst. Við upprifjun _ á kynnum mínum af Ás- mundi Siguijónssyni langar mig helzt til að skrifa heila bók, ekki endilega um hann sjálf- an einvörðungu, heldur jafnframt um það tímabil sem ég umgekkst hann mest, því að manni fannst hann vera svo samgróinn öllu því sem var að gerast á þeim tíma bæði í innanlandsmálum og heimspólitík- inni. Ef nokkur fann til í stormum sinnar tíðar, þá var það hann. Ungur hafði hann farið til hinnar einu sönnu höfuðborgar íslendinga, Kaupmannahafnar, til að nema hag- fræði. Ég furðaði mig stundum á því, að hann skylydi hafa lagt þessa ■% greina fyrir sig fremur en einhveija aðra sem mér fannst meira í skyld- leika við gáfur hans og hæfileika, t.d. tungumál eða sagnfræði. Tungu- mál virtist hann læra án fyrirhafn- ar. Um sagnfræðina; má vera að honum hafi fundizt lítt freistandi að eyða ævinni yfír rykföllnum skjala- bunkum í hátíðlegri ördeyðu lestrar- salanna. Hann varð samt manna bezt vel að sér í fornri og nýrri sögu, og það var engin tilviljun að bezti vinur hans var sagnfræðingurinn og heimsborgarinn Sverrir Kristjáns- "’son, sem kunni manna bezt að meta nautnir heimsins, líka þá einu sem Ásmundur lærði aldrei að ánetjast: neftóbakið. Ef til voru dæmigerðir íslenzkir Hafnarstúdentar, þá voruj það þessir tveir. Þeir voru m.a.s. svo þjóðlegir, að báðir höfðu þeir hætt námi án þess að ljúka prófum, og varð aldrei séð að það kæmi að nokk- urri sök í störfum þeirra. Sverrir varð einhver mikilvirk- asti og vinsælasti sagn- fræðingur sem við höf- um átt. En lengi vel átti það ekki fyrir Ás- mundi að liggja að hag- nýta sér hagfræðinám- ið. Eftir heimkomuna, þá kvæntur maður og með ijölskyldu, sneri Ásmundur sér að blaða- mennsku, og um ára- tuga skeið var hann fréttamaður erlendra frétta á „Þjóðviljanum“ og honum helgaði hann öll beztu starfsár sín. Þetta getur hljómað eins og hann hafi gert það af einskærri fórnar- lund, en svo var ekki; honum var það brýn lífsnauðsyn að eiga sinn þátt í að skilgreina og skrá samtíðar- söguna og með hliðsjón af þeim hugsjónum sem hann hafði ungur heillazt af og voru í samræmi við lífsafstöðu hans. Daglegt samneyti við starfandi fólk í hringiðu atburðanna var hon- um einnig nauðsynlegt, því hann var félagslyndur maður, þótt ekki væri hann í mörgum félagasamtökum og því síður þaulsætinn fundamaður. En ólíkasta fólk gat átt það til að safnast utan um hann, og stundum gekk það kraftaverki næst hveiju hann fékk afkastað mitt í þeirri straumiðu. En þar kom til hjálpar fádæma einbeitingarhæfni hans og afkastageta sem ekki varð mæld á kvarða venjulegra manna. Og í blaðamennskunni sat hann ekki allt- af við ritvélina, því þegar honum bauð svo við að horfa og annríki var á öllum kontórum blaðsins, þá var Ásmundur jafn liðtækur og hver umbrotsmaðurinn í prentverkinu, gat reyndar hlaupið í skarðið og skrifað um hvað sem var, þegar svo bar undir, og þá var oft þambað ómælt kaffi, jafnframt einhveiju sterkara ef kaffið þótti ekki duga. Þetta voru líka tímar mikilla átaka, svo innanlands sem utan, og kalda stríðið hafði áhrif á allt sem skrifað var og skeggrætt. Menn voru dóm- hvatir, og það gat Ásmundur átt til að vera, því að honum leiddist öll hálfvelgja, en krafðist þess að menn kæmu til dyranna eins og þeir voru klæddir og þyrðu að standa við skoð- anir sínar. Af sjálfu leiðir, að miklum tíma varði Ásmundur í lestur erlendra bóka og tímarita; hið ítalska „l’Un- ita“ var daglegt lesefni hans, en hann fylgdist einnig vel með því sem gerðist á vettvangi íslenzkra bók- mennta, og skrifstofan hans á blað- inu var fjölbreytt bókasafn sem hver gekk í eftir þörfum. Það æxlaðist svo, að ég fór að lesa prófarakir við „íjóðviljann“ haustið 1961 og entist öllu lengur við það starf en ætlun mín hafði verið í fyrstu. Það var þá sem kynni okkar Ásmundar hófust svo heitið gat, og dagleg umgengni við hann var ísenn skemmtileg og lærdóms- rík. Ég sé hann fyrir mér eins og hann var á þessum árum: Kolsvart hárið aðeins tekið að grána, augna- hvarmamir að roðna; en starfsþrekið virtist óskert, enda sást hann ekki fyrir og virtist margra manna maki; oft lagði hann nótt við dag, í senn til þarfra athafna og ótæpilegrar gleði. Ég held hann hafi aldrei lært rétta fíngrasetningu á ritvél, en ég efast um að nokkur maður hafi verið honum afkastameiri við það merki- lega tól. Ritvélar hljóta að hafa verið mjög sterkbyggðar á þeirri tíð, en borðamir í vél Ásmundar entust aldr- ei lengi, og oft var pappírinn með götum í gegn eftir átökin. Sá hefði getað spilað sumt eftir Beethoven svo að eftir hefði verið tekið, ef út í það hefði farið. Og þá rifjast upp, hversu sérstætt það var að hlusta á tónlist með þessum manni. Vivaldi og Beet- hoven voru báðir viðstaddir, það var ekkert efamál, enda var hlustað vel og ekki eitt orð sagt. En stundum blikaði á tár. í öllum okkar samskiptum var það Ásmundur sem var veitandinn, því að lærdómur hans, alhliða þekking, fádæma gott minni og skörp hugsun var á hans beztu augnablikum sem lýsandi lampi. Ég tel mér til tekna, að ég var nokkuð góður hlustandi, og fyrir kom að ég gat lagt til elds- neyti á lampann. Það var gott og gaman að koma á heimili þeirra hjóna á Háteigsveg- inum. Ungur hafði hann kvænzt henni Lis sinni, fallegri danskri stúlku af suðrænum ættum; hún og börnin voru honum eitt og allt. I Ásmundi sjálfum bjó reyndar líka eitthvað útlent og suðrænt; ætterni hans átti rætur á Austurlandi þar sem ágæt blóðblöndun hefur átt sér stað gegnum tíðina; foreldrar hans bjuggu á Seyðisfirði á þeim tíma þegar sá staður stóð í hvað mestu menningarsambandi við umheiminn og allt var í meiri blóma en víðast- hvar á landinu. í þessari ætt hafa líka komið fram listrænir hæfileikar svo að ekki verður um villzt. Snemma á áttunda áratugnum tók að gæta nokkurra sviptinga á vettvangi stjórnmála og menning- armála, og hafa menn enn í dag ekki áttað sig á þeim til fulls. Ýms- um fannst sem los kæmi á unga sem aldna, og til voru þeir sem þótti heimurinn hafa endurskapazt árið 1968. í þessum sviptingum öllum fann Ási til vissra þreytumerkja, og það kom mér ekki á óvart, að hann vildi breyta til og átta sig. Hann hætti störfum á „Þjóðviljanum" og dvaldist í Danmörku um skeið. En aftur kallaði gamla landið á hann. Honum var aldrei gefið um það að dveljast lengi eða þvælast um erlend- is; þau voru furðu fá löndin sem hann sótti heim um dagana. En nú tók við lokakaflinn á starfs- ferlinum, þar sem sérmenntun hans gat að einhveiju leyti notið sín. Hann varð starfsmaður Hagstofunn- ar og vann við þá stofnun til dauða- dags. Mörg undanfarin ár hafði hann þó átt við vanheilsu að stríða, en það var ekki eðli hans að láta sér falla verk úr hendi á meðan stætt var. Meiri kyrrð var nú komin á líf hans allt, og sem úr ijarlægð horfði hann á ótrúiegustu hræringar heimsmálanna, sem enn verður ekki séð fyrir endann á - sem betur fer. Upp er vaxin ný kynslóð sem hefur mjög takmarkað söguskyn, að því er okkur finnst sem eldri erum. En bezt er að spara sér of mikla dóm- hörku. Með Ásmundi Siguijónssyni er genginn einhver sérstæðasti og heil- steyptasti maður sem ég hef kynnzt. Mér finnst hann hafa fallið frá mjög fyrir aldur fram, vegna þess ég átti svo margt vantalað við hann um gamla tímann og þann nýja, svo >■ + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SÓLVEIG JÓNSDÓTTIR, Hverafold 2, Reykjavík, sem andaðist mánudaginn 4. ágúst síðast- liðinn, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í dag, miðvikudaginn 13. ágúst, kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent á Krabbameins- félagið. Flemming Hólm, Jón Hólm, Gréta Jóhannsdóttir, Jakob Hólm, Ragnheiður Ketilsdóttir, Jórunn Guðrún Hólm, Valmundur Pálsson, Gunnar Hólm, Lise Krolökke Sörensen, Flemming Þór Hólm, Matthildur Jónsdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁGÚST PÉTURSSON húsgagnasmíðameistari, Nökkvavogi 23, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju föstu- daginn 15. ágúst kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Sigurlaug Jónsdóttir, Jón Garðar Ágústsson, Sigrún Ágústsdóttir, Svava Ágústsdóttir, Hörður Gunnar Ágústsson, Steingerður Ágústsdóttir, Áslaug Ágústsdóttir, Ingimunda Þ. Loftsdóttir, Bessi Aðalsteinsson, Kristinn Gunnarsson, Hanna Larsen, Þórður St. Guðmundsson, Svanur Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRHALLA ODDSDÓTTIR, Kvígindisfelli, Tálknafirði, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 14. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hennar, láti líknarfélög njóta þess. Óskar Guðmundsson, Svava Guðmundsdóttir, Haukur Guðmundsson, Svanborg Guðmundsdóttir, Unnur Guðmundsdóttir, Karl Guðmundsson, Þuríður Guðmundsdóttir, Magnús Guðmundsson, Guðmundur J. Guðmundsson, Oddur Guðmundsson, Guðbjartur Guðmundsson, Vfðir Guðmundsson, Fjóla Guðmundsdóttir, Helgi Guðmundsson, Rafn Guðmundsson, Margrét Hallgrímsdóttir, Þorsteinn Oddsson, Guðrún Klemensdóttir, Svafa Kjartansdóttir, Sveinn Jónsson, Sigríður Þ. Sigurðardóttir, Halldóra Bjarnadóttir, Eyvör Friðriksdóttir, Margrét Ásmundsdóttir, Björn G. Daníelsson, Stefaníja S. Víglundsdóttir, Kristborg G. Aðalsteinsdóttir og ömmubörn. + Bróðir okkar, SIGURÐUR HANNESSON frá Bjargi, Djúpárhreppi, verður jarðsunginn frá Oddakirkju föstudaginn 15. ágúst kl. 15.00. Ólafur Hannesson, Ingólfur Hannesson. ekki sé gleymt framtíðinni. En dauð- inn er miskunnarlaus eins og sann- leikurinn. Þeir falla óðum frá, sem eiga með manni sameiginlegar minn- ingar; það er gallinn við að eldast. Nýtt fóik kemur í staðinn, og maður kemur í manns stað, segir máltækið. En nýja fólkið á sér skamma fortíð; vonandi að það eigi sér einhveija framtíð. Við leiðarlok hlýtur hugurinn þó að nema staðar hjá þeim, sem voru Ásmundi kærastir og sýndu honum einnig einstæða ást og umhyggju þegar mest á reyndi. Konan hans, hún Lis, var jafnan sá óbilandi vinur og sú sem mest gat fyrirgefið, því að breyskur maður var Ásmundur, rétt eins og við öll. Henni eru sendar þakkir, samúð og virðing við þessi vegaskil. Og af- komendum þeirra og venslafólki öllu. Við eigum minninguna um mikil-. hæfan mann og góðan dreng. Elías Mar. Haustið 1940 í fyrsta bekk MR kynntist ég Ásmundi Siguijónssyni, þá í öðrum bekk. Næsta vetur hófst vinskapur okkar, þegar ég gekk í leshring róttækra, en í hópi þeirra kvað mjög að Ásmundi. Hann var sannfærður sósíalisti, víða heima og fljótur að átta sig. Ágætur málamað- ur, að upplagi og fyrir sakir ástund- unar, var hann farinn að lesa enskar bækur, og hafði yngri að árum til tekið við danskar. Næsta vetur sá hann eitt sinn í íþöku-bókasafninu innhlið kápu af „Modern Library“- bók og reyndist kunna skil á öllum upptöldum höfundum, og fann ég þá,_ að ég þurfti að taka mig á. í þann mund, er Þjóðviljinn flutt- ist á Skólavörðustíg 19, var Ás- mundur Siguijónsson í viðlögum far- inn að rita erlendar fréttir blaðsins, og leit ég fáeinum sinnum inn til hans þar. Yfir fimmta bekk hljóp Ásmundur og tók stúdentspróf vorið 1944 með hárri fyrstu einkunn. Næsta vetur var hann við Þjóðviljann og las við Háskólann, en hóf haustið 1945 nám í hagfræði við Háskólann í Kaupmannahöfn. I október 1946, nokkrum dögum eftir flokksþing Sósíalistaflokksins, er ég hóf nám í hagfræði, var ég Ásmundi Sigutjónssyni samferða til Kaupmannahafnar, og í herbergi hans úti á Amager gisti ég í nær tvær vikur, meðan ég leitaði mér húsnæðis. Fram til _ loka febrúar 1947 sótti ég, ásamt Ásmundi, (Ein- ari Kvaran, Kjartani Guðjónssyni og Ólafi Helgasyni) námskeið í bók- færslu, (sem hann var mjög leikinn í), og fyrirlestra í þjóðhagfræði hjá Zeuthen prófessor, en að auki sótti hann fyrirlestra í danskri haglýs- ingu. Við nám í hagfræði í Kaup- mannahöfn var Ásmundur til 1950, en tvö síðustu árin vann hann jafn- framt á dönsku hagstofunni. Rit um alþjóðamál og stjórnmál voru honum þó hugleiknari á þessum árum en kenningar hagfræðinnar. Og mun sú helsta skýring þess, að árangur hans varð ekki í samræmi við hinar miklu námsgáfur hans. Heim kominn varð Ásmundur Sig- urjónsson blaðamaður við Þjóðvilj- ann, fram til 1971, að hann réðst tii Hagstofu íslands, - og sá um erlendar fréttir ásamt Magnúsi Torfa Ólafssyni, sem um þær hafði séð fjögur undanfarandi ár. Glöggt auga hafði Ásmundur fyrir hinu fréttnæma, og framsetning hans var alltaf læsileg og glögg. Vel tókst honum líka upp í fréttaskýringum, en lagði þær ekki mjög fyrir sig, þótt að samstarfsmanni hefði meist- ara þeirra. Því kann að hafa valdið efahyggja, sem honum viríist í blóð borin, þótt bilbugur yrði aldrei á sósíalískri sannfæringu hans. Þann- ig fórust honum í Þjóðviljanum 16. apríl 1967 svo orð: „Það verður ekki nógu oft ítrekað, að fræðikenning sósíalismans, marxisminn, er ekki í sjálfu sér nein allsheijarlausn á öll- um þjóðfélagslegum vandamálum, heldur aðeins leiðarvísir um mat á þeim vandamálum ... I mannlegu þjóðfélagi eru of margar ókunnar stærðir til þess að hægt sé að semja algild lögmál." Kvaddur er góður drengur og hjartahreinn. Haraldur Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.